Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1993, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1993
Vísnaþáttur
Hugsað
getég
um himin
og jörð
„Skáldlegur innblástur er ekki eins
fágætiu- og margur heldur. Annars
væri færra um góða lesendur en
dæmin sýna. í hvert sinn, er maður
veröur gagntekinn af listaverki,
þarf hann að komast í svipað
ástand og listamaöurinn, sem skap-
aði verkið. Enginn verður góður
lesandi án þess að hann eigi í sér
eitthvað af innblæstri skáldsins.
Þaö sem greinir skáldin frá öðrum
mönnum, er ekki einungis anda-
giftin, sem þau kunna að eiga
Torfi Jónsson
á hærra stigi en almennt gerist,
heldur viljinn og mátturinn tíi þess
að láta hana í Ijós með þeim hætti,
að aðrir menn veröi snortnir af
orðum þeirra og innblástur þeirra
verði endurvakinn hjá lesandan-
um. ... Margur er skáld þó hann
yrki ekki:
Hugsað get eg um himin og jörð
en hvorugt smíðað,
af því mig vantar efnið í það.
Blikum af fegurð og dásamlegri
reynslu bregður fyrir hugskots-
sjónir þeirra, en þeir bera aldrei
við að lýsa þeim fyrir öðrum mönn-
um. Þeim finnst sá búningur, sem
þeir hafa vald á, ekki réynslu sinni
fullkosta. Þeir vilja heldur eiga
þessa dýrmætustu eign sína
óspjallaða af viöleitni til þess að
klæða hana í orð en láta skugga
ófullkominna tilrauna falla á hana.
Mér er nær að halda, að í þessum
flokki séu til menn, sem njóta feg-
urðar innilegar en flest skáld.
Skáldunum hættir við aö trufla
dýrustu reynslu sína í miðjum kiíð-
um með umhugsun um, hvemig
þeir eigi að finna henni hæfilegan
og hrífandi búning."
Þessi eru m.a. orð meistara Sig-
urðar Nordal í grein sem hann
nefnir Viljinn og verkið og birtist
í tímaritinu Vöku 1929. Og þau eiga
svo sannarlega við enn í dag. Sé
tekið mið af þeim aragrúa ljóða-
bóka, sem komið hafa út hér á landi
á undanfomum árum, eigum við
stærsta skáldahóp veraldar, miðað
við mannijölda. En það verður eng-
inn skáld með því einu að gefa út
Ijóðabók, það væri að mínu matí
stórkostlegt ef einn af hveijum tíu
ætti þá nafngift skilið. Á árum áður
létu hagyrðingar til sín heyra og
beindu skeytum sínrnn að þeim
sem þeir töldu ekki rísa undir
nafni, nú er það vart lengur talið
ómaksins vert.
Fyrir allmörgum árum kom út
Ijóðabók eftir Gunnar Hafdal á
Akureyri, sem hann kallaði „Glæö-
ur“. A Akureyri var einnig um
þetta leyti kunnur hagyrðingur,
Páll Vatnsdal, og höfðu þeir Hafdal
löngum elt grátt silfur. - Einhverju
sinni kom upp eldur í íbúð Hafdals
og sögðu gárungamir að kviknað
hefði í upplaginu af „Glæðum“. Þá
orti Páll:
Af Glæðum titilblaöið brann
- en brannið gat ei meir,
því aö logar vinna ekki á
eldfostum leir.
Jakob Jónsson, bóndi á Varma-
læk í Borgarfirði - Við lestur á bók:
Margt er sumum mönnum léð,
minna aðrir fengu.
Mér finnst ég hafi sjaldan séð
svona mikið af engu. '
Sigurður J. Gíslason, kennari á
Akureyri - Ritdómur:
Lesiö er og léttvægt fundið
litla kverið.
Gat það ekki verra verið.
Bjami Jónsson frá Gröf ortí um
jólabókaflóðið:
Bullið sem aö birtíst í
bóka stórflóðinu.
Mér finnst eins og margt af því
mættí standa í sinu.
Listamenn, sem lítíð fá
laun af sínu pundi,
græða eins og greifar á
Guðrúnu frá Lundi.
Eftirfarandi ritdómur er, eftír því
sem ég best veit, eftir Jón úr Vör:
Skáldæðin er skrambi smá,
af skýrleik vart að braðla
en hefur lengi haltrað á
hækjum ríms og stuðla.
Orðaforða efnislaus
andlaust bull af versta tagi,
hortittir og heimskuraus
og hugsun sérhver færð úr lagi.
Jón S. Bergmann gaf ljóðabók,
sem klerkur einn sendi frá sér, svo-
fellda einkunn:
Vígsluljóminn skóp þér skemmst
skáldaróm í blóðið.
En þú átt sómann fyrst og fremst
fyrir tómahljóðið.
Og um leirhnoðara orti Jón:
Fara um eyrun eins og þeyr
orð þín, laus í skorðum,
aldrei blæstu anda í leir
eins og drottinn forðum.
Og forðum daga kvað Páll Ólafs-
son skáld svo um þá nýútkomna
ljóðabók:
Það ég sannast segja vil
um sumra manna kvæði:
Þar sem engin æð er til
ekki er von aö blæði.
Bragi Bjömsson frá Surtsstöðum
hefur verið lítt hrifinn af þeim höf-
undi sem fær svohljóðandi umsögn
frá honum:
Þessi andans arkitekt
ælir bókaflóði,
sálin berar sína nekt
sögum í og ljóði.
Ásgrímur Kristinsson, fyrrum
bóndi á Ásbrekku í Vatnsdal, ortí
eftir að hafa hlustað á nýtísku
skáldskp fluttan í útvarp:
Geymdi þjóðin andans auð,
unni Ijóðum hreinum.
Er nú glóðin alveg dauö,
aska í hlóðarsteinum?
Já, það er þeim hreint ekki auð-
velt aö vera skáld - sem er það ekki.
Torfi Jónsson
Matgæðingur vikunnar
Indverskur
karríkjúklingur
María Gústafsdóttir.
DV-mynd GVA
„Ég ætía að bjóða lesendum upp á indverskan karrí-
kjúkling með indversku brauöi sem heitir Chatpti en
það er æðislega gott og minnir svolítíð á líbanskt brauð
sem maöur hefur fengið á veitingahúsinu Marhaba,"
segir María Gústafsdóttir, matgæðingur vikunnar.
Hún segist oft hafa búið þennan rétt til og hann njótí
alltaf mikilla vinsælda. María segir að það sé ekkert
erfitt að gera réttinn þó hann geti litið þannig út. En
þannig er uppskriftin:
Það sem þarf
1 kjúklingur, u.þ.b. 1 kg
1 msk. olífúolía
2 laukar
2 hvítlauksrif
l'A msk. kóríander
2 tsk. kúmen
1 tsk. chiliduft
A tsk. negull
'A tsk. kanill
2 msk. karrí
1% tsk. salt
’/j tsk. svartur pipar
2-3 msk. mango chutney
2'/j dl hrein jógúrt
Aðferðin
Kjúklingurinn er skorinn í bita og skinnið tekið af
honum. Laukur, hvítlaukur og allt krydd, nema salt,
pipar og mango chutney, er hitað í olíunni þar til lauk-
urinn er orðinn mjúkur. Kjúklingabitunum er síðan
velt upp úr kryddblönduðu olíunni en þegar þeir era
steiktir era þeir teknir upp úr og pannan tekin af hitan-
um. Þá er saltinu, pipamum og mango chutney bætt
út í. Loks er jógúrtinni hrært saman við en lítið í einu.
Að lokum er þetta sett í pott og soðið við vægan hita í
ca 30 mínútur.
Borið fram með hrísgrjónum, mango chutney og
ananasbitum. „Það er mjög flott að strá turmeric
kryddi yfir hrísgrjónin þannig að þau verði rauð á lit-
inn.
Brauðið
4 dl hveiti
‘/j tsk. salt
1 ‘/j dl vatn
Blandið saman hveiti og salti. Bætið við vatni þang-
að til deigið verður mjúkt og festist ekki við finguma.
Hnoðið síðan vel í minnst fimm mínútur. Leggið rakt
handklæði yfir og látið standa í þijátíu mínútur. Þá
er deigið hnoðað aftur, búnar til kringlóttar kökur sem
flattar era út eins þunnt og hægt er og síðan era þær
bakaðar á heitri pönnu. Kökunni er snúið við þegar
loftbólur myndast. Borið fram strax.
„Systir kærasta míns kenndi mér þennan indverska
kjúklingarétt. Hún bauð okkur einu sinni í mat og var
þá með þennan rétt og við heilluðumst af honum. Hins
vegar er aðalmálið fyrir hvem og einn að krydda eftir
smekk. Sumir vilja hafa rétti sterka en aðrir ekki,
þannig að menn verða að minnka kryddmagnið eftir
því sem þeir vilja,“ segir María. „Við erum mjög hrif-
in af austurlenskum réttum og förum oft á þannig
veitingahús, t.d. líbanska veitingastaðinn Marhaba á
Rauðarárstíg."
María ætlar að skora á Jón Víði Hauksson, kvik-
myndatökumann hjá Sjónvarpinu og bróður sælker-
ans Sigmars B. Haukssonar, að vera næsti matgæðing-
ur. „Jón Víðir er listakokkur," segir María Gústafs-
dóttir. -ELA
Hinhliöin
Skemmtilegast að
vinna Didda Bárðar
- segir nýbakaður heimsmeistari, Hiraik Bragason
„Mér finnst skemmtilegast að
vinna Didda Bárðar í skeiðkapp-
reiðum,“ segir nýbakaður heims-
meistari í 250 metra skeiði, Hinrik
Bragason. Hinrik vann gullið á
nýafstöðnu heimsmeistaramóti í
Hollandi. Nú er hann tekinn til við
dagleg störf hér heima á nýjan leik.
„Við erum að undirbúa útflutning
á hrossum núna, en við sendum
út reyting í hverri viku,“ segir
hann. Fullt nafii: Hinrik Bragason.
Fæðingardagur og ár: 10.9. ’68.
Maki: Hulda Gústafsdóttir.
Börn Edda Hrand, 8 mánaða.
Bifreið: Ford Econoline ’92.
Starf: Tamningamaður og hestaút-
flytjandi.
Laun: Mjög breytileg.
Áhugamál: Hestamennska.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Ekki nema tvær.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Vinna Didda Bárðar í skeið-
kappreiðum.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að tapa fyrir honum.
Uppáhaldsmatur: Mér finnst vel
matreitt íslenskt lambakjöt rosa-
lega gott.
Uppáhaldsdrykkur: Diet kók.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Alan Prost,
Hinrik Bragason. DV-mynd E.J.
heimsmeistari í kappakstri.
Uppáhaldstimarit: Eiöfaxi.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefúr séð fyrir utan maka Hún htia
dóttir mín, hún er alveg rosalega
sæt.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjóminni? Hlynntur.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Robert De Niro, hann er
stórmerkilegur.
Uppáhaldsleikari: Sá sami Robert
De Niro.
Uppáhaldsleikkona: Jodie Foster.
Uppáhaldssöngvari: Rod Stewart.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dav-
íð Oddsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Tommi og Jenni.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Hvers
konar íþróttaviðburðir.
Ertu hlynntur eða andvigur veru
vamarliðsins hér á landi? Hlutlaus.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Ég hlusta mest á Bylgjuna.
Uppáhaldsútvarpsmaöur: Júlíus
Bijánsson, það heyrist svo sjaldan
í honum.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður?Ómar
Ragnarsson.
Uppáhaldsskemmtistaður: Þar sem
er skemmtilegast að vera hveiju
sinni.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Fákur.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku í
framtíðinni? Að bæta um betur í
því sem ég er að gera.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Ég hef ekki tekið neitt sum-
arfií enn og líklega bíð ég með það
fram á næsta sumar úr því sem
komið er.