Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1993, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1993, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1993 33 Leikhús ÞJÓÐLEIKHÚSE) Sími 11200 Sala aðgangskorta er hafin. Afsiáttur af 11 sýningum leikársins. Aðgangskortin gilda á eftirtalin verk sem sýnd verða á stóra sviðinu: ÞRETTÁNDA KROSSFERÐIN eftir Odd Björnsson ALLIR SYNIR MÍNIR eftir Arthur Miller MÁVURINN eftir Anton Tjekov GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Simonarson GAUKSHREIÐRIÐ eftir Ken Kesey/Dale Wasserman Kortin veita einnig verulegan afslátt af sýningum á smiðaverkstæði og litla sviðl. Verð kr. 6.560 pr. sæti Elli- og örorkulífeyrisþegar, kr. 5.200 pr. sæti Frumsýningarkort, kr. 13.100 pr. sæti Mlðasala Þjóðleikhússins verður opin alla daga frá kl. 13-20 meðan á korta- sölu stendur. Einnig verður tekið á móti pöntunum i síma 11200 frá kl. 10 virka daga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Græna linan 996160 - Leikhúslinan 991015 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sala aðgangskorta er hafin. Konin gilda á fjórar sýningar á stóra sviði og eina á litla sviði, aðeins kr. 5.900. Frumsýningar kr. II.400. SPANSKFLUGAN eftir Arnold og Bach ELÍN HELENA eftir Árna Ibsen ENGLAR í AMERÍKU eftir Tony Kushner EVALUNA eftir Kjartan Ragnarsson, Egil Ólafs- son og Óskar Jónasson. GLEÐIGJAFARNIR eftir Neil Simon Miðasalan er opin aila daga frá kl. 14-20 meðan á kortasölu stendur. Auk þess er tekið á móti miðapöntun- um i síma 680680 frá kl. 10-12 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús. ATH! OPIÐ HÚS LAUGARDAGINN 4. SEPT. KL. 14-18. Tilkyimingar Dagskrá í Viðey Komandi helgi verður dagskráin í Viðey með hefðbundnum hætti. Á laugardag kl. 14.15 verður farin af Viðeyjarhlaði, gönguferð á vestureyna. Þetta er tæplega tveggja tima ganga. Á sunnudag verður svo staðarskoðun heima við. Hún hefst í kirkjunni kl. 15.15 og tekur um þijá stundarfjóröunga. KafBsala er alla daga í Viðeyjarstofu frá kl. 14 og hestaleigan opin. Bátsferðir verða á klukkustundar- fresti frá kl. 13 til 17.30 á heila tímanum úr landi, en á hálfa tímanum úr eynni. Á þessu ári eru 5 ár liðin frá því endurreisn Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju var lok- ið. Af því tilefhi verður efiit til málþings í Viðeyjarstofú sunnudaginn 19. septemb- er nk. Veiðivon Hann Ágúst Ágústsson, 12 ára, veiddi fyrir skömmu maríulaxinn sinn í Soginu fyrir Bíldsfellslandi og tók laxinn tóbý. Úr Soginu voru komnir 300 laxar i gærkvöldi. DV-mynd ÁP Sogið: 300 laxa múr inn rof inn „Á þessari stundu eru komnir 300 laxar úr Soginu og ég held að í september eigi eftir veiðast tölu- vert af laxi,“ sagði Jón Gunnar Borgþórsson, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í gærkvöldi. „Það er Ásgarður sem hefur gefið best í Soginu eða kringum 110 laxa. í Brynjudalsá í Hvalfirði hafa veiðst 100 laxar. Miðá í Dölum hef- ur gefið á milii 70 og 80 laxa og um 400 bleikjur. í Gljúfurá í Borgar- firði hafa veiðst milh 130 og 140 laxar. Stóra-Laxá í Hreppum hefur gefið rétt um 310 laxa,“ sagði Jón Gunnar ennfremur. -G.Bender Sigmar Jónsson, Óttar Sveinbjörnsson, Olafur Rögnvaldsson og Sveinn Dal Sigmarsson meö 51 lax úr Laxá í Dölum á maðk og túbu. DV-mynd Gunnar Björnsson Veiddu vel í Laxá í Dölum „Veiðitúrinn gaf okkur félögum 51 lax en holhð veiddi alls 81 lax,“ sagði Sigmar Jónsson en hann var að koma úr Laxá í Dölum. Þeir fé- lagar voru við veiðar í Laxá í tvo daga með tvær stangir. En með Sigmari voru þeir Ólafur Rögn- valdsson, Óttar Sveinbjömsson og Sveinn Dal Sigmarsson. „Við veiddum vel í Þegjanda og Þegjandakvöm síðasta morguninn eða 22 laxa. Þetta var besta hollið ennþá í ánni. Einn af okkar löxum var 17 pund en stærsti laxinn í sumar er 20 pund,“ sagði Sigmar. -G.Bender Félag eldri borgara í Kópavogi Spilaö og dansað að Auðbrekku 25, Kópa- vogi, í kvöld, fóstudagskvöld kl. 20.30. Þ.K. tríó og Þöll leika fyrir dansi. Húsið öllum opið. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Göngu-Hrólfar fara frá Risinu, Hverfis- götu 105, kl. 10 á laugardagsmorgun. Dansað í Goðheimum á sunnudag kl. 20. Gönguhópur á vegum Hólmasels í nokkrum hverfum borgarinnar eru starfandi göngu-og/eða skokkhópar. Sl. vetur var starfræktur gönguhópur á veg- um Hólmasels, nýrrar félagsmiðstöðvar íþrótta- og tómstundaráðs í Seljahverfi. Hópurinn tók sér frí í sumar en laugar- daginn 4. september er meinlngin aö byija aftur af fúllum krafti. í vetur verö- ur hist kl. 11 alla laugardagsmorgna viö félagsmiðstöðina og gengið í u.þ.b. eina klukkustund. Eyrún Ragnarsdóttlr íþróttakennari mun bjóða upp á mislang- ar göngu- og skokkleiðir, þannig að allir geta verið með, byijendur sem lengra komnir. Nýir sem gamlir göngugarpar eru boðnir velkomnir í hópinn. Sýningin Listalíf framlengd Vegna Qölda áskoranna hefúr verið ákveðið að framlengja sýninguna Listaiif í Kringlunm um eina viku, eða til 7. sept- ember. Á sýningunni sýnir Tolli sín nýj- ustu verk. Af þessu tílefni mun ToÚi verða í Kringlunni seinni partinn í dag og spjalla við sýningargesti en á laugar- dag mun gítarleikarinn Símon ívarsson spila klassíska gítartóniist fyrir sýning- argesti. Merkjasala Krabbameins- félagsins Nú um helgina 3.-5. september verða seld merki um land allt til styrktar starfi Krabbameinsfélagsins. Að þessu sinni eru tvær gerðir í boði, merki sem kosta 400 kr. og önnur sem kosta 200 kr. Merk- in verða seld við verslanir og gengið verð- ur í hús þar sem því verður við komið. Allur ágóði rennur til aðildarfélaga Krabbameinsfélags íslands. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað molakaffi. Líf og fjör við höfnina Á gömlu höfninni í Reykjavík verður líf og íjör í dag og á morgun, laugardag, á nýja miðbakkanum. í dag frá kl. 13-19 og á laugardag frá kl. 17 verður starf- ræktur tjaldmarkaður með sjávarfang, ávexti og grænmeti og léttar veitingar. Sú nýbreytni verður tekin upp að trillu- karl selur nýja ýsu slægða upp úr ára- báti á hafnarbakkanum. Leiktæki verða til afnota fyrir börn og fulloröna. Hægt verður aö fara í stuttar sjóferðir frá mið- bakkanum kl. 14-17 á laugardag. Harm- óníkuleikari úr Félagi harmónikuunn- enda í Reykjavík tekur lagið á hafnar- bakkanum báða dagana. Sliver frumsýnd í dag Háskólabíó og Sambíóin Álfabakka frum- sýna í dag myndina Sliver. Hér er á ferö- inni ný erótísk spennumynd sem segir frá villtum kynferðislegum hugarórum fólks sem fáir eru tilbúnir að draga fram í dagsljósiö. Með aðalhlutverk fara Shar- on Stone, Wilham Baldwin og Tom Ber- enger. Haustkonsert Harðar Torfa Upphafsmaður trúbadúranna á Islandi, Hörður Torfa, heldur sinn árlega haust- konsert að venju í kvöld, fóstudagskvöld, í stóra sal Borgarleikhússins kl. 21. Þar ílytur Höröur lög sín og texta einn með gltar og munnhörpu. Fyrri hluti kon- sertsins ber þess merki að Hörður er þessa dagana að hljóörita plötu sem kem- ur út í haust en eftir hlé verður flutt eldra efni, bæöi aö vah Harðar og áheyranda. Hafa nú þegar borist margar óskir um flutning á eldri lögum og textum og ætlar Höröur að verða við þeim. Það er ástæða til að benda á að drukknu fólki er óheim- ill aðgangur. Kvöldið eftir, laugardags- kvöldið 4. september, verður Hörður meö konsert á Akureyri í Gilinu kl. 21 og síð- an sunnudagskvöldið 5. september í Sam- komuhúsinu á Húsavík kl. 21. Verða þetta einu konsertamir um sinn þar sem Hörður fer þar næst til Fáskrúösfjarðar að leikstýra verkinu Maður og kona. Langur laugardagur Langur laugardagur verður á morgun, 4. september. Kaupmenn við Laugaveg og Bankastræti standa fyrir löngum laug- ardögum fyrsta laugardag hvers mánaða og eru verslanir þá opnar til kl. 17. Skemmtilegar uppákomur verða í boði og fyrirhugað er að hafa skóladag fjöl- skyldunnar. Flestar verslanir og veit- ingahús verða með sértilboð í tílefhi dagsins og verður bangsaleikurinn í gangi. Safnadarstarf Laugarneskirkja: Mömmumorgunn kl. 10.00-12.00. CD standur Áður 7.900,- TM - HÚSGÖGN Siðumúla 30 - simi 68-68-22 OPIÐ MÁNUDAGA-FÖSTUDAGA 9-18 LAUGARDAGA KL. 16-17 SUNNUDAGA KL. 14-17 r Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands Á föstudags- og laugardagskvöld greinir Jacques Melot sveppafræðingur mat- sveppi sem fólk kemur með. Best er að hafa sveppina í körfú eða göttóttum pappakassa. Jacques veröur í Hafnar- húsinu, Tryggvagötu 9, að vestanverðu frá kl. 20-21 bæöi kvöldin. Greiningm kostar 200 krónur. Þetta er góð leið tíl að læra að þekkja íslenska matsveppi. Gjábakki, félagsheimili eldri borgara í Kópavogi í dag, fostudag, kl. 14-16 verður kynning í Gjábakka sem Kristín Björg fótaað- gerðafræðingur og Hrefna Hrönn hársn- yrtir sjá um. Þá veröur bridgespilaklúbb- urinn að spila í handavirmustofú. r ^ .J Veitingastadur . í miðbæ Kópavogs Kráarhornið Rjómalöguð sveppasúpa Nautafillet piparsteik m/koníakssósu, bakaöri kartöflu og grœnmeti. Kr. 1390. Pitsutilboö Jóna Einars þenur nikkuna til kl. 3. Hringið, pantið og takið með heim. Hamraborg 11 - sími 42166 \ zé Allt í veiðiferðina j NÝJUNGAR f BEITU SEM REYNAST VEL r j LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.