Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1993, Qupperneq 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993
Menning
Graf ík Braga
Grafíklistin á sér ótrúlega skamma samfellda sögu hér á landi. í skrá
sýningar á grafíkverkum Braga Ásgeirssonar í Listasafni íslands, sem
opnuð var á laugardag, rekur Aðalsteinn Ingólfsson í stórum dráttum
þá sögu. Þar kemur m.a. fram að þótt Handíðaskólinn hafi verið stofnað-
ur árið 1939 var þar ekki tekin upp kennsla í grafík fyrr en upp úr miðj-
um sjötta áratugnum og þá við afar frumstæð skilyrði. Þeir fáu hstamenn
sem unnu í grafík létu þrykkja myndir sínar erlendis. Þeirra á meðal var
Bragi Ásgeirsson. Á sjöunda áratugnum varð svo almenn vakning í Mynd-
hstar- og handíðaskólanum um gildi grafíkhstar og má þakka þá vakn-
ingu að verulegu leyti Braga Ásgeirssyni, en hann hefur kennt grafík við
skólann allt frá árinu 1956, að árunum 195&-’60 einimgis undanteknum.
Að fanga form kvenlíkamans
Bragi Asgeirsson hefur lagt stund á málverkið jöfnum höndum og graf-
íkina og að hans sögn var það í raun tilviljun að hann leiddist út í grafík
þegar hann var við nám í Ósló árið 1952, þá rétt tvítugur. Frá þeim tíma
eru tréristur í anda Munchs á borð við hina seiðmögnuðu „Þrá“, en þar
kemur e.t.v. fyrsta sinni fram stef sem hefur verið leiðandi í verkum
Braga upp frá því; kona og fugl. Þá gerði Bragi nokkrar ætingar á þessum
Meiming
Ólafur Engilbertsson
tíma sem sýna stemningar frá Spáni. Þar koma fram önnur stílbrigði,
einfaldar hnur í ætt við Vohard-svítu Picassos. Stíh Braga hefur í gegnum
tíðina verið afar fjölskrúðugur og hann hefur verið óhræddur við að
„vitna“ beint í stílbrigði nokkurra meistara myndlistarinnar, þ.á m.
tveggja hinna ofantöldu og aukreitis hérlendra snilhnga á borð við Kjarv-
al og Flóka. Nálgun Braga er þó fyrst og síðast akademísk. Hann kapp-
kostar að fanga form kvenlíkamans í grafíkverkum sínum, hvort heldur
í tréristu, ætingu, steinþrykki, akvatintu eða sáldþrykki og hefja þau á
stall.
Flatarmál mannslíkamans
Segja má að steinþrykksmyndir Braga unnar í Kaupmannahöfn fyrri
hluta árs 1956 séu um margt stefnumarkandi hvað þetta varðar. Konu-
myndimar áttu þó enn eftir að öðlast aukna dýpt og ögun og þremur
árum síðar vann Bragi röð ætinga í Munchen sem að mínu mati bera
af sakir fágunar og útsjónarsemi í samspih forms og birtu, samanber
„Stúlkuandht" númer 85 og litlar martraðarkenndar ætingar númer 87
til 90. í þessum verkum hafa slípast af ýmsir vankantar fyrri verka Usta-
mannsins þar sem oft ægir saman of mörgum stílbrigðum auk þess sem
Braga hefur löngum hætt til að ofhlaða myndflötinn formum og litum. Á
sjötta áratugnum var Bragi í fararbroddi geómetríumálara og virtist
mörgum sem hann sviki málstaðinn með því túlka fígúratívt í grafík.
Bragi svarar þessu skilmerkilega í sýningarskránni á þá leið að mannslík-
aminn sé meistaraverk náttúrunnar í flatarmálsfræði. í nokkrum stein-
þrykkjum frá 1960 birtist samt sem áöur tilhneiging hjá Braga til að gera
geómetriska grafík en sú tilhneiging varö endaslepp og næstu tvo áratug-
ina einbeitti Bragi sér að öðrum hlutum en grafík.
Átök kynjanna og „Áfangar“
í röð steinþrykkja frá 1983 birtist ný og dramatískari hhð á Braga sem
grafíkhstamanni. Þar er óspart vísað í listasöguna og karlmaður er kom-
inn upp að hlið konunnar, en yfirleitt í brjóstumkennanlegu hlutverki,
s.s. í myndinni „Snertingin". Myndlýsing við ljóð Jóns Helgasonar,
„Áfanga", frá 1988 er tvímælalaust helsta og veigamesta grafíkröð Braga
á síðustu árum. Þar eru meiri átök á myndfletinum en í flestum öðrum
verkum hans og þessiröð steinþrykkja ein og sér nægir til að halda nafni
Braga á lofti sem eins helsta grafíklistamanns hér á landi. í grafíkverkun-
um njóta sín hvaö best hæfileikar hans til að túlka mannslíkamann í
formum ljóss og skugga. Hér hefur Listasafni íslands tekist ágæta vel að
safna á einn stað 158 grafíkverkum frá fjörutíu ára ferh eins af frumkvöðl-
um hérlendrar grafíklistar og er það jafnframt jákvætt framlag af þess
hálfu að fá félagið íslenska grafík til aö kynna um leið grafíkaðferðir í
kjallara Listasafnsins. Sýning Braga stendur út októbermánuð.
Bragi Ásgeirsson við eitt verka sinna á sýningu hans í Listasafni íslands.
L_________, w „____________________________„ r_..
VWaust gef ið
Standandi pína er stríðssaga. Verkið fjallar um ungl-
inga í hverfi htaðara í New York þar sem hver einstakl-
ingur hefur minni möguleika á þvi að ná fuhorðins-
árum óbrenglaður heldur en hermaður í eldlínunni.
Stríðið þar sem þessir unghngar beijast fyrir lífi sínu
er háð inni á heimilunum, á götunum og í skólanum
en endalokin eru fyrirséð þvi að þeim var í upphafi
„vitlaust gefið“.
Óvinurinn er menntunarskortur, fordómar, eiturlyf
og fátækt, óvígur her sem sumir gefast upp fyrir bar-
áttulaust en aðrir veita viðnám.
Leikritiö gerist að mestu í jesúítaskólanum, sem
þessir strákar ganga í, en skólastjórinn þar er óvepju-
legur maður, prestur að nafni Ed Larkin. Hann hefur
komið sér upp sínum eigin samskiptareglum við kenn-
ara og nemendur og markmið hans er að koma ein-
hveijum þeirra eitthvað áleiðis. En það er fjarri fóður
Larkin að gráta týndu sauðina og hann afskrifar von-
lausustu gaurana eins og tóma hveitisekki.
Þegar ungur kennari, fullur hugsjóna, kemur inn í
þetta umhverfi dregur til tíðinda. Hann kynnist nem-
anda, Lee, sem hefur hstræna hæfileika en er jafn-
framt frá einu verst setta heimilinu á svæðinu. Kenn-
arinn, Tom Griffin, einsetur sér að koma honum inn
í hstaskóla en hann gerir sér enga grein fyrir þvi að
með afskiptum sínum undirritar hann dauðadóm Lees.
Verkið er hart og kalt, orðbragðið gróft og ekkert
er fegrað. Formið er óvenjulegt, textinn er knappur
og inn á milli er skotið rappatriðum. Uppsetningin í
hehd er að mörgu leyti eins og dansleikur.
Mikið veltur á hraða og fimi leikenda sem hafa feng-
ið góða tilsögn í vel útfærðum dans- og bardagaatriðum
og úthugsaða leikstjóm. Leikstjóri er Hahdór E. Lax-
ness og leikhópurinn samanstendur af ungum leikur-
um sem greinilega lifa sig inn í kaldan en svolítið
óraunverulegan heim verksins. Þetta eru á yfirborðinu
ískaldir karlar en í þeim öhum býr þrátt fyrir allt von
um betra hf.
Leikendurnir í veigamestu hlutverkunum byggja
upp togstreitu og spennu því þaö er jú tekist á um sáhr
í þessu verki. Þorsteinn Bachmann dregur upp skýra
mynd af fóður Larkin og leikur auðveldlega upp fyrir
sig í aldri. Hlutverkið var vel unnið og sama gilti um
hlutverk Griffins sem Felix Bergsson lék. Griffin er
óreyndur og velvUjaður en því miður er hann eins og
Leiklist
Auður Eydal
fíU sem sleppt hefur verið lausum í postuhnsbúð þegar
hann fer að stunda hugsjónastarf í skólanum. Öllu
sjóaðri eru „görnlu" kennararnir James og Kendall,
sem þeir Valgeir Skagfjörð og Gunnar Gunnsteinsson
leika, einfaldar manngerðir.
Hlutverk strákanna eru nokkuð jafnvíg og þeir skUa
sínu vel, rappi, slagsmálum og öhu saman.
Eitt hlutverkið sker sig þó úr en það leikur Gunnar
Helgason. Hann er „hetjan" Lee og reyndar bregður
hann sér í hlutverk bróður hans og móður líka. Gunn-
ar vinnur prýðisvel úr þessum týpum og.bregður ljósi
á angist Lees sem er fangi uppruna og umhverfis.
Sýningin er óvenjuleg og höföar kannske meira til
ungs fólks en hinna eldri. í verkinu er dregin upp
kolsvört mynd af einhveijum verstu aðstæðum sem
ungt fólk getur alist upp við í dag. Drengirnir, sem
sagt er frá, eru aö ýmsu leyti eins settir og þeir sem
fæddust inn í lægstu þrep stéttskiptra þjóðfélaga fyrri
tíma. Þeir eiga enga von.
Frjálsi leikhópurinn sýnir I Tjarnarbíói:
Standandi pína
Höfundur: Bill Cain
Leikstjórn: Halldór E. Laxness
Danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir
Þýöing: Magnea Hrönn Örvarsdóttir
Þýðing á rappi: Hallgrímur Helgason
Framkvæmdastjóri: Agnar Jón Helgason
Ljós: Sveinn Benediktsson
Hljóó: Steingrimur Arnason
Leikmunir: Ásta Júlia Theodórsdóttir og Svala Heiöberg
Bardagalist: Guðmundur Bogason og Kristján Jónsson
Tonlist: Craig Sibley
Aöstoðarmaður: Eggert Kaaber
Jónas Bragi Jónasson í Listhúsinu
Ofbirtusalurinn í Listhúsinu í Laugardal plumar sig
nokkuð vel i dumbungsveðri eins og var á sunnudag-
inn. Það réttlætir nokkuö staðsetningu hans í húsinu.
Og hann er góður undir gler, gæti jafnvel verið for-
vitnilegt að sjá þar glersýningu í glampandi sólskini.
Ég get ekki sagt að ég hafi búist við miklu þegar ég
fór nú í Listhúsið eftir veislugang misvísunarhstanna
sem þar stóð um síðustu helgi. Þar var siglt of djúpt
í öldudalnum. En fleyið sökk ekki og mér til ánægju
sá ég að það sigldi upp úr öldudalnum þessa helgina.
í Listhúsinu stendur yfir fyrsta einkasýning þrítugs
glerhstamanns, Jónasar Braga Jónassonar, sem
menntaður er í hst sinni hér heima og erlendis. Hann
sýnir 24 verk í ofbirtusalnum og hefur komið þeim
ágætlega fyrir og fara þau vel sem sýningarheild. Sýn-
inguna nefnir hann Öldur.
Eins og fyrr segir bjóst ég ekki við miklu. En duhtið
fékk ég engu að síður. Þetta er nefnilega nokkuð góð
sýning þó að hún sé misjöfn og örlítið kraðakleg eins
og hendir unga menn sem ekki sjást fyrir. Mér finnst
ekki alveg faha saman á sýningu þrívítt gluggaverk,
htað gler og gler við tré. Heildstæðari hefði sýningin
verið hefðu einvöröungu verið sýndir hinir nostur-
samlega unnu skúlptúrar smáir og miðlungi stórir.
Margir smáhlutanna þóttu mér góðir og allgóðir
sumir, verri þó þeir þar sem hturinn varð þykkari,
en meðhöndlun glersins góð og nostursamleg. Slöpp
Myndlist
Úlfar Þormóðsson
og fól þótti mér hka ísnáhn; kannski vegna þess að á
sínum stað í náttúrunni búa þær yfir slíkum dýrðar-
innar krafti að fádæmi er. Einnig þótti mér vont verk
númer 16, Styx, unniö úr kristalgleri og beyki og geng-
ur engan veginn upp, varð eins og vagl í auga eða
hrútshom út úr meyjarkviði.
Hins vegar voru góð verkin Ris (nr. 21) þar sem
blandað er bláu og hvítu kristalgerh af tals verðri kúnst
og Kjarni (nr. 11) sem er glært kristalgler tærleikans
og unnið af þeirri hógværð sem hæfir.
Jónas Bragi sighr Listhúsinu örhtið upp úr öldudaln-
um með sýningu sinni. Hann má vera ánægður með
það. En hann á samt langa ferð fyrir höndum og eitt
af því sem hann ætti að venja sig á fyrr en seinna á
þeirri löngu sighngu er að grisja verkin sín, velja og
hafna af miskunnarleysi.
Sýning Jónasar Braga stendur til 3. október.