Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1993, Side 31
43
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993
„Aftanákeyrslur eru tíöari i íslenskri umferð en í öðrum iöndum. Allt lýsir þetta algjöru virðingarleysi fyrir
verðmætum bæði lifandi og dauðurn."
Virðingar-
leysi fyrir
verðmætum
Ofbeldisverk í miðbæ Reykjavík-
ur á liðnum vikum hafa vakið
mikla athygli. Fólk hefur velt því
fyrir sér hvert stefni í íslensku
þjóðfélagi. Unglingsstúlkur ráðast
á jafnöldru sina og misþyrma
henni hrottalega, ungir menn kýla
18 ára pilt í götuna og kjálkabijóta
hann liggjandi með spörkum og
höggum. Um hveija helgi fyllist
biðstofa slysadeildar af drukknu
og ódrukknu fólki sem orðiö hefur
fyrir meiðingum. Flestir hafa lent
í slagsmálum eða slysum, veriö
barðir niöur, keyrðir niður, dottið
niður eða lent í öðrum hremming-
um. Á sunnudagsmorgnum má oft
sjá glaðbeitta smiði í miðbænum
gera við rúður sem brotnar höíðu
verið um nóttina í einhverjum
drykkjulátum. Eftir verslunar-
mannahelgar segja allir fjölmiðlar
frá gegndarlausum drykkjulátum,
rush og slagsmálum. Olvunarakst-
ur og handtökur eru algengari á
íslandi en víðast annars staöar.
Aftanákeyrslur eru tíðari í ís-
lenskri umferð en í öðrum löndum.
Allt lýsir þetta algjöru virðingar-
leysi fyrir verðmætum bæði lifandi
ogdauðum.
Engin einhlít skýr-
ing
Enginn veit hvaða skýringar eru
fyrir hendi á þessum fyrirbærum.
Sumir segja að þetta lýsi inni-
byrgðri reiði unglinganna í mið-
bænum sem brjótist fram á þennan
veg. Aðrir vilja kenna foreldrum og
heimilum um allt saman. Enn aörir
segja aö sjónvarpið sé raunveruleg-
ur sökudólgur, með vaxandi fram-
boði obeldisefnis aukist alls konar
yfirgangur í þjóðfélaginu. Stjómar-
andstæðingar segja að allt sé þetta
stjóminni að kenna. Engin einhlít
skýring er þó fyrir hendi en þeir sem
vilja rannsaka oíbeldið og þjóðarsá-
lina ættu að virða fyrir sér umferð-
ina í Reykjavík og nágrannabyggð-
unum.
„Áfram veginn á
hjólinu ek ég"
Tjörvi læknir hefur um áratuga
skeið farið allra ferða sinna á reið-
hjóli um bæinn. Á þennan hátt
heldur hann sér í ágætu líkamlegu
formi, sparar bensín og minnkar
mengun í fæðingarborg sinni.
Margir samferðamenn hans á göt-
um bæjarins líta þetta athæfi
mannvinarins óblíðum augum.
Þeir telja að göturnar séu einungis
fyrir bíla en engin önnur faratæki.
Gatnagerðarmenn og verkfræðing-
ar borgarinnar em þeim reyndar
hjartanlega sammála enda hefur
Á laekriavaktinni
enginn þeirra gert sér grein fyrir
þvi að til séu reiðhjól og skellinöðr-
ur. Á leiðinni miili Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar er reyndar ekki einu
sinni gert ráð fyrir gangandi veg-
farendum heldur einungis bílum
og aftur bílum. Engar samhang-
andi hjólabrautir eru fyrir hendi
svo að hjólunum er vísað út á ak-
brautavígvöllinn. En Tjörvi eins og
aðrir hjólreiðamenn hefur ákveöið
að láta andúð ökumanna, bílainn-
flytjenda, verkfræðinga, bensín-
sölumanna og yfirvalda eins og
vind um eymn þjóta og heldur því
áfram aö hjóla úr og í vinnu á
hveijum degi. Allt hefur þetta
gengið vel til þessa en margir em
þeir bílstjórar sem vinna á honum
ofbeldisverk á hveijum degi. Sumir
sýna gífurlegt virðingarleysi;
beygja þvert í veg fyrir hjóhð, taka
fram úr hjólinu á miklum hraða
og láta bíÚnn sinn rétt stijúkast við
mannvininn eða flauta hressilega á
hann. Tjörvi verður alltafjafn
hissa á þessum ökuþórum og veltir
því fyrir sér hvort hann skipti þá
engu máli. Eru allir að flýtasér svo
mikið að þeim finnist allt í lagi að
vinna ofbeldisverk á vesælum hjól-
reiöamanni til að hraða fór sinni?
Fæstir virðast átta sig á því að komi
eitthvað fyrir verður oft stórslys.
Hjólreiðamaðurinn er svo óvarinn
í umferðinni að hann slasast stund-
um mikið og ökumaðurinn kemst
ekki leiðar sinnar um langa hríö
sakir yfirheyrslna hjá lögreglu og
alls konar vandræða sem það hefur
í fór með sér að keyra á aöra mann-
eskju í umferðinni. Á hjólinu
skynjar Tjörvi vel þjóðarsál íslend-
ingsins, tilhtsleysið, óþohnmæð-
ina, flýtinn og ósveigjanleikann.
Knapinn sem áður var konungur á
hestbaki er nú sestur í ríki sitt
undir stýri á kraftmiklum bfl. Allir
virðast telja sig eiga einhvern rétt
í umferðinni sem er öhum öðrum
verðmætum yfirsterkari. Bíllinn á
götumar og þess vegna er hjóhð
eins og hvert annað aðskotadýr
sem keyra má í klessu. Hjólreiða-
maðurinn getur passað sig sjálfur.
Börn sem alast upp í bílnum hjá
mörgum þessara ökumanna læra
að mannleg verðmæti skipta engu
máh. Þaö eina sem hefur einhveija
þýðingu eru stundarhagsmunir
bílsins og þeirra sem í honum sitja.
En Tjörvi gefst ekki upp. Hann seg-
ist eiga rétt á gatnakerfi borgarinn-
ar eins og unga stúlkan sem var
barin niður á Lækjartorgi átti fuh-
an rétt á því aö vera vera þar þessa
nótt. Ofbeldismenn era á öðru máh,
en eiga þeir aö vinna endanlegan
sigur á öllum öðram verömætum
enþeirraeigin?
Útboð
Landvegur, Hallstún-Holtsmúli
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagn-
ingu 3,7 km kafla á Landvegi frá Hallstúni
aó Holtsmúla.
Helstu magntölur: Fyllingar og neðra buröar-
lag 45.000 m3 og fláafleygar 21.000 m3.
Verki skal lokið 15. júlí 1994.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rik-
isins á Selfossi og í Borgartúni 5, Reykjavík
(aðalgjaldkera), frá og með 25. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl.
14 þann 8. nóvember 1993.
Vegamálastjóri
K^RARIK Útboð
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS w w
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboóum í
eftirfarandi:
Rarik 93007 20 MVA, 63/11 kV aflspenni,-
Útboósgögn veróa seld á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá
og meö mánudegi 25. október 1993 og kosta
1.000 kr. hvert eintak.
Tilboóum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, Reykjavík, fyrir kl. 14.00
fimmtudaginn 25. nóvember 1993. Veröa þau
þá opnuó aö vióstöddum þeim bjóóendum sem
þess óska.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118
105 Reykjavík
Kjörskrá
til kosninga um sameiningu sveitarféiaga, er fram
eiga að fara 20. nóvember nk„ liggur frammi almenn-
ingi til sýnis í Manntalsskrifstofu Reykjavíkurborgar,
Skúlatúni 2, 2. hæð, á almennum skrifstofutíma, frá
27. október til 20. nóvember nk.
Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrif-
stofu borgarstjóra eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugar-
daginn 6. nóvember nk.
Menn eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra
séu á kjörskránni.
Reykjavík, 20. október 1993.
Borgarstjórinn í Reykjavík
','r. r •-'.rsL-
r ’T: r
r-
UMSÓKNIR
Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum
um kaup á 230 nýjum og eldri félagslegum eignar-
íbúðum sem koma til afhendingar fram á haustið
1995. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um 35
nýjar félagslegar kaupleiguíbúðir sem afhentar verða
á sama tíma. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála
þessara íbúða gilda lög nr. 86/1988 með áorðnum
breytingum.
Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Hús-
næðisnefndar Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 30, og
verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar.
Skrifstofan er opin mánudaga-föstudaga kl. 9-12
og 13-16.
Umsóknum skal skila eigi síðar en 19. nóv. 1993.
Húsnæðisnefnd Reykjavíkur
i