Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Side 48
56
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
Fréttir________________________________ðv
Formaður félags starfsfólks í húsgagnaiðnaði:
Gruggug mál í útboðum
og heildsalar græða
- heildsalar segja íslenska framleiðendur stunda undirboð
Erlend framleiðsla er tekin fram
yfir innlenda, segja viðmælendur DV
í húsgagnaiðnaði. Þeim finnst undar-
legt og óeðlilegt að þetta gerist þrátt
fyrir að bæði verð og gæði séu sam-
bærileg og jafnvel betri. Heildsalar
segja þetta út í hött. Innlend fram-
leiðsla hirði meginhluta útboða og
segja þeir íslenska framleiðendur
stunda tilboð sem eru undir kostnað-
arverði.
Borgað undir borðið
„Mér finnst þetta vera rosalega
svart allt saman,“ segir Björn Krist-
jánsson, formaður Félags starfsfólks
í húsgagnaiðnaði. „Markaðsstaða ís-
lensks húsgagnaiðnaðar eins og
maður sér í útboðum og tilboðum,
sem hafa verið í gangi, er íjarri því
að vera góð. Þó svo við séum sam-
keppnisfærir í verði þá virðist heild-
Regína ThDiaransen, DV, Gjögri;
Hjónin Vilborg Traustadóttir og
Geir Zoöga verkfræðingur héldu
veislu á Hótel Djúpuvík 12. ágúst í
tilefni af 75 ára afmæli Trausta
Magnússonar og var þar fjölmenni.
salinn alltaf einhvem veginn geta
komið sér betur inn með þetta út-
lenska. Manni fmnst oft vera gmgg-
ug mál sem þar hafa verið í gangi.
Það er eins og séu einhverjar sporsl-
ur undir borðið gæti maður haldið."
Þessi orð Björns voru borin undir
aðra sem starfa í húsgagnaiðnaði og
innflutningi.
Ekki út í bláinn
„Að ýja að þessu er ekkert alveg út
í bláinn en það er ekki hægt að sanna
neitt svoleiðis", sagði Ingvar Þor-
steinsson, húsgagnasmiður í Ingvari
og sonum. „Ég veit það bara að ég
átti lægsta tilboðið í Loftleiðir. Búið
var að óska mér til hamingju og taka
í höndina á mér enda öll tilboðin
opnuð í einu. Þá er hringt þremur
vikum seinna og sagt, heyrðu, það
kom lægra tilboð."
Trausti, sem var sjómaður hér um
slóðir, ólst upp á Gjögri - dugnaðar-
forkur og drengur góður. Hann tók
við Sauðanesvita - skammt frá Siglu-
firði -1959 og flutti þá frá Djúpuvík.
Trausti og kona hans, Hulda Jóns-
dóttir, eignuðust sex böm.
Islensk undirboð
„Það er deginum ljósara að þeir
sem ná útboðum í húsgögnum eru í
95% tilvika íslensk framleiðsla," seg-
ir Kjartan Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri heildverslunar Penn-
ans. „Það eru feikileg undirboö hjá
sumum innlendum framleiðendum.
Ákveðnir aðilar, sem reknjr eru af
Landsbankanum og fleirum, viröast
í útboðum vera komnir langt undir
kostnaðarverð á vöranni. Ég átta
mig því ekki á þessum sögusögnum."
Kjartan sagði langstærstan hluta
húsgagnamarkaðarins í útboðum
vera innlenda framleiðslu. Tréhús-
gögn fyrir skrifstofur sagöi hann
ekki vera flutt inn að neinu ráði.
Allir flyttu hins vegar inn skrifstofu-
stóla og þess háttar vöra.
Það var fróðlegt að heyra Vilborgu,
dóttur þeirra heiðurshjóna, lýsa upp-
vexti sínum á-Sauðanesvita. Vilborg
setti jafnframt samkomuna sem
tókst vel og var hin ánægjulegasta.
TiUcynningar
Nafnspjalda og korta-
sjálfsali í Kringlunni
Nafnspjalda- og kortasjálfsali hefur verið
opnaður í Kringlunni. Um er að ræða
sjálfsala þar sem viðskiptavinurinn út-
býr og hannar sín eigin nafnspjöld, þakk-
arkort, boðskort, sölutilkynningar og fl.
Hægt er að velja á milli 20 mismunandi
kortauppsetninga og leturgerða. Auk
þess að búa til venjuleg nafnspjöld bregða
margir á leik með hinum ólíklegustu
starfsheitum og tilkynningum. Fyrir 400
kr. fást 40 nathspjöld eða 20 stærri kort
sem prentast út á einni mínútu. Það er
fyrirtækiö Passamyndir hf. sem annast
rekstur þessarar nafnspjaldavélar sem
staðsett er á annarri hæð Kringlunnar
beint á móti Hagkaup.
Kvennaklúbbur Hafnarfjarðar
heldur konukvöld i kvöld. Verður þetta
kvöld tileinkað Keflavik og verða sæta-
ferðir frá SBK, Keflavík, kl. 20.15. Far-
gjald 500 báðar leiðir. Boöið verður upp
á snarl og drykki milli kl. 21 og 22. Sýnd-
ur verður leikþáttur og fatafella kemur
í heimsókn og ýmsar uppákomur. Rædd
verða ýmis mál tengd kvennaklúbbnum.
Allar konur velkomnar. Aðgangur
ókeypis.
Kvenfélag Fríkirkjunnar
í Reykjavík
Hin árlega skemmtiferð kvenfélagsins
verður farin fostudaginn 3. september.
Lagt verður af stað frá Frikirkjunni kl.
17. Allar upplýsingar mn ferðina eru
gefnar í síma 699932 eða 30317, Auður, s.
42551, Helga, og s. 43549, Sigríður.
Nýlega héldu þessir tveir piltar, sem
heita Dagur Snær Sævarsson og Amar
Ólafsson, tombólu til styrktar Rauða
krossi íslands. Alls söfnuðu þeir 1596
krónum.
Dagur vatnsins
í dag, laugardag, er dagur vatnsins og
þá bjóða Vatnsveita Reykjavikur og Hita-
veita Reykjavikur aUa velkomna að
skoða mannvirkin í Gvendarbrunnum
og á Nesjavöllum. í Gvendarbrunnum
verður opið fyrir almenning frá kl. 10-16.
í boði verða skoðunarferðir um brunna-
svæðið í Heiðmörk þar sem m.a. borholur
og tilheyrandi dælur verða skoðaðar og
gestir fræddir rnn vatnstöku kalda vatns-
ins. Gestum verður ekið frá bílastæðum
við Rauðhóla að hinu sérstaka Gvendar-
brunnahúsi þar sem m.a. verður sýnt
myndband þar sem saga vatnsmála
Reykvíkinga allt frá landnámstíð til dags-
ins í dag er rakin. Þá verður til sýnis
gamall slökkviliðsbíll, aldamótavatns-
póstur, bmnahanar og margvísleg tæki
og búnaður vatnsveitumanna. Vatns-
veita Reykjavikur býður til kaffidrykkju
og meðlætis í Jaðri þar sem er vistleg
aðstaða starfsmanna vatnsveitunnar. A
Nesjavöllum verður opið fyrir almenning
frá kl. 10.30-17. Skoðunarferðir verða um
orkuverið með leiðsögn þar sem gestnm
er m.a. skýrt frá uppbyggingu þess og
hvernig kalt vatn er hitað með jarðhita-
vatni og gufu og það síðan leitt til höfuð-
borgarsvæðisins. Þegar gestir hafa skoð-
að NesjavaUavirkjim býður Hitaveita
Reykjavíkur til kaffidrykkju og meðlætis
í Nesbúð sem er veitinga- og gististaður
á Nesjavöllum skammt frá orkuverinu.
Allar nánari upplýsingasr fást hjá Vatns-
veitu Reykjavikur í síma 697000 og hjá
Hitaveitu Reykjavikur í síma 600100.
Trompetar með orgeli
Hallgrímskirkju
Sunnudaginn 22. ágúst leika Ásgeir Her-
mann Steingrímsson og Eiríkur Öm
Pálsson trompetleikarar og Hörður
Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, á
áttundu orgeltónleikum Hallgrímskirkju
í tónleikaröðinni Sumarkvöld við orgehð
og hefjast tónleikamir kl. 20.30 Þeir félag-
ar em þekktir í íslensku tónlistarlífi síð-
ari ára en þetta verður í fyrsta skipti sem
nýja orgeliö hljómar með einleikshljóð-
færi á tónleikunum.
Safnaöarstarf
Laugardagur 21. ágúst
Hallgrímskirkja: Tónleikar kl. 12.00.
Orgel: Hörður Áskelsson. Trompet: Ás-
geir H. Steingrimsson og Eiríkur Öm
Pálsson.
Sunnudagur 22. ágúst
Seltjarnarneskirkja: Btmdur í æsku-
lýðsfélaginu í kvöld kl. 20.30.
Mánudagur 23. ágúst
Hallgrimskirkja: Fyrirbænaguðsþjón-
usta þriðjudag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk-
um.
Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgunn
þriðjudag kl. 10-12.
Andlát
Karitas Kristinsdóttir, Árhóli, Dal-
vík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri miðvikudaginn 18. ágúst.
Rannveig Stefánsdóttir, Dalbæ, Dal-
vík, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri 19. ágúst.
Margrét Kristjánsdóttir, áður til
heimilis að Miklubraut 7, er látin.
Aðalsteinn Guðmundsson frá
Stakkadal, Aðalvík, síðast til heimilis
á Droplaugarstöðum, Snorrabraut
58, Reykjavík, andaðist í Borgar-
spítalanum aðfaranótt 18. ágúst.
Jarðarfarir
Ásgeir Gunnarsson, Silfurbraut 10,
Höfn, verður jarðsunginn frá Hafn-
arkirkju í dag, laugardaginn 21. ág-
úst, kl. 14.00.
Kristný Valdadóttir, Brekastíg 29,
Vestmannaeyjum, verður jarðsung-
in frá Landakirkju í dag, laugardag-
inn 21. ágúst, kl. 14.00.
Sigurður Oddsson, Ásabraut 14,
Sandgerði, verður jarðsunginn frá
Hvalsneskirkju í dag, laugardaginn
21. ágúst, kl. 15.00.
Emelia Lárusdóttir, Suðurgötu 24,
Sauðárkróki, verður jarðsungin frá
Sauðárkrókskirkju í dag, laugardag-
inn 21. ágúst, kl. 14.00.
Kristín Halldórsdóttir frá Oddastöð-
um verður jarðsungin frá Kolbeins-
staðakirkju í dag, laugardaginn 21.
ágúst, kl. 14.00.
Einar Jónsson frá Móbergi, Húsavík,
verður jarðsunginn frá Húsavíkur-
kirkju mánudaginn 23. ágúst kl.
14.00.
Jón Ingþór Friðbjörnsson, Víðgrand
26, Saúðárkróki, verður jarðsunginn
frá Sauðárkrókskirkju í dag, laugar-
daginn 21. ágúst, kl. 16.00.
Greiðsluáskorun
Sýslumaðurinn á Patreksfirði skorar hér með á gjald-
endur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum, sem voru
álögð 1990, 1991, 1992 og 1993 og féllu í gald-
daga til og með 15. ágúst 1993 og eru til innheimtu
hjá ofangreindum innheimtumanni ríkissjóðs, að
greiða þau nú þegar og ekki síðar en 15 dögum frá
dagsetningu áskorunar þessarar.
Gjöldin eru þessi: tekjuskattur, útsvar, eignaskattur,
sérstakur eignaskattur, slysatryggingagjald vegna
heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðn-
aðarmálagjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr. laga
nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurekenda
skv. 36. gr. sömu laga, atvinnuleysistryggingagjald,
kirkjugarðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra,
skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, launa-
skattur, bifreiðaskattur, slysatryggingagjald öku-
manna, þungaskattur skv. ökumælum, viðbótar- og
aukaálagning söluskatts vegna fyrri tímabila,
skemmtanaskattur og miðagjald, virðisaukaskattur
af skemmtunum, tryggingagjald af skipshöfnum
ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjald, vöru-
gjald af innlendri framleiðslu, aðflutningsgjöld og
útflutningsgjöld, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt
og verðbætur á ógreitt útsvar, virðisaukaskattur, stað-
greiðsla og tryggingagjald.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van-
goldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dög-
um frá birtingu áskorunar þessarar.
Athygli er vakin á því að auk óþæginda hefur
fjárnámsaðgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að kr.
10.000 fyrir hverja gerð. Þinglýsingargjald er kr. 1000
og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs
kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að
gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og
kostnað. Jafnframt mega þeir, sem skulda virðisauka-
skatt, staðgreiðslu og tryggingagjald, búast við að
starfsstöð verði innsigluð nú þegar.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði,
20. ágúst 1993.
Það borgar sig að vera
áskrifandi!
Áskriftarsíminn er
63 27 OO
GIFTING ER STUND GLEÐI OG
FEGURÐAR. UMHVERFIÐ,
ÞJÓNUSTAN OG FRÁBÆRAR
.VEITINGARNARÁ HÓTEL HOLTI
OG ÞINGHOLTI FULLKOMNA
HAMINGJURÍKAN DAG SEM LIFIR
í ENDURMINNINGUNNI.
KAFFIVEITINGAR
FRÁ 1.100 KR. Á MANN.
ÞRIRÉTFAÐUR KVÖLDVE RÐUR
FRÁ 2.450 KR. ÁMANN.
ÞINGHOLT ER GLÆSILEGUR
VEISEUSAEUR FYRIR
20-120 GESTI.
AEEAR NANARI UPPLYSINGAR
SÍMA 25700
-DBE
Af mæiishóf á Djúpuvík