Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Blaðsíða 56
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
3.000 krónur.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993.
Hegningarhúsiö:
Tveirfang-
anna höfðu
strokið áður
Fangarnir, sem struku úr Hegning-
arhúsinu í fyrrakvöld og lögreglan í
Reykjavík handtók seinna um nótt-
ina, hafa báöir strokið áður af Litia-
Hrauni og Hegningarhúsinu við
Skólavörðustíg. Þeir sátu báðir inni
vegna skjalafals og þjófnaðar en ekki
fíkniefnasölu. Síðdegis í gær voru
þeir svo fluttir í Síðumúlafangelsið.
Sigurður Gíslason, deildarstjóri hjá
Fangelsisstofnun, segir að enn sé
ekki ljóst til hvaða ráðstafana verði
gripið í kjölfar flóttans. Yfirheyrslum
yfir mönnunum var ekki lokið í gær
og Guðmundur Gíslason, forstöðu-
maður Hegningarhússins, skilar
ekki skýrslu sinni um flóttann fyrr
en á mánudag. Þó verður ljóst að
farið verður yfir öryggisþætti fang-
elsisins þrátt fyrir að öryggisbúnað-
ur og fangavarsla hafi verið aukin
undanfarið.
Ekki náðist í Harald Johannessen
fangelsismálastjóra í gær þar sem
hann var staddur erlendis á vegum
embættisins.
Sagarblaðið með gesti
„Það er endalaust hægt að gera
—betur. Ég vil að það komi fram að ég
kenni starfsmönnum mínum ekki
um eitt eða neitt í þessu sambandi.
Þeim hefur verið uppálagt að gæta
séstaklega að öryggisþáttum í húsinu
og þeir hafa gert það en í fangelsi
eins og Hegningarhúsinu getur alltaf
eitthvað svona komið upp á,“ sagði
Guðmundur Gíslason.
Hann segir ennfremur að það sé
nokkuð víst að einhver gestur hafi
komið sagarblaðinu til fanganna.
„Eitt af því sem hefur verið rætt um
í tengslum við bætt öryggismál er að
koma fyrir auknum tækjabúnaði í
fangelsinu, þar á meðal er málmleit-
artæki svo hægt sé leita á fongum
og gestum þeirra," segir Guðmund-
ur. -pp
Fangi óf undinn
Eins þriggja
fanga, sem struku
úr Hegningarhús-
inu við Skóla-
vörðustíg í fyrra-
kvöld, var enn leit-
að þegar DV fór í
prentun í gær-
kvöldi. Hann heitir
Arnar Már Víglundsson, 22 ára, 171
sentímetra hár, grannvaxinn meö
mjög sítt ljósskolhtað hár og með
hring í nefinu. Hann var klæddur
bláum gallabuxum og ljósblárri
vinnuskyrtuerhannstrauk. -hlh
LOKI
Menn verða auðvitað að vera
á góðum launum við að
reka fólk!
Hef ur þegar fengið
■IHb w w m m xu
um milljon i biðlaun
- hefur hafl hátt í sjö hundruö þúsund á mánuði á
Samkvæmt gögnum sem DV hef- samtals 983.427 krónum. DV hefur
urundirhöndumþáðiGuömundur ekki fengið tæmandi skýringar á
Árni Stefánsson, heilbrigðisráð- þessari háu tölu. Á bæjarskrifstofu
herra og fyrrum bæjarstjóri í Hafn- Hafnarfjarðar fengust þær upplýs-
arfirði, biðlaun frá Hafnarfjarðar- ingar að viö starfslok færi fram
kaupstað í júlí, ágúst og september endanlegt uppgjör þar sem ógreitt
sem námu samtals um 970 þúsund orlof kæmi meöal arrnars til út-
krónum. Guðmundur Ámi neitaði borgunar. Óvíst er hins vegar hvort
í gær að ræða hvort hann ætlaði þetta lokauppgjör skýri meira en
að endurgreiða Hafnarfjarðar- tvöfóldun bæjarstjóralauna Guð-
kaupstað biðlaunin sem hann hef- mundar Árna sem voru um 410
ur þegar fengið greidd. þúsund krónur á mánuði.
Samkvæmt ráðningarsamningi Sé fyrsta biðlaunagreiðsla af sex
Guðmundar Árna við Hafnarfjarð- inni í þessari tölu þýðir það að
arkaupstaö átti hann að fá biðlaun Guðmundur Ámi hafði þegar þegið
í sex mánuði þegar hann hætti 2. fjórar biðlaunagreiðslur, samtals
júli síöastliðinn. um 1.200 þúsund krónur.
Eftir umfjöllun í DV og öðrum
Tæp milijón frá Hafnar- fjöltpiðlum um biðlaun Guðmund-
fjarðarbæ í júní ar Árna gaf hann út yfirlýsingu í
Íjúnímánuðieinumnámulauna- síðustu viku þar sem sagði:
greiðslur til Guðmundar Áma frá „. . .hefi ég óskað eftir því að biö-
Hafnarfjarðarkaupstað hins vegar launagreiðslur mér til handa verði
Mán.laun Mán.laun
Guðmundar bygginga-
Áma Stefánssonar verfcamanns:
666 þús. kr. 48 þús. kr.
nú felldar niður af háliú Hafnar-
fjarðarbæjar." Þetta var túikað
þannig að heilbrigðisráðherra
hefði afsalað sér biðlaununum.
Neitar að ræða málið
DV spurði Guðmund Áma í gær
hvort hann mundi endurgreiða þau
biðlaun sem hann hefur þegar
fengið. Hann sagði:
„Eg hef talað mig út um þetta
mál og vil ekki ræða það meira.“
Heildarlaunagreiðslur til Guð-
mundar Árna Stefánssonar námu
5.332.768 krónum fyrstu átta mán-
uði ársins. Þessi upphæð samsvar-
ar mánaðarlaunum upp á um 666
þúsund krónur. Það eru fjórtánföld
laun 23 ára byggingaverkamanns á
Dagsbrúnartaxta, sem fær 48.168
krónur á mánuði. Þetta eru um leið
mun hærri laun en nokkur sam-
ráðherrahanshefurþegið. -hlh
Þingstörf eru hafin á ný eftir sumarfrí og var 117. löggjafarþing fslendinga sett síðdegis i gær. Fyrst var messa
í Dómkirkjunni þar sem séra Frank M. Halldórsson predikaði en að því loknu hélt þingheimur með forseta íslands
t broddi fylkingar yfir i Alþingishúgiö þar sem Matthías Bjarnason, aldursforseti i rööum þingmanna, stjórnaði
fyrsta þingfundinum. DV-mynd GVA
Álverið:
Fékk raf lost og
brenndist illa
Alvarlegt vinnuslys varð í álverinu
í Straumsvík laust eftir hádegi í gær.
Maður fékk raflost er hann var við
vinnu og brenndist illa. Hann var
með meðvitund er hann var fluttur
á Landspítalann og að sögn lækna
er líðan mannsins eftir atvikum.
Hann verður íluttur af gjörgæslu-
deild spítalans í dag. -pp
Hraðfleygþota:
Innan við 4 tíma
fráNewYork
Flogið var á innan við fjórum
klukkustundum frá New York til
Keflavíkur á Boeing 757 þotu Flug-
leiða nú í vikunni. Flugstjóri í ferð-
inni var Harald Snæhólm.
• Hjá Flugleiðum fengust þær upp-
lýsingar að flugtíminn hefði verið 3
klst. og 59 mín. en ekki hefur verið
staðfest að um met sé að ræða. Engu
að síöur þykir þetta glæsilegur tími.
-IBS
Veðrið á sunnudag
og mánudag:
Austan-
og norð-
austanátt
Á sunnudag og mánudag verö-
ur austan- og norðaustanátt um
allt land, 6-8 vindstig norðvestan-
lands en annars 5-7 vindstig. Súld
eða slydda verður norðanlands
en þurrt syðra, hiti 1-8 stig, kald-
ast norðvestanlands.
Veðrið í dag er á bls. 61