Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Blaðsíða 28
40
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993
Smáauglýsingar - Sími 632700
Glæsilegt úrval þýskra sturtuklefa frá
DUSAR með akrýl- eða öryggisgleri.
Hér er einn með öllu, botni og blönd-
unartækjum, á aðeins kr. 27.952 stgr.
A & B, Skeifunni llb, st 681570.
NÝKOMIÐ
5 Ln
i O
Nýkomið: Treflar og úlpur, með og án
hettu. Ótrúlegt úrval. Visa/Euro.
Póstsendum. Sími 91-25580.
boats
billing
Dugguvogi 23, sími 91-681037.
Nú geta allir smíðað skipslíkön.
Margar gerðir af bátum, skipum og
skútum úr tré. Sendum í póstkröfu.
Opið 13-18 virka daga, lokað laugard.
■ Bílar til sölu
• MMC Lancer GLX hatchback '90, ek.
42 þús., sjálfsk., v. 890.000.
• MMC L-300, 4WD, bensín, 2,4 mpi
'91, ek. 40 þús., v. 1850.000.
•Toyota Lite Ace '87, vsk-bíll, ek. 80
þús., v. 490.000.
•Toyota Carina 2,0 GLi '91, sjálfsk.,
ek. 27 þús., v. 1270.000.
• BMW 518i '90, ek. 48 þús., sóllúga,
álfelgur, rafdrifnar rúður, v. 1850.000.
•Toyota Carina E 2,0 GLi STW '93,
ek. 5 þús., v. 1700.000.
Bílasala Brynleifs, Keflavík,
s. 92-14888, 92-15488, á kvöldin
92-15131.
Til sölu Benz 305 '76. Einnig 20 rútu-
sæti úr Benz O 309. Uppl. í símum
95-36660 og 95-35189.
Toyota LandCruiser VX, árg. '91, ekinn
aðeins 45 þús. km, sjálfskiptur, topp-
lúga, 35" dekk, álfelgur, dráttarbeisli,
sem nýr. Verð 3.890.000 Hafið samb.
við auglýsingaþjónustu DV í síma
91-632700. H-3605.
BMW 3161, árg.
bíll, vetrar- og sumardekk
staðgreiðsluverð. Skipti
ódýrari bíl. Upplýsingar hjá
unni Braut, símar 91-617510 og 617511.
Ódýr. Til sölu Plymouth Volaré, árg.
'79, óskoðaður, vélarstærð 8 cyl., 318.
Fallegur og góður bíll. Uppl. í sima
91-44511 og 91-670770.
■ Jeppar
Daihatsu Feroza DX, árgerð 1990, til
sölu, ekinn 32 þúsund km, blásanser-
aður, 30" dekk, krómfelgur, útvarp,
seguíband. Verð 900.000 staðgreitt,
skipti á ódýrari hugsarileg. Upplýsing-
ar í síma 91-643457 eftir kl. 17.
■▼▼▼▼▼▼▼▼TTTTTTTVVTTTVTTTTTTTTTTTT’rTl
Það borgar slg
að vera áskrlfandi
Áskríftarsíminn er
632700
bAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAÍ
Menning
DV
Elín Helena í leit
að sjálfri sér
Fortíðin er hættuleg skepna og margt óvænt getur
hlotist af þvi að vera að grafa um of í gömlum málum.
Aðalpersónan Elín Helena í samnefndu leikriti Árna
Ihsen kemst að minnsta kostí að raun um það þegar
hún fer að leita uppruna síns. Þrítug menntakona á
framabraut ætti samkvæmt bókinni að vera harla
ánægð með sjálfa sig og tilveruna en því er ekki að
heilsa í þessu tilfelli því að Elínu Helenu finnst tóm í
lífl sínu og þetta tóm getí sannleikurinn einn læknað.
Hún hefur ahst upp í Reykjavík hjá einstæðri móður
sem yfirgaf á sínum tíma föðurinn, bandarískan her-
Leiklist
Auður Eydal
mann, og flutti heim til íslands með telpuna flmm ára.
Elín Helena man óljóst eftir föður sínum og líflnu
vestanhafs en móðir hennar þverneitar að ræða um
þennan tíma og tildrög þess að hún yfirgaf hann. Ann-
að bannheilagt umræðuefni er yngri systir móðurinn-
ar, sem varð eftir hjá honum í Bandaríkjunum.
Smám saman verður það nánast þráhyggja hjá Elínu
Helenu að flnna „sannleikann“. Móðir hennar er orðin
veik og kannski er það návist dauðans sem endanlega
hleypir atburðarásinni af stað.
Hrár söguþráður segir auðvitað minnst um þetta
nýja leikrit. Það afhjúpar persónumar smátt og smátt,
sviptir af þeim vandlega sérsaumuðu sýndaryfirborð-
inu og skilur þær eftir berskjaldaðar, en kannski sátt-
ari og tilbúnari til að takast á við lífið en fyrr.
Verkið er mjög vel skrifað og Árni byggir upp sterka
dramatíska spennu á milli persónanna. Samtöl era
eðlileg og lipurlega samin og sýningin rennur greið-
lega. Átök persónanna eru fyrst og fremst raunsæ og
mannleg og dagdraumar Ehnar Helenu falla eðlilega
inn í hehdarmyndina.
Verkið er líka töluvert spennandi á köflum þó að
áhorfendur sé að vísu farið að renna í grun hvernig
allt hafi verið í pottinn búið, nokkru áður en það upp-
lýsist í verkinu sjálfu.
En mest er þó um vert að persónumar ganga alveg
upp, bæði sem einstaklingar og eins hver gagnvart
annarri.
Ehn Helena er aðalpersónan og hreyfiaflið í atburða-
rásinni og það er engin tilvhjun að hún ber nöfn systr-
anna beggja eins og kemur fram í seinni hlutanum
þegar uppgjör á mhli móðurinnar, Elínar og Helenu
systur hennar er óumflýjanlegt. Þá leysist úr læðingi
ævhangt hatur og margra ára ósögð orð hrynja eins
og haglél á meðan Ehn Helena sér brotin i myndgát-
unni raðast saman.
Það er eiginlega ekki hægt að gera upp á mhh leikar-
anna fjögurra, sem taka þátt í sýningunni. Ingunn
Ásdísardóttir leikstjóri tekur við boltanum frá höfundi
og leyfir persónunum að njóta sín en þó þannig að
samsph þeirra myndar sterka hehd.
Sigrún Edda Björnsdóttir leikur að ég held betur en
nokkru sinni fyrr, túlkun hennar var íhugul og sönn
og persónan skýrt mótuð.
Margrét Helga Jóhannsdóttir bætti hér enn einni
Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur móðurina og Sig-
rún Edda Björnsdóttir leikur titilhlutverkið, Elínu Hel-
enu. DV-mynd GVA
eftirminnhegri persónu í safn sitt sem móðirin. Hún
lyftir hlutverkinu út fyrir rammann, er þvermóðsku-
full og brynjuð þögn þar th kemur að uppgjörinu og
vinnur þá sannfærandi úr tilfinningarótinu. Hanna
María Karlsdóttir vinnur líka mjög vel úr hlutverki
Helenu þó að hún hafi verið fullbæld á köflum.
í hlutverki föðurins fer Þorsteinn Gunnarsson alveg
á kostum, sérstaklega í atriðinu á hæhnu þar sem
hann slær úr og í, sveiflast á mihi gamansemi og harm-
rænnar túlkunar á manni sem kannski átti sér enga
aðra flóttaleið en að hverfa á vit gleymskunnar, fyrst
honum tókst ekki að deyja.
Annars lá við að hinum stóru heimsstríðum og voða-
verkum þeirra væri aht að því ofaukiö í sjálfu fjöl-
skyldudramanu þar sem af nógu var að taka.
Sviðsmynd Guðrúnar S. Haraldsdóttur kom að sumu
leyti vel út og nýttist mjög vel fyrir draumkenndu
atriðin. Hins vegar fannst mér mjóir pallarnir hefta
leikarama fullmikið og vera dálítið thgerðarlegir í
„stofuatriðunum“. Búningar voru vel valdir og hljóð-
mynd Hilmars Arnar Hhmarssonar athyglisverð, án
þess að vera uppáþrengjandi.
Borgarleikhús - Litla sviðið:.
Elín Helena.
Höfundur: Árni Ibsen.
Hljóðmynd: Hilmar Örn Hilmarsson.
Leikmynd og búningar: Guðrun S. Haraldsdóttir.
Lýsing: Lárus Björnsson.
Leikstjóri: Ingunn Ásdisardóttir.
Kvlkmyndahátíö listahátíöar - Southem Winds: ★ !/2
Hlíðin mín fríða
Southern Winds, eða Sunnanvindar, er samsafn fjög-
urra stuttmynda frá jafn mörgum Asíulöndum; Indó-
nesíu, Fhippseyjum, Tahandi og Japan. Myndirnar
eiga það allar sameiginlegt að þar er teflt saman and-
stæðum, hvort sem það er borg versus sveitasæla eða
nútíminn versus sá gamh. Útkoman er sannanlega
ekki nein meistaraverk en huggulegar htlar myndir
um spumingar sem alhr hafa velt fyrir sér einhvern
tíma á lífsleiðinni.
Tvær myndanna, sú indónesíska og sú frá Filippseyj-
um, fjalla um efni sem íslendingum er ekki alveg
ókunnugt og sést hefur bæði í skáldsögum og kvik-
Kvikmyndir
Guðlaugur Bergmundsson
myndum hér, nefnilega borgina sem syndumspillt
lastabæh þar sem nánast allir eru vondir.
Tálsýn frá Indónesíu segir frá ungri stúlku sem fer
úr sveit í stórborg en verður fyrir því óláni að aleigu
hennar er rænt af óprúttnum náunga. Á köflum ljóö-
ræn mynd og fáheg en kannski dáhtið simpil.
í Aliwan Paradise frá Fihppseyjum segir frá leit að
einhverju „róttæku og nýju“ til að skemmta landslýð
með og það besta sem menn finna er eymd og volæði
uppflosnaðs ungs fólks úr sveitinni sem neyðist th að
selja sjálft sig í borginni. Háðsádeha sem á ágæta
spretti.
Lífstréð frá Taílandi fjallar um gjaldþrota atvinnu-
rekanda sem leitar að thgangi lífsins á æskuslóðunum,
með aðstoð htils drengs og ömmu hans. Það kostar
ekkert að brosa, segir stráksi. Og önnur síghd speki í
svipuðum dúr.
Síðasta myndin í pakkanum er Tokyo Game frá Jap-
an þar sem vinnufíkhl á eftirlaunum fær tækifæri th
að verða ungur í annað sinn (með aðstoð sýndarveru-
leika) og kemst að því að vinnusiðfræði gamla tímans
á ekki lengur upp á pallborðið hjá æskunni. Lífið er
ekki bara eintóm vinna og á ekki að vera það.
Tálsyn.
Leikstjóri: Slamet Rahardjo Djarot.
Aliwan Paradise. Leikstjóri: Mike De Leon.
Lifstréó. Leikstjóri: Cherd Songsri.
Tokyo Game. Leikstjóri: Shoji Kokami.