Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1993, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1993, Qupperneq 18
26 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1993 Iþróttir unglinga Ólöf María Jónsdóttir, GK: Hélt að spennan yrði miklu meiri Gylfi Kristjánssoœi, DV, Akureyri; „Ég hélt fyrir mótið að það yrði miklu meiri keppni, sérstaklega reiknaði ég með meiri baráttu milli mín og Herborgar Amarsdóttur en hún átti ekki góða daga,“ sagði Ólöf María Jónsdóttir úr GK sem vann öruggan sigur í stúlknaflokki. „Eg er mjög ánægð með frammi- stöðu mína á þessu móti og reyndar sumarið í heild,“ sagði Olöf María. Hún hefur reyndar fulla ástæðu til þess, hefur lækkað um 4 í forgjöf í sumar og komin í allra fremstu röð kvenkylfinga okkar, aðeins 17 ára að aldri. Hún segir að stelpum sem iðka golf fari fjölgandi. „Það hefur aukist mjög mikið að stelpur fari í golf og það er mjög gott því golfið er fín íþrótt fyrir stelpur, ekki síður en stráka," sagði Ólöf María. Unglingameistaramót Islands í golfi á Akureyri: Ólöf Maria Jónsdóttir, GK, i stúlknaflokki. DV-mynd gk Tryggvi lék golf í hæsta gæðaf lokki Kristín Erla Erlendsdóttir, GA: Hélt ég ætti enga möguleika á því að verða íslandsmeistari Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureyri: „Ég byijaði í golfi í sumar, fór þá á námskeið og það var eiginlega pabbi sem dró mig í þetta,“ sagði Kristín Erla Erlendsdóttir, GA, sem sigraði í telpnaflokki, 14 ára og yngri. Kristín, sem er aðeins 11 ára, vann öruggan sigur og pabb- inn, Erlendur Hermannsson, fyrr- um handboltamaður úr Víkingi, stóð í ströngu mótsdagana sem kylfusveinn. „Ég hélt að ég ætti ekki mögu- leika á því að verða íslandsmeistari - og er þetta alveg æðislega skemmtilegt. Ég er alveg ákveðin að halda áfram í golfinu því þetta er mjög góð íþrótt fyrir stelpur. Nú er bara að vera dugleg að æfa,“ sagði Kristín. Hún tók þama þátt í sínu fyrsta stórmóti og helstu keppinautar hennar voru ekki mikið eldri. Svo virðist sem ný og öflug kynslóð kvenkylfinga sé að koma fram og er það vel. Kristín lækkaði sig um 7-8 í forgjöf í mótinu og hinar stúlk- umar einnig eitthvað, svo þama er að koma fram sterkur hópur komungra stúlkna sem hlúa þarf að svo breiddin í kvennagolfinu fari að aukast. Umsjón Halldór Halldórsson Kristín Erla Erlendsdóttir, GA, ís- landsmelstari I telpnaflokki. DV-mynd gk Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: á eftir tith sínum sem hann vann í fyrra. „Það small allt saman hjá mér núna og 3. hringurinn gerði útslag- ið,“ sagði Tryggvi en þá lék hann á 68 höggum eða þremur undir pari. „Ég lenti í bakmeiðslum í sumar sem háðu mér lengi en nú gekk allt upp sem ég ætlaði að gera, púttin duttu niður og ég er alsæll með þetta," sagði Tryggvi. Ólafía sigraði í stúlknaflokki Ólöf María Jónsdóttir úr Keili vann ömggan sigur í stúlknaflokki, hafði 16 högga forskot þegar upp var stað- ið. í telpnaflokki, sem var óvenju fjöl- mennur að þessu sinni, sigraöi 11 ára stúlka frá Akureyri. Kristín Elsa Erlendsdóttir ömgglega og Ómar Halldórsson, Akureyri, sigraði einn- ig örugglega í drengjaflokki. Þátttakendur í mótinu vom um 120 talsins, 18 ára og yngri, og léku við ágætis aðstæöur. Greinilegt er að Qöldi ungra stórefnilegra kylfinga er „á leiðinni" og framtíðin er björt. Jafnframt fór fram skólakeppni Golf- sambandsins. Þar sigraði sveit Verk- menntaskólans á Akureyri. Sveit Fjölbrautaskólans á Akranesi var í 2. sæti en öðlaðist þó þátttökurétt á Evrópumóti skólaliða sem fram fer á St. Andrews í Skotlandi þar sem Akureyrarpiltarnir em of gamhr fyrir það mót. í einstaklingskeppni skólakeppninnar sigraði Birgir Leif- ur Hafþórsson frá Akranesi sem lék á 70 höggum. „Þetta var stórkostlegt, það er ekk- ert annað orð til yfir það,“ sagði Tryggvi Pétursson úr Golfklúbbi Reykjavíkur eftir að hafa tryggt sér sigur í flokki 15-18 ára á Unghnga- meistaramóti íslands í golfi á Akur- eyri um helgina. Tryggvi lék golf í hæsta gæðaflokki á mótinu, lék 72 holurnar á 286 högg- um eða aðeins 2 yfir pari. Einhvem tíma hefði árangur Birgis Leifs Haf- þórssonar frá Akranesi eða Sigur- páls Sveinssonar frá Akureyri, sem urðu í næstu sætum, nægt til vinn- ings í stórmóti á JaðarsvelU en ekki núna. „Það er aUt í lagi að tapa þegar svona golf er spUað, Tryggvi lék frá- bærlega," sagði Birgir Leifur sem sá Tryggvi Pétursson, GR, lék frábært golf á Akureyri um helgina og tryggði sér íslandsmeistaratitiI í flokki 15-18 ára. DV-mynd gk Ómar HaUdórsson, GA: Var ákveðinn í að vinna Gyifi Kristjánsaon, DV, Akureyri: „Takmarkið hjá mér var að bæta árangur minn frá Akureyrarmót- inu á dögunum, þá lék ég á 305 höggum en nú á 303 svo það tókst," sagði Ömar Halldórsson, GA, sem sigraði í flokki 14 ára og yngri. „Ég var líka alveg ákveðinn í að sigra og taldi mig hafa möguleika á þvi fyritfram. Eg spilaöi vtð alla þessa stráka á rnóti fyrir sunnan fyrir stuttu og vann þá svo ég vissí að ég átti möguleika. Mér tóksl aö spila ágætlega, nema á flötunum, en það kom ekkí aö sök aö þessu sinni,“ sagöi Ómar. Hann var nu á síðasta ári 1 yngri flokki á íslandsmóti en í fýrra varð hann í 10. sæti. Omar haföi umtals- veröa yíirburði að þessu sinni og segist reyndar hafa veriö btiinn aö vinna eftir 54 holur. „Þá var eigin- iega formsatriðí að klára þetta og það gekk ágætlega," sagði Omar. Ómar Halldórsson, meistari drengja, 14 ára og yngri. DV-mynd gk Golfúrslit ff á Akui'eyri Drengir, 14 ára og yngri: 1. ÓroarHalldórsson, GA...............................76-78-74-75=305 2. GuðjónEmilsson, GR...............................82-77-82-73 = 314 3. Pétur Ö. Sigurðsson, GR.............................81-78-82-82 = 323 4. Ingvar R. Guðmundsson, GA .....................................327 5. Gunnlaugur Ðúi Ólafsson, GA....................................327 Telpur, 14 ára og yngri 1. Kristín Elsa Erlendsdóttir, GA.................................434 2. Katla Kristjánsdóttir, GR.......................................449 3. HaUa Björk Eriendsdóttir, GSS..................................459 . 4. EsterÝr Jónsdóttir, GOS.......................................473 5. Bjarney Ólafsdóttir, GR 495 Stúikur 15-18 ára 1. Ólöf María Jónsdóttir, GK..........................78-76-80-78=312 2. Herborg Amarsdóttir, GR...........................85-80-81-82 = 328 3. Rut Þorsteinsdóttir, GS............................87-91-86-88=352 4. Erla Þorsteinsdóttir, GS.......................................361 5. Anný BjörgPálmadóttir, GH......................................367 Piltar, 15-18 ára 1. TryggviPétursson, GR...............................73-74-68-71=286 2. BirgirL. Hafþórsson, GL............................74-72-74-72=292 3. SigurpáU Sveinsson, GA..............................71-74-77-73=295 4. Birgir Haraidsson, GA..........................................305 5. Þórleifur Karisson, GA.........................................306

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.