Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Side 9
9 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 dv Hljómplötur Rabbi - Ef ég hefði vængi ★ ★ ★ Kemur aftur á óvart Ef einhver íslenskur tónlistarmað- ur hefur komið verulega á óvart á síðustu árum er það Rafn Jónsson trommuleikari sem lengst af var kenndur við Grafík. Það var löngu vitað að Rabbi var einn albesti trommuleikari landsins. Það er hins vegar laga- og textasmiðurinn Rafn Jónsson sem komið hefur á óvart. Reyndar er svolítið erfitt að henda reiður á hvers konar tónlist það er sem höfðar mest til Rabba og hefur áhrif á lagasmíðar hans. Hann virð- ist vera á ansi víðfeðmu sviði og þessi nýja plata ber þess ótvírætt vitni. Rabbi hefur lag á því að fá ýmsa af bestu söngvurum landsins tíl hðs við sig og þeir setja vissulega svip sinn á lögin. Þannig hljómar lag sem Helgi Bjömsson syngur afskaplega líkt og þau lög sem SSSól flytur, lag sem Andrea Gylfadóttir syngur eins og Todmobile og lag sem Daníel Ág- úst Haraldsson syngur eins og Ný dönsk. Sá möguleiki er líka fyrir hendi að söngvaramir hafi fingur með í spil- inu við útsetningu laganna. Fyrir vikið verða þau æði ólík á köflum og platan þar af leiðandi nokkuð sundurlaus. Gmnnurinn er samt þau lög sem Sævar Sverrisson syng- ur, þrjú alls og þar af besta lag plöt- unnar, Ég vil springa út. Önnur mjög svo frambærileg lög eru Fiðrildi sem Andrea Gylfadóttir syngur og Til- finningar sem Daníel Ágúst Haralds- son syngur. Textamir á plötunni em velflestir eftir Rabba og kemst hann mjög vel frá því verki, þeir eru smekklegir og innihalda eitthvað vitrænt sem því miöur skortir oft á íslenskum plöt- um. Ef ég hefði vængi gefur Rabba von- andi byr undir báða vængi. Sigurður Þór Salvarsson JAPIS3 BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI SÍMI 62 52 00 PANASONIC SD-BT55 BRAUÐGERÐARVÉL ÞÚ VAKNAR VIÐ YLMINN AF NÝBÖKUÐU BRAUÐI PANASONIC NN 5452, 900W,21 LITER, TÖLVUSTÝRÐUR, VERÐ ÁÐUR KR. 29.400,- Hvílum sjónvarpiðog spilum Spilið er þroskandi, skerpir arhyglisgáfu, þjálfar hugareikning og gengur út á klókindi, útsjónarsemi og heppni leikmanns. Spilið er vandað og með íslenskum leiðarvísi. Eitt vtns insælasta r,o\skyMuspir,ð í heipat HEILDSOLUDREIFINC. ÍSLENSKA VERSLUNARMIDSTODIN HF. GRENSÁSVEGI 16 BAKHÚS, SÍMI 087355, FAX 687185

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.