Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglysingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, urjibrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - ^skriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Gæfulaus ríkisfjármál Til marks um alvöruleysi fiárlaga má hafa þaö, að nú er komið í tízku að skera vegagerð niður á fjárlögum um áramót og þenja hana síðan út á miðju ári, þegar ákveð- ið er að reyna að auka atvinnu í þjóðfélaginu. Aukningin á miðju ári er meiri en niðurskurðurinn um áramót. Það tekur því varla að ræða um fyrstu útgáfu fjárlaga- •frumvarps sem marktæka viðmiðun í þjóðmálaumræð- unni. Fjárlagafrumvarp er bara aðdragandi að úárlögum, sem ekki eru heldur marktæk, því að lánsfjárlög ríkisins taka við sumu af því, sem ekki rúmast á fjárlögum. Lánsúárlögin eru líka marklítil, því að síðan taka við þjóðarsáttir og aukaíjárveitingar, sem breyta áherzluat- riðum flárlaga og lánsfjárlaga og snúa þeim jafnvel við, svo sem vegagerðardæmið sýnir. Þannig verða fjárlög og lánsfjárlög ekki einu sinni stefnumarkandi. Eins og ú árlagafrumvarpið er byggt upp ætti það að fela í sér fimmtán milljarða halla. Með snyrtingum og heppilegri gleymsku er búin til lægri gervitala, sem er nokkrum krónum innan við tíu milljarða halla. Alþingi verður síðan kennt um aukinn hálla í meðfórum þess. Megineinkenni frumvarpsins er, að það endurspeglar ekki raunveruleika líðandi stundar. Það felur í sér', að ríkisstjómin treystir sé ekki í uppskurð á ríkisúármálun- um. Hún heldur bara áfram að knikka í nokkra hði, eink- um þá sem varða velferð almennings, sömu hði og í fyrra. Ríkisstjómin laskar og leggur niður þær velferðar- stofnanir, sem em ódýrastar í rekstri, og lætur flytja fólk á dýrari stofnanir annars vegar og út á gaddinn hins vegar. Ekki er hægt að sjá neina heha brú í vah ríkis- stjómarinnar milli stofnana í þessari sláturtíð. Ríkisstjómin er orðin svo iha haldin af sýndar- mennsku, að hún ætlar að kasta 64 mhljónum króna á glæ hehsukorta til að geta haldið fram, að 235 mhljón króna tekjur af 309 mhljón króna hehsukortaskatti séu í rauninni ekki skattur. Þessi blekking hefur ekki tekizt. Eyðslusemi ríkisstj ómarinnar á afmörkuðum sviðum og kæruleysi ráðherra í umgengni við biðlaun og manna- ráðningar sýna, að það er bara stundum, sem kreppan er höfð í huga. Og áfram verða mihjarðar, einn eða tveir á mánuði, látnir fjúka í veður og vind landbúnaðar. Kreppan er ekki meiri en svo, að unnt væri að varð- veita velferðarkerfi almennings, ef ríkissfjómin hefði ekki meiri áhuga á að vemda gömul hagsmunakerfi. Niðurskurður hehsu- og öldrunarstofnana er skiptimynt í samanburði við kostnað af vemduðum hagsmunum. í leiðurum þessa blaðs hefur mörgum tugum sinnum verið bent á, hvemig skera megi brott hina vernduðu hagsmuni, án þess að það valdi hagsmunaaðhum meiri þjáningu en núverandi kerfi gerir, og hafa þannig ráð á að halda áfram uppi óbreyttri velferð almennings. Fj árlagafrumvarpið er bara enn ein staðfesting á því, að ríkisstjómin telur sig ekki geta tekið neitt mark á ráðleggingum af þvi tagi og kýs heldur að ana áfram út í ófæruna. Þetta ömurlega skjal er bara enn ein staðfest- ing á því, að ríkisstjómin er ekki starfhæf. Grátlegt er, að kringum ríkisstjómina er fjölmenn hjörð hagfræðinga og annarra fræðinga, sem eiga að vita betur og gera það sumir, án þess að slíkrar hugljómunar sjái nokkum marktækan stað í fálmi ríkisstjómarinnar, svo sem kemur fram í h árlagafrumvarpi hennar. Gæfuleysið hefur frá upphafi failið að síðum ríkis- stjómarinnar. Samkvæmt úárlagafrumvarpinu verður engin breyting á því í fyrirsjáanlegri framtíð. Jónas Kristjánsson „Höfnum skrílmenningunni, sem meðal annars setur mark sitt á miðborg Reykjavíkur um helgar“, segir Valdimar m.a. i greininni. Reykjavlk, borg drukknu bamanna: Þetta á ekki að líða í sumar gisti ég í félagsheimili eftir almenna skrOsamkomu. Stað- arhaldarinn sagði mér að hann hefði ekki þorað út úr húsi meðan ósköpin gengu yfir. Enginn hafði þó slasast alvarlega. Þeir höföu tek- ið til ráðs að banna tjöld á staðnum til að hindra nauðganir. Hann hélt að kannski hefði ekki orðið nein nauðgun. Þetta var ósköp venjulegt ball. Yngri en 16 ára fengu ekki að koma inn. Þau ultu um dauðadrukkin, æpandi með barsmíðum utan dyra niður í 11-12 ára aldur. Mátti víða sjá merki þess að börnin höfðu orð- ið veik. Rúður voru brotnar. Flöskubrot voru á víð og dreif. Fá ekki leiðsögn Þetta var ekki í frásögur fær- andi. Svona er ástandið um hverja helgi í miðbæ Reykjavíkur og á samkomum unglinga um land allt. Talað er um Reykjavík sem borg drukknu barnanna eins og Rio er borg myrtu barnanna og Manilla borgin þar sem börnin eru seld í vændi. Oft heyrist aö hegðun barna og unglinga sé ekki verri nú en áöur og á slíkt tal að bera vott um víðsýni og mannvit. Smásálir hafi haft haft áhyggjur í þúsund ár af því að heimur fari versnandi. „Víðsýni" af þessu tagi er til þess eins fallin að firra menn ábyrgð. Við eigum ekki aö taka því með heimskulegu yfirlæti og ímyndaðri víðsýni að drukkin börn og ungl- ingar frá ellefu ára aldri slangri ælandi og með barsmíðum um strætin hverja helgi. Efniviðurinn í unglingunum er síst verri en hann hefur alltaf ver- ið, jafnvel betri. En það er farið illa með hann. Unglingamir okkar fá ekki þá leiðsögn eða aga sem þeir eiga skilið. Skrílsleg umgengni ís- KjaUarinn Valdimar H. Jóhannesson \ framkvæmdastjóri lendinga um vín er einn þátturinn í vandanum. Siðmenntað fólk leyflr sér ekki að umgangast áfengi með þeim hætti sem hér viðgengst. Hóf- lega drukkið vín gleður mannsins hjarta, er sagt. Skiljanlegt er að alkóhólistar drekka sér til vandræða. Á því verður að taka sérstaklega. Annað fólk, sem telur sig ekki vera alkó- hólista, hefur ekkert sér til afsök- unar ef það getur ekki umgengist vín. Þau eru fórnarlömbin Við leiðbeinum ekki börnunum okkar aðeins með boðum og bönn- um'. Við erum þeim fyrirmynd jafnt í skemmtanalífi sem í almennu at- ferli. Tillitssemi, mannasiðir og virðing fyrir öðrum lærist þeim þvi aðeins að hún sé fyrir þeim höfð. Glórulaust ofbeldi í kvikmyndum er örugglega skaðlegt og ætti ekki að líðast. Fréttir um hrottalegar barsmíðar vekja óhug og aðstoðarlögreglu- stjóri segir réttilega í sjónvarpi að það sé okkar að ákveða hvaða þjóð- félagsgerð við viljum. Hann sagðist óttast aðgerðaleysi fyrr en einhver yröi drepinn. Við þurfum ekki að bíða eftir fleiri manndrápum. Það er ekki við bömin og ungling- ana að sakast. Þau eru fórnarlömb- in. Ábyrgðin er okkar sem eigum börnin. Okkur ber að gæta barn- anna okkar og vera þeim verðug fyrirmynd. Vandinn verður því aðeins leystur að við foreldrarnir viðurkennum aö hann er til, erum almennt sammála um að ástandið sé óþolandi og líðum ekki óbreytt ástand. Höfnum skrílmenning- unni, sem meðal annars setur mark sitt á miðborg Reykjavíkur um helgar. Valdimar H. Jóhannesson „Vandinn verður því aðeins leystur að við foreldrarnir viðurkennum að hann er til, erum almennt sammála um að ástandið sé óþolandi og líðum ekki óbreytt ástand.“ Skoðanir annarra Ábyrga leiðin „Ríkisstjómin verður með öllum ráðum að leita nýrra leiða til atvinnuuppbyggingar; ekki með viða- miklum ríkisstyrkjum 1 formi atvinnutrygginga- sjóða, heldur frelsi og opnun þjóðfélagsins og öflugri samvinnu við erlendar þjóðir... Erlendar lántökur, gengisfelling og austur ríkisfjár til vonlausra fyrir- tækja í nafni atvinnuuppbyggingar. Þaö er leið tor- tímingar en ekki leið ábyrgrar ríkisstjómar." Úr forystugrein Alþ.bl. 5. okt. Skjótur dauðdagi dagblaðs „Gamli Tíminn gaf upp öndina af því að hann var flokksblað og reyndi um leið að vera alvörudag- blað. Öfugt við Alþýðublaðið, sem lifir þrátt fyrir að það sé flokksblað, af því það reynir ekki að þykjast vera alvörublað... Allur aðdragandi og tilurð hins nýja Tíma bendir hins vegar til þess að þótt Tíminn muni áfram þykjast vera alvömblað þurfi hann áfram að hugsa meira um hagsmunahópa og eigend- ur sína en lesenduma, sem hann á að þjóna. Það er uppskrift að skjótum dauðdaga." Úr forystugrein Pressunnar 30. sept. Einhugur í Mótvægi „Dagblaðið Tíminn er ekki málgagn stjómmála- flokks lengur. Það er sjálfstætt og óháð dagblað og um þaö ríkir alger einhugur í hlutafélagsstjórn Mót- vægis hf. sem gefur Tímann út. Til aö skerpa enn frekar á frelsi blaðsins frá Framsóknarflokknum hefur Steingrímur Hermannsson, formaður flokks- ins, nú sagt sig úr hlutafélagsstjórninni... Því verð- ur ekki haldið fram með haldbæram rökum að sjálf- stæði eða frelsi blaðsins skerðist þó að það kasti ekki nafni sínu.“ Úr forystugrein Tímans 5. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.