Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Síða 30
38
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
Trimm
Ráðleggingar Sigurðar P. Sigmundssonar fyrir hlaupið á morgun:
Hafið ekki oftrú
á blönduðum
drykkjum
-■vatn oftbetri valkostur, minni hætta á hlaupasting
Útbúnaður
Skórnir ættu ekki aö vera of gaml-
ir eða of nýir. Þiö ættuö að hafa
hlaupið yfir 20 km í þeim a.m.k. einu
sinni því að skór sem fara vel í 8-10
km gera það ekki alltaf í maraþon-
hlaupi. Sokkar ættu að vera úr bóm-
ull, nylonsokkar hitna oft mikið og
geta orsakað blöðrur. Bolur og buxur
mega ekki vera of þröng. Berið vasel-
ín eða aöra feiti á þá staði sem verða
fyrir núningi, s.s. nára, geirvörtur
og handarkrika. Athugið að tvíbinda
skóreimar.
Hlaupa-
dagurinn
Hraði
Eftir að hafa hitað upp með léttu
skokki og teygjum í a.m.k. 15-20 mín.
Betra er að stoppa alveg þegar drukkið er.
standiö þá á ráslínunni. Þeir sem eru
að keppa í fyrsta sinn á vegalengd-
inni ættu að fara rólega af stað og
freista þess aö vinna sig upp síðar.
Þeir sem eru reyndari eiga auðveld-
ara með að skipuleggja hraða sinn.
Umfram allt: farið af stað með
ákveðna áætlun í huga.
Drykkir
í 10-15 C ° hita þarf ekki að drekka
mikið, þó er það einstaklingsbundið.
Meginreglan er sú að drekka frekar
VOLVO 850 1 DAGUR TILSTEFNU - stattu þig!
Styrktaraðili Reykjav íkurmaraþons
Sigurður P. Sigmundsson.
oft en lítið í einu. Byrjið ekki of seint
og hafið ekki oftrú á blönduðum
drykkjum, vatn er oft betri valkost-
ur, t.d. minni hætta á hlaupasting.
Oft er betra að nema staðar heldur
en að reyna að drekka á hlaupum.
Það er tilvalið að birgja sig upp af
kolvetnum og mæta í pastaveisluna
sem að þessu sinni verður haldin í
stóru tjaldi á Þórsplaninu við hliðina
á Alþingishúsinu í dag. Fólk getur
þá slegið tvær flugur í einu höggi,
sótt keppnisgögnin sín í Ráðhúsinu
og farið síðan í pastamálsverð á Þórs-
planinu. Afhending keppnisgagna
hefst kl. 11 og stendur til kl. 17 og
pastamálsveröurinn stendur frá
15-19. Það eru allra síðustu forvöð
að skrá sig í dag í Reykjavíkur-
Maraþonið og verður fólk þá að gera
það í Ráðhúsinu, sagðí Sigurður P.
Sigmundsson, framkvæmdastjóri
Reykjavíkur-Maraþons og íslands-
methafi í hálfu og heilu maraþoni en
búist er viö metþátttöku á morgun í
hlaupinu.
Fyrir hlaup
Mataræði
Daginn fyrir hlaup ætti alls ekki
að borða kjöt og varast skyldi að
borða sig pakksaddan. Létt spag-
hettimáltíð hentar best. Þar sem
hlaupið er í ár kl. 11 ætti morgunmat-
urinn ekki að vera seinna en kl. 8.
Ristað brauð með sultu eða marmel-
aði hentar vel ásamt tei. Varist að
borða súkkulaöi rétt fyrir hlaup -
það raskar jafnvægi blóðsykursins.
Leiðin
Verið klár á hlaupaleiðinni þannig
að þið getið áttað ykkur á hvar erfið-
astí hluti leiðarinnar er og hvar vind-
ur mun reynast mestur.
Eftir hlaupið
Aðstaða við mark
Notið ykkur þá aðstoð sem veitt
er. Fáið ykkur drykk eða súpu, setjiö
teppi utan ykkur meðan þiö leitið að
utanyfirfötum. Umfram allt haldið
ykkur á hreyfingu.
Æfingar aftur
Maður verður aldrei jafn stífur
og eftir maraþonhlaup en ekki má
taka slíkt of nærri sér. Að sjálfsögðu
nær fólk sér fyrr eftir hálfmaraþon.
Mikilvægt er að að reyna að skokka
eða ganga 2-3 km strax daginn eftir
og 4-5 km næsta dag á grasi. Með því
hreinsast úrgangsefnin fyrr úr lík-
amanum og strengir linast fyrr. Síð-
an er gott aö taka hvíldardag. Farið
ekki of geyst aö byggja upp aftur.
Ráðlegt er að taka 2 vikur mjög léttar
eftir maraþonhlaup.
Maraþon-
hlaupið
íslandsmót
Reykjavíkur-Maraþonhlaupið
er jafnframt íslandsmót og ís-
landsmeistaratitill er þannig í
boði fyrir fyrsta karl og konu.
Undanfarin ár hefur ekki orðið
nein innbyrðis keppni milh ís-
lendinga þar sem okkar bestu
hlauparar hafa yfirleitt ekki tekið
þátt í fullu maraþoni. Jóhann
Heiðar Jóhannsson varð eftir-
minnilega íslandsmeistari í hitti-
fyrra, þá 46 ára gamall, og er til
alls líklegur þetta árið. Þá er lík-
legt að Jóhann Ingibergsson, Sig-
hvatur Dýri Guðmundsson og
Eymundur Matthíasson muni
veita Jóhanni harða keppni. í
kvennaflokki er það Anna Cosser
sem líkleg er til afreka en í fyrra
setti hún íslandsmet í maraþon-
hlaupi kvenna og er líkleg til að
bæta það verulega þar sem hún
er í mjög góðri æfingu að sögn.
Broslegt
Eins og margir vita byggist vel-
gengni Reykjavíkur-Maraþons
meðal annars á velvilja margra
styrktaraðila. Eitt af hlutverkum
framkvæmdastjóra er að semja
við styrktaraðila og fer oft mikill
tími í þann erindrekstur. Árið
1990, þegar undirritaður var
framkvæmdastjóri, hafði lítið
gengið í öflun styrktaraðila í byrj-
un. í einhverju bríaríi ákvað ég
að fara á skrifstofu Hitaveitu
Reykjavíkur og ná tali af hita-
veitustjóra og spyrja hann hvort
þeir væru ekki tilbúnir að styrkja
okkur. Hitaveitustjóri varð alveg
dolfallinn enda hafði enginn ver-
ið svo bíræfmn að leita þangað
um styrk. Þótti honum þetta ærið
skondið og ákvað að styrkja sjálf-
ur hlaupið með 10.000 kr. styrk
úr eigin vasa. Það er því betra að
hafa ráð undir hverju rifi þegar
staðiðer ífjáröflun. -J.B.H.
Trimla
Nú skunda þú út og skokk
og sönglaðu gamalt rokk
það er árshátíö
eða svona hávertíð
fyrir hlaupara sem erí sokk.
J.B.H.