Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993
Fréttir
Slippstöðin Oddi hf. á Akureyri á heljarþröminni:
Sameiningin mistókst og
enn þarf að auka hlutafé
Mjög mikil óvissa er varðandi
framtíð Slippstöðvarinnar Odda hf.
á Akureyri. Það er að vísu ekkert
nýtt, en málið er alvarlegra en oft
áður, ekki síst sé litíð til þess að
sameining Slippstöðvarinnar hf. og
Vélsmiðjunnar Odda hf. um síð-
ustu áramót virðist hafa mistekist
gjörsamlega. Auk þess hefur 100
milljóna króna hlutafjáraukning,
sem'þá áttí sér stað, ekki skilað því
sem að var stefnt. Verkefnastaðan
er óviðunandi, tap hefur verið á
verkefnum, starfsmönnum fyrir-
tækisins hefur fækkað, í dag eru
fjölmargir þeirra á atvinnuleysis-
bótum, og um 20 manns eru með
uppsagnarbréf í vasanum. Eiga
uppsagnir þeirra að taka gildi nú
um mánaðamótin.
Slippstöðin Oddi hefur verið í
greiðslustöðvun að undanfomu og
hún var framlengd um 3 mánuði
hjá embætti sýslumanns á Akur-
eyri nú í byijun vikunnar. Á sama
tíma og reynt er að vinna að lausn
á geysilegum fjárhagsvanda fyrir-
tækisins, m.a. með samningum við
lánardrottna, er fuUyrt að greiðslu-
stöðvun hafi einnig þau áhrif að
stöðin fái færri verkefni en ella ög
á þetta sérstaklega við um stærri
verkefni.
Nánast sömu tillögur
Bæjarráð Akureyrar mim ætla
að ræða málefni stöðvarinnar nú í
vikunni og kalla þá á sinn fund
forsvarsmenn stöðvarinnar. Eig-
endur að nær öUu hlutafé fyrirtæk-
isins era ríkið, Akureyrarbær og
Kaupfélag Eyfirðinga og í skýrslu
um stöðuna og tillögur, sem eig-
endur fengu á dögunum, eru nán-
ast sömu atriði og voru í svipaðri
skýrslu áður en til sameiningar-
innar við Odda kom, samkvæmt
heimildum DV. M.a. er lögð áhersla
Starfsmaður Slippstöðvarinnar Odda á Akureyri að vinna við hlið skrúfu-
blaðanna á togaranum Hrímbak. Mikil óvissa er nú um framtíð stöðvar-
innar vegna fjárhagserf iðleika, starfsmönnum hefur fækkað jafnt og þétt.
DV-símamynd gk
á að fyrirtækið verði að fá nýtt
hlutafé, en hvaðan það á aö koma
liggur ekki fyrir. Akureyrarbær og
ríkið lögðu fram 50 milljónir króna
hvor aðili við sameininguna og
KEA kom með hlutafé í formi eigna
Vélsmiðjunnar Odda.
Peningarnir farnir
„Ég ætla ekki að dæma um það
hvort fyrirtækið er verr statt nú
en það var við sameininguna við
Odda. Því er hins vegar ekki að
neita að fyrirtækið stendur ekki
eins og að var stefnt og því miður
virðast þessir peningar bara vera
farnir. Það gekk ekki upp sem aö
var stefnt viö sameiningu Slipp-
stöðvarinnar og Odda,“ segir Sig-
Fréttaljós
Gylfi Kristjánsson
ríður Stefánsdóttir, formaður bæj-
arráðs Akureyrar.
Sigriður segir að mikil óvissa sé
varðandi framtíð fyrirtækisins og
þær aðstæður sem þessari starfs-
grein séu búnar séu óviðunandi.
Um það hvort Akureyrarbær er til-
búinn að leggja enn fram hlutafé í
fyrirtækið segir Sigríður að þáð
verði að skoðast mjög vel áður en
ákvörðun verður tekin. „Þetta er
hins vegar geysilega mikilvægt fyr-
irtæki fyrir okkur og það yrði
hræðilegt að horfa á eftír því,“ seg-
ir Sigríður.
Yfirstjórnin gagnrýnd
Yfirstjóm fyrirtækisins hefur
legið undir mikilli gagnrýni fyrir
ýmsar ákvarðanir, s.s. við tilboðs-
gerð og uppsagnir. Sem dæmi er
nefnt tap á lengingu og smíði stýr-
ishúss á Eyjafjarðarbátinn Sæþór,
en tap á því verkefni fæst ekki gef-
ið upp. „Eg hef það ekki, við getum
ekki birt þessa tölu þótt þetta sé
opinbert fyrirtæki. Ég hef ekki
töluna um þetta verkefni, ég er
ekki með töluna," segir Knútur
Karlsson, stjórnarformaður fyrir-
tækisins.
Formaðurinn á launum
Knútur hefur verið á launum hjá
fyrirtækinu í langan tíma og það
hefur verið harðlega gagnrýnt að
svo sé á erfiðleikatímum í fyrirtæk-
inu að hann taki þar margföld laun
þeirra manna sem hefur verið sagt
upp störfum. Einnig hefur verið
gagnrýnt að niðurskurður í fyrir-
tækinu síðustu misserin sé nánast
allur í því formi aö iðnaðar- og
verkamönnum sé sagt upp en yfir-
stjórnin minnki ekki.
„Það hefur verið fækkað í yfir-
stjórninni líka, t.d. miðað við það
sem var fyrir 10 árum,“ segir Knút-
ur. En hverju svarar hann gagn-
rýni um veru sína í fyrirtækinu á
margföldum launum þeirra manna
sem verið er að segja upp?
„Ég kom fyrst þama inn þegar
verið var að sameina Slippstöðina
og Odda. Svo fór ég í sérstakt sölu-
verkefni og nú er ég að vinna í
kringum greiðslustöðvun fyrirtæk-
isins. Þetta eru bara tímabundin
verkefni og þegar þeim lýkur þá
er ég hættur sem starfandi stjóm-
arformaður."
Hvaða söluverkefni voru það sem
þú varst að starfa að?
„Það var kynning og sala á haus-
ara. Þótt það gengi ekki eftir vegna
aöstæðna í sjávarútvegi þá þurfti
að fara um allt land vegna þess,“
sagði Knútur.
í dag mælir Dagfari
Nú fýkur í flest skjól
Dagblaðið Tíminn hefur háð hetju-
lega baráttu fyrir lífi sínu. Fram-
sóknarflokkurinn hefur gert sitt til
að blaðið lifi. Flokkurinn hefur af-
salaö sér áhrifum og eignarhaldi á
blaðinu, vegna þess að Framsókn-
arflokkurinn gerir sér grein fyrir
að það kemur óorði á Tímann að
tengjast flokknum.
Þetta var drengfiega gert af
Framsóknarflokknum því þótt
óorð fari af Framsóknarflokknum
vfil flokkurinn ekki setja blett á
nafn Tímans. Blaðið verður að lifa
hvaö sem verður um flokkinn.
Þegar fyrir lá að Framsóknar-
flokkurinn hætti afskiptum af blað-
inu til að blaðið gæti haldið áfram
útkomu var safnað nýju hlutafé og
ráðinn nýr ritstjóri. Meöal hlutafl-
áreigenda voru ýmsir mætir fram-
sóknarmenn sem höföu taugar til
blaðsins og þar á meðal formaður
flokksins, Steingrímur Hermanns-
son.
Steingrímur gekk meira að segja
úr stjóm til að blaðið fengi frið fyr:
ir sér og það var sem sagt gert allt
af hans hálfu til að þessu gamla
góða blaðið í höndum nýrra og
óháðra aðila yrði ekki bendlað við
nafn hans að neinu leyti. Þetta var
drengilega gert og bar vott um það
að tengslin væru endanlega rofin
milli flokks og blaðs. Flokkurinn
kom blaðinu ekki við og blaðið kom
flokknum ekki við.
Svo kom nýi Tíminn út og lesend-
ur áttuðu sig ekki á breytingunni,
nema þá að blessað blaðið reyndist
fomara í útliti heldur en Fram-
sóknarflokkurinn og fyrirrennari
nýja Tímans og nýja ritstjórans.
Framsóknarflokkurinn skipti sér
ekki af því frekar en landsmenn
yfirleitt og má segja að blaðið hafi
komið út í kyrrþey eins og að var
stefnt.
Það er út af fyrir sig góðra gjalda
vert að koma út í kyrrþey og vera
frjáls og óháður en það er auðvitað
lakara ef enginn tekur eftír því og
enginn vfll lesa blaðið, enda var
þaö aldrei meiningin hjá Framsókn
að hætta afskiptum af Tímanum
sínum tfl þess eins að þeir fáu sem
áður lásu Tímann bættust í hóp
þeirra sem ekki lásu hann.
Skýringamar á fomeskjulegu út-
lití blaðsins vora sagðar þær að
nýja stjómin heföi ákveðið að nota
hlutaféð tfl að greiða skuldir gamla
Tímans. Nýi ritstjórinn og aðstand-
endur hins óháða blaðs bragðust
ókvæöa við. Þeir könnuðust ekki
við að til stæði að borga skuldim-
ar. Þeir héldu að þeir fengju pen-
ingana og væra lausir við skuldim-
ar.
Steingrímur lét hafa það eftir sér
að nýtt hlutafé heföi farið í að borga
þessar skuldir tfl að nýr og óháður
Tími gætí plummað sig á markaðn-
um án sín og án Framóknarflokks-
ins.
Þetta var greinflega ekki vitur-
lega mælt af Steingrími og ritstjór-
inn lét Steingrím hafa það óþvegiö
í leiðara Tímans í gær. Ritstjórinn
upplýsir að Steingrímur sé óhæfur
til að sitja í stjóm banka og í stjóm
stjómmálaflokks og hann eigi ekki
að taka þátt í stjóm landsins. Rit-
stjórinn segir að Steingrímur eigi
að segja af sér sem formaður Fram-
sóknarflokksins.
Þetta er köld kveðja og er nú fok-
ið í flest skjól fyrir Framsókn og
Steingrím. Héma er Framsóknar-
flokkurinn búinn að gefa nýjum
eigendum gamla góða Tímann, hér
er búið að safna peningum til að
borga gömlu skuldimar og greið-
inn er laimaður með því að sparka
í veslings Steingrím og það svo
rækflega að það tekur öðrum
skömmum fram um formann
Framsóknarflokksins.
Allt bendir nú tfl þess að nýi
Tíminn veröi í dauðateygjunum
notaður tfl að reiða til höggs gegn
maddömu Framsókn og Steingrími
formanni og var þá til einhvers að
stofna til frjáls og óháðs blaðs, ef
það notar síðustu mínútumar af
lífi sínu tfl að knésetja foreldri sitt.
Af þessu sést hversu varasamt
frelsið getur verið og hversu mikfll
misskilningur það var hjá Fram-
sókn að halda að með þvi aö hætta
útgáfu Tímans yxi nýtt og stórt
blað sem stuðlaði að vextí og viö-
gangi félagshyggjuaflanna í land-
inu. Framsókn er slæm afspumar
en verra er frelsið sem notað er til
að ráðast á sjálfan guðföðurinn. Þá
var betra að sitja uppi með skuld-
imar og halda mannorðinu.
Nú er ekkert eftír fyrir Steingrím
en að snúa sér tfl íhaldspressunnar
til að svara Tímanum. Það er af
sem áður var.
Dagfari