Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 Erlendbóksjá Metsölukiljur Bretland SkáldsÖgur: 1. Sue Townsend: The Queen and I. 2. John Grisham: The Firm. 3. Joanna Trollope; The Men and the Girls. 4. Donna Tartt: The Secret Hlstory. 5. Danielle Steel: Jewels. 6- Michaet Crichton: Jurassic Park. 7. Len Deighton: City of Gold. 8. John Grisham: The Pelícan Brief. 9. Robert James Waller: The Bridges of Madison County. 10. Maeue Binchy: The Copper Beech. Rit almenns eölis: 1. Jung Chang: «a- Wild Swans. 2. James Herriot: Every Living Thíng. 3. Nick Hornby: Fever Pitcb. 4. Peter de la Billiére: Storm Command. 5. Brian Keenan; An Evil Cradling. 6. Antonia Fraser: The Six Wives of Henry VIII. 7. J. Peters 8i J. Nichol: Tornado Down. 8. Míchael Caíne: What's It All aboút? 9. P.J. O'Rourke: The Road ahead. 10. Bill Bryson: The Lost Continent. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Míchael Crichton: Jurassic Park. 2. Daphne du Mauríer: Rebecca. 3. Peter Heeg: Fortællinger om natten. 4. Knut Hamsun: Sværmere. 5. Ib Michael: Vanillepigen. 6. Per Hoeg: Forestillinger om det 20. árhundrede. 7. Herbjorg Wassmo: Dínas bog. (Byggt á Politiken Sondag) Sex skáldsögur Margir eru kallaðir en fáir útvaldir til bresku Booker-verðlaunanna. Síð- ustu mánuðina hefur fimm manna dómnefnd lesið 110 tilnefndar skáld- sögur, samtals um 40 þúsund blaðsíð- ur. Úr þessum mikla bunka hefur nefndin nú vaiið sex skáldsögur í úrslitakeppnina. Fyrirfram höfðu spámenn og spek- ingar talið nánast víst að A Suitable Boy, 1349 blaðsíðna skáldsaga eftir indverskan höfund, Vikram Seth, fengi þessu eftirsóttu verðlaun í ár en hún komst ekki einu sinni í sex bóka úrvalið. Annars er listinn að mörgu leyti frekar hefðbundinn. Þar er t.d. ekki að fmna verk eftir „enskan" rithöf- und. Sá sem kemst næst því er Tibor Umsjón Doyle. Malouf. Elías Snæland Jónsson Fischer sem fæddist í Stockport árið 1959 en foreldrar hans voru ung- verskir flóttamenn. Tveir höfundanna teljast kanadísk- ir - Michael Ignatief og Carol Shi- elds, sem fæddist reyndar í Chicago í Bandaríkjunum en hefur búið í Kanada síðan 1957. Caryl Philhps er frá Vestur-Indíum, David Malouf frá Ástralíu og Roddy Doyle, sem er kunnastur þessara sex höfunda, er að sjálfsögðu íri. Ólík verk Hvemig eru svo þessar sex skáld- sögur sem berjast um Booker-verð- launin í ár og þar með um á þriðju milljón króna og stóraukna sölu? Roddy Doyle, sem er kunnastur fyrir The Commitments, fjallar í sinni sögu, Paddy Clarke Ha Ha Ha, Phillips. Fischer. um börn sem alast upp í Dublin. Söguhetjan, Paddy, er tíu ára dreng- ur sem lendir í margvíslegum uppá- komum með félögum sínum en býr líka til einkaveröld með auðugu ímyndunarafli sínu á sama tíma og samheldni fjölskyldunnar er að bresta. Remembering Babylon eftir David Malouf gerist í Ástralíu snemma á síðustu öld. Söguhetjan er ungur maður sem varð skipreika bam að aldri og hefur dvalist með frum- byggjum fjarri hvítum mönnum í sextán ár. Allt í einu kemur hann til byggða hvítra manna í Queensland og veldur þar miklu umróti. Carol Shields segir í The Stone Diaries frá ævi konu sem bíður dauð- ans á elliheimili, níræð að aldri. Saga hennar hefst árið 1905 í kanadísku þorpi. Höfundurinn birtir bréf, blaðaúrklippur, ræður og jafnvel mataruppskriftir! Scar Tissue eftir Michael Ignatieff fjallar um sjúkdóm og dauða. Sagt er frá konu sem þjáist af Alzheimer- sjúkdómi. Sonur hennar, sögumaður bókarinnar, lýsir því hvernig henni hrakar sífellt uns dauðinn nálgast. Crossing the River eftir Caryl Philhps gerist á ólíkum tímaskeiðum - allt frá miöri átjándu öld fram til okkar tíma. Meginþema sögunnar er óhkar hhðar þrælahalds. Saga Tibor Fischers, Under the Frog, gerist í Ungverjalandi á árun- um eftir síðari heimsstyrjöldina og fram að uppreisninni árið 1956. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundar og hef- ur þegar unnið til verðlauna. Sögu- hetjumar era nokkrir félagar í ríkis- reknu körfuboltafélagi. Þeir reyna að bjarga sér og njóta lífsins undir ömurlegri ráðstjórn. Þess má geta að foreldrar höfundarins voru atvinnu- menn í körfubolta í Ungverjalandi á umræddum árum. Álit veðbanka Booker-verðlaunin verða afhent 26. október næstkomandi. Breskir veðbankar hafa þegar spáð í spihn og telja mestar líkur á að Doyle hreppi verðlaunin - hkurnar séu 2 á móti 1. Næst kemur Shields (5:2), þá Malouf (7:2), Ignatieff (5:1) og Phhhps (7:1). En það er dómnefnd- in sem ræður. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: The Pelican Brief. 2. Sidney Sheldon: The Stars Shine down. 3. Dean Koontz: Dragon Tears. 4. Michael Crichton; Rising Sun. 5. John Grísham; The Firm. 6. John Grisham: A Tíme to Kill. 7. Michael Crichton: Congo. 8. Anne Rice: TheTaleofthe BodyThief. 9. Michael Crichton: Sphere. 10. Michael Crichton: Jurassic Park. 11. Jayne Ann Krentz: Hidden Talents. 12. Anne Rivers Siddons: Colony. 13. Donna Tartt: The Secret History. 14. Patricia D. Cornwell: All That Remains. 15. Diane Carey: The Great Starship Race. Rit almenns eölis: 1. Rush Limbaugh: The Way Things Ought to Be. 2. Robert Fulghum: Uh-oh. 3. Ross Perot 8< Pat Choate: Saue Your Job, Save Our 4. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 5. Maya Angelou: I Knowwhythe Caged Bird Sings. 6. Martin L. Gross: The Government Racket. 7. Gail Sheehy: The Silent Passage. 8. Peter Mayle: A Year in Provence. 9. Jean P. Sasson: Princess. 10. K. Le Gifford & J. Jerome: I Can't Believe I Said That! 11. James Herriot: Every Living Thing. 12. David McCullough: Truman. 13. Anne Rule: A Rose for Her Grave. Country. 14. Peter Mayie: Toujours Provence. 15. Troops for Truddi Chase: When Rabbit Howls. (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Ofát er ólæknandi fíkn Löngunin i góöan og mikinn mat verður óviðráðanleg ánetjist menn ofátinu einu sinni. Merarhjarta Innan fárra ára kann svo að fara að menn gangi um stoltir með merarhiarta í brjósti. Hjá bandaríska fyrirtækinu DNX er nú unnið að tilraunum með upp- eldi á dýrum til að fá úr þeim lif- færi til ígræðslu í menn. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að innan firnm ára verði þessi gamla hugmynd orðin aö veruleika. Miklir líftæknilegir örðugleikar eru á aö ílytja líffæri milli lítt skyldra dýra. Listadella Hópur sátfræðinga í New York hefur komist aö þeirri niðurstöðu að allir sannir listamenn séu snarklikkaöir. Þeir sem ekki eru bilaðir á geði eru ekki listamenn. Þeir benda á Vincent Van Gogh sem besta dæmið um þetta. Sálfræðingarnir ætla nú að bjóða upp á meðferð til að afrugla listamenn. Þeir telja meðferö sé nauðsyuleg fyrir listamenn sem vilja teljast í húsum hæfir. Venusábraut Bandaríski stærðfræðingurinn Alexander Albin vill að eldflaug- ar verði notaðar til að færa reiki- stjörauna Venus á heppilegan stað í sólkerfinu. Albin hefur áður lagt til að tunghð verði sprengt í loft upp til að laga braut jarðar. Ekki hefur orðiö úr framkvæmdum. Umsjón Gísli Kristjánsson Nýjar bandarískar rannsóknir benda til að ofát sé ekki aðeins sjúk- dómur heldur einnig ólæknandi fíkn sem í besta falli er hægt að halda niðri með ótakmörkuðum viljastyrk. Þetta eru ekki uppörfandi niður- stöður fyrir þá sem eiga í stöðugri baráttu við aukakílóin. Baráttan er nær vonlaus. Með rannsókninni tókst einnig að skýra út af hverju megrunarkúrar eru gagnslausir. Það er sálfræðiprófesorinn Ann Kelley við háskólann í Wisconsin sem á heiðurinn af rannsókninni. Hún ályktar sem svo að ofát sé ekki síður vanabindandi en eiturlyf eins og kókaín og heróín. Það geti verið jafn erfitt að vinna bug á fíkn í mat, áfengi og eiturlyf. Eins og taminn hundur Kelly segir að fíknin í mat eða eit- urlyf stafi af skilyrðingu en ekki af eitrinu eða matnum sjálfum. Þannig meðtaki heili manns, sem þjáist af ofáti, stóra skammta af mat eins og verðlaun. Það sama gerist í heila mannsins og hjá vel tömdum hundi sem þiggur sætindi að launum fyrir að gera eins og húsbóndinn segir. Skilyrðing af þessu tagi breytir starfsemi heilans á þann veg að lík- aminn er stöðugt að krefjast verð- launa og maðurinn lætur undan löngun sinni. Hann finnur ósjálfrátt til löngunar í mat þótt hann sé ekki svangur. Löngunin er sterkust við aðstæður þar sem venja er að neyta matar. Séu menn t.d. vanir að borða fyrir fram- an sjónvarpið kallar það eitt að kveikja á imbakassanum á mat jafn- vel þótt ríkuleg máltíð sé að baki. Fíkn af þessu tagi myndast vegna breytinga á starfsemi hefians. Viss atriði í sjálfstjórninni glatast og ósjálfráð viðbrögð taka ráðin af fólki. Eiturlyíjaneytandi finnur t.d. tíl fíknar löngu eftir að hann er hættur neyslu ef hann sér efnið sem hann notaði. Eins hlýðir hundur kalh fyrsta húsbónda síns jafnvel þótt þeir hafi ekki sést árum saman. Þegar um ofát er aö ræða breytist starfsemi heUans með sama hætti og hjá eiturlyfjaneytandanum. Sjálf- stjórnin verður að víkja fyrir ósjálf- ráðum viðbrögðum og matargatið helhr sér út í hömlulaust át án þess aö vUja það. Mergrunarkúrar kunna að duga skamma stund en þeir breyta ekki því sem aflaga hefur farið í heilanum. Ánetjist menn einu sinni ofátinu verða þeir háðir því aUa ævi rétt eins og alkóhólistar verða alltaf háðir áfengi þótt þeir ráði við löngunina um lengri eða skemmri tíma. Dauðans al- vara verður að dellu Eru kjameðlisfræðingar svo geislavirkir að þeir ijómi í myrkri? Eru s voleiðis menn alltaf aðkjúfaatóm? Svörin við þessum spurningum eru víst neitandi en kjameðlis- fræðingar höfðu á árunum eftir seinna stríð miklar áhyggjur af því að almenningur misskildi starf þeirra. Þess vegua var fyrsti tölvuleikurínn fundinn upp! Sermileg vantar nokkuð upp á samhengið í þessari sögu en hún er sönn samt. Árið 1958 þegar kjarnorkukapphlaup stórveld- anna var í algleymingi ákváðu bandarísk stjórnvöld að bæta ímynd vísindamanna landsins. Helsta ráöið var aö bjóða al- menningi að fylgjast með vinnu þessara dularfullu manna. Hug- myndin féll í góðan jarðveg en fólk sannfærðist þó fljótt um að kjaraeðlisfræði væri ekki sérlega spennandi á aö horfa. Það eina sem sæist væru vísmdamenn að bogra yfir tækjum. Willy Higinhotham, einum þeirra sem varrn að rannsóknun á kjamorku ýið háskólann í Chicago, hugkvæmdist þá að búa til leik sem lokkaði fólk að. Hann notaöi frumstæða tölvu til að sýna depil á breyfingu á sjónvarpsskjá. Willy tókst aö gera úr þessu leik sem líktist borð- tennis. Leikurinn vakti athygli og gestir visindamannanna áttu loks erindi á rannsóknarstofum- ar - allir vildu kynnast nýja leiknum, Með tíð og tíma varð úr þessu della sem ekki sér fyrir endann á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.