Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Blaðsíða 30
42 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 Fólk í fréttum dv Margrét S. Björnsdóttir hefur veriö ráðin aðstoðarmaður Sighvats Björgvinssonar, iðnaöar- og við- skiptaráðherra. Starfsferilt Margrét fæddist í Brookline i Massachusets 1.7.1948. Hún lauk stúdentsprófi frá MA1968, nam lög- fræði við HÍ1968-70, lauk Diplom soziologie-prófi frá Johann Wolf- gang Goethe Universitát í Frankfurt 1975, lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði við HÍ1981 og stund- aði nám í stjórnun menntastofnana og endurmenntunar við University of Minnesota í Bandaríkjunum 1989. Margrét var kennari og deildar- stjóri við FB1976-83 og endur- menntunarstjóri við HÍ frá 1983. Margrét var formaður Kennarafé- lags FB 1977-78, sat í stjórn HÍK 1980-82, félagi í Alþýðubandalaginu 1977-90 og gegndi þar íjölda trúnað- arstarfa, m.a. í miðstjórn ogfram- kvæmdastjórn þess um árabil, í stjórn Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur og formaöur þess 1980-81, í stjórn Birtingar um skeið, félagi í Alþýðuflokknum frá 1990, í flokksstjórn Alþýðuflokksins frá 1991 og í stjórn fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna i Reykjavík og formaður félags Frjálslyndra jafn- aðarmanna frá 1992. Hún sat í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar ís- lands 1983-90, í samstarfsnefnd menntamálaráðuneytis um fullorð- insfræðslu frá 1987, í skólanefnd MS frá 1989 og hefur átt sæti i íjölda nefnda um menntamál á vegum HÍ og menntamálaráðuneytis. Fjölskylda Sambýlismaður Margrétar var Skúli Thoroddsen, f. 6.8.1949, lög- fræðingur, en þau slitu samvistir. Sonur Margrétar og Skúla er Bolli, f. 22.6.1981. Sonur Margrétar og Péturs Ólafs Rafnssonar forstjóra er Björn Ár- sæll, f. 29.6.1968, verkfræðingur í framhaldsnámi í Þýskalandi, en kona hans er Eva Þengilsdóttir við- skiptafræðingur. Uppeldisbróðir Margrétar er Sig- urður Björnsson, f. 13.1.1951, út- gerðartæknir hjá Jóni Ásbjörnssyni hf. KjörforeldrarMargrétar: Björn Ársælsson, f. 11.6.1917, d. 20.2.1985, verslunarmaður í Reykjavík, og Guðrún Sofíía Sigurðardóttir, f. 6.12. 1915, d. 12.5.1957, húmóðir. Foreldrar Margrétar: Þórður Al- bertsson, f. 3.6.1899, d. 14.4.1972, umboðsmaður SÍF í Bilbao, og Guð- rún Ásta Ársælsdóttir, f. 10.9.1918, d. 1974, húsmóðir í Bandaríkjunum, systir Björns, kjörföður Margrétar. Ætt Bróðir Þórðar var Kristján, rithöf- undur og ritstjóri. Þórður var sonur Alberts, aðalbókara Landsbankans, bróður Matthiasar þjóðminjavarðar og Ágústar Flygenring. Albert var sonur Þórðar, b. á Fiskilæk Sigurðs- sonar. Móðir Alberts var Sigríður, systir Þórðar, fóður Björns forsætis- ráðherra. Systir Sigríðar var Guð- rún, kona Matthíasar Jochumsson- ar skálds, langamma Ragnars Arn- alds. Móðir Þórðar var Steinunn, systir Margrétar, móður Ólafs Thors for- sætisráðherra. Steinunn var dóttir Kristjáns, b. í Hraunhöfn Sigurðs- sonar, og Steinunnar Jónsdóttur, b. í Bergsholti í Staðarsveit, Sveins- sonar. Móðir Jóns var Vigdís Ólafs- dóttir, lögréttumanns á Lundum Jónssonar, langafa Ólafs, langafa Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra. Guðrún Ásta var dóttir Ársæls, skipstjóra í Keflavík, bróður Þuríð- ar, ömmu Sturlu Böðvarssonar al- þingismanns. Ársæll var sonur Þor- steins, formanns í Njarðvík Þorleifs- sonar, b. á Ytri-Ásláksstöðum Jóns- sonar. Móðir Þorleifs var Sigríöur Halldórsdóttir, hreppstjóra í Þóris- dal í Lóni, bróöur Halls, langafa Önnu, móður Þórbergs Þórðarson- ar. Móðir Ársæls var Herdís Bjama- dóttir, b. í Herdísaryík Oddssonar. Móðir Guðrúnar Ástu var Jónína Margrét S. Björnsdóttir. Einarsdóttir, útvegsb. í Sandgerði Sveinbjörnssonar, óðals- og út- vegsb. í Sandgerði Þórðarsonar. Móðir Jónínu var Gurðún Bjarna- dóttir, b. í Vallanesi í Skagafirði Stefánssonar, b. í Hvammi, bróður Einars, fóður Indriða rithöfundar. Stefán var sonur Magnúsar, prests í Gfaumbæ Magnússonar, og Sigrið ar Vídalín, systur Benedikts, lang- afa Einars Benediktssonar skálds, Jóns Þorlákssonar forsætisráð- herra og Bjargar, móður Sigurðar Nordaf. Afmæli Ingveldur Hallmundsdóttir Ingveldur Hallmundsdóttir hús- móðir, Þingvallastræti29, Akureyri, er áttræðídag. Starfsferill Ingveldur er fædd á Strönd á Stokkseyri en ólst upp á Blómstur- völlum á Stokkseyri og að Brú í Flóa. Hún lauk fullnaðarprófi úr bamaskóla. Ingveldur flutti til Reykjavikur fyrir tvítugt og var þar í vist. Hún var einnig tvö sumur á Hvanneyri. Ingveldur fór til Akureyrar 1936 og stofnaði þar heimili en hún hefur sinnt húsmóðurstörfum frá þeim tíma. Hún flutti að Arnarhóli í Kaupangssveit 1940 og bjó þar til 1987 en hefur verið búsett í Þing- vallastræti 29 á Akureyri frá þeim tíma. Fjölskylda Ingveldur giftist 4.10.1936 Kristni Sigmundssyni, f. 13.11.1910, fyrrv. bónda. Foreldrar hans: Sigmundur Bjömsson, f. 6.7.1862, bóndi á Ytra- Hóli í Kaupangssveit, og Friðdóra Guðlaugsdóttir, 30.8.1864. Synir Ingveldar og Kristins: Hörð- ur, f. 29.11.1937, prófessor í grasa- fræði en nú forstöðumaður Nátt- úrufræðistofnunar Norðurlands, búsettur á Arnarhóli í Eyjafjarðar- sveit, maki Sigrún Björg Sigurðar- dóttir, f. 22.11.1948, Hörður var áður kvæntur Önnu Maríu Jóhannsdótt- ur, f. 3.1.1940, þau skildu, dætur þeirra eru Fanney (kjörbarn Harð- ar), f. 15.11.1961, röntgentæknirá Akureyri, og Inga Björk, f. 21.11. 1964, gullsmiður á Akureyri; Magn- ús, f. 13.6.1943, áður kennari við MA en nú leiðsögumaður og þýð- andi, búsettur á Akureyri, fyrri kona hans var Kristbjörg Ingvars- dóttir, f. 11.7.1949, þau skildu, seinni kona hans var Harpa Geirdal Guð- mundsdóttir, f. 1.1.1947, þau skildu, sonur Magnúsar og Kristbjargar er Hróar, f. 27.5.1972; Hallmundur Ein- ar, f. 2.12.1946, leikmyndateiknari, maki Anna Lilja Harðardóttir, f. 20.1.1955, þau eru búsett aö Brekku- tröð 2 í Eyjafjarðarsveit, þau eiga tvo syni, Hrafnkel Brimar, f. 2.8. 1981, og Arnór Blika, f. 17.6.1985; Kristinn Örn, f. 29.8.1957, píanóleik- ari og tónlistarkennari, maki Lilja Hjaltadóttir, f. 16.8.1956, flðluleikari og tónlistarkennari, þau eru búsett í Reykjavík og eiga þrjú böm, Andra Heiðar, f. 4.12.1982, Elfu Rún, f. 13.1. 1985, og Kristin Smára, f. 15.7.1990. Systkini Ingveldar: Andrés, f. 26.8. 1915, verkamaður, maki Aðalheiður Guðrún Elíasdóttir, þau eru búsett í Reykjavík og eiga átta börn; Þór- unn, f. 8.8.1918, húsmóðir, maki Jens Valdimarsson, þau eru búsett í Svíþjóö og eiga eitt bam; Agnes Helga, f. 24.12.1920, húsmóðir í Reykjavík, hennar maður var Svav- ar Erlendsson, látinn, þau eignuðust íjögur börn; Magnea Soffía, f. 13.6. 1922, myndhöggvari í Reykjavík, fyrri maður hennar var Einar Sig- uijónsson, látinn, vélstjóri, seinni maður hennar var Einar Guð- mundsson, látinn, bifreiðastjóri, Magnea Soffía og Einar eignuðust þrjú böm; Einar, f. 29.6.1924, húsa- smíðameistari, maki Erla Blandon Árnadóttir, þau era búsett í Kópa- vogi og eiga tvö börn, Einar átti barn fyrir; Bjarni, f. 11.12.1925, d. 16.4.1967, gullsmiður, hans kona var Hjördís Pétursdóttir, þau eignuðust fjögur börn; Hallberg, f. 29.10.1930, rithöfundur og þýðandi, búsettur í New York, maki May Beatrice Hall- mundsson. Foreldrar Ingveldar voru Hall- mundur Einarsson, f. 5.2.1885, d. 26.2.1970, húsasmíðameistari, og Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 11.2.1890, d. 6.2.1970, húsfreyja og sauma- kona. Þau bjuggu á Stokkseyri, Brú, og Barónsstíg 49 og Guðrúnargötu 1 í Reykjavík. Ætt Hallmundur var sonur Einars, b. í Brandshúsum, Einarssonar, b. á Ingveldur Hallmundsdóttir. Butru í Fljótshlið, Einarssonar. Móðir Einars í Brandshúsum var Guðrún Hreinsdóttir. Móðir Hall- mundar var Þórunn Halldórsdóttir, b. og trésmiðs á Teigi í Fljótshlíð, Guðmundssonar. Móðir Þórunnar var Guöbjörg Guðmundsdóttir. Ingibjörg var dóttir Bjarna, b. í Túni í Hraungerðishreppi, Eiríks- sonar, b. i Túni, Bjarnasonar. Móðir Bjarna var Hólmfríður Gestsdóttir. Móðir Ingibjargar var Guðfmna Guðmundsdóttir, b. í Hróarsholti, Tómassonar. Móðir Guðfinnu var Elín Einarsdóttir. Ingveldur er að heiman. Jakobína Theódórsdóttir Jakobína Theódórsdóttir húsmóðir, Löngumýri 22b, Garðabæ, er fimm- tugídag. Fjölskylda Jakobína er fædd á Bíldudal og ólst þar upp fyrstu 3-4 árin en í Reykjavík eftir þaö. Jakobína giftist 26.12.1961 Erlingi Guðmundssyni, f. 27.4.1940, sjó- manni. Foreldrar hans voru Guð- mundur Guðmundsson og Kristín Magnúsdóttir en þau eru bæði látin. Þau bjuggu í Tungu í Tálknafirði. Jakobína og Erlingur eignuðust fimm syni. Á lífi era Theódór Krist- inn sjómaður, búsettur í Garðabæ, tilvonandi eiginkona hans er Hanna Kristín Gunnarsdóttir en þau verða gefin saman í Garðakirkju í Bessa- staðahreppi 16. október nk., og Guð- mundur Níels sjómaður, búsettur í foreldrahúsum. Systkini Jakobínu: Ásthildur ræstitæknir, búsett á Akranesi; Ól- afur Ágúst verkfræðingur, búsettur í Reykjavík; Sigurður Jón Arnfjörð, dó ungur; Erla Hafdís sjúkraliði, búsettíReykjavík. Foreldrar Jakobínu: Theódór Ól- Jakobína Theódórsdóttir afsson, f. 29.5.1918, vélvirki, ættaður frá Vatnsfirði í Ísaíjarðardjúpi, og Kristín Karólína Sigurðardóttir, f. 1911, látin, húsmóðir, ættuð frá Dynjanda í Amarfirði. Þau bjuggu í Reykjavík og þar býr Theódór enn. Jakobína tekur á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn frá kl. 16. Til hamingju með afmælið 7. október 90 ára 60 ára Þórdís Davíðsdóttir, Vegamótastíg 9, Reykjavík. 75ára Axel Rögn valdsso n, Sogavegi 144, Reykjavík. Valgerður Guðlaugsdóttir, Austurvegi 23, Vík í Mýrdal. Sigrún Sigur- jónsdóttir, fyrrv. verslun- armaður, Hjaltabakka30, ReyKjavík. Húntekurá mótigestumá heimili sínu laugardaginn 9. október frá kl. 17-19. Hildur Hansen, Bámgötu 10, Dalvik. Ragnheiður Gísladóttir, Aðalgötu 40, Súöavík. Magnea V. Þórðardóttir, Karl Þóróifur Berndsen Heiðnabergi 12, Reykjavík. vélvirkjameistari (á afmæli 12.10), Hún tekur á móti gestum á heimili strandgötu 10, Skagaströnd. sínu á afmælisdaginn frá kl. 20. Eiginkona hans er Ingibjörg Fríða Hafsteinsdóttir en hún varð sextug 6. septembersl. Þau taka á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 9. októ- berfrákl. 15-19. 50 ára Skúli Magnús- son, Hólagötu 6, Vogum. 40 ára Ragnheiður B. Sverrisdóttir, Heiðmörk 19, Stöðvarfirði. Bima Garðarsdóttir, Völvufelli24, Reykiavík. Sigurgeir Már Jensson, Hátúni 2, Vík í Mýrdal. Þóranna Halldórsdóttir, Jörundarholti 226, Akranesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.