Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1993, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1993 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SiMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Látið fimmflokkinn skjálfa Smám saman er aö færast meiri þungi í baráttuna fyrir viðskiptafrelsi og afnámi sérstakra ríkisafskipta af landbúnaði. Þegar þrengir í búi þjóðarinnar, fjölgar þeim smám saman, sem sjá ekki ástæðu til að sætta sig lengur við árlegan 18-21 milljarðs kostnað af núverandi stefnu. Enn er langt í land. Hagsmunasamtök landbúnaðar- ins, með ráðuneytið sjálft í broddi fylkingar, hafa komið á fót búvörusamningum, sem gilda til langs tíma og koma í veg fyrir, að nýjar ríkisstjómir geti vikið að marki frá landbúnaðarstefnu fyrri stjóma. Þannig tefst þróunin. Nú er þó svo komið, að neytendur og skattgreiðendur geta helzt knúið fram minnkun útgjalda á þessu sviði með því að draga úr kaupum á þeim afurðum, sem þjóðfé- lagið ábyrgist. Þetta gera þeir í raun og em þar-með fam- ir að skjóta hagsmunasamtökunum skelk í bringu. Almenningur veit af biturri eigin reynslu eða reynslu vina og vandamanna, að fólk missir vinnu og fær ekki aðra; að fólk stofnar fyrirtæki og fer á höfuðið, án þess að ríkið komi til skjalanna og ábyrgist vinnuna eða fyrir- tækið. Aðeins landbúnaður er undanþeginn lögmálinu. Fólk er líka farið að átta sig á, að stjómarráðið er hagsmunavirki landbúnaðar. Við landbúnaðaráðuneytið bætist fjármálaráðuneytið, sem reynir með peningaleg- um aðgerðum að koma í veg fyrir innflutning á vörum, sem geta tahzt fela í sér samkeppni við landbúnað. Um daginn var komið í veg fyrir innflutning smjörlík- is og nú er verið að leggja stein í götu innfluttrar skinku. Þetta er stutt sjúkdómarökum, sem horft er framhjá, þegar einstaklingar flylja slíka vöm til landsins. Enda vita allir, að sjúkdómarökin em bara þægindarök. Heimsmarkaðsverð á búvöm er raunverulegt verð, sem byggist á því, að til em þjóðir, er geta framleitt á því verði. Þetta gildir um Bandaríkin á sumum sviðum, Ástralíu og Nýja-Sjáland á öðrum, og svo framvegis. Aðrir verða að selja á sama verði og borga með vörunni. Af því að offramleiðsla er á flestri búvöm og verður um ókomin ár, ríkir kaupendamarkaður á þessu sviði. Það þýðir, að betra er að kaupa búvöm en selja og betra að snúa sér að arðbærum verkefnum á öðrum sviðum, þar sem samkeppnin er ekki eins gróin og hörð. Ríkið ákveður ekki fyrir hönd neytenda og skattgreið- enda, hvaða vörur þeir noti og íjármagni. Fólk fær sjálft að velja sér gallabuxur, innlendar og erlendar, dýrar og ódýrar, vandaðar og lélegar, með þessu vörumerkinu eða hinu. Þetta valfrelsi ætti einnig að gilda um búvöru. Okkur hefur miðað áleiðis, þótt hægt fari og umræðan sé orðin áratuga gömul. Hagfræðingar, sem ekki eru bundnir hagsmunatengslum, hafa látið meira en áður í sér heyra. Andófið er ekki lengur bundið við örfáa menn. Fyrr eða síðar hljóta vamir keríisins að bila. Fólk er smám saman að átta sig á, að ríkisstuðningur og innflutningsbann stríðir gegn hagsmunum þess. Þeim Úölgar, sem telja eðlilegt, að fólk njóti markaðslögmála á þessu sviði sem öðrum. Næsta skref er, að þessi við- horf leiði til raunverulegra átaka í stjómmálum. Sem þrýstihópur getur almenningur greitt atkvæði í prófkjörum gegn þingmönnum og í kosningum gegn flokkum, sem gagnast ekki í frelsisbaráttunni eða hafa reynzt henni beinlínis andvígir í reynd. Sigur hefst ekki, nema skipt sé út mönnum og flokkum í pólitíkinni. Þegar fimmflokkurinn fer að skjálfa af ótta við hefnd kúgaðra neytenda og skattgreiðenda, er fyrst hægt að búast við, að þrýstingurinn leiði til uppskurðar. Jónas Kristjánsson Leynisamningar tilað rjúfa sjálfheldu Vamarmálafréttaritari ísraelska blaðsins Haarets skýrir frá því að undirbúningur samkomulags um takmarkaða sjálfstjóm Palestínu- mönnum til handa milli ísraels- stjómar og fomstu Frelsissamtaka Palestínumanna haíl farið svo leynt að ísraelska herstjómin hafi ekkert fengið af því að vita sem á döfinni var. Sömuleiðis hafi ísra- elsku leyniþjónusturnar og náið samstarfsfólk Jitshaks Rabins for- sætisráðherra í einkaskrifstofu hans komið af íjöllum þegar niður- staðan var birt. Áformið um að koma sem fyrst á sjálfstjórn Palestínumanna á Gaza- svæðinu og í Jeríkóborg og ná- grenni á Vesturbakkanum, sem færist síðan út um hernumdu svæðin með samkomulagi, er því af hálfu ísraels fyrst og fremst verk Rabins og utanríkisráðherra hans, Shimons Peres. Það kom í hlut Per- es á nýafstaðinni ferð um Norður- lönd að reka endahnútinn á þennan þátt samkomulagstillögu á leyni- fundi með fulltrúa FP í Osló fyrir milligöngu Johans Jörgens Holst, utanríkisráðherra Noregs. Báru þar ávöxt áratugalöng tengsl nor- rænna jafnaðarmannaflokka, eink- um þeirra í Noregi og Svíþjóð, við Verkamannaflokkinn ísraelska annars vegar og FP hins vegar. Rabin og Peres eru báðir komnir á efri ár og eru síðastir eftir í fremstu röð ísraelskra stjómmála- manna af hópnum sem hófst til for- ustu við stofnun Ísraelsríkis og í baráttunni fyrir tilvem þess. Þeir hafa einatt tekist á um forustu í Verkamannaflokknum en báðir eru mótaðir í sama skóla, sósíal- istahreyfmgu gyðinga í Austur- og Mið-Evrópu sem nefndist á jidd- isku Bund. Því eru viðbrögð þessara ólíku áhrifamanna svo áþekk við tilvist- arspurningunni sem blasir við ísrael eftir reynslima af intifada, uppreisn óbreyttra Palestínu- manna á hemumdu svæðunum síðustu ár. Annaðhvort heldur ísrael áfram að vera fijálst og lýð- ræðislegt ríki af evrópskri gerð og kemst að sáttum við Palestínu- menn og helst aðra nágranna sína hka, ellegar það verður herskátt harðstjórnarríki af þeirri gerð sem nóg hefur verið af í löndunum fyrir Miðjarðarhafsbotni. Likudbandalagið, sem stjómaði ísrael fram að síðustu kosningum, rak stefnu sem hlaut að enda í síð- ari kostinum. Gert var tilkall til réttar til að -innlima hertekin svæði, að minnsta kosti Vestur- bakkann, landnámi gyðinga haldið þar uppi sem ákafast í því skyni og talað um að hrekja Palestínu- menn unnvörpum í útlegð, ef mót- Erlend tíöindi Magnús Torfi Ólafsson þróa þeirra linnti ekki. Fyrsta verk ríkisstjómar Rabins var að stöðva landnám gyðinga á herteknum svæðum. Þátttaka Isra- els í friðarumleitunum breyttist. Jitshak Shamir, fyrrum forsætis- ráðherra, hafði við orð að sitja þar fúslega við samningaborð í tíu ár ef með þyrfti til að þreyta Palest- ímunenn, en hafa jafnframt Banda- ríkjastjórn góða svo hún fengist til að fjármagna imdirbúninginn að innlimun herteknu svæðanna. Stjórn Rabins ákvað hins vegar að leita beinna samningaumleitana við persónulega fulltrúa Jassers Arafats, leiðtoga FP, þegar í ljós kom að samningamennimir af her- teknu svæðunum, sem Shamir lét svo sem kæmu hvergi nærri palest- ínsku samtökunum, þótt þeir sæktu öll sín fyrirmæli þangaö, höfðu ekki umboð til neinna raun- veralegra samninga við samninga- borðið í Washington. Á þessu ári einu hafa fulltrúar ísraelsstjórnar og FP átt með sér fjóra tugi leyni- funda í Osló. ísraelssfjóm annars vegar og Jasser Arafat og nánustu sam- starfsmenn hans hins vegar eiga því afar mikið undir því að samn- ingsdrögin, sem nú hggja fyrir, verði að veruleika. Sem stendur virðist erflðasti hjallinn að orða yfirlýsingu um gagnkvæma viður- kenningu ísraels og FP. Reyndar féhust FP á skiptingu Palestínu í tvö ríki, þar sem annað væri ísrael, í samþykki þings síns 1988, en síðan hafa andstæðingar þeirrar stefnu, sér í lagi Hamas, samtök heittrúaðra múshma, fært sig upp á skaftið. Sömuleiðis hafa klofningshópar úr FP löngum setið um líf Arafats og manna hans. Einatt hafa þessir flokkar notið stuðnings arabaríkja, einkum Sýr- lands og Líbýu. Nú hafa stjórnir þeirra þriggja ríkja, sem ræða við Israel ásamt Palestínumönnum, Jórdans, Líbanons og Sýrlands, lát- ið glöggt í ljós að þeim þykir fram hjá sér gengið með sérsamningi FP við ísraelsstjórn. Þeim mim meira ríður á fyrir Arafat að tryggja stöðu sína innan FP, en þar standa úr- shtafundir fyrir dyram þegar þetta er ritað. Jitshak Rabin, forsætisráðherra ísraels (t.h.), ræðir síðustu tíðindi i samskiptum ísraels og Palestínumanna við Arr Moussa, utanríkisráð- herra Egyptalands, í Jerúsalem. Símamynd Reuter Skodanir aimarra Lögmæt uppgjafarstjórn Ríkisstjóm Rabins er uppgjafarstjórn, óheiðar- leg, hún er mistök og óbætandi slys. En hún er lög- lega rétt kjörin stjóm. Vilji stjómarandstæðingar knýja fram breytingar á stefnu hennar verða þeir að beita til þess lýðræðis- legum ráðum um fram aht. Allt tal um að nota ólögleg meðul til að hafa áhrif á stjómarstefnuna, svo ekki sé minnst á hótanir landnema um að hefja borgarastríð, er óþolandi og andstyggilegt. Úr forystugrein Jerusalem Post 1. sept. Kvíðvænlegar fréttir Fréttirnar um að ísraelsstjóm sé um það bil að viðurkenna PLO og veita Palestínumönnum sjálf- stjórn að vissu marki á Gaza og í Jeríkó eru kvíðvæn- legar. Þegar mikilsmetnir menn í ísrael efast sjálfir opinberlega um vitið í því að semja við Palestínu- menn, er þá hægt að álasa vinum ísraels í öðrum löndum fyrir að gera slíkt hið sama? Það virðist mjög áhættusamt að veita Palestínumönnum slík réttindi. Úr forystugrein New York Post 1. sept. Áfram Noregur! Norðmenn lögðu til aðstöðu fyrir leynilega fundi ísraelsmanna og PLO og þegar mikið lá við gengu þeir í milh deiluaöila með sáttaorð. Þarna lék Johan Jörgen Holst, utanríkisráðherra Noregs, stórt og mikilvægt hlutverk. Það er leitt til þess að vita að danski utanríkisráð- herrann skuh ekki hafa sýnt sömu röggsemi og sá norski. Aðstæðumar vora fyrir hendi en hugmynda- flugið vantaði. Úr forystugrein Pohtiken 31. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.