Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1993, Side 26
34
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER Í993
Afmæli
Borgþór V. S. Kj æmested
Borgþór Vestfjörð Svavarsson
Kjæmested, framkvæmdastjóri
Norræna flutningamannasam-
bandsins, til heimilis að Lapp-
landsresan 8,757 55, í Uppsölum í
Svíþjóð, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Borgþór fæddist í Sandgerði en
ólst upp í Ásmn í Stafholtstungum
í Mýrasýslu. Hann lauk gagnfræða-
prófi frá Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar 1961, stundaði nám við lýðhá-
skóla í Borgá í Finnlandi 1961-62,
stundaði tölvimám hjá IBM í Finn-
landi 1970-71 og nám í dagskrárgerð
og fréttamennsku hj á Finnska út-
varpinu 1975.
Borgþór var afgreiðslumaður í
Svíþjóð 1964-65, verkstjóri og tölvu-
tæknir hjá Oy Karl Fazer Ab
1965-75, fréttaritari við Finnska út-
varpið 1975-84, fréttaritari Norður-
landa á vegum Ritzau 1977-81, fram-
kvæmdastjóri Norrænu félaganna
1984-88, starfrækti Fréttaþjónustu
Borgþórs Kjæmested 1988-90 og
hefur verið framkvæmdastjóri
Norræna flutningamannasam-
bandsinsfrál990.
Borgþór hefur verið leiðsögumað-
ur norrænna ferðamanna til íslands
og verið túlkur og þýðandi úr Norð-
urlandamálum frá 1974. Hann var
formaður Félags íslendinga í Finn-
landi 1968-69, sat í stjóm Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík 1979-81,
formaður Félags lausráðinna dag-
skrárgerðarmanna 1980-81 og var
aðaltrúnaðarmaður skrifstofufólks
hjá Karl Fazer 1971-75. Borþór þýddi
Bókina um bjórinn eftir Juha
Tanttu 1989, hefur annast fjölda út-
varpsþátta um ísland í finnska út-
varpið, skrifað íjölda blaðagreina og
haldið fyrirlestra um ísland í Finn-
landi og séö um dagskrá um finnsk
málefniíRÚV
Hann hlaut heiðursmerki Oy Karl
Fazer fyrir tí u ára starf 1975, heið-
ursmerki finnska byggingamanna-
sambandsins 1975 og er heiðurfélagi
Félags íslendinga í Finnlandi frá
1975.
Fjölskylda
Borgþór kvæntist 1978 Sólveigu
Pétursdóttur, f. 21.6.1953, háskóla-
nemi í Uppsölum. Hún er dóttir Pét-
urs Sigurgeirssonar biskups, og Sól-
veigar Ásgeirsdóttur húsmóður.
Fyrri kona Borgþórs var Vivan
Ann-Mari Sandelin, f. 12.7.1945 en
þauskildul973.
Börn Borgþórs frá fyrra hjóna-
bandi eru Magnús Kjæmested, f.
5.7.1966, nemi í hagfræði við Hand-
elshögskolan í Helsingfors; Ann-
Marie Erna Elísabet Kjæmested, f.
12.8.1969, nemi við Stýrimannaskól-
ann í Mariehamn á Álandseyjum.
Böm Borgþórs og Sólveigar em
Sólveig Fríða Kjærnested, f. 3.5.
1979; Pétur Friðfinnur Kjærnested,
f.9.1.1983.
Systkini Borgþórs: Ragnheiður
Kjæmested, f. 1947, bókasafnsfræð-
ingur á Akureyri; Erna Kjærnested,
f. 1950, húsmóðir í Garðabæ.
Hálfsystkini Borgþórs, samfeðra,
em Kolbrún Svavarsdóttir, f. 1954,
skrifstofumaður á Selfossi; Erling
Kjæmested, f. 1958, vélgæslumaður
í Reykjavík; Þórhildur Kjæmested,
f. 1960; Sigrún Kjærnested, f. 1967,
hárgreiðslumeistari.
Foreldrar Borgþórs: Svavar Friö-
finnsson Kjæmested, f. 1920, garð-
yrkjumeistari, og Hjálmfríður Þor-
steinsdóttir, f. 1916, garðyrkjumað-
uríReykjavík.
Ætt
Svavar er sonur Friðfinns
Kjæmested skipstjóra, bróður Hall-
dórs, föður Guðmundar Kjæmested
skipherra. Friðfinnur var sonur El-
íasar Kjæmested, b. í Þverdal í Að-
alvík, Friðfinnssonar. Móðir Frið-
finns var Jóhanna Jónsdóttir, b. á
Kirkjubóli í Skutulsfirði, Halldórs-
sonar, b. í Fremri-Amardal, Ás-
grímssonar af Arnardalsætt. Móðir
Jóhönnu var Rannveig Ólafsdóttir,
systir Sveins, langafa, Páls Magnús-
sonar sjónvarpsstjóra og Axels
Ammendrup, blaðamanns. Móðir
Svavars var Guðrún, systir Geir-
þrúðar, móður Bjama Benedikts-
sonar, bókmenntafræðings frá Hof-
teigi. Onnur systir Guörúnar var
Sólveig, amma Magnúsar Guð-
mundssonarfréttamanns. Guðrún
var dóttir Bjarna, útvegsb. á Söl-
mundarstöðumá Akranesi, Gísla-
sonar
Borgþór Vestfjörð Svavarsson
Kjærnested.
Hjálmfríður er dóttir Þorsteins,
b. í Neðri-Miðvík í Aðalvík, Bjarna-
sonar, og Hólmfríðar Guðmunds-
dóttur.
Tekið verður á móti gestum í
húsakynnum Norræna flutninga-
mannasambandsins, Hagagötu 2,4.
hæð, Stokkhólmi kl 12.00-15.00 að
staðartíma.
Sigurmundur Jörundsson
T
Sigurmundur Jörundsson, fyrrv.
sjómaður og skipstjóri, Dalbaut 4,
Bíldudal, er áttatíu og fimm ára í
dag.
Starfsferill
Sigurmundur fæddist í Reykjavík
en flutti ársgamall til Bíldudals þar
sem hann hefur átt heima síðan.
Hann byijaði tólf ára til sjós og
stundaði sjómennsku í fimmtíu og
fimm ár. Sigurmundur tók þijátíu
tonna skipstjóraréttindi á Bíldudal
1927 og mótorpróf1928. Hann var á
Norðurlandssíld á árunum 1929-39
en var á sama tíma á vetrarvertíð á
ýmsum bátum, m.a. á Fjölni, Fróða
og Atla frá Reykjavík. Þá var hann
tvö ár á togaranum Venusi frá Hafn-
arfirði hjá Vilhjálmi Árnasyni. Árið
1940 keypti Sigurmundur, ásamt
fleiri, bátinn Svan sem þeir gerðu
út á snurvoð frá Bíldudal um ára-
bil. Sigurmundur var síðan á ýms-
um bátum til 1968 er hann hætti til
sjós. Þá var hann nokkur ár vakt-
maður við skip á Bíldudal eftir að
hannkomíland.
Fjölskylda
Eiginkona Sigurmunds er Guð-
björg S. Guðmundsdóttir, f. 20.8.
1911, húsmóðir. Hún er dóttir Guð-
mundar Þórðarsonar, sjómanns á
Bíldudal, og konu hans, Þuríðar
Þórarinsdóttur húsmóður.
Börn Sigurmundar og Guðbjargar
eru Erla Sigurmundsdóttir, f. 4.9.
1936, húsmóðir á Flúðum, gift Guð-
mundi Einarssyni garðyrkjub. og
eiga þau fimm böm; Steinunn, f. 6.3.
1938, starfsmaður hjá Pósti og síma,
búsett á Bíldudal, ekkja eftir Hávarð
Hávarðsson, umboðsmann hjá Essó,
og em böm þeirra fiögur; Sigríður,
f. 12.8.1941, húsmóðirí Reykjavík,
og á hún þijú böm; Bjami, f. 26.2.
1943, starfsmaður við Kassagerð
Reykjavíkur, búsettur í Reykjavík;
Þuríður, f. 18.5.1945, starfsmaður
við Póst og síma á Bíldudal, gift
Jóni Ástvaldi Jónssyni, sjómanni og
hljóðfæraleikara, og eiga þau þijá
syni; Jórunn, f. 21.8.1947, starfsmað-
ur við Póst og síma í Stykkishólmi,
gift Kristbergi Finnbogasyni vél-
sfióra og eiga þau þrjú börn; Freyja,
f. 27.8.1952, starfsmaður við frysti-
hús á Bíldudal, gift Karh Þór Þóris-
syni rafvirkja og eiga þau fiögur
böm.
Systkini Sigurmunds: Lilja Jör-
Sigurmundur Jörundsson.
undsdóttir, f. 17.7.1910, húsmóðir í
Reykjavík; Bjami Jörundsson, f.
1.12.1912, d. 25.5.1990, skipsfióri á
Bíldudal og síðar í Reykjavík; Garð-
ar Jörundsson, f. 9.8.1916, lengi
starfsmaður viö rækjuvinnslu á
Bíldudal; Ólína Jörundsdóttir, f.
18.6.1924, húsmóðir í Reykjavík.
Foreldrar Sigurmunds vom Jör-
undur Bjarnason, f. 5.9.1875, d. 31.5.
1951, skipsfióri á Bíldudal, og kona
hans, Steinunn Guðmundsdóttir, f.
17.1.1883, d. 20.12.1963, húsmóðir.
Valur Ragnar Jóhannsson
Valur Ragnar Jóhannsson mynd-
vélavirki, Dalhúsum 90, Reykjavík,
erfertugurídag.
Starfsferill
Valur fæddist í Reykjavík og ólst
upp í Skeijafirði og Bústaðahverf-
inu. Hann gekk í Loftskeytaskóla
íslands 1970-72 og útskrifaðist þaö-
an sem loftskeytamaður. Hann hóf
starf hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur
og var þar 1972-75, varð síðan
tæknimaður hjá ríkissjónvarpinu
1975-77. Valur tók síðan við verslun-
arsfiórastöðu hjá ljósmyndaþjón-
ustu Mats 1977-80. Árið 1980 fór
Valur til Bandaríkjanna í nám við
myndavélaviðgerðir og lauk þaöan
prófi 1982. Hann fluttist aftur til ís-
lands 1982 og stofnaði fyrirtækið
Fótóval sem sér um myndavélavið-
gerðir og hefur starfað þar síðan.
Fjölskylda
Valur kvæntist 18.4.1981 Lilju Bolla-
dóttur, f. 12.9.1959. Foreldrar henn-
ar em Þóra Erla Ólafsdóttir og Bolli
Gunnarsson loftskeytamaður.
Böm Vals ogLilju era Valur Jó-
hannes, f. 30.6.1980, nemi; Rakel
Sigrún, f. 21.5.1986; Sandra, f. 27.4.
1990. Valur á dóttur frá því fyrir
hjónaband, Bryndísi Ösp, f. 16.9
1974, nema, í sambúð með Jóhanni
Sigurbergssyni og era þau búsett í
Sandgerði.
Systkini Vals; William Ragnar Jó-
hannsson, hálfbróðir, samfeðra, f.
9.4.1946, lofskeytamaður, ógiftur og
búsettur í Kópavogi; Reynir Jó-
hannsson, hálfbróðir, samfeðra, f.
5.3.1953, rekur rútufyrirtæki á
Akranesi, kvæntur Ingu Rún Garð-
arsdóttur og eiga þau 3 böm; Eirík-
ur Þorsteinsson, hálíbróðir, sam-
mæðra, f. 27.4.1951, sölumaður í
Svíþjóö, kvæntur Berglindi Bjöms-
dóttur og eiga þau 2 böm; Katrín
Gróa, f. 19.3.1955, verkakona, gift
Trausta Friðfinnssyni og eiga þau 2
böm; Jóhanna, f. 27.11.1957, ritari
í Rvík, gift Albert Ingasyni og eiga
þau 3 böm; Guðrún Edda, f. 19.3.
1959, starfsmaöur Flugleiða í Kefla-
vík, gift Birgi Ingibergssyni og eiga
þau 4 böm; Bergþóra Ósk, f. 5.3.
1961, starfsmaður íslandsbanka í
Keflavík, gift Ólafi Eyjólfssyni og
Valur Ragnar Jóhannsson.
eiga þau 2 böm; Öm Ingvar, f. 27.5.
1964, bílsfióri hjá DV í Rvík, giftur
Hrefnu Hermannsdóttur og eiga þau
3börn.
Foreldrar Vals era Jóhann Ingv-
arsson, f. 26.9.1923, fyrrverandi
leigubílstjóri, og Ragna Bergmann,
f. 26.10.1933, formaður Verka-
kvennafélagsins Framsóknar, bú-
settíReykjavík.
: Ingibjörg Jósefsdóttir,
Kleppsvegi 64, Reykjatdk.
Gunnar Jóhannsson,
Stóragerði 22, Reykjavík.
Grandavegi47,
Reykjavik.
Níels tekurá
mótigestumí
Skútunni, Hóls-
hrauni3,Hafn-
arllrði, milli
klukkanl7og
19áafmælis-
daginn.
60ára
80ára
Hlíðarvegi 16, Isafirði.
Gyða Hjálmarsdóttir,
Hringbraut 136d,
Keflavik.
Húntekurá
móti gestum í
Safnaöarheim-
ilinulmiri-
Njarövíkfrá
klukkan 17 á
afmælisdaginn.
Agnar Hermannsson,
Hólavegi28, Sauðárkróki.
Ingvi Matthías Árnason,
Meistaravöllum23, Reykjavík.
Sígurbjörg H. Þorkelsdóttir,
Torfufelli 36, Reykjavik.
Gunnlaugur Magnússon,
Brekkugötu 56, Þingeyri.
Gunnar
Zebitz
framkvæmda-
sfióri,
Ósabakka3,
Reykjavík. :r-:
Steinþór Erlendsson,
Laufási 5, Egilsstöðum.
Magnus Kristófersson,
Meistaravöllum 5, Reykjavík.
Magnús Kristjánsson,
Garðst íg 3, Hafnarfii'ði.
Magnús.semer
fyrrverandi bú-
sfióriáVífils-
stöðum, verður
75áraþann8.
september.
Hann tekur á
mótigestumí
sumarbústaðí
Stóruskógum,
gegntMunaðaraesi, bústað nr. 15,
helgina 4.-5. september.
Margrét Guðmundsdóttir,
Arnartanga 27, Mosfellsbæ.
Sigurður Finnbogason,
Múlavegi 23, Seyðisfirði,
Einar Jakobsson,
Dúki, Staðarhreppi.
40ára
70 ára
Gróa Sigurðardóttir,
Grandavegi 47, Reykjavík.
Elínborg Pálsdóttir,
Ránarslóö 6, Höfn í Hornafirði,
NíelsÁrnaaon,
Valur Ragnar Jóhannsson,
Dalhúsum 90, Reykjavík.
Ólafur Gunnarsson,
Brekkugötu 10, Þingeyri.
Emma Eyþórsdóttir,
Laugarnesvegi 110, Reykjavík.
Elísabet J. Guðmundsdóttir,
Holtsgötu 41, Reykjavík.
Ægir Hrólfur Þórðarson,
Naustabúð 10, Rifi á Hellissandi.
Þórólfur Halldórsson,
Suðurhúsum 13, Reykjavik.
Magnús Jónasson,
Logafold 78, Reykjavík.