Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993 Afmæli Leifur Einarsson Leifur Einarsson, bóndi í Nýjabæ undir Vestur-Eyjaíjölllum, varð sex- tugur á sunnudaginn var. Kona hans, Kolbrún Valdimarsdóttir, er sextugídag. Starfsferill Leifur fæddist í Nýjabæ og ólst þar upp. Hann var þrjá vetur í barna- skóla sem var farkennsla að hluta til. Leifur starfaði á búi fóður síns á unglingsárunum en frá sextán ára aldri fór hann fimm vetrarvertíðir til Vestmannaeyja en vann viö búið ásumrin. Leifur tók svo við búinu 1956 og hefur stundað búskap í Nýjabæ síð- an. Hann sat í hreppsnefnd tvö kjör- tímabil, var varaformaður Búnað- arfélags Vestur-Eyfellinga, situr í sóknamefnd, starfar í kirkjukóm- um og situr í fidltrúaráði Mjólkur- búsFlóamanna. Fjölskylda Leifur kvæntist 7.7.1956 Kolbrúnu Valdimarsdóttur, f. 24.11.1933, hús- freyju. Hún er dóttir Valdimars Stef- ánssonar og Sigrúnar Sigurjóns- dóttur er bjuggu á nokkrum stöðum í Flóanum en Kolbrún ólst upp hjá Gísla Högnasyni og Katrínu Skúla- dóttur á Læk í Hraungerðishreppi frá tveggja ára aldri. Böm Leifs og Kolbrúnar em Katr- ín Leifsdóttir, f. 14.2.1956, kennari og húsmóðir á Akranesi, gift Jóni P. Pálssyni bæjarritara og eiga þau þrjú börn; Valdís Leifsdóttir, f. 27.4. 1958, bankamaður og húsmóðir á Hvolsvelli, gift Oddi Helga Jónssyni rekstrarstjóra og eiga þau þrjú börn; Grétar Steinn Leifsson, f. 23.5.1959, pípulagningamaður í New York, kvæntur Guðfinnu Guðmundsdótt- ur húsmóður og eiga þau þijú böm - auk þess sem hann á son frá því áður; Kristín Erna Leifsdóttir, 14.2. 1962, starfsmaður við Sláturfélag Suðurlands á Hvolsvelli, gift Baldri Ólafssyni, starfsmanni hjá Sláturfé- laginu, og eiga þau tvö börn; Sigrún Björk Leifsdóttir, f. 29.12.1963, hús- freyja í Oddsparti í Þykkvabæ, gift Óskari Kristinssyni, b. þar, og eign- uðust þau fjögur böm en tvö þeirra em á lifi auk þess sem Sigrún á son frá því áður; Sigurlaug Hanna Leifs- dóttir, f. 24.5.1972, nemi við Bænda- skólann á Hvanneyri, búsett í for- eldrahúsum. Leifur er næstyngstur sjö systk- ina. Systkin hans em Valgerður Einarsdóttir, f. 15.3.1922, húsfreyja á Núpi undir Eyjafjöllum og ekkja eftir Ragnar Guðmundsson sem lést 1986 og em börn þeirra funm; Krist- ín Einarsdóttir, f. 4.5.1923, húsmóð- ir í Vestmannaeyjum, gift Marteini Guðjónssyni, lengst af netagerðar- manni, og eiga þau einn son; Ing- veldur Einarsdóttir, f. 8.7.1925, hús- móðir í Reykjavík, gift Róbert F. Gestssyni málarameistara og eiga þau þrjú böm; Auður Einarsdóttir, f. 18.3.1928, húsmóðir á Hellu, gift Lámsi Jónassyni, umsjónarmanni í Akurhóli, og eignuðust þau átta börn en sjö þeirra eru á lífi; Einar Einarsson, f. 11.2.1932, starfsmaður við Nesbú á Vatnsleysuströnd, kvæntur Klöra Guöbrandsdóttur verslunarmanni og eiga þau sex böm; Pálheiður Einarsdóttir, f. 20.3. 1936, húsmóðir í Reykjavík, gift Kristjáni Jóhanni Þórarinssyni, lengi eftirlitsmanni við frystihús, og eigaþauþijúböm. Foreldrar Leifs vom Einar Ein- arsson, f. 6.9.1897, d. 3.7.1970, b. í Nýjabæ, og Katrín Vigfúsdóttir frá Brúnum, f. 29.8.1891, d. 15.8.1967, ljósmóðir og húsfreyja. Ætt Einar var sonur Einars, b. í Nýjabæ, bróður Arnlaugar, móður Sighvats Bjamasonar útgerðar- manns í Vestmannaeyju, og langömmu Magnúsar Jóhannesson- ar siglingamálastjóra. Einar var sonur Sveins, b. í Nýjabæ, bróður Sighvats, langafa Björgvins, fóður Sighvats viðskipta- og iðnaðarráð- Leifur Einarsson. herra. Móðir Einars Sveinssonar var Þorbjörg Ólfafsdóttir frá Nýjabæ. Móðir Einars Einarssonar var Kristín Pálsdóttir, b. á Fit Magnús- sonar, b. í Dalskoti Magnússonar, b. á Fitjamýri Þorleifssonar. Móðir Kristínar var Margrét Andrésdóttir. Katrín var dóttir Vigfúsar, b. á Brúnum Bergsteinssonar, bróður Kristólínu, móður Sveins Scheving, hreppstjóra í Vestmannaeyjum, langafa Hreins Loftssonar. Móðir Katrínar var Valgerður Sigurðar- dóttirfráBrúnum. Kolbrún Valdimarsdóttir Kolbrún Valdimarsdóttir, hús- freyja að Nýjabæ undir Vestur- Eyjafjöllum, er sextug í dag. Starfsferill Kolbrún fæddist að Glóm í Hraun- gerðishreppi og ólst upp að Læk hjá Gísla Högnasyni og Katrínu Skúla- dóttur. Hún var einn vetur í bama- skóla og stundaði auk þess nám við Húsmæðraskóla Suöurlands á Laugarvatni. Kolbrún stundaði ýmis störf á unglingsárunum og fram að gift- ingu. Hún starfaði að Ljósafossi, á Laugarvatni, við Héraðsskólann að Skógum og í Vestmannaeyjum. Fjölskylda Kolbrún giftist 7.7.1956 Leifi Ein- arssyni, f. 21.11.1933, b. í Nýjabæ. Hann er sonur Einars Einarssonar, b. í Nýjabæ, og konu hans, Katrínar Vigfúsdóttur ljósmóður. Börn Kolbrúnar og Leifs eru tahn upp í grein um Leif hér á síðunni í dag. Kolbrún erfjórða í aldursröð sex systkina. Systkini Kolbrúnar: Stef- án Valdimarsson, f. 11.4.1928, bú- settur í Þorlákshöfn, kvæntur Elsu Auðbjörgu Unnarsdóttur og eiga þau tvær dætur; Siguijón Steinþór Valdimarsson, f. 6.6.1929, d. 19.2. 1930; Þorbjörg Gyða Valdimarsdótt- ir, f. 9.8.1931, húsmóðir á Siglufirði, gift Ólaíi Þór Haraldssyni og eiga þau þrjú börn; Guðjón Baldur Valdi- marsson, f. 9.1.1936, búsettur á Sel- fossi, kvæntur Vilborgu Magnús- dóttur og eiga þau fimm böm; Hörð- ur Hansson, f. 2.6.1942, búsettur á Selfossi, kvæntur Svanlaugu Eiríks- dóttur og eiga þau þijú börn. Foreldrar Kolbrúnar vom Valdi- mar Stefánsson, frá Arnarbæli í Grímsnesi, f. 10.7.1893, d. 19.4.1990, bóndi og síðar starfsmaður í Laug- ardælum, og Sigrún Sigurjónsdótt- ir, f. 17.9.1901, d. 18.5.1973, frá Króki í Hraungerðishreppi, húsfreyja. Kolbrún og Leifur verða að heim- anídag. Jón Kr. Elíasson Kolbrún Valdimarsdóttir. Jón Kr. Elíasson, Hlíðarvegi 15, Bol- ungarvík, er níræður í dag. Starfsferill Jón fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp. Hann hlaut hefðbundið barnaskólanám þess tíma. Jón byrjaði 10 ára gamall að róa með föður sínum. Hann var sjómað- ur hjá hinum kunna sjósóknara, Elíasi Magnússyni, og var síðar formaður hjá Bjama Eiríkssyni, kaupmanni í Bolungarvík, fyrst á vélbátnum Þóri (Hænsna-Þóri) en seinna á vélbátnum Dröfn sem þeir keyptu saman og gerðu út. Er sam- vinnu þeirra Bjama lauk keypti Jón vélbátinn Kristján af Krisijáni Er- lendssyni. Jón gerði bátinn út þar til í byijun seinni heimsstyijaldar- innar er hann fékk Kvíabræður, Sigmund og Jakob, til að smíða fyr- ir sig annan Kristján. Þann bát var Jón með fram til 1967 er konan hans lést en þá lét hann af formennsku. Jón stundaði þó sjó áfram með öðr- um og þá aðallega Bemódusi Hall- dórssyni. Jón, sem stundaði sjómennsku fram yfir áttrætt, hefur hlotiö heið- ursmerki Sjómannadagsins. Fjölskylda Jón kvæntist26.12.1927 Benediktu Gabríellu Guðmundsdóttur, f. 21.6. 1897, d. 5.12.1967. Foreldrar hennar vora Guðmundur Ömólfsson, bóndi á Geirastöðum í Bolungarvík, og Sigríður Halldórsdóttir húsmóðir. Böm Jóns og Benediktu Gabríellu: Bergfinnur Kristján, f. 12.8.1927, d. 29.7.1928; Elías Jón, f. 19.12.1929, aðalvarðstjón hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli, kvæntur Odd- björgu Ögmundsdóttur; Sigríður Elísabet, f. 20.8.1932, kennari, gift Steingrími Þórissyni, fyrrv. kaup- manni. Fóstursynir Jóns: Bergur Kristjánsson, f. 14.9.1922, d. 22.2. 1986, vélstjóri í Bolungarvík; Guð- mundur Kristjánsson, f. 21.11.1923, d. 23.9.1987, bæjarstjóri í Bolungar- vík. Systkini Jóns: Ámi, látinn, bakari í Bolungarvík, hann var kvæntur Petrínu Guðmundsdóttur; Magnús, látinn, sjómaður og verkamaður í Bolungarvík og síðar í Reykjavík, sambýhskona hans var Petra Guð- mundsdóttir; og Þórey, látin, henn- ar maður var Kristján Guðbjarts- son. Foreldrar Jóns voru Elías Jón Ámason frá Hóli í Bolungarvík, sjó- mmm^m^mmmm- Jón Kr. Elíasson. maður og smiður, og kona hans, Elisabet Rósa Halldórsdóttir, hús- móðir. Ætt Elías var sonur Árna, b. á Hóli í Bolungarvík, Jónssonar, b. á Hóli í Bolungarvík, Guðmundssonar, b. í Minni-Hlíð, Ásgrímssonar, b. í Am- ardal fremri, Bárðarsonar, b. í Am- ardal, Illugasonar, ættfoöur Amar- dalsættarinnar. Jón tekur á móti gestum frá kl. 16 á afmælisdaginn að Heijólfsgötu 24 íHafnarfiröi. Jóhanna Stefánsdóttir, Vafiarbraut 2, Njarðvík. Ásta L. Björnsdóttir, Espigerði4, Reykjavík. 80 ára Guttormur Ármann Gunnarsson bóndi, Marteinstungu, Holtahreppi. Hanncraðheiman. Dagbjartur Kristinn Gunnarsson, Hringbraut 50, Reykjavik. : Hanneraðheiman. ' Svava Ólafsdóttir, Hrafhistu, Reykjavík. ÓskarBjörnsson, Freyjugötu lOb, Sauöárkróki. Unnur Benediktsdóttir, Laufskógum 27, Hveragerði. Hólmfriður Mekkinósdóttir, Skaftahlið 15, Reykjavík. Aðalheiður Þórðardóttir, Blómvangi 13, Hafnarfiröi. 60ára Málfríður Þórðardóttir, Kveldúlfsgötu 20, Borgamesi. Þetta getur verið BILID milli lífs og dauða! 30 metrar Dökkklæddur vegfarandi sést ekki fyrr en í 20-30 m. fjarlægð frá lágljósum bifreiðar en með endurskinsmerki, borin á réttan hátt sést hann I 120-130 m. fjarlægð. 130 metrar yUMFERÐAR RÁÐ Gunnar Svanur Hafdal, Hrafnsstöðum, Ljósavatnshreppi. Þóra Júlíusdóttir, Brekkubyggð 33, Garðabæ. Bragi Skarphéðinsson, Miðgarði 3, Neskaupstað. Kristjana Jónsdóttir, Áshliðl7,Akureyri. Ingibjörg Pétursdóttir, Hiarðartúni l, Ólafsvík. Gunnar Sveinbjörnsson, Hlíðarbyggð 33, Garðabæ. Einar Jóhannsson, Kárastig9, Hofshreppi. Vaidemar Jónsson, Breiðvangi 58, Hafnarfirði. Gcrður Hólm Halldórsdót tir, Hlíðarvegi44, Njarðvík. Björn Halldórsson, Snæfellsási 13, Hellissandi. Ámi Stefán Georgsson, Engihjalla 9, Kópavogi. Birna Guðjónsdóttír, I,iósamyn5.Garðabae Oddur Jósep Halldórsson, Bollagötu 6, Reykjavík. Einar Ágústsson, Brekkubæ 28, Reykjavík. Guðfinna M. Sigurðardóttir, Ormsvöllum 12, Hvolsvelli. JónGeir Jónatansson, Hjallalundi 3e, Akureyri. Sigurður Ingi Geirsson, Asparlundi 11, Garðabæ. Ingveldur Haraldsdóttir, Eyjabakka 26, Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.