Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1993, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1993, Page 8
8 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 Vísnaþáttur Hefur gránað hauður frítt „Þegar kyrrð haustsins er orðin skáldleg í stað þess að vera sjálf- sögð, síðasti dagur lóunnar efni í persónulegan söknuð, hesturinn kominn í samband við hstsöguna og goðafræðina, hemið á bæar- læknum í afturelding farið að minna á kristal og reykurinn upp- úr strompinum orðinn boðskapur tíl vor frá þeim sem fundu upp eld- inn, þá er kominn tími til að kveðja: heimsbakterían hefur unnið bug á þér, sveitin er orðin bókmenntir, skáldskapur og list; þú átt þar ekki heima.... Ég er fyrir laungu farin að telja dagana þángaðtil ég kemst aftur að heiman, þar sem ég er ókunnug, út í hið ókunna, þar sem ég á heima.“ Það er Ugla, aðalpersónan í Atómstöðinni, sem er að leggja af stað suður eftir sumarlanga dvöl í heimasveit sinni, sem kemst þann- ig að orði og víst má telja að marg- ir þeir sem ahst hafa upp í sveit en dvahð um hríð í höfuðborginni, séu sama sinnis við slíkar aðstæður. Gísli Ólafsson skáld frá Eiríks- stöðum í Svartárdal lýsir komu haustsins á svofelldan hátt: Dalsins þrönga dimmir skaut; draumalöngun stækkar. Fuglasöngur svífur braut. Sóhn göngu lækkar. Foldavanga fæ ég séð. Frost þar ganga að verki. Blöðin hanga héluð með haustsins fangamerki. Sigurjón Friðjónsson á Litlu- Laugum í Reykjadal nefnir eftirfar- andi stökur sínar Síðasta sumar- kvöld: Bliknar kvöldsins bjarmaglóð. Bjartur hlýr og fagur hnígur þar á Heljarslóð hinzti sumardagur. Stígur nótt á stjömuvöh stara fold og lögur. Raknar sundur eilífð öh endalaus og íögur. Þorsteinn Magnússon, bóndi í Gilhaga í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði - Haustkvöld: Standa köld með beltin blá byrgð í kvöldum svörtum fjöllin tjöldum - hnjúka há - höfuðföldum björtum. Þá kemur haustvísa eftir Þórleif Jónsson frá Efri-Skálateigi í Norð- firði, sem var lögregluþjónn í Hafn- arfirði um hríð: Hahar degi, haustar að húmið brýzt th valda, rósir fölna, bliknar blað, bleiku hhöar tjalda. Og hann kveður svo um vetur- nætur: Sumar hðið, lengist nátt, lokast rósabráin. Leggur haustið hélugrátt hramm á blessuð stráin. Kristján Ólafsson, skrifstofumað- ur á Húsavík, gerir svofehdan sam- anburð á vori og hausti: Vorsins glaða vaxtarþrá vermdi yndislega, en í haustsins svip ég sá söknuð minn og trega. Og hann bætir við: Haustsins mál þig orkar á innsti sálarkjarni, eins og þrá og eftirsjá eftir dánu barni. Þegar Egih Jónasson á Húsavík heyrði vísu Kristjáns kvað hann: Sóhn lækkar hægt og hægt, hallast gönguhna, svona orðar veröld vægt vetrarboðun sína. Páhna Guðrún Jóhannesdóttir, kona Karls Kristjánssonar alþing- ismanns (1896-1986), var prýðilega hagmælt eins og eftirfarandi staka ber með sér: Allir elska vorið og þrá þann góða gest, gleyma vetrarhörmum við sól og blómaangan. En svona er þaö skrítið, að haustið hreif mig mest, og hlýjast hafa laufvindar strokið mér um vangann. Torfi Jónsson Þorsteinn Kristleifsson frá Stóra-Kroppi í Borgarfirði yrkir svo um haustið: Sífeht lækkar sóhn kær, svanir fækka og blómin, báran stækkar, boðinn hlær, blærinn hækkar róminn. Páll Bergþórsson veðurstofu- stjóri orti svo um október í Borgar- firði: Orðalaust við eyru mér ótal raustum syngur, hm og haust af birki ber bhður austræningur. Jón Pétursson frá Nautabúi í Skagafirði: Hefur gránað hauður frítt, hrím á dánum rósum. Himins blánar veldi vítt. vafið mánaljósum. í vísnaþætti með fyrirsögnina „hlt er að finna eðlisrætur" varð mér á að hóvika Fremri-Þorsteins- stöðum í Haukadal yfir í Laxárdal í Dölum, ahsendis óvart, því ég vissi betur. Höfundur vísunnar „Óskasteinn er stijálastur" í síð- asta þætti er Gunnlaugur Péturs- son frá Selhaga í Stafholtstungum. „Vísa hver sem vel er gerð“ er eftir Guðmund Gunnarsson á Tindum, ekki Bjarna Gíslason, eins og mér varð á að halda fram. Vonast eftir fyrirgefningu syndanna eftjr þessa játningu. Torfi Jónsson Matgæðingur vikunnar dv Gljáðurham- borgarhryggur - og koníaksbúðingur „Af því að verð á svínakjöti er ahtaf á niðurieið þá datt mér í hug að hafa uppskrift að slíku kjöti. Það var svo gljáður hamborgarhryggur sem varð fyrir valinu,“ sagði Katrín Gústafsdóttir ræstingastjóri sem er matgæðingur DV að þessu sinni. Það sem þarf er: 1 stk. hamborgarhryggur. 'A bolh apríkósusulta. 2 matsk. cideredik. 1 matsk. Dijonsinnep. 1 tesk. Marple-síróp. Rifinn börkur af einni appelsínu. Hryggurinn er soðinn í 3 kortér th eina klukku- stund. Sultunni, edikinu, sinnepinu, sírópinu og app- elsínuberkinum er hrært saman og smurt yfir hrygg- inn. Hann er síðan brúnaður við 170 gráða hita í 15-20 mínútur. Með þessu er borið fram salat, ananas og kartöflur. Einnig sósa sem hrærð er saman úr 3/4 bolla Dijons- innepi og 6 matskeiðum Marple-sírópi. Koníaksbúðingur Katrín gefur einnig uppskrift að koníaksbúðingi. Uppskriftin er fyrir sex manns. í hana fer: 6 eggjarauður. 100 g sykur. 1 'A dl koníak. 6 blöð matarlím. 'A htri af ijóma. Matarhmið er lagt í bleyti og brætt í vatnsbaði. Eggja- rauður og sykur hrært vel saman og koníakinu bætt saman við. Matarhminu, sem hefur verið kælt aðeins, er hrært út í eggjablönduna ásamt þeytta ijómanum. Búðingurinn er látinn í vatnsskolaöa skál eða litlar desertskálar og látinn stífna. Hann er síðan skreyttur með þeyttum ijóma og súkkulaöidropum. Katrín Gústafsdóttir matgæðingur. Bent skal á aö það má gjaman skipta út koníakinu og setja romm í búöinginn í staðinn. Auðveldur gestamatur „Þetta er mjög auðveldur og góður gestamatur," seg- ir Katrín. „Það er hægt að sjóða hamborgarhrygginn daginn áður ef vih og setja glassúrinn á hann rétt áður en fólkið kemur. Hann þarf þá að vera a.m.k. tuttugu mínútur inni í ofni.“ Katrín skorar á Jórunni Jónsdóttur. „Hún og maður- inn hennar, Guðmundur Oddsson, eru miklir kokkar." Hmhliðin____________________________________________________________ Leiðinlegast að þurrka af - segir Guðrún Möller, flugfreyja með meiru „Mér finnst skemmthegast að vera í góðra vina hópi en leiðinleg- ast að þurrka af,“ segir Guðrún Möller, flugfreyja og fyrirsæta, sem sýnir á sér hina hhöina í dag. Guð- rún hefur fleira fyrir stafni en það sem þegar hefur verið talið. Hún mætir 1 sjónvarpssal þegar dregið er í Víkingalottói og les upp tölur heppinna þátttakenda. Fæðingardagur og ár: 30.10.’64. Fuht nafn: Guörún Möller. Maki: Ólafur Ámason. Börn: Kristófer, 6 ára. Bifreið: Honda Civic, ’86. Starf: Flugfreyja, fyrirsæta og starf við Víkingalottó. Laun: Ég myndi segja að þau væm góð. Áhugamál: Hestamennska og úti- vera ahs konar. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég held að ég hafi fengið mest þijár. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera í góðra vina hópi og láta mér hða vel. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Þurrka af. Uppáhaldsmatur: Ahur kínverskur matur er í uppáhaldi hjá mér. Uppáhaldsdrykkur: íslenskt vatn. Hvaða íþróttamaður finnst þér Guðrún Möller. standa fremstur í dag? Geir Sveins- son. Uppáhaldstímarit: Ekkert sérstakt. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Þaö er th svo mikið af fahegum karlmönnum að ég get ekki gert upp á mihi þeirra. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest th að hitta? Kevin Kostner. Uppáhaldsleikari: Arnar Jónsson. Uppáhaldsleikkona: Tinna Gunn- laugsdóttir. Uppáhaldssöngvari: Pabbi minn, hann Berti Möher. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Mér finnst Davið Oddsson þræl- skemmthegur karakter. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Ahir í Jungle Book eins og hún leggur sig. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég er alæta á sjónvarpsefni. Ertu hlynnt eða andvig veru varn- arliðsins hér á landi? Hlynnt. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Jón Axel og Gulh. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður?Kári veðurfræðingur í Imbakassanum. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer afskaplega htið á skemmtistaði, en ef ég læt verða af því kíki ég í Ing- ólfskaffi eða Café Romance. Uppáhaldsfélag i íþróttum: Víking- ur. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Ég stefni að því að láta gott af mér leiða og láta sjálfri mér og fólki kringum mig hða vel. Hvað gerðir þú i sumarfríinu? Ég var heima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.