Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 Fréttir Forsvarsmenn í skattkerfinu og dansleikjahaldarar um svarta starfsemi á sveitaböllum: Hljómsveitir harðar á að svíkja undan skatti sveitaböll oft meira og minna í ólagi, segir skattrannsóknastjóri „Þetta lagast ekkert og er mein- laust kjaftæði. Það er skorið niður flatt á skattaeftirlit eins og annað þrátt fyrir yfirlýsingar allra fjár- málaráðherra sem setið hafa í minni tíð.“ Þetta sagði háttsettur aðili í skatt- kerfinu í samtali við DV aðspurður um þá stefnu sem ríkir í þeim málum sem snúa að uppgjöri vegna sveita- balla og dansleikjahaldi á lands- byggðinni. Hundruð þúsunda aldrei gefin upp Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um DV hefur það tíðkast að stór hluti tekna af dansleikjahaldi á lands- byggðinni hafi verið dreginn undan og hljómsveitir fái oftar en ekki meirihluta þess ágóða, hundruð þús- unda króna sem aldrei eru gefin upp. Einn heimildarmanna DV sagði í við- tali við blaðið í gær að forsvarsmað- ur hljómsveitar hefði neitað að halda dansleik í ákveðnu félagsheimili á Suðurlandi ef stór hluti dansleikja- haldsins yrði ekki dreginn undan. Eins og skýrt hefur verið frá í DV hefur komið í ljós að tvöfalt bókhald félagsheimilisins Njálsbúðar olli miklum titringi í hreppsstjórn. Það mál er nú á leið til skattayfirvalda í viðkomandi umdæmi enda kom á daginn að starfsfólki höfðu verið greidd svört laun og ekki var hægt að gera grein fyrir hundruð þúsunda króna tekjum af dansleikjahaldi sem ekki höfðu verið taldar fram. Oft mjög svart, segir skattrannsóknastjóri Skúli Eggert Þórðarson skattrann- sóknastóri segir að sú starfsemi sem snýr að fjármálum sveitaballa sé meira eða minna í ólagi. „Þegar menn eru með skemmtanir í einkasölum er það mjög oft mjög Fréttaljós Óttar Sveinsson svart. Einn þáttur í þessu er auðvitað sveitaböll og slíkir hlutir. Þetta er náttúrlega oft meira eða minna í ólagi. Mótshaldararnir eru iðulega ekki ákveðnir aðilar heldur laus- beisluð grasrótarsamtök. Þá er undir hæhnn lagt hvort það kemur nokkur launamiði. Ef enginn launamiði kemur á þá verktakagreiðslu sem þarna er innt af hendi er óvíst hvort þeir sem standa að þessari skemmt- un telja tekjurnar fram,“ sagði Skúh Eggert. Hvernig fara svikin fram? En hvernig hefur þessi undandrátt- ur tíðkast? Heinhldarmaður DV, sem mjög hefur komið að þessum málum, segir að til dæmis sé haldinn dans- leikur sem 600 manns sækja. For- svarsmaður hljómsveitarinnar fer þá fram á að staðarhaldari gefi að- eins upp 350 gesti á skýrslu sem af- henda á lögreglunni og síðan sýslu- manni. Svartar tekjur fyrir þá 250 sem eftir eru nema þannig 450 þús- undum króna, kosti hver miði 1.800 krónur. Þessu skipta hljómsveitin og húsið með sér. Háttsettur embættismaður hjá skattayfirvöldum sagði við DV í gær að hann kannaðist við dæmi um að gestafjöldi á dansleik hefði breyst verulega á „milli tveggja balla“ þó svo að fjöldinn á þeim hefði verið álíka mikill. „Ég býst við að þarna hafi verið eitthvað svipað á ferðinni og gengur og gerist annars staðar. Aðspurður hvort ekki borgaði sig að setja „mann á teljarann" sagði emb- ættismaðurinn: „Það kemur marg- falt til baka.“ Ríkisskattrannsóknastjóri er aö taka saman tillögur fyrir íjármála- ráðuneytið um aðgerðir gegn svartri atvinnustarfsemi. Þar eru ýmsir möguleikar tíundaðir. Þetta kemur m.a. í kjölfar svokallaðrar skatt- svikaskýrslu. „Ég er á því að á þessu verði að taka,“ sagði Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknastjóri. -Ótt Reiknistofan lokuð sem fyrr „Miðinn á að vera þar. Reynslan hefur kennt okkur það,“ sagði Gylfi Sveinsson, framkvæmdastjóri Reiknistofunnar í Hafnarfirði," sem heldur sérstaka hsta yfir fólk sem lent hefur í vanskilum við banka og aðra sem lána peninga, vöru og þjón- ustu. Töluverður íjöldi fólks hefur sem fyrr reynt að hafa samband við Reiknistofuna hf. í þeim tilgangi að koma á framfæri athugasemdum við skrána en fyrirtækið sendir út th- kynningar til þeirra sem lenda á skránni. Dyr fyrirtækisins eru hins vegar læstar þeim sem koma á staö- inn og þeim bent á að hafa samband símleiðis eða bréflega. „Þetta eru allt mál sem ahir geta kynnt sér. Það er engin launung um þessi mál. Það er enginn leyndar- stimpih á þessum málaflokki," segir Gylfi. -PP Kcik n ís{ ofa n fziMnUS tr hiCgt ni hnfa satoítutii vii ihiur i Sinut tSllvi IS/3HÍ- íitt sífakqu. ýiarhfáikií Maður kemur erindisleysu til Reiknistofunnar en dyr fyrirtækisins eru lokaðar þeim sem ætla sér að gera athuga- semdir við skrána sem það heldur yfir vanskilamenn. Þeim er bent á að hafa samband símleiðis eða bréflega. DV-mynd BG í dag mælir Dagfari Stalín er ekki hér Sú var tíðin að Vesturlönd áttu sér óvin í Kreml. Jósef Stalín var höf- uðandstæðingur frelsis og lýöræðis enda manna frægastur um heims- byggðina fyrir einræði og alræði og sveifst einskis í baráttu sinni fyrir völdunum. Stalín átti sér af- sökun. Hann var að beijast fyrir alræði öreiganna og hugsjón kom- múnismans þar sem alþýöan átti að ráða og alþýðan gat auðvitað ekki ráðið neinu nema Stahn réði öhu. Nú eru nýir tímar runnir upp í Moskvu. Gamh Stalín er löngu dauður og Borís Jeltsín tekinn við í krafti þeirra afla sem vilja engan kommúnisma og ekkert alræði ör- eiganna, heldur frelsi, framfarir og blóm í haga. Jeltsín vill lýðræði og kosningar og markaðslögmál og hann vhl nýtt siðgæöi og nýtt rétt- arfar. Jeltsín vhl sem sagt vera góður viö alla og að allir séu góðir við hann. Þetta er góöur maöur og vel látinn. í þinginu í Moskvu hafa menn verið aö ræða frelsið og markaðinn og póhtíkina í ágætu bróðemi en ekki er því að neita aö margir hafa þar staðið upp í pontu th að lýsa skoðunum sínum og athugasemd- um á ýmsu því sem Jeltsín hefur sagt og gert. Þessar umræður hafa dregið mál á langinn og verið til trafala fyrir góða dátann Sveik, sem vih hraða framforunum og frelsinu, svo sem kostur er. Þess vegna greip Jeltsín th þess ráðs um daginn að senda þingið heim og boða th nýrra kosninga. Þá gerist það í miðju lýöræðinu í Rússlandi að gömlu kommarnir rísa aftur upp frá dauðum og segj- ast ekki vhja kosningar og mót- mæla því að þingið sé sett af og neituðu raunar að fara heim th sín. Nú voru góð ráð dýr fyrir Borís Jeltsín, sem vill frelsinu vel og vill þess vegna kosningar til að velja nýtt þjng sem skhur að frelsið er ekki fólgið í því að vera með múður gegn forsetanum, heldur að sam- þykkja það sem forsetinn segir. Vestrænir stjómmálaforingjar studdu Jeltsín þegar hann sendi þingið heim, vegna þess að Jeltsín er maður lýðræöisins. Næst neydd- ist Jeltsín til að siga hernum á þing- húsið og svæla þingmennina út í nafni lýðræðisins. Vestrænir leiö- togar lýstu eindregnum stuðningi við þær aðgerðir enda ekki í anda lýðræðisins að þing sitji sem búið er að reka heim. Andóf gömlu kommúnistanna hefur nú verið brotið á bak aftur. Forsprakkarnir eru komnir á bak við lás og slá og verða sennhega dæmdir th dauða fyrir landráð. Fjölmiðlar eru bannaðir sem og flokkar sem eru forsetanum and- vígir. Þessa dagana er Jeltsín önn- um kafinn við að herða valdatök sín og sparka þeim úr embættum og frá áhrifum sem eru á móti hon- um og lýðræðinu. Allir sem eru með mótþróa fá að finna fyrir því að vera með mótþróa, vegna þess að lýðræðið í Rússlandi leyfir það ekki að menn séu með aðrar skoð- anir en þeir sem vhja koma lýðræð- inu á. Aht er þetta í anda lýðræðisins og vestrænir stjórnmálaforingjar keppast við að lýsa stuðningi við aðgerðir Jeltsíns, vegna þess að andstæðingar hans tefla fyrir fram- gangi frelsisins. Nú er tahð hklegast að Jeltsín geti boðið einn fram í næstu kosn- ingum, sem auðveldar vonandi framgang lýðræðisins í Rússlandi. Ef einhverjum dettur í hug að bjóða sig fram gegn góða dátanum Borís verða þeir líklega að heyja kosn- ingabaráttu sína úr fangelsisklef- unum í gamla KGB fangelsinu. Jeltsín er maður lýðræðisins og hann bannar mönnum ekki að bjóða sig fram, en hann hleypir þeim auðvitað ekki út á göturnar meðan þeir eru hættulegir frelsis- framförunum. Vestrænir stjórnmálamenn og flokkar hafa fuhan skilning á þess- um ákvörðunum Jeltsíns, enda er Stalín ekki hér, heldur átrúnaðar- goð lýöræðisaflanna í heiminum. Það er langt síðan Stahn féh frá og sjálfsagt eru margir búnir aö gleyma þeim aðferðum sem hann notaði gegn þeim sem ekki gegndu honum. En Borís Jeltsín hefur engu gleymt og kann ahar aðferðirnar. Munurinn er bara sá að hann er vinna að framgangi lýðræðis og frelsis. Að því leyti henta Stahnsað- ferðimar betur og raunar ljómandi vel. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.