Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1993, Blaðsíða 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993
Afmæli
Sigurður Ólafsson
Sigurður Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Sjúkrahúss Akraness, Deild-
artúni 2, Akranesi, er sextugur í
dag.
Starfsferill
Sigurður er fæddur á Akranesi og
ólst þar upp. Hann útskrifaðist úr
Verslunarskóla íslands og verslun-
arskóla í Þýskalandi.
Sigurður hefur verið fram-
kvæmdastjóri Sjúkrahúss Akraness
frá 1965 en hann vann áður við
verslunar- og skrifstofustörf.
Sigurður hefur starfað í Karlákór-
num Svönum, Lionsklúbbi Akra-
ness, Oddfellowreglunni, Knatt-
spyrnuráði Akraness, Starfs-
mannafélagi Akraneskaupstaðar og
Hestamannafélaginu Dreyra. Hann
er meðlimur í Félagi forstöðumanna
sjúkrahúsa.
Sigurður hefur búið í Deildartúni
2 á Akranesi frá 1965.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist 31.12.1955
Margréti Ármannsdóttur, f. 5.2.
1937, bankaféhirði í Landsbanka ís-
lands. Foreldrar hennar: Ármann
Halldórsson skipstjóri, Hofteigi á
Akranesi, og kona hans, Margrét
Sigurðardóttir.
Börn Sigurðar og Margrétar: Ólaf-
ur Frímann Sigurðsson, f. 29.7.1957,
málarameistari, kvæntur Önnu
Jakobsdóttur sjúkraliða7{)au eiga
einn son, Sigurð, fóstursonur Ólafs
Frímanns og sonur Önnu er Grétar
Jakob Júlíusson: Margrét Sólveig
Sigurðardóttir, f. 26.4.1959, skrif-
stofustúlka en nú við sjúkraliða-
nám; Emilía Petrea Sigurðardóttir,
f. 13.10.1970, stúdentfrá Fjölbrauta-
skóla Vesturlands; Ólína Ása Sig-
urðardóttir, f. 11.9.1974, nemi við
Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Systkini Sigurðar: Þórður, f. 11.10
1931, d. 8.11.1936; Ragnheiður, f. 6.1.
1935, talsímavörður á Akranesi, gift
Baldri Ólafssyni, deildarstjóra í
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu, eiga þijú börn; Þórður
Helgi, f. 5.1.1937, starfsmaður Sem-
entsverksmiðju ríkisins á Akranesi,
kvæntur Sonju Hansen, þau eiga tvö
börn, Þórður Helgi átti eina dóttur
fyrir hjónaband; Ásmundur, f. 25.11.
1938, framkvæmdastjóri Dvalar-
heimilisins Höfða á Akranesi,
kvæntur Jónínu Ingólfsdóttur, þau
eiga þrjá syni; Gunnar, f. 26.11.1945,
aðalbókari hjá Áburðarverksmiðju
ríkisins, kvæntur Ragnheiði Jónas-
dóttur, þau eiga þrjú börn; Ólafur
Grétar, f. 16.1.1948, tryggingafull-
trúi hjá Sjóvá-Almennum, kvæntur
Dóru Guðmundsdóttur, þau eiga
þrjúbörn.
Foreldrar Sigurðar: Ólafur Frí-
mann Sigurðsson, f. 23.3.1903, d.
28.3.1991, skrifstofustjóri, og Ölína
Ása Þórðardóttir, f. 30.11.1907, hús-
móðir.
Ætt og frændgarður
Ólafur var sonur Sigurðar, for-
manns á Sýruparti á Akranesi, Jó-
hannessonar og konu hans, Guð-
rúnar Þórðardóttur, sj ómanns á
Akranesi, Halldórssonar. Móðir
Sigurðar var Ingiríður Nikulásdótt-
ir frá Háuhjáleigu. Móðir Guðrúnar
var Margrét Tómasdóttir Zoéga,
föður Geirs Zoéga rektors.
Ólína Ása er dóttir Þórðar, útgerð-
armanns á Akranesi, Ásmundsson-
ar, útvegsbónda á Háteigi á Akra-
nesi, Þórðarsonar, b. í Elínarhöfða
á Akranesi, Gíslasonar. Móðir Ás-
mundar var Elín Ásmundsdóttir, b.
í Elínarhöfða, Jörgenssonar, b. í
Elínarhöfða, Hanssonar Klingen-
bergs, b. á Krossi á Akranesi, ætt-
föður Klingenbergsættarinnar.
Móðir Þórðar var Ólína Bjarnadótt-
ir, b. á Kjaransstöðum, Brynjólfs-
sonar, b. á Ytrahólmi, Teitssonar,
vefara i Reykjavík, Sveinssonar.
Móðir Ólínu var Helga Ólafsdóttir
Stephensen, b. og stúdents í Galtar-
holti, Bjömssonar Stephensen,
dómsmálaritara á Esjubergi, Ólafs-
sonar, stiftamtmanns í Viðey, Stef-
ánssonar, ættfööur Stephensen-
ættarinnar.
Móðir Ólínu Ásu var Emilía Þor-
steinsdóttir, útvegsbónda á Grund á
Sigurður Ólafsson.
Akranesi, Jónssonar, b. á Ölvalds-
stöðum, Runólfssonar. Móðir Þor-
steins var Ragnheiður Jóhannsdótt-
ir, prests á Hesti, Tómassonar, stúd-
ents og skálds á Stóru-Ásgeirsá,
Tómassonar. Móðir Ragnheiðar var
Oddný Jónsdóttir, b. og umboðs-
manns á Melum, Ketilssonar, bróð-
ur Magnúsar, sýslumanns á Skarði.
Móðir Jóns var Guðrún Magnús-
dóttir, systir Skúla landfógeta.
Sigurður, Margrét og börn þeirra
taka á móti gestum í sal Fjölbrauta-
skóla Vesturlands nk. laugardag, 25.
september, frá kl. 14-18.
Til hamingju með
afmælið 21.september
90 ára
Magnús I ndriðason,
Faxabrautl3, Keflavík.
85 ára
Elin Daníelsdóttir,
Hringbraut 50, Reykjavík.
Matthías Danielsson,
Högnastíg 10, Hrunamannahreppi.
75 ára
Jón J. Ólafsson,
Hæðargarði35, Reykjavík.
Haukur Sigurðsson,
Hátúni 17, Reykjavik.
SigurðurEinarsson,
Fossheiði 62, Selfossi.
Áki Baldvinsson,
Hvammi.Húsavík.
70 ára
Helena Sigtryggsdóttir,
Laugarvegi25, Siglufiröi.
Gunnar Ólafsson,
Hvassaleiti 117, Reykjavik.
Kristjana Guðjónsdóttir,
Sólheimum 27, Reykjavík.
Elin Sumarliðadóttir,
Hofsvallagötu 17, Reykjavík.
Bragi Guðbrandsson,
Heydalsá I, Kirkjubólshreppi.
Sigríður Skagfjörð,
Hraunbæ 4, Reykjavík.
Jóhannes Eggertsson,
Þorkelshóli I, Þorkelshólshreppi.
Anna Ásta Georgsdóttir,
Otrateigi8, Reykjavík.
50 ára
Halldóra Björt Óskarsdóttir,
Unufelli46, Reykjavík.
Þór Már Valtýsson,
Norðurbyggð la, Akureyri.
Margrét B. Árnadóttir,
Barrholti 23, Mosfellsbæ.
Anna Soffia Sverrisdóttir,
Rauðarárstíg26, Reykjavik.
Matthías Sveinsson,
Illugagötu 37, Vestmannaeyjum.
Ólafur S. Guðmundsson pipu-
lagningameistari,
Urðarbakka 36, Reykjavík.
Ólafurogkona
hans, Sigurbjörg
Smith,takaá
mótigestumi
Sóknarsalnumí
Skipholti50ank.
laugardag,
25.september, frá
kl. 18-21.
40ára
Eysteinn Bjamason
Eysteinn Bjarnason bóndi, Eski-
holti, Borgarhreppi í Mýrasýslu,
varð fimmtugur í gær.
Starfsferill
Eysteinn er fæddur í Eskiholti í
Borgarhreppi í Mýrasýslu og ólst
þar upp.
Hann starfaði á búi foreldra sinna
og hefur verið bóndi í Eskiholti frá
1968.
Eysteinn hefur starfað innan Ki-
wanishreyfmgarinnar og er núver-
andi forseti Kiwanisklúbbsins
Smyrils í Borgarnesi.
Fjölskylda
Eysteinn kvæntist 11.4.1968 Kat-
rínu Ragnheiði Hjálmarsdóttur, f.
2.10.1945, kennara við Varmalands-
skóla í Mýrasýslu. Foreldrar Kat-
rínar Ragnheiðar: Hjálmar B. Elíes-
ersson, skipstjóri og útgerðarmað-
ur, og Jensína Á. Jóhannsdóttir
húsmóðir. Hjálmar er látinn en
Jensína er búsett í Kópavogi.
Böm Eysteins og Katrínar Ragn-
heiðar: Hrund Eysteinsdóttir, f. 17.1.
1969, nemi við Háskóla íslands;
Helga Eysteinsdóttir, f. 17.4.1972,
nemi viö Háskóla íslands; Jenna
Huld Eysteinsdóttir, f. 26.12.1976,
nemi við Menntaskólann í Hamra-
hlíð; Bjarni Kristinn Eysteinsson, f.
18.10.1977, nemiviðFVA.
Systkini Eysteins: Guðmundur
Bjarnason, bóndi á Brennistöðum í
Borgarhreppi; Sveinn Bjarnason,
bóndi á Brennistöðum í Borgar-
hreppi; Helga Sólveig Bjarnadóttir,
húsmóðir á Steinsstöðum á Akra-
nesi, gift Ármanni Gunnarssyni,
þau eiga þrjú börn.
Foreldrar Eysteins vom Bjami
Sveinsson, f. 18.9.1890, d. 24.9.1976,
bóndi á Kolstöðum í Miödölum og
síðar í Eskiholti, og Kristín Guð-
mundsdóttir, f. 19.11.1899, d. 24.3.
1978, bóndi og húsmóðir.
Ætt
Bjarni var sonur Sveins, bónda á
Kolstöðum, Finnssonar, bónda á
Háafelli, Sveinssonar. Móðir Bjarna
var Helga Eysteinsdóttir. Móðir
Sveins á Kolstöðum var Þórdís
Andrésdóttir, bónda á Þórólfsstöö-
um í Miðdölum, Andréssonar. Bróð-
ir Andrésar Andréssonar var Jón,
smiður á Þóróífsstöðum og síðar á
ÖxlíBreiðuvík.
Kristín var dóttir Guðmundar,
bónda á Skálpastöðum í Lundar-
reykjadal, Auðunssonar, bónda á
Varmalæk og víðar, Vigfússonar,
bónda á Fellsmúla á Landi og síðar
Grund í Skorradal, Gunnarssonar,
bónda á Hvammi á Landi, Einars-
sonar. Móðir Guðmundar var Vil-
borg Jónsdóttir. Móðir Auðuns var
Vigdís Auðunsdóttir. Móðir Vigfús-
ar var Kristín Jónsdóttir, yngri í
Vindási, Bjarnasonar, bónda á Vík-
ingslæk, Halldórssonar. Móðir
Kristínar Jónsdóttur var Ástríöur
Jónsdóttir. Móðir Jóns Bjarnasonar
yngri var Guðríður Eyjólfsdóttir.
Móðir Kristínar Guðmundsdóttur,
Guöbjörg, var dóttir Ara Jónssonar
og Kristínar Runólfsdóttur á Háls-
um í Skorradal.
60 ára
Walter Helgi Jónsson,
Hverfisgötu 82, Reykjavík.
Jónas Grétar Þorvaldsson,
Stóragerði 38, Reykjavik.
Kristinn Guömundsson,
Bleiksárhlíð 18,Eskifirði,
Guðný Soffia Tryggvadóttir,
Tjarnarbóli 14, Seltjamamesi.
Margrét Ha&teinsdóttir,
Sólvallagötu 40f, Kefiavík.
Hafsteinn Sigtryggsson,
Grundarbraut 15, Olafsvík.
Kristján B. Björgvinsson,
Eyrarvegi 12, Grundarfirðl
Bjarni Magnús Jóhannesson,
Hvassaleiti 85, Reykjavík.
GuðríðurG. Guðmundsdóttir,
Mánastlg 4, Hafnarfirði.
Rúnar Þór Pétursson,
Bjamarstíg 11, Reykjavík.
Árni Árnason,
Birkihltð 14, Reykjavik.
ólafur Guðjónsson,
Daltúni40,Kópavogi.
Þorgerður Sigurðardóttir,
Ránargötu 2, Reykjavík.
Erna Agnarsdóttir,
Hraunbæ 70, Reykjavík.
Ökumenn!
Minnumst þess að
aðstaða barna í
umferðinni er allt önnur
en fullorðinna!
||UMFERÐAR
Bára Þ. Jónsdóttir
Bára Þorbjörg Jónsdóttir húsmóðir,
Ægisgötu 11, Stykkishólmi, varð
fimmtugígær.
Starfsferill
Bára ólst upp hjá fósturforeldmm
sínum, Önnu Margréti Jónsdóttur
og Bimi Jónatanssyni, í Stykkis-
hólmi. Hún vann við verslunarstörf
á yngri árum og fékkst einnig við
ýmiss konar félags- og tómstunda-
störf. Bára er einn af frumkvöðlum
ferðamannaþjónustu og keramik-
vinnslu í Stykkishólmi. Hún starfar
nú í eldhúsi sjúkrahúss St. Frans-
iskussystra í Stykkishólmi.
Fjölskylda
Bára giftist 7.7.1963 Einari Bjarna
Bjarnasyni, f. 16.7.1938, vélstjóra.
Foreldrar hans: Bjami Einarsson
og Skúlína Friðbjömsdóttir.
Böm Bám og Einars Bjarna:
Amdís Helga, f. 13.11.1960, hún er
búsett í Stykkishólmi og á tvö böm;
Bjami Einar, f. 23.10.1962, sambýlis-
kona hans er Eydís Garðarsdóttir,
þau eru búsett á Akureyri og eiga
einn son; Björn Anton, f. 30.1.1964,
kvæntur Gróu Dal, þau em búsett
í Stykkishólmi og eiga þrjú böm;
Heimir Skúli, f. 5.10.1966, sambýlis-
kona hans er Santía Siguijóns, þau
em búsett í Reykjavík og eiga þrjú
böm; AnnaMargrét, f. 10.7.1979,
nemi í Stykkishólmi.
Systkini Bám: Hrefna, hún er bú-
sett í Reykjavík; Helga, hún er bú-
sett í Reykjavík; Sverrir, látinn.
Hálfbróðir Báru, sammæðra,
Sveinn Magnússon, hann er búsett-
uríReykjavík.
Foreldrar Bám: Jón Þorbergur
Jóhannesson, f. 1917, fyrrverandi
leigubílstjóri, og Ragna Sigurgísla-
dóttir, f. 1919, d. 1977, húsmóðir.
Ætt
Jón Þorbergur er sonur Jóhannes-
ar Jónssonar frá Huppahlíð í Mið-
firði og Soffiu Jónsdóttur frá Geira-
stöðum í Sveinsstaðahreppi.
Bára Þ. Jónsdóttir.
Ragna var dóttir Sigurgísla
Guðnasonar, sem ættaður var frá
Kröggólfsstöðum, og Maríu Frið-
riksdóttur úr Reykjavík.
Haldiö verður upp á afmæli Báru
í Safnaðarheimili Kópavogs nk.
laugardag, 25. september, kl. 17.