Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1993, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1993, Blaðsíða 24
24 Sviðsljós Tískukóngurinn Oleg Cassini: Hönnuður kvik- myndastj arnanna Tískukóngurinn Oleg Cassini er oröinn 79 ára en þykir Eifar hress og unglegur. Cassini stundar golf og tennis á hveijum degi. Hann býr á Long Island, stutt frá New York, þar sem hann hefur sinn eigin bú- garö sem þykir víst ekkert slor. Oleg Cassini varð heimsfrægur þegar forsetafrúin Jackie Kennedy kynnti hann sem hönnuö sinn. Oleg og Jackie höföu verið vinir frá því áður en hún kynntist John Kennedy og hafði hann hannað öll hennar fot. Hann bjó í raun til út- lit hennar sem forsetafrúar Banda- ríkjanna. Flestum er eflaust í fersku minni fallegur fatnaður Jackie sem varð allsráðandi sem tískufatnaður sjöunda áratugarins. Auk fatnaðar var hann ráðgjafi forsetafrúarinnar í sambandi við hárgreiðslu og förðun. Cassini varð góður vinur Johns F. Kennedy og dvaldi oft um helgar hjá forseta- hjónunum í Hvíta húsinu. Oleg Cassini fæddist í París. Fað- ir hans var rússneskur sendiherra en móðirin ítölsk greifynja. Oleg ólst að mestu upp á Ítalíu þar sem fjölskylda hans hafði flúið frá Rúss- landi. Hann lærði hönnun fyrst af móður sinni sem keypti „originaf“ Tiskuhönnuðurinn Oleg Cassini var trúlofaður Grace Kelly en upp úr slitnaði. Litlu seinna giftist hún Rainier fursta. Cassini hannaði þó alltaf föt á hana. fatnað frá Paris og lét sauma eftir honum fyrir verslun sína í Florence. Oleg opnaði sína eigin verslun í Róm en stuttu síðar fluttist hann til Ameríku. Hann starfaði fyrst fyrir leikhúsin á Broadway en hélt síðan til Hollywood þar sem kvik- myndaheimurinn beið hans. Þar starfaði hann fyrir kvikmyndafyr- irtækið Paramount. Ævisagan vakti athygli Oleg Cassini hefur hannað fatnað á aflar helstu stjörnur þess tíma, eins og Ritu Hayworth, Katharine Hepburn, Lönu Tumer, Dorothy Lamour, Veronicu Lake, Zsa Zsa Gabor, Brigitte Bardot, Marifyn Monroe, Gerafdine Chaplin, Urs- ulu Andress, Jill St. John og Lindu Evans. Þá má nefna Victoriu Principal, Bo Derek og Deborah Raffin. Oleg Cassini sendi frá sér ævi- sögu sína, In My Own Fashion, fyr- ir nokkrum árum. Þar segir hann frá ýmsum ástarævintýrum sínum, t.d. ellefu ára hjónabandi hans og leikkonunnar Gene Tiemey og trú- Oleg Cassini bjó til útlit Jackie Kennedy sem forsetafrúar Bandarikj- anna og varð heimsfrægur fyrir það. LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 Oleg Cassini lagði mikið á sig til að framleiða ilmvatn sem hann gæti verið stoltur af. Eftir tveggja ára vinnu varð Cassini til og varð það söluhæsta ilmvatn í Harrods í London árið 1990. lofun hans og Grace Kelly rétt áður en hún kynntist Rainier fursta. Oleg Cassini setti á markað fyrir nokkrum árum nýtt ilmvatn sem hann hafði þróað í meira en tvö ár og var uppáhaldsverkefni hans. Ilmvatnið nefndi hann einungis Cassini og hefur það náð miklum vinsældum víða um heim. Það var til að mynda söluhæsta ilmvatnið hjá Harrods í London árið 1990. Oleg Cassini hefur heOlað marg- ar fallegar konur þótt hann sé ókvæntur maður í dag. Honum flnnst hann ávallt ungur þótt ekki hafi hann í hyggju að kvænast á nýjan leik. Þessi aldraði tískuhönn- uöur hefur sannarlega sett mark sitt á tískuna undanfarna áratugi og varla er hann hættur enn. Frábœr skemmtun frá Disney fyrir alla fjölskylduna! SAMm KrAkKaR* Á sunnudaginn kl. 17 veröur hin stórkostlega mynd Ævintýraferöin forsýnd í Sambíóunum, Álfabakka. Milli kl. 4 og 4.30 veröa gefnir 100 miðar á þessa sýningu. Allir sem eru félagar í Krakkaklúbbi DV geta komiö og framvísað skírteininu sínu og fá þeir 100 fyrstu miöa á myndina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.