Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 Dagur í líf Jóhamis Páls Valdimarssonar, bókaútgefanda hjá Forlaginu í bullandi önnum Þriðjudagurinn var keimlíkur öðrum dögum á þessum árstíma þegar allt snýst um að koma út síðustu jólabókunum og vinnu við kynningar- og auglýsingamál. Ég vaknaði aö venju skömmu fyrir klukkan sjö og fékk mér morgunmat sem samanstendur alltaf af því sama: ABT- mjólk eða jógúrt og kaffi. Með kaöinu les ég Morgunblaðið og þessa dagana flettí ég fyrst hratt í gegn um það og athuga hvort bókaumfjöllun sé í því og les það síöan í hefld. í morgun var viðtal við ýmsa útgef- endur um þá ákvörðun að selja bækur á óbreyttu verði fyrir þessi jól og draga úr auglýsingakostnaði en þessi aðgerð sam- svarar um 20% verðlækkun á bókum fyr- ir útgefendur. Vaktisoninn Að lestrinum loknum vakti ég Valdimar, 5 ára son minn, en það geri ég á hverjum morgni með því að leggjast uppí hjá hon- um og við heilsum nýjum degi með ljúfum ærslum og gamanmálum. Því næst skelltí ég mér í daglegt bað og keyrði drenginn til dagmömmunnar. Klukkan 9 mættí ég á vikulegan fund með söludeildinni sem hefur aðsetur í Síðumúla. Farið var yfir starfsemi síðustu viku og skipulögð vikan framundan. Fundinum lauk á ellefta tímanum og ég hélt á skrifstofu mína á Laugaveginum þar sem margvísleg skilaboð og verkefni biðu. Ég hef það vinnulag að reyna að sinna öllum verkefnum í gegnum síma og fax- tæki og hreyfi mig varla af skrifstofunni; þannig nýtist tíminn mun betur. Eftir nokkur símtöl og stuttan fund með starfs- mönnum auglýsingastofu fór ég á kín- verskan veitingastað í nágrenninu ásamt nokkrum starfsfélögum. Þar var auðvitað rætt um rithöfunda, bækur og gagnrýni. Allt á léttum nótum. Eftir matínn var allt með svipuðu sniði; stanslaus símtöl og tilfallandi verkefni. Ég gekk frá fréttatilkynningum vegna fjögurra nýútkominna bóka og sendi til fjölmiðla. Pantaði auglýsingasíðu í dag- blaði, las yfir texta í blaöaauglýsingar og fleira þess háttar. Ég var, eins og oftast, í símanum þegar ljósmyndari DV kom tíl að taka mynd vegna þessa spjalls þannig að myndefnið var sjálfgeflð. Síðan tók ég ákvörðun um að gefa út á næsta ári þýddar bækur um ljósmyndun og golf. Hringdi í Amgrím Thorlacius, sem féllst á að þýða ljósmyndabókina, en sam- starfsmaöur minn fékk Geir Svansson tíl að þýða golfbókina. Stanslaus símtöl Dagurinn hélt áfram með stanslausum símtölum, m.a. við Hvíta húsið vegna happdrættís í íslenskum bókatíðindum, við framleiðslustjóra Odda vegna pappírs í bók um Karólínu Lárasdóttur, við Há- skólabíó vegna leigu á sýningarkössum í anddyri, við ungan höfund sem vildi fá nánari skýringar á hvers vegna ég aíþakk- aði útgáfu á handriti hans, við ótal aðila sem buðu auglýsingar á óviðjafnanlegum kjörum sem öllum var hafnað. Kona frá félagsstarfi aldraðra óskaði eftír að Guð- bergur Bergsson læsi úr bók sinni vegna eindreginna óska gamla fólksins. Það var því miður ekki unnt að verða við því þar sem Guðbergur er á fórum tfl útlanda. Af sömu ástæðu varð ég aö neita viðtah við Guðberg á Aðalstöðinni. Guðbergur leit reyndar inn og var það hin ánægjulegasta heimsókn eins og alltaf. Um hálfsexleytið sóttu eiginkonan og Valdimar mig og við fórum í heimsókn tíl foreldra minna og sátum þar fram að kvöldmatartíma. Þá fórum viö heim og borðuðum snarl og ég horfði með öðra auganu á Dagsljós og fréttir Ríkissjón- varpsins. Við hjónin ákváðum að skeUa okkur í níubíó að sjá Repulsion. eftir Roman Polanski hjá Hreyfimyndafélag- inu. Býsna góð mynd en kannski full- spennandi til að ég næði að vinda ofan af mér eftir daginn. Sofnaöur var ég um miðnættið. Dagurinn var ekki ríkur að ytri atburðum en því meira gekk á í höfð- inu á mér. Það er eðli starfsins. Jóhann Páll Valdimarsson. DV-mynd GVA Finnur þú funm brevtingar? 232 Eftir sjö ór sem heimavinnandi húsmóöir er afskaplega erfitt að komast Nafn: út á vinnumarkaöinn afturl © PIB Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Audio Sonic ferðaútvarpstæki frá verslun- inni Hljómbæ, Hverfisgötu 105. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Mömmudrengur, Þrumu- hjarta, Blóðrúnir, Hetja og Banvæn þrá. Bækumar era gefnar út af Fijálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 232 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uö og þrítugustu getraun reyndust vera: 1. Magnús Óli Sigurðsson, Heiðarhrauni 306,240 Grinda- vík. 2. Unnar Ólsen, Höfðabraut 2, 300 Akranesi. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.