Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993
41
Sviðsljós
Leikkonan Marlee Matlin, sem er
heyrnarlaus, hefur lýst því yfir að
hana langi til að breyta um hlut-
verk. Allt frá þvi hún sló i gegn í
myndinni Children of a Lesser God
hefur hún leikið nokkur hlutverk
sem öll eiga það sameiginlegt að
vera „alvarleg". Hún viðurkennir
að hún sé ekki týpan til að vera
með grínþátt uppi á sviði en hana
langi til að leika fleiri hlutverk sem
flokkast undir grinhlutverk en þau
sem hafa verið á afrekaskránni
hingað til.
Hundur og eigandi í stíl! Þetta par
var á alþjóðlegri hundasýningu
sem haldin var í Búkarest um
helgina. í Rúmeníu eru hundar
taldir í hópi lúxusvara því venjuleg
mánaðarlaun eru svo lág að fólk
hefur ekki efni á því að fæða hund-
ana sína.
Chris O’Donnell er stundum talinn sá þægasti og saklausasti í Holly-
wood i dag en hann segist einfaldlega ekki geta djammað og stundað
vinnuna á sama tíma og vinnan gangi fyrir.
Chris O'Donnell:
Treystir pabba
sínum best
Leikarinn Chris O’Donnell vakti
verulega athygli þegar hann lék á
móti A1 Pacino í kvikmyndinni
Scent of a Woman. Það voru ekki
margir sem settu hann í samhengi
við elsta son Jessicu Lange í kvik-
myndinni Men Don’t Leave eða
strákinn sem varð fyrir lestinni í
Fried Green Tomatoes en báðar
þessar persónur voru leiknar af
Chris.
Fyrir stuttu lauk tökum á mynd-
inni The Three Musketeers þar
sem hann leikur D’Artagnan sem
sækist eftir því að fá að slást í hóp
með skyttunum sem Kiefer Suther-
land, Charlie Sheen og Oliver Platt
leika. Chris segist lítið hafa þekkt
til sögunnar áður en hann las kvik-
myndahandritið, því hafi það kom-
ið sér mjög á óvart hversu vel Evr-
ópubúar þekktu söguna.
Eftir að hafa leikið í kvikmynd-
inni Men Don’t Leave langaði
Christ til að halda áfram að mennta
sig svo að hann fór í skóla í Bos-
ton. Leiklistin togaði þó alltaf í
hann svo hann ákvað að reyna að
vera í skóla á vetuma en leika á
sumrin. Honum tókst að sameina
þetta um tíma en að lokum varð
leiklistin ofan á og hann ákvað að
gera hlé á náminu til að snúa sér
alfarið að henni. Chris segist samt
ekki vera hættur við að mennta
sig, hann ætlar að klára prófln þó
svo að það verði ekki alveg í náinni
framtíð.
Chris heldur nánu sambandi við
fjölskyldu sína sem er bæði stór og
samheldin (þau eru sjö systkinin).
Hann segist treysta pabba sínum
best þegar hann er að velja sér hlut-
verk og ef hann fær áhugavert
handrit í hendurnar lætur hann
senda aukaeintak til pabba síns svo
hann geti fengið hans álit.
Tilkyimingar
„Hátíð fer að höndum ein“
I október kom út hjá Skálholtsútgáfunni
söngbók meö 40 aðventu- og jólasöngv-
um, raddsettum fyrir barnakóra og
kvennakóra og ber hún heitið „Hátíð fer
að höndum ein“. í tilefni af útgáfu söng-
bókarinnar verða tónleikar í Langholts-
kirkju laugardaginn 27. nóvember kl. 16.
Þar syngja kórar Kámesskóla í Kópavogi
og kór Kórskóla Langholtskirkju.
Svelghátíð í gormánuði
Líkt og undanfarin ár efnir Bíóbarinn til
fimm daga hátíöar i nóvember. í kvöld,
24. nóvember, kemur fram Richard
Scobie auk Loðinnar rottu. Fimmtudag-
inn 25. nóv. leikur Rokkabillýband
Reykjavikur. Aðgangur er ókeypis.
Jólahlaðborð og jóla-
kort Kiwanismanna
Kiwanisklúbburinn Setberg gefur út
tvær tegundir jólakorta, en teikningar
voru valdar úr á þriðja hundrað teikning-
um bama úr Hofsstaðaskóla og Flata-
skóla. Þann 4. desember nk. kl. 19.30
verða Setbergsmenn með jólahlaðborð í
Stjörnuheimilinu Garðabæ. Ágóðanum
af jólahlaðborðinu og jólakortasölunni
verður varið til líknarstarfa. í styrktar-
og fiáröflunamefnd klúbbsins eiga sæti
Matthías G. Pétursson s. 656695 og Sveinn
Hafldórsson s. 657322. Tilkynna þarf þátt-
töku á jólahlaðborðið til þeirra.
Hafnargönguhópurinn
hefur tekið upp þá nýbreytni að bjóða
upp á gönguferðir á mismunandi tímum
dagsins. í dag, miðvikudag, býður Hafn-
argönguhópurinn í gönguferð þar sem
rifjuð verða upp nokkur atriði úr sögu
Grófarinnar og nágrenni hennar og kom-
ið við á ýmsum minjastæðum. Þá verður
komið við á nýja torginu og framkvæmd-
ir þar skoðaðar undir leiðsögn arkitekta.
Lagt verður af stað frá Hafnarhúsinu að
vestanverðu kl. 14. Síðan verður ferðin
endurtekin kl. 20, en þá er reiknað með
að einnig verði fariö út í Örfisey og gang-
an taki um tvo tíma. Allir em velkomnir.
Laufabrauðsdagur
í Gjábakka
Laugardaginn 27. nóv. gefst ungum jafnt
sem öldnum tækifæri til að læra að skera
út og baka laufabrauð í Gjábakka, Fann-
borg 8, sem er félagsheimili eldri borgara
í Kópavogi. Húsið verður opnað kl. 14.
og þeir sem ætla aö skera út laufabrauð
em beðnir að mæta með skurðbretti og
áhöld.
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
Síml 11200
SKILABOÐASKJÓÐAN
Ævintýri með söngvum
Höf.: Þorvaldur Þorstelnsson
Frumsýning á stóra sviði á morgun
fim. 25/11 kl. 20.00.
Sun. 28/11 kl. 14.00, sun. 5/12 kl. 14.00.
Stóra sviðið
kl. 20.00
ALLIR SYNIR MÍNIR
eftir Arthur Miller
6. sýn. lau. 27/11, uppselt, 7. sýn. flm.
2/12,8. sýn. fös. 3/12 örfá sætl laus.
KJAFTAGANGUR
eftir NeilSimon
Fös. 26/11, nokkur sæti laus, lau. 4/12.
Litla sviðið
kl. 20.30
ÁSTARBRÉF
eftir A.R.Gurney
íkvöld, lau. 27/11.
Ath. siðustu sýningar fyrir jói.
Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn
eftir að sýning hefst.
Smíðaverkstæðið
Kl. 20.30
FERÐALOK
eftir Steinunni Jóhannesdóttur
Lau. 27/11, sun. 28/11, fid. 2/12,föd. 3/12.
Ath. siðustu sýnlngar.
Ekki er unnt að hleypa gestum i sallnn
eftir að sýnlng hefst.
LISTDANSHÁTÍÐ í
ÞJÓÐLEIKHÚSINU
Styrktarsýning Listdansskóla
íslands
Miðvikud. 1. des. kl. 20.00.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og
fram að sýningu sýnlngardaga. Tekið á
móti pöntunum í sima 11200 frá kl. 10
virka daga.
Grænalinan 996160
LEIKLfSTARSKÓLl ÍSLANDS
Nemenda
leikhúsið
LINDARBÆ simi 21971
DRAUMURÁ
JÓNSMESSUNÓTT
Eftir William Shakespeare
Fim. 25. nóv. kl. 20. Fellur nlður.
Fös. 26. nóv. kl. 20. Uppselt.
Lau. 27. nóv. Uppselt.
Aukasýningar
Fim. 2. des. kl. 20. Örfá sæti laus.
Fös. 3. des. kl. 20. öriá sætl laus.
Ný vefnaðarvöruverslun
Gott í efni heitir vefnaðarvömverslun
sem nýveriö var opnuð að Laugavegi 22a
(inngangur frá bakhlið). Uppistaðan í
vöruúrvalinu er dönsk prjónaefni úr
bómull frá fyrirtækinu Skipper stoffer.
Eigandi versiunarinnar er Elsa María
Ólafsdóttir. Hún er handavinnukennari
að mennt og hyggst bjóða upp á sauma-
námskeið í húsnæði verslunarinnar.
Upplýsingar um væntanleg námskeið er
hægt að fá í Gott í efni, sími 91-10150.
t
FAÐIR OKKAR, TENGDAFAÐIR OG AFI
ÞÓRARINN REYKDAL
Móbergi, Hafnarfirði
léstá Borgarspítalanum mánudaginn 22. nóvember
Jóhannes Reykdal
Margrét Reykdal
Þórunn Reykdal
Iðunn Reykdal
Árni Reykdal
Birna Eybjörg Gunnarsdóttir
Þórður Stefánsson
Þorgeir Örlygsson
Guðrún Pálína Haraldsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Leikhús
LEIKFÉLAG
REYICJAVÍKUR
Stóra svið kl. 20.00.
SPANSKFLUGAN
eftir Arnold og Bach
Flm. 25/11. Lau. 27/11,30. sýnlng, uppselt,
flm. 2/12, lau. 4/12, síðustu sýnlngar fyrlr jól.
Litla svið kl. 20.00.
ELÍN HELENA
eftir Árna Ibsen
Fim. 25/11,30. sýning, öriá sæti laus, 26/11
uppselt, 27/11, uppselt, lau. 4/12, fáelns
sæti laus.
Ath.l Ekki er hægt að hleypta gestum inn
i salinn eftlr að sýnlng er hafln.
Stórasviðiðkl. 14.00.
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
eftir Astrid Lindgren.
Sunnud. 28/11.
Sunnud. 5/12. Síðustu sýningar fyrir jól.
Stóra sviðið kl. 20.00.
ENGLAR í AMERÍKU
eftirTony Kushner
Fös. 26/11, næstsíðasta sýning, fös. 3/12,
síðasta sýning.
Allra síöustu sýningar.
ATH. að atriði og talsmáti i sýningunni er
ekki vlð hæfi ungra og/eða viðkvæmra
áhorfenda.
Miðasalan er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 13-20. Tekið á
móti miðapöntunum í síma 680680
kl. 10-12 alla virka daga.
Bréfasími 680383.
Greiðslukortaþjónusta.
Munið gjafakortin okkar,
tilvalin tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavíkur-
Borgarleikhús.
FRÆÐSLULEIKHÚSIÐ:
GÚMMÍENDUR SYNDA VÍST, 25 min. leik-
þáttur um áfengismál.
Pöntunarsimi 688000. Ragnheiður.
Leikfélag Akureyrar
AFTURGÖNGUR
eftir Henrik Ibsen
„Sýning Leikfélags Akureyrar á Aftur-
göngunum er afar vel heppnuð og til
mikils sóma, enda einvalalið sem að
henni stendur". Þ. Dj., Timinn.
Laugardag 27. nóv. kl. 20.30.
Allra siðasta sýning!
FERÐIN TILPANAMA
Ævintýrasýning fyrir börn á öllum aldri!
Aukasýning laug. 27. nóv. kl. 17, fáein
sæti laus.
Allra siðasta sýnlng!
Sölu aðgangskorta
er að Ijúka!
Aðgangskort LA tryggir þér sæti
með verulegum afslætti!
Miðasalan er opin alla virka daga
nema mánudaga kl. 14.00-18.00 og
fram að sýningu sýningardaga.
Sunnudaga kl. 13.00-16.00.
Miðasölusími (96)-24073.
Greiðslukortaþjónusta.
I S L E N S K A
LEI KHÚSIO
Tjarnarbiói, Tjarnargötu 12.
BÝR ÍSLENDINGUR HÉR?
Leikgerð Þórarins Eyfjörð eför sam-
nefhdri bók Garðars Sverrissonar
Takmarkaöur sýnlngafjöldl.
17. sýn.flm. 25. nðv. kl. 20.
18. sýn. (ös. 26. nóv. kl. 20.
19. sýn. fim. 2. des kl. 20.
20. sýn. lau. 4. des. kl. 20.
ATH.f Sýningum fer fækkandi.
Mlóasala opln frá kl. 17-19 alla daga.
Slmi 610280, simsvari allan sólarhringinn.