Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993
9
Utlönd
Fjórir sýknaðir af skipasvmdli í Færeyjum:
Níu svindl-
mál í hættu
Eystri landsréttur í Kaupmanna-
höfn sýknaði í gær fjóra menn af
ákærum um að hafa svikið fé út úr
landssjóði Færeyja í tengslum við
smíði togarans Heygadrangs.
Átta svipuð mál eru til rannsóknar
hjá lögreglunni í Færeyjum og rétta
á í einu til viðbótar í lok nóvember.
Hins vegar kann svo að fara að ekk-
ert verði úr þessum málum.
Dómurinn í Eystri landsrétti stað-
festi dóm undirréttar í Færeyjum-þar
sem fjórmenningarnir voru sýknaðir
af ákæru um að hafa tryggt sér lán
til smíði togarans með því að gefa
upp eigið fé sem í raun var ekki til.
Færeyski landssjóðurinn tapaði sem
svarar um einum milljarði íslenskra
króna á togarasmíðinni.
Fjórmenningarnir lýstu stöðugt
yflr sakleysi sínu og héldu því fram
að þeir hefðu fylgt viðteknum venj-
um.
Landsrétturinn bendir í dómsorð-
inu á að ekki sé hægt að sakfella
mennina fyrir flársvik þar sem fær-
eyska landsstjórnin hefði kosið að
falla frá formlegum kröfum um eigið
fé.
Mogens Nepper-Christensen, fógeti
í Færeyjum, segir að sýknudómur-
inn þýði að íhuga verði á ný máhn
átta sem lögreglan er nú að rann-
saka.
Fógeti segir einnig að hann muni,
í samráði við ríkissaksóknara í
Kaupmannahöfn, ákveða í þessum
mánuði hvort fallið verður frá mál-
inu sem á að koma til kasta undir-
Atli Dam, fyrrum lögmaður Færeyja,
var meðal þeirra sem voru yfir-
heyrðir vegna Heygadrangsmáls-
ins.
réttar í Færeyjum í næsta mánuði.
í því máli eru þrír menn ákærðir
fyrir að svíkja fé út úr landssjóði og
skipasmíðasjóði vegna smíði togar-
ans Skálaflalls.
Mál flórmemiinganna hefur mikið
verið rætt í Færeyjum og mikill flöldi
vitna hefur verið yfirheyrður, svo
sem lögþingsmenn, bankastjórar og
embættismenn. Málið hefur kostað
danska ríkið rúmar þrjátíu milljónir
íslenskra króna.
Ritzau
Benazir Bhutto greiðir atkvæði í þingkosningunum i Pakistan.
Simamynd Reuter
Þingkosningar í Pakistan:
Bhutto lýsir yf ir sigri
Benaár Bliutto, fyrrverandi for-
sætisráðherra í Pakistan, lýsti í
morgun yfir sigri í þriðju þingkosn-
ingum í landinu í fimm ár. Urslit lágu
þó ekki ljós fyrir og hún sagði að
kosningasvindl hefði verið stundað
um allt landiö.
„Þótt skýr úrslit hggi ekki fyrir
hefur þjóðarflokkur Pakistans, PPP,
knúið fram sigur og ég er þjóðinni
þakklát fyrir stuðning hennar," sagði
Bhutto við fréttamenn eftir að flokk-
ur hennar hafði fengið 84 sæti af 217
á þjóðþingi landsins þegar búið var
að telja þijá flórðu hluta atkvæð-
anna.
Helsti keppinautur hennar, Nawaz
Sharif, fyrrum forsætisráðherra,
hefur þegar tryggt sér 69 þingsæti
og húist er viö að hann og flokkur
hans fái nokkur til viðbótar.
Bhutto sagði að brögð hefðu verið
í tafh í kosningunum um aht land
en hún mundi sætta sig við dóm þjóð-
arinnar.
Hún sagðist reiðubúin að mynda
samsteypustjóm en hún mundi bíða
þar til úrsht lægju fyrir í kosningum
til flögurra héraðsþing á laugardag.
Reuter
Reyfqavíkur
• og I á nyn i
betrl I leið
Strtefisvagnar Reykjavíkur fijóna
nú um 105.000 íbúum i
Reykjavík og á Seltjarnarnesi og
að auki öllum fieim sem sœkja
heim höfudborgina og nýta sér
almenningssamgöngur innan
hennar. Starfsmenn SVR eru
tæplega 200. Fyrirtœkið á 71
strœtisvagn og vagnamir rúma
samtals 6.023farþega. Á hverju
ári aka vagnamir alls um 4,3
milljónir kílómetra og brenna
uin 2,4 niflljónnm lítra af
eldsneyti. Strœtisvagnar
Reykjavíkur aka á 20 leiðuni og
er leiðakerfið samtals 370
kílómetrar. Biðstöðvar eru 420
og biðskýli 260. Árið 1992ferð-
uðust 6,7 milljónir farþega með
vögnunum.
í ár er áietlað að fargjöld með
Strœtisvögnum Reykjavikur
tietni 395 milljónum króna.
Reykjavtkurborg leggur um 256
milljónir króna til rekstrarins
og Seltjamarnes 7,4 milljónir
króna. Aðrar tekjur netna 14,1
tnilljón króna. Gjöld em áœtluð
it tii 630 milljónir króna. Þar af
er kostnaður við rekstur
vagnanna tim 440 tnilljónir
króna en annar kostnaður
skiptist á verkstœði, þvottastöð,
skrifstofu, bið- og skiptistöðvar,
fasteignir o.fl.
Stofnað hefur verið hlutafélag í eigu
Reykjavíkurborgar, Strætisvagnar
Reykjavíkur hf., sem tekur við rekstri
Strætisvagna Reykjavíkurfrá og með
1. desember nk.
Með stofnun hlutafélags um rekstur
Strætisvagna Reykjavíkur er að því stefnt
að gera rekstur strætisvagnanna
hagkvæmari og skapa þannig grundvöll
fyrir enn betri þjónustu við borgarana og
fyrir gott vinnuumhverfi og bætt kjör
starfsfólks.
Jafnframt er hinu nýja rekstrarformi
ætlað að gefa stjórnendum fyrirtækisins,
í samráði við eiganda þess,
Reykjavíkurborg, frjálsari hendur um
nýtingu fjármuna, uppbyggingu á
starfseminni, endurbætur og tillögur að
stefnumótun. Á móti kemur að
stjórnendur hins nýja hlutafélags munu
axla ríkari persónulegri ábyrgð á rekstri
þess.
Borgarstjórn Reykjavíkur mun eftir sem
áður ákveða fyrirkomulag á þjónustu
almenningsvagna í borginni en felur
Strætisvögnum Reykjavíkur hf. að sjá um
framkvæmd hennar.
Stjórn hins nýja hlutafélags,
Strætisvagna Reykjavíkur hf., skipa:
Ragnar Kjartansson, sem jafnframt er
formaður, Ásgeir Þórðarson, Guðmundur
Ólafsson, Hannes H. Garðarsson og
Þórunn Pálsdóttir. Forstjóri er Sveinn
Björnsson.
Um leið og Reykjavíkurborg þakkar
samskiptin við SVR á liðnum sextíu árum
býður hún borgarbúa velkomna til
viðskipta við SVR hf.
Góðar almenningssamgöngur á traustum
rekstrargrunni eru allra hagur.
StrætisVagnar
Reykjavíkur
Hagur Fólksins
MÖL ^