Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993
Fréttir
Gj aldahækkanir og niöurskurður 1 bandorms-frumvarpi:
Enn vantar hálfan
annan milljarð
Einhvern næstu daga verður lagt
fram á Alþingi svonefnt band-
orms-frumvarp til ýmissa breyt-
inga á íj árlagafrum varpinu. Þar er
gert ráð fyrir hækkunum á mörg-
um opinberum gjöldum sem og nið-
urskurði á ýmsum útgjöldum sem
snerta velferðarkerfið og skóla-
kerfið.
Þetta er meðal annars til að mæta
því tekjutapi sem ríkissjóður verð-
ur fyrir vegna lækkunar matar-
skatts úr 24 prósentum í 14 prósent
um áramót. Þá um leið lækkar
vörugjald á sælgæti, gosdrykkjum
og áfengi úr 25 prósentum í 18 pró-
sent. Tekjutap ríkissjóðs vegna
þessa nemur þremur milljörðum
króna á næsta ári.
Þrátt fyrir þá tekjuöflun og þann
niðurskurð sem gert er ráð fyrir í
bandorms-frumvarpinu vantar
enn hátt í 1,5 milljarða króna til
að mæta þessu tekjutapi.
Gert er ráð fyrir að niðurgreiðsl-
um á fiski til innanlandsneyslu
verði hætt í áfóngum á næsta ári.
Tryggingagjald á launagreiðslur
verður sett á og er það 0,35 pró-
sent. Bifreiðagjöld hækka um 30 til
40 prósent og eiga að færa ríkinu
450 milljónir króna. Bensíngjald
hækkar um 5 prósent og hækkar
það verð á bensínlítra um 1,50
krónur.
Á ýmsa vöruflokka, svo sem
kaffi, te, ís, snakk, sultu og sykruð
matvæh verður lagt 6 prósent
vörugjald. Byggingavörur og snyr-
tivörur fara úr 9 prósenta tolli í 10
prósenta toh.
Þá er gert ráð fyrir að taka upp
innritunargjald í bændaskólana
sem og garðyrkjuskóla. Eins er gert
ráð fyrir innritunargjaldi og fleiri
gjöldum í tækniskóla. Frestað
verður að taka upp heitar máltíðir
í grunnskólunum. Sömuleiðis að
fækka í bekkjardeilum eins og th
stóð. Einnig verður frestað að
fjölga kennslustundum í grunn-
skólunum.
Lagt verður nýtt gjald á allar
seldar búvélar til að standa undir
kostnaði af Rannsóknastofnun
landbúnaðarins.
Ekkjulífeyrir veröur tekjut-
rengdur. Sérstakt gjald verður tek-
ið af þeim sem fara í áfengismeö-
ferð. Atvinnuleysisbætur verði
skertar hafi viðkomandi einhveij-
ar aðrar tekjur.
Loks er í fjárlagafrumvarpinu
gert ráð fyrir að skerða lögbundnar
tekjur ýmissa sjóða um 915 milljón-
ir króna. Þar er um að ræða sjóði
eins og Framkvæmdasjóð Ríkisút-
varpsins, Ferðamálasjóð og Vega-
gerð, svo dæmi sé tekið.
-S.dór
Hvar sem fólk hittist á Flateyri í gær var umræðuefnið hin óvænta ákvörðun stjórnar Hjálms hf. um lokun frysti-
hússins. Til hægri er Sigurður Þorsteinsson, formaður Verkalýðsfélagsins Skjaldar. DV-mynd Reynir Traustason
Óvænt lokun ftystihúss Hjálms h/f:
Tekur nýtt f yrirtæki
við rekstrinum?
Reynir Traustasan, DV, Flateyri:
„Sveitarfélagið hlýtur að hafa for-
ystu um það að koma atvinnulífmu
í gang aftur. í ljósi þess að stjórn
Hjálms h/f hefur ákveðið að hætta
vinnslu og loka frystihúsi nú sé ég
ekki annað en þaö verði að koma til
samstarfs þeirra aðila sem fyrir eru
í byggðarlaginu og sveitarfélagsins.
Ég sé þetta helst fyrir mér sem nýtt
fyrirtæki sem myndi þá nýta þann
húsakost og tæki sem fyrir eru á
staðnum," segir Kristján J. Jóhann-
esson, sveitarstjóri á Flateyri.
Sú ákvörðun stjórnar Hjálms h/f
að hætta fiskvinnslu alfarið um
næstu áramót kom Flateyringum
gjörsamlega í opna skjöldu. Aðeins
er ár síðan togari fyrirtækisins var
seldur og var sú skoðun ríkjandi að
með þeirri aðgerð væri hag fyrirtæk-
isins borgiö og rekstrargrunnur
tryggður.
Um 60 manns starfa við fiskvinnslu
á vegum fyrirtækisins og hefur þeim
öhum veriö sagt upp störfum, síð-
ustu uppsagnir taka gildi um áramót
og mun þá fyrirtækið hætta vinnslu.
Að auki á fyrirtækið línubátinn Gyhi
en áhöfn hans hefur ekki verið sagt
upp störfum og skv. heimhdum DV
munu vera áform um að gera hann
út áfram og selja aflann á fiskmark-
aö. „Þetta er auðvitað mjög slæmt
mál þar sem um 40% af vinnandi
fólki á staðnum missa vinnuna.
Okkar stærsti vandi er sá að við
erum kvótalaus. Viö höfum skipað
þriggja manna starfshóp sem ætlaö
er að skoða máhð frá öllum hhðum.
Við munum á næstunni óska eftir
fimdi með þingmönnum kjördæmis-
ins og Byggðastofnun,“ sagði Kristj-
án J. Jóhannesson.
Stuttar fréttir
Salmonelia í allf uglum
Um 13 prósent alifuglaaiurða
bera með sér salmonehusmit.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
HoUustuvemdar ríkisins.
Mælirgötumar
Gatnamálastjórinn í Reykjavik
heíúr komist að þeirri niðurstööu
að lengd gatnakerfis borgarinnar
sé 349,3 kilómetrar, Lengd fullfrá-
genginna gangstíga er hins vegar
450,5 khómetrar.
Íslendíngar taK íslensku
Kvennalistinn hefur lagt fram
þingsályktunarthlögu um að út-
lendingum veröi gert að læra ís-
lensku áður en þeir fai íslenskan
ríkisborgararétt. Skv. thlögunni
yrði aö tryggja veröandi íslend-
ingum aögang að málanámskeiði.
Ungmennafélag gert upp
Þrotabú Ungmennafélags
Hveragerðis hefur verið gert upp.
Búiö reyndist eignalaust en kröf-
ur í það voru 4,6 miUjónir.
Timinn greindi frá þessu.
Húsbóndahollir kennarar
Kennarasamband Islands viU
að stjórnvöld endurskoði þá
ákvörðun að flytja rekstur
grunnskólanna th sveitarfélag-
anna Aö mati kennara er flutn-
ingurinn ekki ráðlegur í Ijósi úr-
sUta nýafstaöinna kosninga um
sameiningu sveitarfélaga.
SjáHvhrfcar veðurstöðvar
Vegagerð rhdsins hefur teklð í
notkun sjálfvirkar veðurstöðvar
á HeUisheiði, Öxnadalsheiði og
SteingrímsfjaröarheiðL Von er á
fleiri slikum veðurstöðvum.
Von í veiðileyf agjaldi
Smábátaeigendur éru reiðu-
búnir aö hetja viðræður við
stjómvöld um upptöku veiöi-
leyfagjalds. Á aðalfundi þeirra
var stjóm félagsins veitt umboð
th viðræðna enda eina bjargar-
von fjölmargra bátseigenda að
gerast leiguUðar. Mbl. skýrði frá
þessu.
Heiðursmerki i barminn
Noregskóngur hefur útnefnt
Svein Einarsson tíl riddara af
fyrsta flokki hinnar konunglegu
norsku konungsorðu fyrir árang-
ursríkt starf aö menningarsam-
skiptum Noregs og íslands. -kaa
Einar Oddur:
Reynir Traustason, DV, nateyri:
„Það er mjög alvarlegt og mjög
sárt að þurfa að grípa th lokunar
en það var niðurstaða okkar og
endurskoðenda fyrirtækisins að
ekki yröi haldið áfram á sömu
braut. Þess vegna ákváðum viö
að hætta fiskvinnslunni. Hjálmar
á fyrir öllum sínum skuldum en
það er alveg ljóst að ef við heföum
haldið afram rekstri þá heföi
fljótlega komið upp enn verri
staða en nú er,“ segir Einar Odd-
ur Kristjánsson, stjómarformað-
ur Hjálms h/f.
Einar Oddur segir að nýtt fyrir-
tæki Vestfirsk skelvínnsla h/f sé
í burðarliðnum sem yfirtaki
rekstur á kúfiskvinnslu Hjálms.
Sú vinnsla verði komin í fuhan
gang í febrúar eða mars nk. Það
er fjóst aö kúfiskvinnslan mun
ekki fyha það skarð sem lokun
fiskvinnslunnar skhur eftir sig
þar sem aöeins 15 manns munu
starfa þar en um 60 manns missa
vinnu sína hjá Hjálmi h/f.
„Við teljum okkur ekld þurfe
nauðasamninga og við getum og
ætlum að borga skuldir okkar.
Ég tel ekki ólíklegt að einhverjir
vhji leigja þann húsakost sem við
höfum yfir aö ráða,“ sagði Einar
Oddur.
Formaður Skjaldar:
Reynir Traustason, DV, Flateyri:
„Þaö er auðvitað hryllhegt reið-
arslag fyrir fólk að standa aht í
einu frammi fyrir því að verða
atvinnulaust. Við gefumst hins '
vegar ekkert upp og ég trúi því
að við náura elnhvers staðar
lendingu hvort sem þaö verður
með hjálp stjómvalda eða á ann-
an hátt. Það er baráttuhugur i
fólki hér,“ segir Sigurður Þor-
steinsson, formaöur Verkalýðsfé-
lagsins Skjaldar og hreppsnefnd-
armaður.
Sigurður segir lokunina koma
á óvart, sérstaklega svo fljótt.
Hann segir þá að flestir hafi verið
meðvitaðir um að eitthvað slíkt
gæti gerst þar sem vítaö sé að
ástandið sé mjög slæmt hjá flest-
um sjávarútvegsfyrirtækjum á
Vestfjörðum.
„Þetta er mikið högg fyrir sveit-
arfélagið í heild ekki siður en þá
einstaklinga sem missa vinnuna.
Eg vh þó vera svo bjartsýnn að
trúa því að á þessum 4 vikum sem
em th stefnu takist að vinna úr
þessum málum. Það eru ýmsir
möguleikar i þeim efnum. Ef það
tekst ekki er ljóst að hér verður
mikið atvinnuleysi," sagði Sig-
urður Þorsteinsson.
Keflavík:
Neitarnauðgun
Ungur maður hefur játað að
hafa átt samræöi við konu á fer-
tugsaldri sem kom á lögreglu-
stöðina i Keflavík eldsnemma á
sunnudagsmorgun og kærði
nauðgun. Hann vhl ekki kannast
við að nauögun hafl átt sér stað
heldur hafi samræöið átt sér stað
meö fullum vhja hennar.
Konan sagði aö ungur maður
heföi ráðist á sig í skrúðgarðinum
í Keflavík og náð að nauðga sér
þrátt fyrir aö hún heföi veitt
mikla mótspymu. Hún heldur
enn við fýrri framburð og er
máhðenn í rannsókn. Manninum
var sleppt að loknum yfirheyrsl-
umámánudagskvöld. -pp