Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 Ungur f slendingur lýsir ævintýralega lífi í New York í nýrri bók: Meðal dópista, vændiskvenna, þjófa og betlara - Kristinn Jó|i Guðmundsson hefur kynnst undirheimum stórborgarinnar New York! New York! heitir nýút- komin bók eftir Stefán Jón Hafstein og Kristin Jón Guðmundsson og verður hún hók mánaðarins í októb- er. Bókin lýsir lífshlaupi Kristins Jóns í stórborginni en þar hefur hann lifað ævintýralegu lífi. Stefán Jón kynntist Kristni fyrir algjöra til- viljun er hann var á gangi í New York. Eftir að hafa heyrt um lífs- reynslu þessa unga manns bað hann Kristin að skrifa hjá sér annál og senda sér. Eftir að hafa lesið annál- inn gat Stefán Jón ekki setið heima heldur fór utan til að sjá allt það skrautlega hð sem Kristinn segir frá og fyllir síðan upp í eyðurnar í bók- inni. Kristinn Jón hefur kynnst ails kyns fólki og verið í sambandi við þjófa, dópista, betlara, snillinga, spá- menn, krakkmellur, guðsböm og geðsjúklinga. Hann lifir og hrærist í skuggahverfum stórborgarinnar án þess að glata nokkru sinni góð- mennsku sinni, grandvarleik og greiðvikni við alla þá sem eiga hágt. I hókinni segir frá konunum í lífi hans: Maríu Pagam, norninni Miss Curry, næturdrottningunni í Har- lem, Dionne - að ógleymdri eiginkon- unni skelfilegu sem dregur heilan trúflokk með sér inn í líf Kristins Jóns. Helgarblaðið fékk leyfi til að birta sýnishorn úr bókinni og skal þess getið að tekið er úr nokkmm köflum. Við byrjun þar sem Kristinn segir frá því þegar hann starfaði við að dreifa auglýsingamiðum eða flugritum eins og hann nefnir það. „Miss Curry er það sem nefnt er yfirþyrmandi persónuleiki sem aðeins helgum mönnum er gefið að umbera.“ Ef þú ert ifandi komist umhverfis Hnattferð er á meðal fjölmargra frábœrra sumarvinn- inga í Askriftarferða- zetraun DV ozFluzleiða. peir eimrgeta an pessu sérstaka heimsláni að fagna sem er áskrifendur aðDV. Það borgar sig að vera áskrifandi að DV. FLUGLEIÐIR jörðina: Marglithjörð á götunni „Ég hóf dreifingu á flugrita H.S. Herrafata sem viðvaningur en var á endanum orðinn innistæða aö mati Izzy Grahers, þess skemmtilega fé- gráðuga sölumanns. Þetta var nötur- legt starf á stundum og köldustu vindamir blésu frá business mönn- unum sem meining var að tækju frá mér þessar vonlausu auglýsingar. En þetta návígi við uppana allar stundir brenndi New York inn í huga minn sem fjármálaborg, sem hún auðvitað fyrst og fremst er. Hvemig gátu menn kallað þetta mest spenn- andi stað á jarðríki - listaborg ver- aldar? Hvað sá John Lennon eigin- lega við þennan stað? Ævintýrið var orðið hversdagslegt. Ég sá fljótt að við flugritadreifarar vomm marglit hjörð. Við áttum sam- eiginleg dapurleg örlög litla manns- ins í þjóðfélaginu. Við vorum öll á niðurleið frá þeim tindi sem við höfð- um náð og sum ekki of „normal". Minnisstæður er mér fyrrum út- varps- og sjónvarpsfréttamaðurinn Paul sem gat varla hörundsdökkan mann séð án þess að skora á hólm. Og við vorum fleiri tapararnir (los- ers) í bransanum. í upphafi ferils míns var þama Judy nokkur Granger sem kvaðst vera fræg kvikmyndastjarna í Danmörku. En dönsk kvikmynda- frægð dugði lítið í New York kraðak- inu hvar margir misskildu stöðu hennar á torgum og gatnamótum. Hér verður einnig að nefna þá áhrifamestu í þessum hópi - drottn- ingu flugritadreifara, Miss Curry, sumpart elskuleg roskin kona, sum- part nom. Var það hún sem með linnulausum áhuga og elju nær yflr- tók líf mitt síðla árs 1987.“ Kvænistfyrir græna kortið Næst grípum við niður í frásögnina þegar Kristinn leitar sér að kvonfangi með hjálp Miss Curry en giftingin átti að vera á praktískum nótum. „Jú, ég gifti mig, 16 dögum eftir að hafa hitt brúðarefnið, og það var ekki ást við fyrstu sýn heldur frei- staði það mín að geta sagt frá þessu síðar eins og litlum djók. Hún bað mín í annað skiptið sem við töluð- umst við. Mér þótti það gott söguefni en í framkvæmd var þetta öllu dap- urlegra. Þess skal þó getið að prak- tísk markmið vora til staðar, eins og græna kortið bölvaða og svo hefndin gagnvart Maríu Paga.“ Kristinn lýsir brúðkaupinu sínu ítarlega þar sem saman var kominn heill hópur af skyldmennum í „biðsal hjónabandsins, húsakynnum svip- uðum þeim sem tíðkuðust í félags- heimilum í mínu gamla landi“. Og við grípum aftur niður í frásögn hans stuttu síðar. „Jú, ég var lítt þrifalegur, en það var léttvægt hjá þeirri dauðasök að vilja ekki líta við þeim hkama sem ég skv. Guði og mönnum hafði nú einkarétt á. „Enginn maður hefur ýtt mér í burtu fyrr en þú...“ volaði hún. Vol sem gat lifað lengi dags á lágu desibeli uns allt í einu hljóðkerf- ið magnaðist upp svo helst líktist neyðarópum kvenmanns undan hk- amsárás. Þá var vepjulega komið fram yflr miðnætti. „Ef þú kemur þér ekki út á stundinni, Chris, þá kaha ég á lögregluna." Ég fór hvergi. Því var svarað með öskri og ógnarlegri gráthviðu sem fjaraði ekki út fyrr en í morgunsárið. Næsta dag hitti Fern- andez nágrannastúlkuna fram á gangi, sú spurði að bragði: „Sylvana, af hverju varstu að gráta svona mik- ið í nótt?“ Slíkur vottur af kvenlegri samkennd verkaði oft eins og salt í sárin og grátviprur mynduðust hjá þeirri þjáðu. „Maðurinn þinn?“ spurði hin varfæmislega. „Yes,“ svaraði frú Guðmundsson og opnaði flóðgáttirnar alveg. Sveindómsárum lýkur En aht er fljótandi í þessari tilveru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.