Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 28
44 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993 Læt ekki hafa áhrif á mig. Blekktur og spottaður „Ég hef ætíð verið stuðnings- maður og aðdáandi Steingríms Hermannssonar. Nú hef ég hins vegar verið blekktur, spottaður og auðmýktur af honum og fleiri. Ég kann ekki við að sé verið að ljúga upp á okkur,“ segir Jón Sig- urðsson, stjórnarmaður í Mót- vægi, við DV í gær 'en miklar deilur eru innan Mótvægis um framtíð Tímans. Ummæli dagsins Út með’ann „Framkoma Steingríms Her- mannssonar í þessu máli bendir til þess að hann eigi ekki að taka þátt í stjómun landsins og þaðan af síður í stjómun bankanna. Honum ber að segja af sér for- mennsku í Framsóknarflokkn- um,“ segir í leiðara Tímans í gær um sama mál. Læt ekki hafa áhrif á mig „Ég læt ekki svona lagað hafa áhrif á mig en ég skal ekki segja hvort þetta hafi áhrif á einhverja aðra flokksmenn," svarar Stein- grímur í DV í gær aðspurður um leiðaraskrif Tímans. Hann segir þau mótast af hefndarhug rit- . > stjórans, Þórs Jónssonar. Mannanafnalögin íslenska málfræöifélagið held- ur opinn fund um mannanafna- Iögin í stofu 101 í Lögbergi HÍ í dag kl. 17. Formaður manna- nafnanefndar, Halldór Ármann Sigurðsson, flytur erindi um lög- in og túlkun þeirra. Cranio Sacral Opinn kynningarfúndur á Cranio Sacral, höfuðkúpu- og spjaidhryggsmeðferð, verður i Skeifunni 7,2. hæð, kl. 20. Fyrir- lesari ér Heike Pfaff. Fundir ITC-deildin Melkorka heldur fund í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi kl. 20 í kvöld. Uppl. gefa Edda f s. 686689 og Sól- veig i s. 674561. Stefnumótun í menntakerfinu Ráðstefna um stefnumótun og gæðastjómun í menntakerfinu verður haldin í sal 2 í Háskólabíó frá kl. 13 tíl 17.30 í dag. Hótel mamma Æskulýðssamband íslands gengst fyrir ráðstefnu um hús- næðismái ungs fólks á íslandi í dag undir yfirskriftinni „Hótel mammma". Ráöstefnan hefst kl. 17 i Risinu, Hverfisgötu 105. Mynd kvenna í fjölmiðlum KRFÍ heldur opinn kvöldverð- arftmd um Mynd kvenna i fjöl- miðlum í kvöld kl. 18 til 21. Fund- urinn er haldinn í Komhiöðunni, Bankastræti 2. íslenskt bókmenntakvöld Höfundar og leikarar lesa úr nýjum, íslenskum skáldverkum sem koma út hjá Máli og menn- ingu og Forlaginu í Þjóðleikhús- inu í kvöld kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og öUum heimill. Rigning austast Stormviðvörun í morgun kl. 7. Búist er við stormi á suðvesturmiðum, Faxaflóamiðum, Breiðaijarðarmið- Veðriðídag um, suðausturmiðum, vesturdjúpi, suðausturdjúpi og suðurdjúpi. Það verður suðlæg átt, víðast gola eða kaldi og rigning austast á landinu í dag en annars víða þurrt. Vaxandi suðaustanátt í kvöld, allhvasst eða hvasst og rgining sunnanlands og vestan í nótt. Hiti breytist lítið í dag en í nótt hlýnar. A höfuðborgarsvæðinu verður suðaustan kaldi og skýjað með köfl- um en þurrt að mestu í dag en all- hvöss eöa hvöss suðaustanátt og rigning í nótt. Hiti 2 til 6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.04 Sólarupprás á morgun: 10.28 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.23 Árdegisflóð á morgun: 3.50 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjað 1 Egilsstaðir rigning 6 Galtarviti léttskýjað 5 Keflavíkurflugvöllur skýjað 4 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 0 Raufarhöfn léttskýjað 0 Reykjavík skúr 2 Vestmannaeyjar skýjað 4 Bergen snjókoma 0 Helsinki snjókoma -2 Ósló snjókoma -2 Stokkhólmur komsnjór 2 Þórshöfn léttskýjað 2 Amsterdam þokumóða -1 Barcelona þokumóða 7 Berlín þokumóða -9 Chicago alskýjað 8 Feneyjar heiðskirt 2 Frankfurt þokumóða -5 Glasgow mistur -3 Hamborg þokumóða -6 London mistur 0 Madrid hálfskýjað 2 Malaga hálfskýjaö 10 Mallorca léttskýjað 9 Montreal rigning -3 New York alskýjað 9 Nuuk snjókoma -8 Orlando alskýjað 18 París léttskýjað -5 Vín skafr. -3 Winnipeg heiðskírt -21 „Það kemur fyrir að maður tekur með sér skissubókina og vinnur eitthvað á leiðinni milli Keflayíkur og Reykjavíkur," segir Jón Ágúst Pálmason, grafískur hönnuður sem bar sígur úr býtum í sam- keppni um merki fimmtíu ára lýð- veldisafmælis. Jón Ágúst býr í Keflavík en vinnur i Reykjavík og merkið var að mestu hannað í rút- Maðiu dagsins unni á milli. Jón Ágúst er fæddur og uppalinn 1 Keflavík og segist helst ekki vilja fara þaðan. „Hins vegar er litið að gera á mínu sviöi í Keflavík og því hef ég þetta svona.“ Jón Ágúst hefur mest verið í myndskreytingum og hefiir al- menningur haft verk hans fyrir augum áður og má nefna dagatal íslandsbanka þar sem tekin voru fyrir orðtök. Jón Ágúst er lærður auglýsinga- Jón Agúst Pálmason. DV-mynd BG teiknari og lauk námi úr MHÍ1991. Hann fór upphaflega i nám í MHI aðeins sautján ára gamall árið 1972 og var í tvo vetur en hætti. í niu ár kenndi hann myndmennt og fór þá í skólann aftur og lauk honum. Meöan hann fékkst við kennslu lærði hann málun og teikningu hjá Eiríkí Smith. „Teikningin er mitt uppáhald og geri svohtið aö þvi i fristundum. Sem stendur eru þessar teikningar fyrir sjálfan mig en ætli ég haldi ekki sýningu sehma, eins og aðrir.“ Aðspurður segist Jón Ágúst ekki hafa tekið þátt í svona samkeppni áöur en nú hafi gefist góður tími. Fyrir utan vinnu sína hjá Auglýs- ingastofunni Yddu kennir Jón Ág- úst téikningu og málun tvö kvöld í viku. Hann er kvæntur Hildi Nönnu Jónsdóttur sem starfar sem bókari hjá Hitaveitu Suðurnesja. Þau eiga tvær dætur, Júlíu, 14 ára, og Katrínu Lillý, 4 ára. Verðlaunaupphæöin sem Jón Ágúst fær nemur 400 þúsundum. Þegar hann var spurður hvað hann hygðist gera við peningana svaraði hann að bragði: „Það fer í bankann aðborga,borga.“ -JJ Sex leikir í 1. deild Sex leikir verða í 1. deild karla i handbolta. í Garðabæ keppa Stjarnan og KA, í Höllinní KR og ÍBV, FH og Valur í Kaplakrika, Afturelding og ÍR keppa í íþrótta- íþróttir húsinu að Varmá og leikur Vík- ings og Selfoss veröur í Víkinni. Allir þessir leikir hefiast kl. 20.00 en kl. 20.30 hefst leikur Þórs og Hauka á Akureyri. í 1. deild kvenna verða 2 leikir. Ármann og Fram keppa í Höll- inni en Valur og KR i Valsheimili 20.00. Skák Norski stórmeistarinn og knattspyrnu- hetjan Simen Agdestein vann fyrstu skákina af Vassily Ivantsjúk á Inter- polis-mótinu sem nú stendur yfir í TU- birng. En Ivantsjúk jafnaöi og í bráðabana með 20 mínútna umhugsunartíma reynd- ist hann sterkari og sló Norðmanninn út. í fyrstu skák þeirra hatði Agdestein hvítt og átti leik í þessari stöðu: 29. Re3! He4?? Ivantsjúk átti nægan tima á klukkunni en leikur þó gróflega af sér. Hrókurinn á ekki marga reiti en hann varð að reyna 29. - Hd4 30. Rf5 + Kg6 31. Rxd4 exd4, þrátt fyrir að vinningsmögu- leikar hvíts séu góðir eftir 32. Hf6 + Kxg5 33. Hxb6. 30. R£5+ Kg6 31. Rd6 Nú fer heill hrókur í hafið. Ivantsjúk gafst upp. Jón L. Árnason Bridge Það er að sjálfsögðu ekki leyfilegt aö svindla í bridge, en til er nokkuð sem mætti kalla heiðarlegt svindl. Hér er eitt dæmi sem mætti krýna þeirri nafngift og lýsir hugmyndaauðgi hjá sagnhafa. Sagnir ganga þannig, norður gjafari og n-s á hættu: * DG6 V KD863 ♦ K1072 + 3 * 9843 V 10 4 Q84 + G10952 * 1052 V G954 ♦ ÁD65 + K6 * ÁK7 V Á72 * G3 + ÁD874 Norður Austur Suður Vestur pass pass 1+ dobl 5+ dobl p/h Kerfi n-s var eðlilegt (standard) og laufopnunin lofaði þrílit minnst í litnum. Norður var ansi djarfur þegar hann ákvað að hindrunarsegja á fimmta sagn- stigi gegn úttektardobli vesturs með að- eins einn punkt. Hann fær ekki hrós fyr- ir þá sögn, enda stendur ekkert geim á hendur a-v. En suður fær hins vegar hrósið fyrir „svmdlið" í úrspilinu. Útspil vesturs var hjartakóngur sem suður drap á ás og síðan trompaði hann hjarta í blindum. Næst var laufi svínað, laufás tekinn og híarta enn trompað. Suður bað síðan um tígul úr blindum og vestur drap gosa sagnhafa á kóng. Veshor vildi eðli- lega ekki spila hjarta í tvöfalda eyðu og ekki leist honum vel á að spila tigli. Þess vegna var spaðadrottning lögð á borðið. Sagnhafi var tljótur að gefa þann slag. Eitthvað virðast köllin í litunum hjá a-v hafa brugðist þvi vestur hélt grunlaus áfram spaðasókninni. Þar með gat sagn- hafi hent tígultapslag niður í fjóröa spað- ann. Kallast þetta ekki heiðarlegt svindl?! ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.