Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Side 33
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 41 Sviðsljós . . . Nýjasta kvikmynd Tom Cru- ise, sem heitir The Firm, hefur slegið aðsóknarmet víða um Bandarikin. Gulldrengurínn Cru- að leika, heldur er hann og einn af framleiðendum myndarinnar. Sidney Pollack er ieikstjóri myndarinnar. Burt Reynolds hefur breytt um útflt eftir að hann og Loni Anderson ákváðu að slita sam- vistum og er hann nú naer óþekkjanlegur. Breytingin var þó ekki mikii en hann lét hið fraega Löng þrauta- ganga til frægðar - hjá rokkömmunni Tinu Tumer Tina Turner geislar af lífsgleði þessa dagana og hefur sjaldan verið betri. Þann 26. nóvember 1937 fæddist í Tennesseefylki í Bandaríkjunum blökkustúlkan Anna Mae Bullock. Þegar hún var 17 ára kynntist hún söngvaranum Ike Tumer sem þá var 25 ára gömul rokkstjarna. Hann átti eftir aö hafa mikil áhrif á líf hennar. Þau tóku saman, gengu upp að altar- inu, Anna Mae tók sér nafnið Tina Tumer og saman hófu þau söngferil. Þau voru saman í 14 löng ár áður en leiðir skildi. Þá loks reif Tina sig lausa úr sambandinu sem hafði verið henni mjög sársaukafullt. Beitt miklu harðræði Hún upplýsti síðar að Ike hefði beitt hana miklu harðræði, bæði lík- amlegu og andlegu ofbeldi. Það hefði gengið svo langt að hún hefði oftlega þurft að hætta við að koma fram á tónleikum vegna þess hve illa hún var leikin eftir barsmíðar Ikes. Ike og Tina vom töluvert vinsæl á sínum tíma en eftir að leiðir skildi hallaði undan fæti hjá báðum. Tina gafst þó ekki upp, reyndi í fjöldamörg ár að þróa eigin sólóferil en átti í miklum erfiöleikum lengi vel. En þolinmæðin þrautir vinnur all- ar. Henni tókst meö seiglunni að ná vinsældum á ný og er í dag ein alvin- sælasta rokksöngkona nútímans. Það hlýtur að teljast mikið afrek, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að hún er nú 55 ára gömul. Ike sjálfur hefur hins vegar aldrei náð fyrri frægð, enda átti hann vel- gengnina að mestu Tinu að þakka. Það hefur alla tíð farið í taugamar á honum. Fjölmargar leiðindayfirlýs- ingar og ummæh hans um Tinu bera því glögglega vitni. Ævin kvikmynduð Aðdáendur Tinu Turner geta glaðst yfir að fá góða innsýn í við- burðaríka ævi hennar því að þann 17. september verður frumsýnd vest- anhafs kvikmyndin „I, Tina“ sem byggð er á ævi hennar. Tina var beð- in um að leika sjálfa sig í kvikmynd- inni en hafnaði því tilboði. „Þetta er ein mesta sorgarsaga sem sögð hefur verið. Þessi aumingja htla blökkustúlka, sem fékk enga ástúð sem bam, var yfirgéfin af foreldrum sínum og lamin af eiginmanni sínum. Það hefði verið allt of sársaukafullt fyrir mig að upplifa þetta aht á ný með því að leika sjálfa mig í mynd- inni,“ sagði Tina í tímaritsviðtali nýverið. „Ég er bara fyrst og fremst fegin að hafa komið heil út úr þessum ósköpum." Tina Tumer hefur átt í ástarsam- bandi síðustu 6 árin með Erwin Bach. Hún aftekur samt með öllu að hjóna- band sé í sigtinu, enda henti henni ágætlega að vera bara í sambúð. Aldrei lentíóreglu Ejölmargir sem hafa átt í einhvers konar erfiðleikum meðal þotuhðsins vestanhafs hafa hallað sér að flösk- unni eða eiturlyfjum. En þaö hefur aldrei komið til greina hjá Tinu. „Ég sá hvemig brennivínið fór með pabba og fékk hálfgert ógeð á víni í framhaldi af því. Sömu sögu er að segja af eiturlyfjum, fjölmargir sem ég hef þekkt í gegnum tíðina hafa farið illa á eiturlyfjunum. Ég á varla eftir að faha fyrir flöskunni eða sprautunni úr þessu, á gamals aldri,“ sagði Tina sem Utur björtum augum á framtíðina, geislar af lífsgleði þessa dagana og er síöur en svo hætt í tón- Ustinni. Tina bjó í 14 ár með Ike Turner sem beitti hana likam- legu og andlegu haröræöi. Erwin Bach hefur veriö sambýlismaður Tinu siðastliðin 6 ár en gifting er þó ekki á stefnuskránni hjá þeim hjú- um. inn kunnasti popptónlist- armaöur allra tima, Roger Wat- ers, sem var áður meginspraut- an í hljómsveitinni Pink Floyd, gekk í hnapphelduna í lok júli- mánaöar. Eiginkonan er bartda- ríska leikkonan Priscilla Phillips serri er 28 ára gömul. Waters sem er á 49. aldursári, er að ganga upp að altarinu í 3 sinn. . . . Longu aður en körfubolta-. sniliingamir Charles Barkley og Michael Jordan tóku upp á þvi að krúnuraka sig var risinn úr Los Angeles Lakers, Karem Abdul Jabbar, með spegilsléttan skalla. Jabbar neyddist til þess vegna þess að hann var að missa hárið. Þegar Jordan tók upp á því sama, spuröi Jabbar hann að því hvers vegna hann hermdi eftir sér. Jordan saraöi að hann ætti víð sama vandamál að stríða. . Leikkonan kynþokkafulla, Sharon Stone, hefur undanfarna mánuði átt í ástarsambandi við kvikmyndaframleiðandann Bill McDonald og var jafnvel farið að tala um giftingu. Mcdonald hefur undartfarið átt undir högg að sækja vegna ásakana um fjármálamísferli. Því er spáð að Sharon láti kærastann sigla til að firra sjálfa sig óþægindum vegna málsins. • • .. .Sean Connery hefur um margra ára skeið verið i ham- ingjusömu hjónabandi með Mic- hetine sem er af frönsku bergi brotin. Hún þykir snjall olíumál- ari og eyðir mestöllum tíma sín- um í að mála. Uppáhaidsmynd- efni hennar er Connery sjálfur sem verður þá að sitja fyrir nokkrar klukkustundir i mánuði. .. .Bruce Willis kom á óvart ný- lega þegar opnaður var nýr Pla- net Holiywood veitingastaður í Chicago. Við opnun staðarins spilaði Wlllis á munnhörpu og fékk leikkonuna Sharon Stone til að syngja nokkur lög við það tækifæri. Planet Hollywood er i eigu kraftakarlanna Willis, Schwarzeneggers og Stailones. ■MMgadWMHlMHri ííSí .. .Woody Harrelson, barþjóninn „heimski" úr Staupasteini, sem lék annaö aðalhlutverkanna í bíómyndinni White Men Can't Jump hefur tekið upp nýja hár- greiðslu ef svo má komast að orði. Hann skartar nú köriuboita- klippingunni vinsælu, nauðrak- aði á sér skallann og sýnir hér hreykinn nýja útlitið. .Samantha Fox, brjóstgóða breska fyrirsætan og söngkonan, hefur undanfarna mánuði átt i málaferlum við föður sinn - og haft betur. Faðirinn var umboðs- maður hennar tii 10 ára og Sam- antha taldi sig komast að því að hann hefði dregið sér fé í starfi, allt að 110 milljónir króna. Hún hefur þegar náð um fjórðungi þeirra upphæðar Öl baka. .. .þeidökki leikarinn Danny Glo- ver hefur aiveg nóg að gera þessa dagana, en þó ekki við ieík, heldur við annað áhuga- mál. Hann hefur barist hart fyrir því að mál Gary Grahams, dauðadæmds fanga, verði tekið upp að nýju fyrir dómstólum. Fjölmargir hafa haldið þvi fram aö Gary, sem talinn er hafa myrt hvitan karlmann, sé sakfelldur á hæpnum forsendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.