Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Page 11
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993
11
y
Ný framhaldsmynd á Stöð 2:
Þrír vinir
í vanda
Annað kvöld verður sýnd á Stöð 2
framhaldsmyndin „A Statement of
Affairs" eða Vinabönd, eins og hún
heitir í íslensku þýðingunni.
Myndin fjallar um þrjá vini, Ró-
bert, Alan og Steve. Þeir hafa verið
nánir félagar frá barnæsku og
vinaböndin hafa haldið fram á fuU-
orðinsár, þrátt fyrir að líf þeirra
hafi tekið mjög ólíka stefnu.
Myndin hefst á því að Robert
Staunton og kona hans, Pip Staun-
ton, eru stödd á glæsilegu veitinga-
húsi í London. Með þeim í for eru
Simon og Anna. Raunar er Pip að
reyna að koma þeim saman. Þau
vita ekki að með þeim fylgjast
dökkklæddir menn, sem hafast við
í ómerktum sendiferðabíl fyrir ut-
an. Þegar hjónin hafa kvatt Símon
og aka af stað ásamt Önnu eltir
sendiferðabíllinn þau.
Ekki allt
sem sýnist
Róbert þessi er orðinn vel metinn
endurskoðandi þegar hér er komið
sögu. Pip, eiginkona hans, var áður
fyrirsæta en hefur nú snúið sér að
leiklist. Þau njóta hins ljúfa Mfs
enda barnlaus.
Alan, vinur þeirra, er kominn í
lögregluna og þótt hann sé ham-
ingjusamur með eiginkonunni Ca-
rol og dótturinhi ungu, Amy, þá
hefur hann áhyggjur af þeim lágu
launum sem hann fær.
Steve vinnur við húsbyggingar
og ekki er annað að sjá en honum
gangi allt í haginn. Hann er kvænt-
ur Sue og þau eiga tvo unga syni.
En fjárhagurinn stendur ekki sem
best.
Þótt allt virðist leika í lyndi á yfir-
borðinu er ekki allt sem sýnist í
þessum þrem hjónaböndum. Þau
standa ekki á eins traustum grunni
og þau virðast gera við fyrstu sýn.
í aðalhlutverkum eru Adrian
Dunbar (Róbert), Frances Barber
(Pip), David Therefall (Alan), Les-
ley Manville (Carol), Dorian Healy
(Steve), Rosalind Bennett (Sue) og
Eitt stærsta úrval
landsins af fataskápum
100x197x52 - 18.470 kr.
Þýsku Bypack fataskáparnir fást í yfir
40 gerðum. Litir: hvítt, eik, fura og
svart.
Með renni-, felli- og rimlahurðum.
Með eða án spegla. Góð hönnun í
smáatriðum.
Fataskápar fyrir litil og stór herbergi.
Sendum litmyndabækling og verð-
lista.
H
F
Yolanda Vazques (Anna). sýndurámánudagskvöldið22. nóv- Þeir hafa verið vinir frá barnæsku og eru enn, þótt þeir hafi farið mjög
Síðari hluti myndarinnar verður ember. mismunandi leiðir í lífinu.
JÓLATILBOÐ Á MÁLNINGU
399 kr/ltr.
iWVMETRÓ
- miðstöð heimilanna
*Verð miðast við kaup á 5 lítrum
' "'Vý Reykjavík I Mjódd og Lynhálsi 10 670050 ' 675600 Akureyri Furuvölíum 1 96-12780 ísafiröi Mjallargötu 1 94-4644 ^ ■ 'W' Akranesi Stillholt 16 93-11799