Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1993, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1993, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1993 41 INNANHÚSS- 98 ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bréfaskriftum Engtar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafíst til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir,, vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- fagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl. ;g óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Nafn .......................... Heimilisfang ....................... Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 • Postboks 234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark Tollstjórinn í Reykjavík skorar hér með á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum, sem voru álögð 1990, 1991, 1992.pg 1993 og féllu í gjalddaga til og með 15. ágúst 1993 og eru til innheimtu hjá ofan- greindum innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá birtingu áskor- unar þessarar. Gjöldin eru þessi: Virðisaukaskattur, tryggingagjald, launaskattur, bif- reiðaskattur, slysatryggingagjald ökumanna, þunga- skattur skv. ökumælum, viðþótar- og aukaálagning söluskatts vegna fyrri tímaþila, skemmtanaskattur, vinnueftirlitsgjald, vörugjald af innlendri framleiðslu og aðflutningsgjöld. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van- goldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dög- um frá birtingu áskorunar þessarar. Athygli er vakin á því, að auk óþæginda hefur fjárnámsgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldendur. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að kr. 10.000 fyrir hverja gerð, þinglýsingargjald kr. 1.000 og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Jafnframt mega þeir sem skulda virðisauka- skatt og tryggingagjald, þúast við að starfsstöð verði innsigluð nú þegar. Reykjavík 3. september 1993 Tollstjórinn í Reykjavík Hér sést inn eftir vinnslusal fiskvinnslunnar, þurrkklefarnir eru beggja vegna í húsinu. KADTHAFAR IVvll I nHrHil fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða smáauglýsingar út í hönd með beinhörðum peningum. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja og smáauglýsingin verður færð á kortið þitt. Það er gamla sagan: Þú hringir, við birtum og það ber árangur! Smáauglýsingadeild DV er opin: Virka daga kl. 9.00-22.00 Laugardaga kl. 9.00-16.00 Sunnudaga kl. 18.00-22.00 Athugfð: Auglýsing í helgarblað DV þarf að berast fyrir kl. 17.00 á föstudag. SMÁAUGLÝSINGAR Greiðsluáskorun! Hrunamannahreppur: Fiskur á þurru landi - minkabúi breytt í fiskverkunarhús TOLLSTJÓRINN REYKJAVÍK Kristján Ejnaisscin, DV, Selfossi: í 40 km fjarlægð í beina línu frá sjó stendur eitt snyrtilegasta smáþorp landsins, Flúðir í Hrunamanna- hreppi. Þar rétt fyrir utan, á jörðinni Borgarási, sem er nýbýli úr landi Efra-Sels, standa miklar byggingar sem áður voru í 1.400 minkalæður en hýsa nú útgerðarfyrirtækið Flúðafisk hf. Gunnar Hallgrímsson heitir framkvæmdastjóri þessa nýja fyrirtækis en hann stofnaöi minka- búið ásamt fjölskyldu sinni árið 1987. Þrjú fiskvinnslu- fyrirtæki hluthafar „Við byrjuðum ágætlega með minkabúið og væntingar voru mikl- ar en frá því 1988 hefur allt farið nið- ur á við og svo fór að grundvöllurinn brast. Þá sögu þekkja allir,“ sagði Gunnar þegar fréttaritari DV heim- sótti hann að Borgarási til að forvitn- ast um nýja fyrirtækið. „AUt frá því að við hættum með minkabúið hef ég verið að hugsa hvað ég gæti gert til að nýta þessi miklu hús sem eru tæplega 2.000 m2 að stærð. Ég hef alla tíð verið viðloð- andi fiskvinnslu og fékk þá hugmynd hvort ekki væri möguleiki að þurrka fisk í húsunum. Ég fór í nokkur fisk- vinnslufyrirtæki og bar þessa hug- mynd undir ráðamenn þar. Þeir tóku mér betur en ég átti von á og nú eru þijú fiskvinnslufyrirtæki í Hafnar- firði og Keflavík hluthafar að þessu fyrirtæki hér. Viö fáum hráefnið frá þeim. Þorskhausar og hryggir „Við þurrkum þorskhausa og hryggi hér í Flúðafiski hf. Það sem gerir þetta vitlegt að framkvæma þetta svona langt frá sjó er að hér á Flúðum er ódýrasta hitaveita lands- ins, heita vatnið notum við til þurrk- unarinnar. Hausunum og hryggjun- mn er raðað á netbretti og þeim síðan staflað í þurrkklefana. Heitu loftí er síðan hleypt á klefana og látið leika um fiskinn í 7-8 daga. Það eru tvö meginvinnslustig sem fiskurinn fer í gegnum áður en honum er pakkað í þær umhúðir sem hann fer í héðan. „Þetta er allt nýbyijað hérna þann- ig að við erum ekki farin að selja framleiðslima ennþá, við erum að komast yfir byrjunarörðugleikana núna. Markaðurinn er þó fyrir hendi í Nigeríu og þó nokkur eftirspum. Óróinn sem er þar núna gæti tafið en vonandi lagast það. Nígeríumenn viija góða framleiðslu, það þýðir ekki Gunnar Hallgrímsson og félagar raða þorskhausum á netbrettin sem unnin voru úr netinu úr minkabúinu. DV-mynd Kristján að henda einhveiju rusli í þá eins og margir halda. Það þarf að haida utan um markaðinn þar eins og annars staðar. Ég er ekki alveg viss hvemig þeir vinna úr þessu hráefni en mér skilst að þeir sjóði þetta í mauk og vinni úr þessu kraft sem þeir nota síðan í ýmsar gerðir af mat.“ Reynt að fara spariega af stað „Hjá okkur vinna núna 7-8 manns en þegar þetta er komið á fullan snúning geri ég ráð fyrir 10-15 manna liði hér og unnið verði úr 12 tonnum af ftski á dag. Jú, það er óneitanlega gaman að sjá að eitthvað er hægt að gera við þessi miklu hús. Við notum t.d. allt netið sem var í minkabúinu í þurrkpallana og blás- arana fáum við á þokkalegu verði hjá bændum sem hættir em að þurrka þar sem þeir em komnir með rúlluvélar. Það verður að fara hægt af stað og rasa ekki um ráð fram.“ „Stór liður er rafmagnskostnaður- inn. Við kaupum svokallaðan topp- taxta, þ.e.a.s. við kaupum ákveðið magn af rafmagni upp að ákveðnu marki. Þetta rafmagn fáum við á lægra verði þar sem við tryggjum þessi kaup, ef við fórum upp fyrir þetta hámark erum við sektuð fyrir það með því að borga töluvert hærra verð fyrir umframraímagnið. Ég skil þetta ekki alveg, þegar ég vil og get keypt meira rafmagn þá er ég sektað- ur fyrir það. Ef til vill eru til vitlegar skýringar á þessu,“ sagði Gunnar Hallgrímsson, framkvæmdastjóri fyrir nýja fiskvinnslufyrirtækinu Flúðafiski hf. í Hrunamannahreppi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.