Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993
25
Sumarmyndakeppni DV og Kodak:
Þessar eru bestar
Það var mikið verk og vandasamt
sem beið dómnefndar í sumar-
myndakeppni DV og Kodak þegar
hún kom saman fyrr í vikunni til að
velja verðlaunamyndir keppninnar.
Þátttaka í keppninni var feiknagóð
að þessu sinni og bárust þúsundir
skemmtilegra mynda sem teknar
höfðu verið hér heima eða erlendis
við ýmis tækifæri. Nú hefur valið
fariö fram og komið í ljós hveijir
hinir heppnu eru.
Vinningshafar
Fyrstu verðlaun hlýtur Erling Ó.
Aðalsteinsspn, Blómvallagötu lOa,
Reykjavík. í hans hlut kemur mjög
fulikomin ljósmyndavél af gerðinni
Canon EOSIOO, að verðmæti 69.900
krónur.
Þrenn verðlaun eru veitt fyrir sum-
armyndir teknar innanlands. Þau
hljóta: Ketill Magnússon, Melbæ 16,
Reykjavík, Júlía Bergmannsdóttir,
Ulugagötu 15, Vestmannaeyjum, og
Lilja Dóra Harðardóttir, Birkigrund
4, Kópavogi. Þessir þrír verðlauna-
hafar hljóta ferðaverðlaun í áætlun-
arflugi Flugleiða innanlands.
Fyrir sumarmyndir teknar erlend-
is eru veitt þrenn verðlaun í áætlun-
arflugi Flugleiða til útlanda. Vinn-
ingshafar eru: Ingibjörg Hannesdótt-
ir, Fannafold 137a, Reykjavík, Sigríð-
ur Árnadóttir, Skarðshlíð 32e, Akur-
eyri og Kristín List Malmberg, Álf-
holti 2c, Hafnarfirði.
Aukaverðlaun
Loks var ákveðið að veita fem
aukaverðlaun í stað unghngaverð-
launa, sem fyrirhugað hafði verið að
veita, þar sem þátttákendur í þeim
flokki höfðu ekki merkt myndir sínar
sérstaklega og því ógerlegt að þekkja
þær úr. En aukaverðlaunin hlutu:
Sigrún Harðardóttir, Réttarholtsvegi
81, Svava Guðmundsdóttir, Flúðaseli
16, Reykjavík, og Leifur Magnússon,
Barónsstíg 80, Reykjavík. Þau fá
hvert sína Prima 5 ljósmyndavélina.
Allir verðlaunahafarnir, sem að
ofan eru nefndir, era beðnir að mæta
á ritstjóm DV, Þverholti 11, Reykja-
vík, klukkan 11.00 á þriðjudagsmorg-
uninn næstkomandi, 5. október, og
veita verðlaunum sínum viðtöku.
Þess skal að lokum getiö að dóm-
nefndina, sem valdi verðlaunamynd-
irnar, skipuðu Gunnar V. Andrésson
og Brynjar Gauti Sveinsson, ljós-
myndarar á DV, og Gunnar Finn-
bjömsson frá Kodak-umboðinu.
Aukaverðlaunamyndin „Fjarri
amstri hversdagsins" var tekin af
Svövu Guðmundsdóttur, Flúðaseli
16, Reykjavík.
„Sjálfsmyndataka" nefnist þessi
mynd sem Leifur Magnússon sendi
inn og hreppti aukaverðlaun fyrir.
. ÉSis
■ '■■'>8§f
Þetta er hún, myndin sem hlaut 1. verðlaun í sumarmyndakeppni DV og Kodak í ár. Hún ber nafn með rentu því hún heitir einfaldlega „Sigurvegarar'
og sendandinn heppni, sem hreppir fullkomna Canon EOS100 Ijósmyndavél, er Erling Ó. Aðalsteinsson, Blómvallagötu 10a, Reykjavík.
Þess mynd, sem einnig fékk auka-
verðlaun, var send inn af Sigrúnu
Harðardóttur, Réttarholtsvegi 81,
Reykjavik.
„íslensk-egypsk fegurð" nefndist
þessi verðlaunamynd, tekin erlend-
is. Hana sendi Ingibjörg Hannesdótt-
ir, Fannafold 137a, Reykjavík.
Verðlaunamynd í flokki sumarmynda innanlands.
Sendandi þessarar skemmtilegu myndar er Ketill
Magnússon, Melbæ 16, Reykjavík.
„Sundgleði" vann einnig til verðlauna i flokki sumar-
mynda innanlands. Sendandi er Júlía.Bergmannsdótt-
ir, lllugagötu 15, Vestmannaeyjum.
„Amma indíáni" var þriðja verðlaunamyndin tekin inn-
anlands. Hana sendi Lilja Dóra Harðardóttir, Birkigrund
4, Kópavogi.
Myndin af Juliam og Týru er tekin í Danmörku af Sig-
ríði Árnadóttur, Skarðshlíð 32e, Akureyri.
Þessi verðlaunamynd er tekin í Finnlandi af Kristinu List Malmberg, Álfholti 2c, Hafnarfirði.