Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Side 22
22
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993
Sérstæð sakamál
Iitli einræðisherraím
Alan Peirs Rose var tuttugu og
þriggja ára og liöþjálfi í breska
hernum þegar hann kynntist
Maureen Denton. Hún var þá að-
eins sautján ára. Hann sá hana
fyrst á hermannadansleik, Maure-
en var lagleg stúlka, sem karlmenn
Utu gjarnan hýru auga, og Alan hár
og nokkuð myndarlegur. Þeim leist
strax vel hvoru á annað og árið
eftir gengu þau í hjónaband.
Það væri hins vegar rangt að
segja að hamingjan hefði ráðið ríkj-
um í raðhúsinu sem þau fluttust í,
en það var í úthverfinu Islington í
London. Breytti það litlu þótt þau
hjón eignuðust tvo syni, Carl og
David.
Maureen komst fljótlega að því
að Alan aðhylltist nasisma. Hann
hafði herbergi fyrir sig á neðri hæð
hússins og þar hafði hann uppi á
vegg mynd af Hitler, auk þess sem
í herberginu voru ýmsir hlutir frá
nasistatímabilinu í Þýskalandi, svo
sem hakakross, og hélt Alan því
fram að hann hefði verið í eigu
sjálfs foringja Þriðja ríkisins.
Hugmynd um
morð vaknar
Heima fyrir notaði Alan nasista-
kveðjuna og krafðist þess aö
Maureen tileinkaði sér hana líka,
því allar skipanir á heimilinu voru
gefnar á þýsku. Alan stundaði
þýskunám, og þar kom að hann
gerði það að kröfu sinni að Maure-
en lærði hana líka.
Brátt var svo komið að heimilið
var rekið eins og lítið einræðisríki.
Maureen var þar í hlutverki hins
kúgaða og gerði hún ekki eins og
fyrir hana var lagt fékk hún löðr-
ung.
Smám saman varð Maureen mjög
afhuga þessu lífi. Nokkrum sinnum
reyndi hún að flytjast að heiman
en í hvert sinn kom Alan og sótti
hana. Til þess að fá hana til að snúa
heim hótaði hann henni að taka frá
henni drengina og flytjast með þá
á stað þar sem hún fyndi þá aldrei
framar.
Alan fann þó að hótanir hans
beygðu Maureen ekki meira en svo
að hún var stöðugt að leita leiöa til
að komast undan ofríki hans. Hann
fór því að leggja á hana hatur og
loks að íhuga á hvern hátt hann
gæti myrt han'a án þess að þaö
kæmist upp.
Slæmar hugmyndir
Alan stóð sig vel í hernum og þar
kom að hann var gerður að yfirlið-
þjálfa. Hann sá nú um að þjálfa
skyttur og gæta vopnabúrs her-
sveitarinnar sem hann var í. Var
ljóst að yfirmenn hans í hemum
vissu ekkert um einkalíf hans.
Á þessu stigi málsins hefði Alan
vafalaust getað tekið eina af byss-
unum í vopnabúrinu, ráðið konu
sína af dögum með henni og skilað
byssunni aftur. Vopnasafnið var
það stórt að litlar líkur hefðu veriö
til þess að byssan fyndist og hann
tengdur glæpnum. En tilögulega
einfóld lausn af þessu tagi var ekki
í stíl við þær hugmyndir sem Alan
gerði sér um það hvemig ráða
skyldi Maureen af dögum. Sá at-
burður yrði að vera stærri í sniðum
eða þá beinlínis leikrænn. Hann
leitaði því til tveggja drengja, Ger-
alds Nicols, fimmtán ára, og Robins
Brough, íjórtán ára, sem fannst það
mjög „spennandi" að til þeirra
skyldi vera leitaö í þeim tilgangi
að fá þá til að fremja morð. Voru
nú haldnir nokkrir fundir þar sem
ýmsar hugmyndir vora teknar til
umræðu.
Ein var á þá leið að kveikja í
húsinu og brenna það til granna.
Robin Brough.
Önnur gekk út á aö sprengja húsið
í loft upp. Báðum hugmyndunum
hafnaði Alan að lokum því honum
var ljóst aö þær yrðu ekki fram-
kvæmdar að næturlagi án þess að
drengirnir hans týndu lífi með
móður sinni.
Skotárás skipulögð
Næsta.hugmynd sem Alan fékk
var sú að dulbúa drápið á Maureen
sem árás vopnaðra ræningja. Eftir
nokkra umíjöllun var einnig fallið
frá henni. Þá ákvað Alan að láta
þá Gerald og Robin fá sína skamm-
byssuna hvor úr vopnabúri hers-
ins. Þeir skyldu síöan taka sér
stöðu við götuhorn sem Maureen
var vön að ganga um á kvöldin
þegar hún hafði verið í heimsókn
hjá foreldrum sínum.
Af einhverjum ástæðum hætti
Alan við framkvæmdina um mín-
útu áður en Maureen kom að götu-
hominu það kvöld sem til morðsins
hafði verið valið. Hann greiddi pilt-
unum umsamda upphæð, tók af
þeim byssurnar og lét þá fara sína
leið.
Er hér var komið hafði Maureen
Maureen Rose.
tvívegis flust aö heiman. Hún tók
nú saman nokkuð af foggum sínum
í þriðja sinn, án þess þó að hafa
hugmynd um hve litlu hafði munað
að hún yrði skotin.
Alan fór til hennar, lagði byssu-
hlaup að enni hennar og neyddi
hana til að snúa heim með hótun
um að myrða hana og syni þeirra
tvo og fremja síðan sjálfsvíg gerði
hún það ekki. Hún gaf eftir en þá
var sem Alan léti sér nægja að hafa
beygt haria og ók meö hana og
drengina heim til foreldra hennar.
Maureen sneri ekki aftur heim
eftir þetta en nokkru síðar gerðist
það sem vakti mikla afbrýðisemi
með Alan.
Elskhuginn
Þau Maureen og Alan höfðu átt
kunningja, Andreas Kosta. Hann
var aðeins átján ára en hafði oft
hjálpað Maureen þegar hún átti í
erfiðleikum í hjónabandinu. Nú
fóra þau aö umgangast meira en
áður og loks urðu þau ástfangin.
Um þetta leyti fékk Maureen til
umráða litla íbúð. Vora það for-
eldrar Alans sem útveguðu henni
hana en þeir höfðu miklar efa-
semdir um framferði sonarins.
Nokkru eftir að Maureen fluttist í
íbúðina fór Andreas að búa þar hjá
henni.
Alan frétti af þessu og ákvað að
nú skyldi hann gera alvöru úr því
að myrða Maureen. íbúðin var fyr-
ir ofan verslun sem foreldrar hans
áttu en sjálflr bjuggu þeir skammt
frá. Alan hafði hins vegar búið í
þessari íbúð þegar hann var
ókvæntur og átti enn lykla að
henni.
Kvöld eitt í janúar tók Alan her-
mannaskammbyssu sína, fór að
húsinu og inn í það. Myrkur var í
íbúðinni og ljóst að enginn var
heima. Hann kom sér því fyrir í
kima, skammt frá íbúðardyranum.
Þar ætlaði hann sér að bíöa þar til
Maureen og Andreas kæmu heim.
Morðið
Alan beið alllengi. Svo sá hann
Maureen koma með unga sambýl-
ismanninum sínum. Hann leyfði
þeim aö fara inn í íbúðina og beið
enn allengi eöa þar til klukkutími
var liöinn frá því aö ljósin höfðu
verið slökkt. Þá þóttist hann viss
um að bæði væru sofnuð.
Hann opnaði varlega dymar á
íbúðinni með lyklinum sem hann
var með. Svo læddist hann inn í
svefnherbergið. Þar inni var ekkert
Ijós en frá götuljósi lagði það mika
birtu inn um gluggann að hann sá
nægilega vel til.
Alan gekk að höfðalaginu með
skammbyssuna í hendi og miðaði
á höfuðið á Maureen. En honum
þótti það ekki snúa rétt og nú gerði
hann dálítið sem erfitt er að skilja.
Hann hreyfði höfuð hennar svo það
lægi betur við skoti. Við það vakn-
aði Maureen auðvitað. Þótt hún
væri í svefnrofunum sá hún hvað
Alan var með í hendinni og þá
skipti hann enn einu sinni um
skoðun. í stað þess að skjóta hana,
sagði hann: „Færðu höfuðið aðeins
frá svo ég geti skotið hann.“ Svo
setti hann byssuhlaupið að höfði
Andreas og tók í gikkinn.
Á næstu lögreglustöð
Skothvellurinn var hár. Maureen
hentist upp í rúminu og æpti. Hún
krafðist þess að Alan hringdi á
sjúkrabíl en það neitaði hann að
gera. Þess í stað miðaði hann byss-
unni á höfuð hennar og þannig
hélt hann henni í rúminu í hálf-
tíma. Þá stakk hann skammbyss-
unni í buxnastrenginn og sagði: „Ef
þú endilega vilt skal ég hringja á
sjúkrabíl."
Alan gekk út úr húsinu og á
næstu lögreglustöð. Þar lagði hann
vopnið á borðið og sagði: „Ég var
að enda við aö skjóta óþokka uppi
í rúmi hjá konunni minni.“
Skýrsla var tekin af honum en
hann síðan settur í varðhald meðan
rannsókn málsins fór fram.
Fljótlega var gefin út morðákæra
á hendur Alan Peirs Rose. Þegar
hann kom fyrir rétt sagði hann að
sér hefði aðeins gengið það til að
hræða Andreas Kosta og fá hann
þannig til að halda sig frá Maureen
en hann hefði reynt að ná skamm-
byssunni af sér og skotið þá hlaup-
ið úr henni.
„Maöurinn
er geðveikur"
Saksóknari vísaði fullyrðingu
Alans á bug. Hann sagði ljóst að
frásögnin af átökum um byssuna
væri ósönn. Réttarlæknar hefðu í
skýrslu sinni bent á að byssuhlaup-
inu hefði verið haldið þétt upp að
höfði Andreas þegar skotið var.
Þá hafði saksóknarinn annað
tromp á hendinni. Annar piltanna
tveggja sem Alan haföi upphaflega
ráðið til að myrða Maureen hafði
ekki getað þagað. Saga hans barst
lögreglunni til eyrna áður en rétt-
arhöldin fóru fram og varð það til
þess að hægt var að leggja vitnis-
burð piltanna fram í réttinum.
Varð frásögn þeirra af fyrirhuguðu
morði Alans á konu sinni til að
renna styrkum stoðum undir full-
yrðingar saksóknara sem krafðist
dóms fyrir morð.
Svo fór að Alan var sekur fund-
inn um að hafa myrt Andreas
Kosta og fékk lífstíðardóm, þó með
möguleika á lausn.
Eftir réttarhöldin ræddi Maureen
við blaðamenn og sagði þá meðal
annars: „Maðurinn er geðveikur
og það sem hann gerði við Andreas
Kosta kann hann að hafa í huga
að gera við mig þegar og ef hann
losnar. En þegar ég er búin að fá
skilnað frá honum, og hann fær ég
brátt, flyst ég með drengina í annan
landshluta og reyni að tryggja að
Alan komist aldrei að því hvar við
búum.“