Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 Spumingin Fyigistu með einhverjum íþróttum? Anna Davíðsdóttir: Nei ég er leti- haugur að upplagi. Jóhanna Hjartardóttir: Mjög lítið. Þórdís Friðfinnsdóttir: Já, aðallega körfubolta. Arnar Þór Bergþórsson: Já, fótbolta. Aron Már Bergþórsson: Já, fótbolta. Sigurður Guðmundsson. Já, öllu. Lesendur Hvað er til ráða gegn agaleysi? Er raunverulega annað viðhorf til þessara mála hér? Guðjón Gíslason skrifar: í ágætri grein í Morgunblaðinu eft- ir Ingibjörgu Völu Kaldalóns og Þor- stein Siglaugsson var m.a. fjallað um nýja menntastefnu, námsmarkmið og kröfur og skýrari uppeldis- markmið. Ég staldraði lengst við þau orð að margir grunnskólanemendur teldu sjálfir agaleysi og skort á mark- vissri kennslu vera alvarlegt vanda- mál í skólunum. Þar var líka minnst á þann þátt sem er mikið vandamál og háir íslenskum nemendum og síð- ar fullorðnu fólki hér - að það hefur nær enga þjálfun í að tjá sig skýrt jafnt í ræðu sem riti. Og eins og segir í greininni, er hlut- verk grunnskóla ekki aðeins að veita þekkingu og þjálfun, heldur hefur hann miklu uppeldishlutyerki að gegna. Þessu sé varasamt að líta framhjá þegar viö horfum á aukna upplausn í samfélaginu, rótleysi barna og unglinga og dvínandi virð- ingu fyrir reglum samfélagsins og almennu siðferði. En nú vil ég bæta við þessa ágætu grein frá eigin brjósti. - Eg tel þjóðfé- lag - sem lætur það óátalið að ungt fólk hafi engum skyldum að gegna við land og þjóð - vera lítils virði. Það er t.d. ekkert land í okkar heims- hluta sem ekki skyldar unga menn til starfa í ákveðinn tíma á ævinni. Víðast hvar eru þetta nokkrir mán- uðir en það veitir mönnum aðhald og þjálfun og býr þá undir ábyrgð. Auðvitaö verður aldrei öllum inn- rætt ábyrgð en samt sem áður koma flestir ungir menn í nágrannalönd- um okkar betri menn frá herskyldu- störfum heldur en þegar þeir hófu þau. Auk þess sem í skólum þessara landa er miklu meiri agi og betri samskiptaregla en hér tíðkast. Ég er ekki endilega aö fara fram á her- skyldu í þessu fámenna þjóðfélagi - þótt engum yrði meint af að kynnast heimavarnarstörfum í raun í nokkra mánuði. Hér mætti koma á skipu- lagðri þegnskylduvinnu, t.d. í 8-10 mánuði á einhveiju æviskeiði ungs fólks. Hér er af nógu að taka; á ekki eftir að ljúka vegakerfinu, þarf ekki að taka til hendinni við umhverfismál eða landvemd í formi uppgræðslu? Væm hér vel skipulagðar vinnubúð- ir með þjálfuðum og traustum leið- beinendum er ég viss um að þessi skylda yrði ekki þungbær nokkrum manni. Greiða mætti hæfilega vasa- peninga meðan á skyldustörfum stæði og ódýrara væri með þessum hætti að ljúka ýmsum verkefnum. - Agaleysi er óumdeilanlega vandamál íslenskra unghnga. Því veldur hins vegar ábyrgðarleysi þings og stjórn- valda að hér er ekki sama viðhorf til þessara mála og í siðuðum löndum sem við berum okkur þó saman við. Áskorun til stjómvalda: Bgi skal lengi lítils biðja Hilmar Þorbjörnsson skrifar: Eftir hveija helgi berast válegar fréttir af vaxandi ofbeldi í miðborg Reykjavíkur þar sem lesa má um svo og svo marga aðila sem fluttir hafa verið á slysadeild stórslasaðir. Ég er þeirrar skoðunar að fæstir borg- arbúa geri sér fulla grein fyrir því ófremdarástandi sem ríkir í raun og veru í miðborginni um helgar þar sem þúsundir hópast saman meira og minna drukknir. Hér hefur verið að þróast um lang- an tíma vandamál sem fyrr eða síöar verður að taka á og um það eru flest- ir sammála. Að mínu mati hefur lög- reglan tekiö skynsamlega á þessu stóra vandamáli fram að þessu og má líkja aðferðum hennar við bið- stööuaðgerðir, þar sem aðeins er tek- ið á alvarlegri tilfehum. Ofbeldið heldur samt sem áður áfram og til- fellum íjölgar þar sem ungt fólk verð- ur fyrir alvarlegum áverkum. Áverkum sem því miður leiða til varanlegra örkumla og í enn alvar- legri tilfellum til dauða. Það er augljóst að frekari aðgerða er þörf ef stöðva á þennan ófógnuð, og stjómvöld verða að taka höndum saman með lögreglu til að leysa vandann. Það er löngu vitað að það eru fáir ofbeldismenn í þessum stóra hópi sem vandræðunum valda. Þá þarf að stöðva með öllum ráðum og þá kemur til kasta stjómvalda og dómstóla. Hér má ekki bíða lengur, menn verða að sameinast í aðgerðir sem duga. Hér þurfa allir að taka höndum saman með lögreglu og stjórnvöldum og hreinsa miðborgina af þessum ófognuði. - Um þetta stóra vandamál er búið að tala allt of lengi, nú er kominn tími til aðgerða. Á að hlíta Rússum í Smugumálinu? Jónas Jónsson skrifar: í ferð sjávarútvegsráðherra til Rússlands nýlega var honum gerð grein fyrir því að við yrðum að hætta öllum veiðum í Smugunni svoköll- uðu, sem er hafsvæði utan lögsögu Rússa jafnt sem annarra. Þetta gerðu þeir ráðherra okkar ljóst á fyrsta degi heimsóknar hans, svo mikið lá Rússum á að sýna mátt sinn. Þaö má virða þeim það til vorkunnar að þeir stóðu í ströngu við að bæla nið- ur óróaöflin frá kommúnistatímabil- inu svo að ekki yrði úr algjör borg- arastyijöld. Ég tel það engu að síður óhæfu af Rússum að setja slíka hótun fram við okkur íslendinga. Ég get ekki séð að Hringið í sima millikl. 14 og 16 ~eða skrifíð Niifn <>g sírnanr. vctðnr art lylgja brílum við þurfum aö hlíta neinum reglum sem settar eru fram í Rússlandi, hvort sem þær varða sjávarútveg okkar eða annað. Leyfum við ekki löndun á flski úr rússneskum togurum sem ekki eru aufúsugestir annars staðar? Ég er sammála Kristjáni Ragnarssyni hjá LÍÚ að það sé ekki okkur til fram- dráttar að fara eftir skilaboðunum frá Moskvu í Smugumálinu. Mest er um vert að halda höfði í samskiptum okkar viö Rússa og hopa hvergi í Smugumálinu. Samkomulag um eftirlit með smáfiskaveiðum á svæðinu á að nægja. Við eigum ekki að kaupa fisk í misjöfnu ástandi úr rússneskum togurum, heldur eiga íslensku skipin að landa þeim afla hér heima sem þama veiðist. Helga skrifar: Það er ekkert grín að búa við núverandi ástand. Uppsagnir fólks víðs vegar um land i öllum greinum atvinnulífsins þýðir varla annað en það að þjóðfélagið sé nánast að velta um koll. - Hvaö verður til bjargar? Er nokkuð annað framundan en að leita ásjár undir öðrum þjóöfána og öðrum stjórnendum? Heimavamarlið gegn miðbæjar- vanda Hrefna Pétursd. hringdi: Hér er tillaga varðandi hinn ógnvæglega vanda sem þróast hefur i miðborg Reykjavikur um helgar. - Væri ekki kjörið að feð- ur þessara barna sem mest sækja í miðbæinn um helgar og feður annarra barna fæm í miðbæinn um helgar og reyndu að sporna gegn þessu ofbeldi? Á þetta mætti líta sem eins konar heimavarn- arlið. Önnur tillaga: Beita á harð- ara eftirliti við komu farþega til landsins, t.d. með því að nota hina svokölluðu hasshunda við leit hjá hverjum farþega sem kemur til landsins, Hvort tveggja eru fyrh- byggjandi og raunhæfar aðgerðir. Munalán J.S. skrifar: Menn skyldu athuga vel skil- málana á munalánum hjá fyrir- tækinu Féfangi hf. Þar gilda allt aðrir skilmálar en á venjulegum bankalánum. Sé ekki greitt af láninu á gjalddaga kemur á það 360 kr. ítrekunargjald sjö dögum síðar. Þarrn 21. sama mánaöar leggst enn 460 kr. ítrekunargjald á upphæðina. Um mánaðamót kemur enn eitt ítrekunargjaldið, 540 krónur. Þetta eru samtals 1360 krónur innan mánaðar sem fyrirtækið rukkar í innheimtu- gjöld af einu litlu láni þar sem afborgunin er innan við 10 þús. kr. Þarna gilda þvi allt aörar og miklu stífari reglur en hjá bönk- unum sem láta duga að leggja á dráttarvexti, a.m.k, íyrsta mán- uðinn. - Það er fyllsta ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér innheimtufyrirkomulag á muna- lánunum. Dýrarkerrurog barnavagnar Nanna skrifar: Mér finnst ótrúlega dýrt aö kaupa nauðsynlegustu hluti fyrir ungböm. Ég var t.d. að leita að heppilegri kerru fyrir barn mitt og sá aúglýsta eina tegund sem mér leist vel á. Hún kostaöi þó á fullu veröí talsvert yflr 20 þúsund krónur en meö svokölluðum af- slætti rúmar 18 þúsund. - Þetta nær auövitað ekki nokkurri átt. Þetta er þó ekki nema einfóld kerra úr járni og með þunnum botni og hlíf. Svona kerrur sá ég í Ameríku fyrr á áiinu og kostuðu rúma 120 dollara. Ég hefði betur keypt kerruna þá en hér er verð- lagið á bamavörum hrein óhæfa. Hvimleiðar leiðrétl- Sæmundur hringdi: Það er hvimleitt að sjá og lesa leiðréttingar í Morgunblaðinu nánast dag hvern á síöunni sem lesendur blaðsins hafa aðgang aö. Þetta eru leiöréttingar, állt frá röngum mannanöfnum til venju- legra prentvillna í texta sem að öllu jöfnu ætti að vera búið að leiðrétta af blaðamönnum og próforkalesurum - nema blaðið hafi enga prófarkaiesara. En þá eru vinnubrögð blaðamanna blaðsins heldur ekki nógu vönd- uð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.