Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993 3 Fréttir Verslanastríð: KEAskoðar húsnæði í Reykjavík Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; „Viö erum búnir að skoða ýmsa möguleika varðandi verslunarhús- næði í Reykjavík, við höfum ekkert leynt því,“ segir Hannes Karlsson, sem sér um matvöruverslanir Kaup- félags Eyfirðinga, en KEA er nú að athuga möguleika á að opna mat- vöruverslun í Reykjavík. Varðandi staðsetningu verslunar- innar í Reykjavík, ef af yrði, hefur m.a. verið rætt um að sú verslun yrði í Mjóddinni í Breiðholti. KEA- menn verjast allra fregna af máhnu þessa dagana en neita því ekki að máhð sé í athugun og tíðinda geti verið að vænta innan skamms. Með opnun matvöruverslunar í Reykjavík væru KEA-menn að fara inn í þá hörðu samkeppni sem ríkir í höfuðborginni og hafa þeir sagt að með því fengju þeir aukna veltu í matvöruverslun sína með meiri sölu sem um leið stuðlaði að aukinni hag- kvæmni í innkaupum. Þessi hug- mynd hefur verið til skoðunar í nokkurn tíma í fyrirtækinu og fékk byr undir báða vængi þegar Bónus- verslun var opnuð á Akureyri fyrir skömmu. Heimsmeistarakeppni: Bárðurfékkgull fyrír „Gullið tárM Bárður Guðlaugsson barþjónn fékk guhverðlaun fyrir drykk sinn Gulhð tár í heimsmeistarakeppni barþjóna sem fram fór í Austurríki um helg- ina. Bárður sigraði í keppni um besta þurra kokkteihnn en einnig kepptu menn í blöndun besta sæta kokkteils- ins og langdrykkjarins (long-drink). Um 300 barþjónar víðs vegár að tóku þátt í keppninni, þar á meðal nokkr- ir íslendingar. Gulhð tár samanstendur af Absolut sítrónuvodka, þurrum Martini og Bols guhlíkjör. -hlh — Alþýðusambandið: Enndeiltum leiðirAogB Á sambandsstjórnarfundi Alþýðu- sambandsins sem stóð yfir á mánu- dag og þriðjudag kom fram thlaga um að láta kanna betur samanburð á því sem kahað var leið A og leið B í viðræðum launanefndar ASI og rík- isstjórnarinnar á dögunum. „Þessi tillaga kom fram eftir að búið var að flytja ítarlega skýrslu á fundinum um mismuninn á þessum leiðum. Þess vegna var thlögunni vísað frá sem tilefnislausri," sagði Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðu- sambandsins. Það var Hahsteinn Friðþjófsson, formaður Verkamannafélagsins Fram á Seyðisfirði, sem flutti thlög- una. Hann er í hópi Alþýðuflokks- manna í sambandsstjóm ASÍ. Þeir hafa verið óánægðir með að leið B skyldi ekki vera valin á dögunum eins og ráðherrar flokksins voru líka. -S.dór Samkeppni um Fossvogsdal? Umhverfisráð Kópavogs hefur lagt til að falhð verði frá fyrirhggjandi skipulagstihögu um golfvöh í Foss- vogsdal og vih þess í stað efna th opinnar samkeppni um skipulag úti- vistarsvæðis í dalnum. Samkvæmt tihögu umhverfisráðs er miðað við að í dalnum verði grænt útivistarsvæði fyrir almenning. Gert er ráð fyrir aö samkeppninni og vah á skipulagstihögu verði að fuhu lokið næstavor. -GHS Með hagstæðum samningum og sameiginlegum innkaupum Apple á Norðurlöndunum tókst okkur að útvega Macintosh LCin á þessu ótrúlega verði og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Fyrstu 100 tölvurnar seldust á tveimur dögum, en okkur hefur tekist að útvega 150 í viðbót. Macintosh LCIII er sérlega hentug tölva hvort heldur er fyrir heimili, skóla eða fyrirtæki. Hún er álíka öflug-og Macintosh Ilci-tölvan var, en verðið á sér engan líka. Hún er með 14" hágæða litaskjá, hnappaborð, mús, 4 Mb vinnsluminni, 80 Mb harðdisk, Apple SuperDrive-diskadrifi, sem getur einnig lesið og skrifað á diska með MS-DOS, OS/2 og ProDOS-sniði. Nettenging er inn- byggð og þannig má tengja hana við aðrar tölvur og á þann hátt samnýtt skanna og prentara, senda tölvupóst og vinna í sam- eiginlegum gögnum. Svo er stýrikerfi Macintosh-tölvanna auðvitað allt á íslensku. Samanburður á vinnslugetu: Macintosh Classic Macintogh Colour Classic Macintosh LC Macintosh LCII Macintosh LCIII Macintosh IIci Áætlaðar mánaðargreiðslur: Euro-raðgreiðslur: Engin útborgun og 11.044,- kr. á mán. í 11 mánuði Visa-raðgreiðslur: Engin útborgun og u.þ.b. 6.910,- á mán. í 18 mánuði Munalán: 26.855,- kr. útborgun og 3-707 ,- kr. á mán. í 30 mánuði Verð aðeins 107.419,- kr. eða 99.900,' stgr. Umboðsmenn: Haftækni, Akureyri Póllinn, ísafirði I Apple-umboðið ^ Skipholti 21, sími: (91) 624800 ,fs$f \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.