Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1993, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1993, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 Fréttir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Er ekki orðsjúkur en sárna ummæli Davíðs - svara ekki ásökunum um óheiðarleika fyrr en mér er runnin reiðin „Málið er úr mínum höndum. Ég ætla ekki að tjá mig um þessar aðfar- ir fjármálaráðherra og hans manna. Þó er ljóst að nú gefst enn eitt tilefni til lögsóknar af hálfu almennra borg- ara á hendur ríkissjóði. Ég vona að skaðabótunum sem ríkissjóður verð- ur fyrir verði haldið innan einhvers hófs því það er erfitt ástand í ríkis- fjármálunum," segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. í gær lagði ríkistollstjóraembættið hald á soðin kalkúnalæri sem Bónus flutti inn á sunnudaginn eftir að hafa fengið innflutningsleyfi hjá utanrík- isráðherra. Samkvæmt heimildum DV greip ríkistollstjóri til þessara aðgerða að höfðu nánu samráði við yfirmann sinn, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. Aðspurður kveðst utanríkisráð- herra ekki hafa gerst sekur um lög- brot meö því að heimila innflutning- inn. Sem stjórnvald hafi hann ein- faldlega staðið frammi fyrir því að afgreiöa máliö samkvæmt bestu samvisku og á grundvelli laga. Jón Baldvin segst vera þeirrar skoðunar aö enn hafi ekki orðið shk- ur trúnaðarbrestur milli sín og for- sætisráðherra að til stjórnarslita þurfi að koma. „Ég er ekki orðsjúkur maður. Ég viöurkenni að mér sárna þau um- mæh forsætisráðherra, í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hann bendlar mig og minn flokk við óheiðarleika. Það eru þyngstu orð sem fallið hafa í þessum deilum en ég ætla ekki að svara þeim fyrr en mér er alveg ör- ugglega runnin reiðin.“ Að sögn Jóns Baldvins byggir ákvörðun hans um að veita Bónusi innflutningsheimildina á tvennu. Annars vegar að úrskurður forsætis- ráðherra um að forræði á innflutn- ingi landbúnaðarvara skuli standa þar til réttbær stjórnvöld ákveði ann- að. Ljóst sé þó að ný reglugerð Hall- dórs Blöndals um innflutningstak- markanir eigi sér ekki lagastoð og brjóti að auki gegn milliríkjasamn- ingum. Því beri að afturkalla hana. Ef ekki verði að láta reyna á rétt- mæti hennar fyrir dómstólum. Far- sælast væri þó að ná samkomulagi í anda GATT. Mannúðleg lögfræði Að öðru leyti segist Jón Baldvin byggja ákvörðun sína á þeirri mann- úðlegu lögfræði að túlka réttaróviss- una innflytjendum í hag, enda hafi þeir tekið sínar ákvarðanir í góðri trú um að innflutningur væri heim- 01. Að þessu leyti hafi ákvörðunin ekki fordæmisgOdi. „í þessu sambandi styðst ég við þá þróun sem átt hefur sér stað í ís- lenskum rétti og í löggjöf og þá tO- hneigingu í dómaframkvæmd Hæstaréttar að túlka stjómvalds- ákvarðanir, sem takmarka frelsi borgaranna og byggja ekki á fuU- nægjandi lagastoð, einstaklingnum í hag. Mannréttindaákvæði em sett einstaklingnum til verndar en ekki stjórnvöldum. Ég styðst líka við það sjónarmið að stjórnvöld axli sjálf ábyrgö af því þegar réttaróvissa ríkir af þeirra völdum en velti ekki ábyrgðinni yfir á einstaklingana. Þetta kaOa ég mannúðlega og skyn- samlega lögfræði." Jón Baldvin segir brýnt að eyða þeirri réttaróvissu sem komið hafi upp vegna ágreinings mOli landbún- aöarráðherra annars vegar og sín og viðskiptaráðherra hins vegar um túlkun laga. Pólitísk niðurstaða nú- verandi stjórnarmeirihluta geti ekki orðið önnur en að faOa frá úreltu fyrirkomulagi um bann og heimUa viðskipti eins og stefnt er að í GATT- viðræðunum. Afla þurfi lagaheim- Oda fyrir veröjöfnunargjöldum til að tryggja samkeppnisstöðu innlendra framieiðenda í upphafi. í kjölfarið verði þessi gjöld að lækka í áföngum. „TUgangurinn með þessu er tví- þættur; að veita innlendum framleið- endum aðhald með samkeppni og lækka verð á lífsnauðsynjum tO al- mennings. Um þetta ætti að geta náðstpóUtísksamstaða." -kaa Stuttar fréttir K vef pestir í gangi Slæmar kvefpestir hafa gengið að undanfömu en engin flensutU- feUi hafa veriö greind. Sam- kvæmt Morgunblaðinu minna sum kveftilfeUanna þó á flensu. Meðgöngutími kvefpesta er 3 til 4 dagar áöur en einkenni koma í jjós. Ekkifrimínútur Kennurum verður ekki greitt fyrir gæsiu skólabama í frímín- útum á næsta ári. Samkvæmt Tímanum er þetta ein af þeim spamaðarleiðum sem mennta- málaráðherra greip tO í tengslum við fjárlagagerðina. Deildt um greiðsiumaHc Tekist hefur verið á um greiöslumark tO bænda í nefnd sem annast framkvæmd búvöra- santnings. Bændur vilja ekki taka á sig þá skerðingu sem þeim ber. Samkæmt RÚV mun landbúnað- arráöherra úrskurða í málinu náist ekki samkomulag í dag. Útlent kjöt í loftinu Flugleiðir bjóða farþepm sin- um upp á erlent kjöt í milOlanda- flugi. Samkvæmt Morgunblaðinu notar félagið einnig innlent kjöt en keyptir séu tilbúnir matar- skammtar á flugvöllum erlendis. Sameining félaga Dagsbrún og Framsókn hafa skipað viöræöunefnd tO aö ræða sameiningu verkalýðsfélaganna. Tfminn hefur eftír Guðmundi J. Guðmundssyni að kynjaskipt stéttarfélög séu tímaskekkja. Raforkuverð lækkað Raforkuverð tíl heimila á Eyr- arbakka, Stokkseyri og Selfossi hefur verið lækkað um 4%. Sam- kværat Mbl. er raunlækkunin þó um 8% því nýleg hækkun á heOd- söluverði var ekki velt út í verð- lagið. Fluglelðabréflækka Gengi hlutabréfa í Flugleiðum hefur ekki verið skráð lægra á Veröbréfaþingi þaö sem af er þessu ári. Samkvæmt Mbl. hafa bréfin lækkaö um 30% á árinu að teknu tflliti til arðgreiöslu. Kalla þurfti til hundaeftirlitsmann og lögreglu við Glæsibæ í gær þegar hundur viö verslunarmiðstöðina tók upp á því að glefsa í fólk. Hundurinn bar enga virðingu fyrir laganna vörðum og glefsaði meðal annars i lögreglu- þjón. Eftir að tekist hafði að róa hundinn niður var hann fluttur á Dýraspital- ann þar sem hann var skoðaður nánar. DV-mynd Sveinn Friörik Sophusson um aðgerö Jóns Baldvins: Utanrikisráð- herra er að leita eftir sáttum - nóg af ágreiningsefnum í landbúnaöarmálum „Eg held að það sé augljóst mál að utanríkisráðherrann er að leita eftir sáttum með þessari aðgerö og viður- kenna reglugerðina og úrskurðinn. Hann er jafnframt að leitast við að standa við þá yfirlýsingu sem hann lét hafa eftir sér í fjölmiölum um að hægt væri að flytja inn í gegnum Keflavíkurflugvöll. Ég held að þetta hafi ekkert með stjórn eða sljórnar- sht að gera. Það er ágreiningur á mifli þessara flokka. Það er meira að segja ágreiningur á milfl manna um landbúnaðarmál innan sama flokksins. Aðalatriðið í þessu máh er að það sé viðurkennt aö það séu gfld lög í landinu, að sömu lögin gOdi um land allt og gildi á hverjum ein- asta vikudegi, nema að þaö séu gerð- ar sérstakar breytingar á lögum eða reglum," sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra á blaðamanna- fundi í ráöuneytinu í gær vegna inn- flutnings Bónuss á kalkúnalærum. Friðrik kynnti niðurstöðu ríkistofl- stjóra um að embættið hefði heimOað endanlega toflafgreiðslu kalkúna- kjötsins ef umsagnar og staðfesting- ar Framleiðsluráðs landhúnaðarins yrði aflað og leyfir fengist fyrir inn- flutningnum. Friðrik sagði það hafa komið mjög skýrt fram af hálfu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra að hann hefði gefið fyrirmæh til sýslumannsins á KeflavíkurflugvelO um að virða reglugerð landbúnaðar- ráðuneytisins varðandi innflutning á landbúnaðarvömm. Friðrik sagði að „sá ágreiningur væri úr sögunni“. „Eftir sem áður höfum við nóg af ágreiningsefnum um landbúnaðar- máOn þangað til þingið kemur sam- an og setur lög sem væntanlega duga til framtíðarinnar," sagöi Friðrik. „Upphaf þessa máls er auðvitað að menn greinir á um hvort lögum hafi vérið breytt á þinginu í nóvember á síðastliðnu ári með þeim réttaráhrif- um að það sé heimilt að flytja þessar landbúnaöarvörur inn án leyfis. Þann ágreining getum við auðvitaö ekki leyst öðruvísi en við höfum gert í dag. En um það munu dómstólar skera úr ef þeir verða um það bærir. Mér skOst að Hagkaup muni gera það innan tíðar,“ sagöi Friðrik Sophus- son. -Ótt Gunnar G. Schram, prófessor í stjómskipunarrétti: Hæpið að telja ákvörðun ráðherra ólögmæta - reglugerð Halldórs Blöndals stangast á við samning íslands og EB Það er hæpið að telja ákvörðun utanríkisráðherra um að heimila innflutninginn ólögmæta, segir Gunnar G. Schram, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla ís- lands. Samkvæmt heimildum DV leitaði Jón Baldvin Hannibalsson eftir áOti hjá virtum fræðimönnum á sviði lög- fræði áður en hann veitti Bónusi heimOd tfl að flytja inn 144 kfló af kalkúnalæmm um helgina. í þeim hópi voru meðal annars kennarar við lagadeild Háskóla íslands. Gunnar segir að í íslenskum stjóm- skipunarrétti sé þaö grundvallar- regla að reglugerðir veröi að eiga sér ótvíræða lagastoð. í því sambandi bendir hann á að reglugerð landbún- aðarráðuneytisins frá 9. september um takmörkun á innflutningi land- búnaðarvara virðist stangast á við samning íslands við Evrópubanda- lagið um innflutning landbúnaöar- vara sem gerður var 2. maí 1992. Þá segir Gunnar miklu máli skipta að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort reglugerö landbúnaðarráðu- neytisins hafi nægjanlega lagastoð. Gunnar segir að ef reglugerð er sett í andstöðu viö samninga íslands við önnur ríki, sem gildi hafa hlotið, sérstaklega ef lagastoö hennar er hæpin, þá komi til grenia að víkja henni tímabundið til hOðar meðan botn er fenginn í máOð. Hann segir þaö hlutverk utanakisráðuneytisins að annast framkvæmd samninga ís- lands við önnur ríki. „Þetta sýnist mér vera sú röksemd sem þyngst vegur þegar menn velta fyrir sér réttmæti þeirrar ákvörðun- ar utanríkisráðherra aö veita Bónusi umrædda innflutningsheimild," seg- irGunnar. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.