Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 Kvikmyndir Hér er leikstjórinn aö vinnu. Peter Greenaway í essinu sínu Þótt ekki sé búið að sýna síðustu mynd Peter Greenaway, Prospero’s Book, hér á landi þá er hann búinn að senda frá sér nýja mynd sem ber heitið The Baby of Macon. Hún er eins og flestar myndir hans tengd trú, úr- kynjun og dauða sem virðist vera orð- inn hans stíll, eins og sást best í The Cook, the Thief, His Wife & Her Lo- ver. Myndin er látin gerast árið 1650 og er uppbyggð sem leikrit í þremur þáttum. Við erum stödd í sveitahéraði þar sem samfélagið hefur þjáðst af ófrjósemi. Ástæðan er talin vera refs- ing guðs því sveitungamir hafa látið dómkirkjuna í Macon fara í niðurn- íðslu vegna áhugaleysis á trúmálum. Efnisþráðurinn er sérkennilegur eins og oftast áður hjá Greenaway. Eftir lesinn formála fá áhorfendur að fylgjast með þegar fullorðin kona, komin vel yfir barneignaraldur, fæðir ungan svein. Syninum er komið fyrir hjá 18 ára gamalli systur sinni, sem heldur því fram að hér hafi átt sér stað kraftaverk og ákveður að gera sér fé úr þessu með því að leyfa ófijóum konum að snerta bamið gegn gjaldi í von um lækningu. Og svo má ekki gleyma að blessun barnsins fylgir í kaupbæti. Dularfullur dauðdagi En hlutimir ganga ekki eftir áætlun. í veislu, sem slegið er upp til að fagna fæðingu barnsins, mætir bæði biskup- inn og sonur hans. Unga stúlkan reyn- ir að tæla biskupssoninn til lags við sig en þegar þau em að ná saman birt- ist ungbarnið og sérkennileg röð at- vika leiðir til þess að biskupssonurinn lætur lífið. Biskupinn er ekki lengi að úrskurða að unga stúlkan sé ófær um að ala barnið upp og tekur það undir Umsjón Baldur Hjaltason verndarvæng kirkjunnar. Hins vegar heldur kirkjan áfram að hafa barnið að féþúfu fyrir sig. Þriðji þáttur fjallar um hefnd ungu stúikunnar sem ákveður að kæfa bamið. Hún telur sig geta komist upp með það á þeirri forsendu að það séu við lýði lög sem banni að lífláta hreina mey, sem hún er. En eftir að glæpur- inn uppgötvast er farið með hana í varðstöð þar sem hermenn nauðga henni. Á þessum stað í myndinni slít- ur Peter Greenaway böndin milli leik- ritsins og raunveruleikans, því her- mennirnir í leikritinu eru látnir lifa sig svo inn í atbuðarásina að þeir nauðga leikkonunni sem leikur hlut- verk ungu stúlkunnar. Myndin endar á því að barnið er jarðað á þann máta sem Peter Greenaway væri einum trú- ■ andi til að festa á filmu. Misjafnir dómar Myndin hefur hlotið afskaplega mis- munandi dóma. Flestum finnst þó að Peter Greenaway skjóti orðið yfir markið og sé farinn út fyrir mörk vel- sæmis í myndum sínum. Myndin er hins vegar pökkuð inn í fallega um- gjörð af hönnuði The Baby Macon, -sem dregur úr hryllingnum í verstu atriðunum. En aðdáendur Peters Gre- enaway eru vanir ýmsu. Hann hefur verið kallaður öfuguggi yfir í að færa „stórkostlegt framlag til kvikmynda- sögunnar", eins og einn gagnrýnandi bresks blað komst að orði. Það má heldur ekki gleyma að Peter Gre- enaway hefur gaman af að hneyksla og ganga fram af fólki. Hann er út- skrifaður úr listaskóla og var farinn að sýna verk sín áður en hann gerði sína fyrstu kvikmynd 1966, sem bar heitið Train and Tree. Fram til 1980 gerði Greenaway íjölda stuttra mynda ásamt því að myndskreyta bækur og skrifa sögur til að framfleyta sér. Það var hins vegar þriggja tíma mynd, The Falls, sem varð þess vald- andi að Greenaway fékk hin eftirsóttu verðlaun Bresku kvikmyndastofnun- arinnar, sem festu hann í sessi endan- lega sem leikstjóra. Af helstu myndum hans, sem ekki hafa verið talda upp áður, eru The Draughtman’s Daug- hter, Drowning by Number og Belly of an Architect. Þess má einnig geta til gamans að Greenaway heldur áfram aö mála og er aö ljúka við skáld- sögu. The Baby of Macon mun án efa verða vinsæl á kvikmyndahátíðum og meðal aðdáenda Peters Greenaway en efni myndarinnar og meðferð leik- stjórans á því gerir hana aldrei vin- sæla. Heimildir: Variety, Sight & Sound, Emp- ire. Atrlði úr The Baby of Macon. Þessa dagana er aö heíjast gerö kvikmyndarinnar lnter- view with a Vampire. Þetta er ef til vill ekki í frásögur færandi ef aðalhlutverkið væri ekki í höndum Tom Cruise, sem hefur verið að gera það gott að und- anfórnu í myndinni The Firm. Nú eru um 17 ár síðan Anne Rice skrifaði samnefnda bók og á ýmsu hefur gengið áður en Tom Cruise tók að sér hiutverk blóðsugunnar Lestat. Sam- kvæmt íslensku alfræðioröa- bókinni þá telst blóðsuga eða vampíra vera „draugur í mannsmynd, sem yfirgefur gröf sína um nætur til aö sjúga blóð úr mönnum, oftast af gagn- stæðu kyni; þekkist m.a. á stór- um beittum augntönnum, rauð- um vörum og samvöxnum augabrúnum". Þaö má því meö sanni segja að Tom Cruise hafi valiö sér í Interview wifii the Vampire eins ólíkt Mutverk og hægt var samanborið viö lög- fræðinginn Mitch McDeere í The Firm. Það er einnig athygl- isvert aö sjá aöra stórraynd um blóðsugur því fyrir nokkru var sýnd myndin Dracula, sem Francis Ford Coppola leik- stýrði. Kannski verða það blóö- sugur sein taka viö af risaeðlum á nassta ári. Góður leikstjóri En það var ekki ást Tom Cru- ise á blóðsugura sem fékk hann til aö taka þetta hlutverk að sér heldur aðdáun hans á leikstjóra jnyndarinnar, Neil Jordan. Hann sló svo sannarlega í gegn bæði í Evrópu og vestanhafs með hinni snilidarlegu mynd sinní The Crying Game. Af öðr- ura eftirminnilegum myndum Jordáns má nefna The Comp- any of Wolves (1985), sem QaU- aði um voveiflega atburði sem gerðusl í þorpi í Bretlandi, og svo Mona Lisa (1986), sem gerð- ist í undirheimum Lundúna- borgar. Þegar Paramount kvik- my ndaverið keypti kvikmynda- réttinn að bók Anne Rich fyrir 17 árum var reynt að fá John Travolta í hlutverk Lestat. Síð- an gekk rétturinn á milli kvik- myndavera og fjöldi handrita- höfunda kom við sögu, meðal annars Michael Christopher, sem skrifaði handritið að Bon- fire of the Vanities. Hjólin fara að snúast En það var þó ekki fyrr en Neil Jordan kom til sögunnar að hjólin fóru aö snúast. Hann talaði viö marga leikara, eins og Mel Gibson og Richard Gere, en enginn lagöi í hlutverk blóð- sugunnar. Þaö var ekki fyrr en Daniel Day-Lewis gafst líka upp fyrir nokkrum mánuðum aö Tom Cruise kom til sögunnar og gengið var frá samningum. Hann fær góöa leikara með sér því Brad Pitt mun leika blóö- suguna Louis. ■ Fyrir utan þær 15 milijónir dollara sem Tom Cruise fær fyrir leik sinn þá tekur hann óneítanlega nokkra áhættu. Hann hefur yfirleitt leikið barnslegan, hreim'æktaðan Bandaríkjamann, sem alltaf hefur rétt fyrir sér og kemst upp meö það. Þetta eru myndir eins og The Firm, A Few Good Men og Top Gun. Það er þvi spurn- ing hvernig áhorfendum líður þegar Tom læsir tönnunum í félaga sinn aðeins tiu mínútum eftir að myndin hefst. Og þar að auki er félagi hans karlkyns. En hins vegar gæti hann upp- skorið töluvert og sýnt fram á hve flölhæfur leikari hann er ef vel tekst til. Heimíldir: Empire, Moving. l*ict- ures, Vnriety.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.