Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Blaðsíða 20
32 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 * Iþróttir Stuttarfréttir Samaranch óskar studnings viðKínverja Juan-Antonio Samaranch, for- seti Alþjóða ólympíunefndarinn- ar, hefur beðið forseta Suður- Kóreu, Kim Young-sam, að óska eftir stuöningi Bills Ctinton Bandaríkjaforseta við það að ólympíuleikarnir árið 2004 veröi haldnir i Peking í Kína. Samar- aneh er nú staddur í Suður-Kóreu og forsetinn hefur heitið honum fullum stuðningi við umsókn Kínverja. Kim Young-sam hittir CBnton á fundi í Bandaríkjunum í næsta mánuði. -VS Sunderland skellti Leeds Sunderland, eitt botnliða ensku 1. deildarinnar í knattspyrnu, sigraði urvalsdeildarlið Leeds öðru sinni í 2. uraferð deildabik- arkenpninnar í gærkvöldí og nú 1-2 á Eliand Road S Leeds. Shrewsbury, sem leikur í 3. deild, sló út úrvalsdeildarlið Southampton. Meistarar Sout- hampton náðu að leggja 1. deild- arlið Stoke, eftir að hafa tapað fyrri leiknura, 2-1. Lee Sharpe og Brian MeClair skoruðu mörkin, ÚrsMn í gærkvöidi urðu þessi: A.Vula-Birmingham.....l-0 (2-0) Brighton-Middlesbro.....1-3 (1-8) Chelsea - WBA..................2-1 (3-2) Derby -Exeter..................2-0 (5-1) Bverton -Iincoln.............4-2 (8-5) Leeds - Sunderland..........1-2 (2-^> Leicester -Rochdale.........2-1 (8-2) Manch.Utd-Stoke............2-0 (3-2) Norwich-Bradford..,...„..3-0 (4-2) Nott.For.-Wrexham.......3-1 (6-4) Oldham-Swansea...........2-0 (3-2) QPR-Barnet.....................4-0 (6-1) Reading - Man. City.........1-2 (2-3) Sheff.Wed.-Bolton..........1-0 (2-1) Shrewsbury-South.ton..2-0 (2-1) Tottenham -Burnley.......3-1 (3-1) Millwall - Watford............4-3 (4-3) -VS Óvænttap hjáLazio Lazio tapaðí óvænt fyrir 3. deildar liðinu Avellino, 0-2, í it- ölsku bikarkepprðnni í knatt- spyrnu í gærkvoldi. Úrslit urðu annars þessi: AC Milan - Vícenza....................3-0 Piacenza -Perugia.....................3-1 Cosenza - Ataianta........:............0-2 Ascoll-Torino............................1-3 Napoli - Ancona.........................0-0 Lazio-Avellino...........................0-2 Fiorentina-Reggiana................3-0 Juventus-Venezia.....................1-1 Parma-Palermo........................2-0 Brescia - Cremonese..................2-2 Cagliari - Cesena........................1-1 Foggia-Triestina.......................2-2 Sampdoria-Pisa.,.,....................0-0 Udinese - Lecce...........................2-0 -VS Lokssígurhjá RealMadrid Real Madriö vann langþráðan sigur í spænsku 1. deildinhi í knattspyrnu í gærkvðldi, 2-1, gegn Racing Santander. Gestirnir leiddu mestallan leíkinn en á lokamínútunum* skoruðu Emilio Butragueno og Michei fyrir Real. Barcelona vann ValiadoUd létt, Beguristain skoraði 2 mörk og Romario eitt og er efst ásarat Valencia. Úrslít urðu þessi: Valencia- Rayo Vallecano.........3-1 Celta-Lerida..............................1-0 SportingGijbn-Tenerife..........1-2 RealMadrid-R. Santander.......2-1 Sevtila-AtLMadrid...................2-1 Sociedad-RealOviedo.,..„..„....2-2 '. Albaceté - Dep. Coruna..............0-0 Barcelona-Valladolid...............3-0 Záragoza-Ösasuna....................2-1 Barcelona er með 10 stlg, Va- lencia 10, Bilbao 9 og leik til góöa, Sevilla 9 ogReal Soeiedader með 8stig. -VS: íslandsmótið í körfuknattleik hefst um helgina: Njarðvíkingum spáð titlinum - og flestir hallast að ÍBK í 1. deild kvenna Njarðvíkingar verða Islandsmeist- arar í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik, eða Visadeildinni eins og hún mun formlega nefnast í vetur, og Keflavík í 1. deild kvenna ef marka á spár forráðamanna liðanna og íþróttafréttamanna sem kunngerðar voru á blaðamannafundi sem KKI efndi til í gær í Viðey. Fundurinn var haldinn í tilefni þess að keppnistímabil körfubolta- manna er að hefjast að fullri alvöru en íslandsmótið hefst um helgina. Þjálfarar og fyrirtiðar félaganna í Visadeildinni voru sammála um Njarðvíkingar verði meistarar. Þeim var aldrei spáð neðar en öðru sæti en röð félaganna samkvæmt spá Kolbeinn Pálsson, formaður KKI, og Einar S. Einarsson, forstjóri Visa á íslandi, undirrita samstarfssamning í Viðey í gær. Samningurinn gildir næstu fjögur árin. DV-mynd Brynjar Gauti forráðamannanna var þessi í stigum: l.Njarðvík......;.........................160stig 2.Keflavík.................................140stig 3. Haukar..................................131 stig . 4. Grindavík..............................123 stig 5.Valur........................................94stig 6. Skallagrímur.........................87 stig 7.KR............................................75stig 8. Snæfell....................................52 stig 9. Tindastóll................................43 stig 10. ÍA...........................................32 stig Stúlkurnar úr IBK spáð meistaratign í 1. deild kvenna lítur spáin þannig út: 1. Keflavík 92. stig. 2. KR 72 stig. 3. Grindavík 65 stig. 4. Valur 59 stig. 5. TindastóU 50 stig. 6. ÍS 37 stig. 7. ÍR 15. stig. Spá íþróttafréttamanna er mjög svipuð íþróttafréttamenn gerðu sína spá og í Visadeildinni Utur hún þannig út: 1. Njarðvík 96 stig. 2. Keflavík 84 stig. 3. Haukar 75 stig. 4. Grindavík 70 stig. 5. Valur 54 stig. 6. KR 52 stig. 7. Skallagrímur 41 stig. 8. Snæfell 34 stig. 9. Tindastóll 26 stig. 10. ÍA18 stig. í 1. deild kvenna var niðurstaðan þessi: 1. Keflavík 68 stig. 2. KR 55 stig. 3. Valur 42 stig. 4. Grindavík 40 stig. 5. ÍS 31 stig. 6. Tindastóll 24 stig. 7. ÍR 15 stig. -GH VisaotjKKÍsemja Körfuknattleikssambands ís- knds og Visa-ísland hafa gert með sér samning þess efnis að Visa-ísland verður einn aðal- styrktaraðili KKí og mun úrvals- deildin bera nafn fyrirtækisins og heita Visa-deildin. RÚVsýnirbeinl KKt Visa og RÚV hafe gert samning um útsendingar frá leikjiun í Visa-deildinni í vetur og mun sjónvarpiö sýna leiki beint frá allmörgum leikjum úr deildinni i vetur. Settálaugardaginn íslandsmótið í körfuknattleik verður formlega sett á laugardag- ínn ett þá mætast i Visa-deildinni Valur og Snæfell að Hliðarenda og hefst leikurinn klukkan 16. Léikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Stærsta íslandsmótið Þetta íslandsmót verður það stærsta sem haldið hefur veriðtil þessa. Alls taka 58 félagslið þátt i mótinu í ýmsum flokkum og Mkjafjöldi hefur aldreí veriö meiri. Þá hafa aldrei fleiri félags- lið tekið þátt í 2. deild karla og í yngri flokkum. DóraogLeifur Rangt var faríð með nafn Dóru Garðarsdóttur í kynningarblaði um körfuboltann sem fylgdi DV i gær. Dóra var sögð vera Guð- mundsdóttír en það rétta er að hún er Garðarsdóttir og leikur nú með ÍS. Þá féll nafnLeifs Sig- flnns Garðarssonar út af lista yflr dómara í deildinni, en hann er nýkominn með alþjóðleg dóm- araréttindi. Beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum. -GH Tindastólsmenn í körfunni kalla ekki allt ömmu sína: Vakna klukkan sex il að f ara á æff inqu Þórhallur Ásmundsaon, DV, Sauöárkróki: Það þarf mikinn áhuga til að rífa sig upp klukkan sex á morgnana til að fara á íþróttaæfingu. En strákarnir í úrvalsdeildarliði Tindastóls í körfubolta verða sárir og leiöir komi það fyrir þá að sofa yfir sig. Þeir byrja æfingu klukkan hálfsjö á hverjum morgni virka daga vikunnar og æfa framundir átta. Síðan er eins og hálftíma æf- ing að kvöldinu einnig. Þetta er ótrúlegt þegar tekið er tillit til þess að hér er um áhugamenn að ræða sem annaðhvort vinna eða eru í skóia á daginn. En áhuginn á körfuknattíeiknum á Króknum er líka ótrúlegur. Hann er engu líkari en múgsefjun. Á mörgum vinnu- stöðum er körfuboltí aðalumræðu- efnið í kaffitímum. Á leikjum má sjá eldri bændur úr héraðinu skæl- brosandi út að eyrum af ánægju og gleði yfir hraða og spennu leiks- ins. Þá er líf í „Síkinu" eins og heimavöllur Tindastóls er jafnan kallaður. „Þeir eru brjálaðir," sögðu for- ráðamenn annarra úrvalsdeildar- Uða þegar þeir heyrðu af æfingaá- ætlun Tindastólsmanna. Sú skoð- un þeirra breyttíst þó heldur eftir Greifamótið á Akureyri sem fram fór fyrir skömmu. Þar sýndu strák- arnir í TindastólsUðinu að þeir verða ekki auðunnir í vetur. Án Páls Kolbeinssonar sigruðu þeir Robert Buntic ásamt ungum syni sínum og eiginkonu og þjálfaranum Peter Jelic. úrvalsdeildarlið Akurnesinga og Borgnesinga og þóttu leika skín- andi góðan körfubolta. Það er „króatísk lína" sem lögð hefur verið i körfuboltanum hjá Stólunum í ár. Þjálfarinn heitir Petar Jelic, 48 ára reynslumikill maður, sem meðal annars hefur þjálfað marga af kunnustu körfu- knattleiksmönnum í heimalandi sínu. Með Uðinu leikur í vetur 31 árs gamall króatískur miðherji, Robert Buntic. Hann þykir geysi- sterkur leikmaður og fellur vel inn í liðið. Þjálfarinn Jehc segist bjartsýnn á komandi tímabii. Þegar hann er spurður um markmiðin í vetur seg- ir hann: „Ég mundi segja að fimmta sætið í deildinni væri góð útkoma en við munum gera allt sem við getum til að komast, í úrslit" Jelic líkar vel á Króknum. Hon- um finnst staðurinn svipa á marg- an hátt til heimabæjar síns í Króa- tíu. „Að vísu var veðrið ekki gott í sumar en fólkið hérna er ákaflega vingjarnlegt og elskulegt. Ég finn að áhugi á körfubolta er hér mik- ill. Efniviðurinn er fyrir hendi og hér eru margir strákar sem geta orðið mjög góðir körfuboltamenn," sagði Jelic.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.