Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 45 Við skoðun hjá heimilislækni hafði komið í Ijós að Oddsteinn hafði mörg önnur einkenni, s.s. höfuðverk, óskiljanlega óttakennd, einkennilega matarlyst sem kom og fór og óljósan þyngslaverk neðarlega í kviðnum. Ófrískur karlmaður Einn vordag í hríðarmuggu kom Oddsteinn Klettan jámsmiður til tannlæknis. Oddsteinn varþekktur tugþrautarmaður á miðjum fer- tugsaldri sem í æsku hafði leikið í auglýsingamynd fyrir þekktan gos- drykkjaframleiðanda. Framleið- andinn varð gjaldþrota og Odd- steinn hafði aldrei annað en sára raun af þessari frumraun í heimi flölmiðla, auglýsinga og sýndar- mennsku. Hann var mikill maður vexti með skolleitt, hrokkið hár, klæddur í blágrænan glansgalla og ódýra íþróttaskó. Oddsteinn kvart- aði undan sárum tannverk og taldi líklegast að hann væri með graft- arigerð undir tönn. Þetta hafði hann eftir Grími „Púma“ þjálfara sem um árabil hafði verið í læknis- leik með íslenskum íþróttamönn- um á öllum aldri. Grímur þessi hafði sjúkdómsgreint mikinn flölda afreksfólks á liönum árum og áunnið sér óskipta virðingu bæði lækna og fjölmiðlafólks. Meðal af- reka hans mætti nefna ótal klemmdar taugar sem hann hafði leyst úr prísundinni med hnykk eða blíðu nuddi. Tannlæknirinn leit upp í Oddstein en fann engin merlti um sýkingu eða sjúkdóma í tönnum eða tannholdi. Hann tók skemmtilegar og ágætlega verð- lagðar röntgenmyndir af kjálkum, tönnum og tannstæði en fann ekk- ert athugavert. Tannlæknirinn fuUvissaði Oddstein um að ekkert væri að, krafðist hóflegrar greiðslu eins og tannlækna er siður og sendi hann heim. Nokkrum dögum síðar kom Oddsteinn aftur og sagðist ekki vera betri. Hann heimtaði að tannlæknirinn drægi úr honum bæði jaxla og augntennur. Þegar fingrafimur tannlæknirinn neitaði því reiddist Oddsteinn og hótaði að troða bæði bomum og skolskálun- um upp í hann. Tannlækninum ofbuðu þessar hótanir enda var honum annt um borinn sinn og ákvað að vísa Oddsteini til heimil- islæknisins. Hjá heimilislækni Við skoðun hjá Garpi heimilis- lækni kom í ljós að Oddsteinn hafði mörg önnur einkenni, s.s. höfuð- verk, óskiljanlega óttakennd, ein- kennilega matarlyst sem kom og Á læknavaktiimi fór og óljósan þyngslaverk neðar- lega í kviðnum. Á síðustu 4 mánuð- um hafði hann þyngst um 5 kg. Oddsteinn haföi alltaf verið viö ágæta heilsu. Hann var nýgiftur og eiginkonan þunguð og komin 6 mánuði á leið. Þegar heimilislækn- irinn fór að rseða þessi mál kom í ljós að að Oddsteinn kveið mjög fæðingunni. Hann hafði samþykkt að vera viðstaddur en óttaðist mjög að verða sér til skammar með yfirl- iði eða ógleði. Auk þess hafði hann lesið bækur um alls kyns fæðingar- galla og sjúkdóma og óttaðist mjög að meðganga og fæðing yrðu ekki eðlileg. Allar rannsóknir voru í lagi svo að læknirinn taldi liklegast að þungun eiginkonunnar hefði haft þessi áhrif á Oddstein. Couvade-einkenni Þetta ástand á sér sérstakt heiti í læknisfræðinni og kallast co- uvade-einkenni. Orðið er komið úr frönsku, couver=að liggja á. Co- uvade er hluti af trúarlegri athöfn meðal sumra frumstæðra þjóða. Þar tíðkast að verðandi faðir legg- ist í rúmið og leiki bæði verki og rembing konunnar þegar fæðing- arhríðir hennar hefjast. Á þennan hátt blekkir hann illa anda sem hlaupið gætu í bamið á fæðingar- stundinni. Eftir fæðinguna á mað- urinn að taka að sér hlutverk móð- urinnar og annast barnið um tíma meðan hún hvílist. í heimi geð- læknisfræðinnar er angist og kvíði verðandi föður kallað couvade. Þessi einkenni ganga yfirleitt til baka fljótlega eftir að bamið er fætt. Margir skilja angistina sem ómeðvitaða löngun til að taka þátt í meðgöngunni og hjálpa konunni yfir erfiðustu hjallana. Þetta virðist gerast hvort heldur bamið er vel- komið eða ekki. Karlmenn sem þjást af þessum einkennum með- göngu era oft háðari móður sinni enaðrir. Góðurendir Oddsteinn fékk að vita að þessi einkenni væra fullkomlega eðlileg. Hann lagaðist fljótlega og tók að æfa hástökk og grindahlaup af miklum móð. Þegar nær dró fæð- ingunni versnaði honum aftur. Hann var viðstaddur sjálfa fæðing- una og tók þátt í öllu sem fram fór af alefli. „Fæðing er eins og tug- þrautarkeppni," sagði hann síðar. „Maður stekkur, hleypur og kast- ar. Ég var alveg gjörsamlega búinn þegar þessu var lokið.“ Þegar barn- ið var tveggja mánaða gamalt vora öll einkenni um „couvade" algjör- lega horfin og Oddsteinn Klettan aftur orðinn samur við sig. Hann stefndi óðfluga á verðlaunapall í tugþrautakeppni eyja-örþjóða næsta vor á óþekktri smáeyju í óþekktuhafi. Aukinökuréttindi Fyrsta námskeið í Reykjavík hefst laugar- daginn 4. september ef næg þátttaka fæst. Einnig er fyrirhugað námskeið í Keflavík. Skrifstofan verður opin alla helgina að Suð- urlandsbraut 16. Vinsamlegast komið og gangið frá umsóknum. •• Okuskóli Signrðar Gislasonar Símar 689510 og 985-24124. Útboð Vestmannaeyjar - þjóðbrautir Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 7,7 km af þjóðbrautum í Vestmannaeyjum. Helstu magntölur: Fyllingar og fláar 42.000 m3, burðarlög 16.000 m3 og slitlag 25.000 m2. Verki skal að fullu lokið 15. júní 1994. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Borgartúni 5, Reykjavík (hjá aðal- gjaldkera), frá og með 24. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 6. september 1993. Vegamálastjóri Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á hentugu húsnæði fyrir lögregiustöð á Raufarhöfn, um 100-150 m2 að stærð. Tilboð, er greini Staðsetningu, stærð, byggingarár og efni, fasteigna- og brunabótamat, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhváli, 150 Reykjavík, fyr- ir 1. september 1993. Fjármálaráðuneytið, 20. ágúst 1993 Tjaldvagnar fyrir verslunar- og skrifstofufólk Ákveðið er að leigja út tjaldvagna til félagsmanna Verzlunarmannafélags Reykjavíkur fram til 14. sept- ember nk. Hægt er að leigja tjaldvagn um helgar (3 dagar lágmark) eða til lengri tíma. Félagsmenn verða að koma á skrifstofu félagsins í Húsi verslunarinnar og ganga frá leigusamningi. Leigugjald er kr. 1.000 á dag. Ekki er hægt að taka við pöntunum í síma. Nú er tækifærið til að tryggja sér tjaldvagn til að fara með í berjatínsluferðina eða í réttirnar. Allar nán- ari upplýsingar eru veittar í síma 687100. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur INNANHÚSS- 98 ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bíéfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtisku eldhús, gólflagnir,, vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl. Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INN ANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Nafn ........................ Heimilisfang ....................... Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 • Postboks 234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.