Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993
23'
Einstæður árangur bandaríska lýtalæknisins Ians Jackson:
Breytti syninum í mann
Nú vikunra lauk bandaríski lýta-
læknirinn Ian Jackson við verkefni
síðustu 16 ára. Hann hóf áriö 1977
að breyta afskræmdum syni sínum,
David, í mann og hefur nú náð þeim
árangri að ekki verður bætt mikið
úr héðan af.
David fæddist árið 1974 og var
óvenjumikö vanskapaður. Hann þjá-
ist af svokölluðum helfer-sjúkdómi.
Andlitið var allt afmyndað, önnur
höndin fost við ennið og hakan við
bringuna. Venjulega lifa svo van-
sköpuð börn ekki lengi en Ian hóf
þegar undirbúnig við að bjarga lífi
sonarins.
Fyrsta aðgerðin var þó ekki gerð
fyrr en David var þriggja ára. Faðir-
inn vann verkiö í áfongum. Losaði
fyrst höndina og hökuna og tók svo
til við að laga andlitið. Eftir sex ár
ogfjölda skurðaðgerða var Davið far-
inn að taka á sig mennskt sköpulag.
Hann leit þó út eins og illa farinn
boxari en gat orðið lifað eðlilegu lífi.
Ian, faðir hans, er sérfræðingur í
aðgerðum vegna fæðingargalla.
Hann hefur ótal sinnum lagað skarð
í vör og holan góm. Hann sagði nú í
vikunni við þýska vikuritið Der Spi-
egel að ekkert verkefni hefði reynt
ámóta á hann og að bjarga syni sín-
um frá ævilögnum þjáningum. Yfir-
leitt væru fæðingargallar mun ein-
faldari viðfangs.
Ian sagðist einnig hafa átt í erfiðri
glímu við eigin hug. „Það liggur fyrir
okkur öllum að deyja. Því er spurn-
ing hvort það er réttlætanlegt að
leggja miklar þjáningar á einn mann
áður en dauðastundin rennur óhjá-
kvæmilega upp, sérstaklega ef óvist
er með árangurinn," sagði Ian.
Erflðasti vandinn var að finna
deyfilyf sem hefði enn áhrif eftir sí-
endurteknar aðgerðir. Það fann Ian
loks í Perú. Indíánar þar þekktu
sterkasta deyfilyfið og það notaði Ian
við þær seinustu af 80 skurðaðgerð-
um. -GK
Drengurinn fæddist illa vanskapaður
vegna helfer-sjúkdómsins.
Fyrst var hægri höndin losuð frá
enninu.
Margar aðgerðir þurfti til að laga
andlitið.
lan og David Jackson eftir síðustu aðgerðina nú i vikunni.
Nefið var mjög erfitt viðfangs en þó Eftir sex ár var komin mannsmynd
tókst að laga það lika. á David en þó margar aðgerðir eftir.
TÆKNI
fÆÆSÆÆÆÆÆÆfÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆSÆÆÆSÆ*
AUKABLAÐ UM
TÖLVUR
Miðvikudaginn 13. október mun aukablað um tölvur fylgja DV.
Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið en í því verður fjallað um
flest það er viðkemur tölvum og tölvunotkun.
í blaðinu verða upplýsingar um bæði hugbúnað og vélbúnað,
þróun og markaðsmál. Má hér nefna greinar um viðskipta-
hugbúnað, þróun hugbúnaðar í sjávarútvegi ásamt
smáfréttunum vinsælu.
Kynnt verður „PH0T0 SHOP" myndasamkeppni.
Þeim sem vilja koma á framfæri nýjungum og efni í blaðið
er bent á að senda upplýsingar til ritstjórnar DV,
Björns J. Björnssonar, fyrir 5. október.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu auka-
blaði, vinsamlega hafi samband við Svanhvíti Valgeirsdóttur,
auglýsingadeild DV, hið fyrsta I síma 63 27 23.
Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er
fimmtudagurinn 7. október.
Þverholti 11 -105 Reykjavík - Sími 91 -632700 - Símbréf 91 -632727
Áttatíu
aðgerðirá
sextánárum
David Jackson þurfti að ganga í
gegnum áttatíu skurðaðgerðir á sext-
án árum. Ian, faðir hans, telur að
ekki þurfi fleiri aðgerðir úr þessu.
David er nú orðinn 18 ára gamall,
fæddur 26. desember árið 1974.
Hann er við góða heilsu þrátt fyrir
erfitt líf fram til þessa. Fjölskylda
Davids stóð öll saman um að gera
lífið bærilegt og hefur að vonum
fylgst náið með framvindu mála þau
sextán ár sem hann hefur verið á og
við skurðarborðið.
Fjölskyldan hefur oft orðið fyrir
aðkasti vegna útlits sonarins. Hún
hefur komið inn á veitingastaði og
heyrt fólk við næstu borð pískra sín
á núlli um „skrímslið" eða „son
Frankensteins".
Þá hafa jafnaldrar Davids ekki allir
sýnt honum miskunn. Þegar hann
sýnir sig úti á götu er hrópað á eftir
honum og hann kallaður ýmsum
ónefnum. David hefur því tahð það
á sig leggjandi að fara ítrekað í að-
gerðir til að öðlast sama útlit og aðr-
ir. Nú sér fyrir endann á þessari
þrautagöngu.
RALLY
sunnudaqinn 3. okt.
Keppni hefst kl. 14 á brautinni
viö Krýsuvíkurveg.
Keppt verður í rallíkrossi - bílkrossi.
Á meðal keppenda í rallíkrossi verða
Birgir Vagnsson á Nissan 240RS
og Guðbergur á Porsche-inum.
Frítt fyrir
12 ára og yngri.
m
yJKLJUBÍ
'RALLY
Ickoss
KLUBBURINN