Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 13 Merming Sambíóin-Flóttamadurinn: ★★★ Læknir gegn ofurefli Flóttamaðurinn, með David heitn- um Janssen í aðalhlutverki, er án efa einhver vinsælasti mynda- flokkurinn sem íslenska sjónvarp- ið hefur sýnt fyrr og síðar. Sjálfsagt er svipaða sögu að segja frá öðrum löndum. Aðdáendur Kimbles lækn- ir hljóta því að fagna mjög að menn vestur í Ameríku hafa nú dustað af honum rykið og gert heila bíó- mynd um þessa miklu hvxmnda- gshetju. Eins og í sjónvarpsþáttunum er Richard Kimble í upphafi ákærður og síðan dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt Helenu eiginkonu sína á hinn hrottalegasta hátt. Hann veit þó að hann er saklaus og að hinn seki er einhentur maður sem hann veit ekki frekari deili á. Harrison Ford í vanda staddur i Flóttamanninum. Á leið í fangelsið verða samfang- ar Kimbles þess valdandi að rútan, sem flytur þá í ríkisfangelsið, velt- ur og lendir á járnbrautarteinum skömmu áður en lest kemur aðvíf- andi. Kimble læknir sleppur og Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson upphefst þar með flótti hans og til- raunir til að sanna sakleysi sitt. Alríkislögregluforinginn Samuel Gerard fær það hlutverk að elta flóttamanninn uppi og handsama hann. Og ekki gefst hann upp þótt Kimble snúi hvað eftir annað á hann og gangi honum úr greipum. Að sjálfsögðu tekst Kimble að hreinsa mannorð sitt og finna ein- henta manninn sem enginn nema hann trúði að væri til. Um leið flett- ir hann ofan af heljarinnar miklu samsæri sem hér skal ósagt látið hvert er. Richard Kimble er enginn venju- legur læknir í mynd þessari, heldur virtur og dáöur æðaskurðlæknir. Hann er heldur enginn venjulegur maður þegar á reynir, heldur hug- prúður og fífldjarfur riddari sem vílar ekki fyrir sér að beriast nán- ast einn og óstuddur gegn ofurefl- inu, eins og allar alminlegar hetj- ur.'til þess að sannleikurinn fái að koma í ljós. Andrew Davis leikstjóri er ekki óvanur hasarmyndagerð eins og hann sýnir okkur hér. Hann keyrir atburðarásina og leikarana mis- kunnarlaust áfram nánast alla myndina út í gegn og tekst yfirleitt bara allvel upp. Tveir framúrskarandi leikarar fara hér með aðalhlutverkin, þeir Harrison Ford í hlutverki læknis- ins góða og Tommy Lee Jones í hlutverki löggunnar einörðu. Hvor tveggja skilar sínu verki eins vel og hægt er, en óneitanlega saknar maður þess að þeir hafi haft úr meiru að moða, að ekki skuli hafa verið meira kjöt á beinum þessara burðarása. En það verður ekki á allt kosið og þegar allt kemur til alls ættu aðdáendur Kimbles o'g Harrisons Ford ekki að verða fyrir vonbrigð- um. Myndin er jú ákaflega spenn- andi og skemmtileg að horfa á. Flóttamaðurinn (The Fugitive). Kvikmyndataka: Michael Chapman. Handrit: Jeb Stuart og David Twohy. Leikstjóri: Andrew Davis. Leikendur: Harrison Ford, Tommy Lee Jones, Sela Ward, Joe Pantoliano, Andreas Katsulas, Jeroen Krabbe, Daniel Roebuck. Viltu góða *bg Islqemmtilega tónlist, stuð, dans, örlíftið rokk ö'g*»góðaa Jíling? ‘Bf svo er þá ^JÉaltu f ara út í næstu pTötúibúq^ og fá geislalötuna eða kassettun^AL@JÖRTx^ MÖST^. Því það er algjört iipút.jag; 4>ú verður ekki fyrir vonbrigðum, JTddbKobil^^BS Sól, ^ eúltu^e Beat, Leila JK., .Terence Trent D1 arby , *Söul AsyJ-um, £ Un3»imíted, Suede, French Connecjtlon, Cáptain Hollywood,\ Manic Stree€ Preaqjiers, Freedom Williams / IVIUSI ENGIN SKULDBINDING, BARA ÞJÓNUSTA OG BÓNUSVERÐ. LÁTTU SKRÁ ÞIG STRAX íSÍMA (91) -11620 • (91)-2 83 19 OG (91)-67 90 15 eða næst þegar verslað er í verslunum okkar. AUSTURSTRÆTI22 s:2 8319 / S ÁLFABAKK114. (Mjódd) s: 7 4848^ * BORGARKRINGLAN s: 67 90 15 "RETKJÁ VÍKURVEGUR 64 (þánagij.) s: 65 14 25 PÓSTKRQFUSÍMÍRN ERS1-116 2tf" v f! Í'W j n mobile & . sssól ps. ALGJÖRT MÖST er fáanleg bæði á geislaplötu og kassettu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.