Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Page 31
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
39
Á Raufarhöfn er
lögreglan Jói lögga
- segir Jóhann Þórarinsson, lögregliimaður á Raufarhöfn
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þaö er auðvitað tvennt ólíkt að
vera lögreglumaður í hinu flölmenna
liði lögreglunnar í Reykjavík eða að
vera aleinn hér á Raufarhöfn. Helsti
munurinn er sennilega sá að í
Reykjavík eða á öðrum stöðum þar
sem eru fleiri en einn lögreglumaöur
ganga menn vaktir og eiga sína frí-
daga óskipta. Hér þarf lögreglumað-
ur að ganga í öll störf sem til falla
Jóhann Þórarinsson, lögreglumaður á Raufarhöfn, við bifreið sína.
DV-mynd gk
Náttúrugripasafnið á Ólafsfirði:
Hátt í 200 teg-
undir fugla
komnar í safnið
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Náttúrugripasafnið á Ólafasfirði
var opnað á sjómannadaginn á þessu
ári. Það er í eigu bæjarins og for-
stöðumaður safnsins er Kamilla
Ragnarsdóttir.
Kamilla segir að til þessa hafi höf-
uðáhersla verið lögð á að fá ýmsar
tegundir fugla í safnið, þar séu nú
hátt í 200 tegundir fugla og búið að
merkja yfir 140 tegundir. Þar fyrir
utan eru um 50 fuglar auk mikils
safns af eggjum sem safninu var gef-
ið í heilu lagi.
Ýmisir sjaldséðir fuglar eru í safn-
inu og Kamilla nefndi sem dæmi
svartan svan, ísmáfa, ískjóa,
skrækskaða, orra, fagurgæs og grá-
hegra.
Ymislegt fleira en fuglar er þó í
safninu. Nefna má ísbjörn, sem var
skotinn á Grímseyjarsundi, og refa-
greni sem hefur verið sett upp með
refum og yrðhngum.
og er alltaf bundinn yfir starfmu.
Helsti kosturinn er hins vegar sá að
maður er dáhtið frjáls með vinnulag
og vinnutími ekki negldur niður,“
segir Jóhann Þórarinsson, lögreglu-
maður á Raufarhöfn.
í ahri N-Þingeyjarsýslu eru aðeins
tveir starfandi lögreglumenn, annar
staðsettur á Þórshöfn en hinn á Rauf-
arhöfn. Hins vegar er hægt að kaha
til héraðslögreglumenn þegar eitt-
hvað sérstakt er um að vera, t.d.
varðandi dansleiki. Svæði þessara
tveggja lögreglumanna, sem heyra
reyndar undir lögregluna á Húsavík,
nær aht frá Tjömesi og austur um
th Þórshafnar og á þeirri leið eru
m.a. þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfr-
um, Ásbyrgi, Öxarfjörður, Kópasker,
Melrakkaslétta, Raufarhöfn og Þórs-
höfn.
„Ég neita því ekki að lögreglumað-
ur sem er einn að störfum á stað eins
og Raufarhöfn er félagslega einangr-
aður og maður finnur það jafnvel hjá
kunningjunum að þeir em með ein-
hvem varnagla gagnvart manni. Svo
ef þaö þarf t.d. að handtaka mann
og setja hann inn þá verður sú reiði
sem brýst fram hjá viðkomandi eða
aðstandendum hans oft mjög per-
sónuleg. í Reykjavík er lögreglan
bara lögregla en á Raufarhöfn er lög-
reglan Jói lögga. Lögreglan er sem
sagt persónugerð og það er mjög erf-
itt fyrir lögreglumanninn. En sem
betur fer búa hér löghlýðnir borgar-
ar og óvinsamleg samskipti þeirra
og lögreglu eru fátíð."
Jóhann getur talað af reynslu um
muninn á því að starfa einn eða í fjöl-
mennu lögregluliði. Hann hefur
starfað í Reykjavík, á Húsavík sem
segja má að sé eins konar millistig
og svo á Raufarhöfn. „Það er ágæt
samvinna milh mín og lögreglu-
mannsins á Þórshöfn, við sækjum
t.d. dansleikjavaktir hvor hjá öðrum
og ef við fórum í vegaeftirht reynum
við að fara saman eða fá með okkur
héraðslögreglumenn. En þótt svæði
okkar lögreglumannanna í N-Þing-
eyjarsýslu sé stórt og oft erfitt yfir-
ferðar þá er það rólegt og hér koma
sem betur fer ekki oft upp nein stór-
mál,“ sagði Jóhann.
Ferðalangarnir að skola af vélfákum sínum á planinu í Ásbyrgi. DV-mynd gk
Vegimir héma
alveg hræðilegir
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Vegirnir hér á landi eru alveg
hræöilegir. Við vissum það reyndar
áður en við komum hingað að þeir
væru slæmir en okkur datt ekki í hug
að þeir væru svona skrautlegir,"
sögðu þrír erlendis mótorhjólamenn
sem voru að þvo „fáka“ sína á þvotta-
planinu í Ásbyrgi.
Þetta voru þeir Knut Olav Böe og
Roy Vold frá Noregi og Jan Johann-
isse frá Hollandi en þeir hafa verið
að ferðast um landið á mótorhjólum
sínum siðan 24. júni. Þeir Knut og
Roy komu með ferjunni til Seyðis-
fjarðar, fóru þaðan suður fyrir og til
Reykjavíkur, síðan til Akureyrar og
voru á ferð um Norðurland síðustu
dagana. Alls hafa þeir lagt að baki
um 2500 km á þessum tíma og Hol-
lendingurinn Jan gott betur þvi hann
hafði ferðast tæplega 4 þúsund km á
sínu hjóli.
Þeir voru hressir þrátt fyrir slæma
vegi og sögðust hafa skemmt sér kon-
unglega. Þeir vildu sérstaklega koma
á framfæri þökkum til félaga í Snigl-
unum sem þeir segja aö hafi aðstoðað
þá á ýmsan hátt og auðveldað þeim
dvölina hér.
Kamilla Ragnarsdóttir i Náttúrugripasafninu á Ólafsfiröi. DV-mynd gk
Undantekning ef íslend-
ingar koma í útsýnisflug
- segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs hf. í Mývatnssveit
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
„Reksturinn hefur gengið vel og
síðasta ár var það besta í sögu fyrir-
tækisins," segir Leifur Hahgrímsson,
framkvæmdastjóri Mýflugs hf. í Mý-
vatnssveit. Mýflug var stofnað árið
1985 og er með alhliða flugstarfsemi,
útsýnisflug, flugkennslu, leiguflug og
áætlunarflug á leiðinni Reykjavík-
Mývatn-Reykjavík alla daga yfir
sumarmánuðina. Hluthafar eru um
20 talsins, einstaklingar í Mývatns-
sveit, Akureyri og í Reykjavik, og
félagið á tvær flugvélar sem taka 6
og 9 farþega.
Leifur segir að útsýnisflugið hafi
gengið mjög vel á síðasta ári og í júh
hafi verið farið útsýnisflug í 25 daga.
„Það eru svo til eingöngu útlending-
ar sem notfæra sér útsýnisflugið og
að langmestu leyti Þjóðverjar. Það
kemur aldrei Bandaríkjamaður í
þetta flug og það koma ekki nema
svona 4-5 íslendingar á hverju ári,“
segir Leifur.
Hann segir að vinsælasta leiðin,
Leifur Hallgrímsson og Baldur Vilhjálmsson við aðra vél Mýflugs.
DV-mynd gk
sem farin sé í útsýnisfluginu, sé eins Heröuhreiðarhndir og séu útlending-
og hálfs tíma flug að Öskju og Kverk- amir mjög hrifnir af því sem þeir
fjöllum og í bakaleið er flogið yfir sjái í þessum ferðum."