Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 3 Fréttir Deilt um styrki til sauðfj árframleiðslu í flárlagagerðinni: Halldór Blöndal dregur lappirnar í sparnaði - rætt um að snuða skattgreiðendur um ávinning af búvörusamningi Djúpstæður ágreiningur hefur komið upp innan ríkisstjórnarinnar í tengslum við fjárlagagerð næsta árs vegna framlaga til landbúnaðarmála. Samkvæmt búvörusamningi eiga greiðslur ríkissjóðs til sauöfjárfram- leiðslu að minnka um hundruð millj- óna á næsta ári vegna minnkandi sölu á kindakjöti. Samkvæmt heim- ildum DV telur Halldór Blöndal slíkt þó ekki réttlætanlegt og leggur til aö hluti skerðingarinnar komi til fram- kvæmda á næstu tveimur árum. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra mun vera sammála Halldóri og telur að í búvörusamningnum sé að finna ákvæði sem heimili aukin útgjöld. Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráðherra er þessu hins vegar andvígur og hefur mótmælt hug- myndinni innan ríkisstjórnarinnar. Ekki náðist í ráðherrana vegna þessa máls í gær. Meðal krata ríkir reiði í garð fjár- málaráðherra og landbúnaðarráð- herra vegna þessa máls. Telja ýmsir þeirra að í raun sé verið að koma í veg fyrir að skattgreiðendur fái að njóta ávinnings af þeim búvöru- samningi sem þeir hafa þegar greitt dýru verði fyrir. í þessu sambandi má geta að búvörusamningurinn kostar ríkissjóð eitthvað á fimmta tug milljarða á samningstímanum, eða fram til ársins 1998. Samkvæmt fjárlögum er gert ráð fyrir að á yfirstandandi ári verji rík- issjóður ríflega 1,7 milljörðum í bein- greiðslur til sauðfjárbænda og ríflega milljarði í aðrar stuðningsaðgerðir vegna sauðfjárframleiðslunnar. Beingreiðslurnar miðuðust við 8.150 tonna framleiðslu. í landbúnaðar- ráðuneytinu telst mönnum til að sal- an gefi ekki tilefni til beingreiðslu nema með 7.650 tonnum. Fyrirsjáan- legur sölusamdráttur upp á 500 tonn ætti samkvæmt búvörusamningi að minnka beingreiðslurnar um nokkur hundruð milljónir þegar á næsta ári. Af því verður þó ekki nái vilji land- búnaðarráðherra fram að ganga. Samkvæmt fjárlögum mun ríkis- sjóður verja vel á áttunda milljarð til landbúnaðarmála í ár. Alls eru starfandi ríflega 4 þúsund bændur á landinu. Væri þessum útgjöldum rík- issjóðs skipt beint milli starfandi bænda kæmi vel á aðra milljón króna íhluthversogeins. -kaa Ingólfur Bárðarson, forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur, Vigdís Finnbogadóttir, Kristján Pálsson og þau Einar Már Jóhannesson, Tryggvi Hansen, Helga Óskarsdóttir og Helga Ingimundardóttir en þau voru í hlutverki ábúenda i torfbænum. DV-mynd Ægir Már Síðasti torf bærinn í N jarðvík endurbyggður Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Það var á afmæhsári Njarðvík- inga í fyrra sem ákveðið var á hátíð- arfundi með forseta íslands, frú Vig- dísi Finnbogadóttur, að endurbyggja síðasta torfbæinn í byggð í Njarðvík í upprunalegri mynd. Bærinn heitir Stekkjarkot og var búið þar til 1924. Hann var reistur að tahð er snemma á síðustu öld sem þurrabúð," sagði Kristján Pálsson, bæjarstjóri í Njarð- vík, þegar Stekkjarkot var opnað formlega 19. ágúst. Frú Vigdís var viðstödd ásamt fjölda gesta. Endurbyggingin á Stekkjarkoti er kostuð i atvinnuátaki Atvinnuleysis- tryggingasjóðs og Njarðvíkurbæjar. Ráðnir voru 15 manns í verkið sem hófst um miðjan maí og er að mestu lokið innanhúss. Kostnaður á árinu er um 5 milljónir króna. Stærð húss- ins er 49 m* 1 2 með kjahara sem er 8 m2. Skipstjórarnir tekjuhæstir Emil Thorarensen, DV, Esldfirðx: Samkvæmt álagningarskrá skatt- yfirvalda eru tekjuhæstu einstakl- ingar á Eskifirði 1992 eftirtaldir: 1. Þorsteinn Kristjánsson skip- og framkvæmdastjóri, kr. 8.137.533. 2. Grétar Rögnvarsson skipstjóri, 7.593.533. 3. Kristinn Aðalsteinsson umboðs- maður, 5.454.373. 4. Sigurður Eiríksson sýslumaður, 5.243.800. 5. Guðni Þór Elíasson yfirvélstjóri, 5.220.026. 6. Jóhann S. Kristjánsson stýri- maður, 5.148.586. Heyskap lokið í Árneshreppi Regína Thoiarensen, DV, Gjögri; Heyskap er nú lokið á nær öhum bæjum í Árneshreppi. Heyskapur stendur oftast stutt - í 10-14 daga - þegar tíðin er eins góð og verið hefur Hin árlega stikuferð Ferðaklúbbsins 4x4 og sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd verður farin helgina 28. - 29. ágúst. Verkefni helgarinnar verða að stika leiðir á Kaldadal og við Hlöðufell ásamt því að loka villuslóðum og fjarlægja rusl. Skráning verður á opnu húsi í Mörkinni í kvöld og í síma 91-672989 (Kristín). Styrktaraðilar ferðarinnar eru: síðustu þrjár vikurnar hér. Sprettan var hins vegar með minnsta móti vegna kulda í vor og framan af sumri.-Eitthvað er um kal í túnum en þó alls ekki mikið. Sveitarfélög hvött til að sækja um: Stof nun reynslusveitar- félaga í undirbúningi tUraunaverkefni meö sameiningu í flögur ár, 1995-1998 Félagsmálaráðuneytið hefur skip- að verkefnisstjórn til að undirbúa stofnun fimm reynslusveitarfélaga og er umsóknarfrestur um þátttöku til 1. október. Sveitarfélög, sem hafa áhuga á sameiningu, eru hvött til að sækja sameiginlega um þátttöku í verkefninu. Gert er ráð fyrir að samningum við reynslusveitarfélög verði lokið vorið 1994 og lög þar að lútandi samþykkt á Alþingi þá um vorið. Verkefninu er ætlaö að standa í fjögur ár, frá 1995 tíl 1998. ÓUum sveitarfélögum er heimUt að sækja um þátttöku í verkefninu en gert er ráð fyrir að sveitarfélögin, sem taka þátt, hafi yfir 1000 íbúa. Þó er heimUt að velja til þátttöku eitt sveitarfélag með færri íbúa. Sveitar- félög, sem sækja um verkefnið í tengslum við sameiningu, hafa for- gang, sérstaklega þegar sveitarfélög á stóru svæði sameinast. Ekki er gert ráð fyrir að sveitar- stjórnir útfæri í umsókn siniii hug- myndir um innihald verkefnisins heldur verði það gert í viðræðum verkefnisstjómar við umsækjendur í október og nóvember. Sveitarfélög verðá ekki valin endanlega til þátt- töku fyrr en í lok nóvember að afloknum kosningum um samein- ingu sveitarfélaga. I verkefnisstjóm eru þau Sigfús Jónsson landfræðingur og formaður stjórnarinnar, Húnbogi Þorsteinsson skrifstofustjóri, Ingimundur Sigur- pálsson bæjarstjóri og Sigríður Stef- ánsdóttir bæjarfuUtrúi. Haustdagar í VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA A ájk VIÐ SMIÐJUVEG \% AFSLATTUR AF: iPGARDENA GARÐÁHÖLDUM STENDUR AÐEINS í NOKKRA DAGA ÞAÐ ER EKKI SEINNA VÆNNA! VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA GRÓÐURVÖRUR SF. SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 43211 -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.