Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993 Stuttar fréttir Utlönd Aðstoðífimbulkulda Sveitir SÞ reyna að koma neyð- araðstoð til kaldra og hungraöra borgara í Bosníu en eru ekki bjartsýnar á að það takist. Víðtækara bann Sjötiu banda- rískir þing- menn hafa hvatt Clinton forseta til að víkka út olíu- og vopnasölu- bann á Haítí og banna nær öll viöskipti við eyna, þar á meðal farþegaflug. Andstaðanveikt Herstjórn Nígeríu hefur veikt stjórnarandstiiðuna með tilnefn- ingu róttæklinga í ríkisráðið. Carlo Azeglio Ciampi, forsætis- ráðherra Ítalíu, heldur neyðar- fund með stjórninni í dag vegna innanbúðarvanda. Haftíhðtunum Samningamenn Bandaríkjanna og Evrópu í GATT hafa hótað að hætta við ef þeir fá ekki sínu framgengt. Olíuverð lækkar Verð á olíutunnunni lækkaði um nærri fimmtíu sent i gær. Flugskeyti tij Kóreu Bandaríkin ætla aö selja 317 flugskeyti til Suður-Kóreu. Kosiðínæstuviku Öldungadeild Bandaríkjaþings greiðir atkvíeði í næstu viku um frumvarp sem gerir byssukaup erfiðari, Réttarhaldí ekki frestað Dómari hefur neitað að slá réttarhaldi yfir Michael Jack- son vegna meintrar kyn- ferðislegrar misnotkunar á 13 ára dreng á frest eins og lögfræðingar popp- arans báðu um. Til kviðdóms Kviðdómur í Bulger-málinu í Bretiandi verður nú aö ákveða sekt eða sakleysi tveggja 11 ára pilta. Vopnahléákoppinn Stríðandi fylkingar í Angóla hafa komiö sér saman um út- færslu vopnahlés. Eistar lofaðir Sendiherra Bandaríkjanna í Eistlandi hefur lofað breyting- arnar 1 efnahags- og stjómmálum landsins. Misnotkun ekki staðfest Bkki er hægt að slá því hundrað prósent föstu aö börriln í Bjugn- málinu hafi verið beitt kynferðis- legu ofbeldi. RabinogArafathittast Yitzhak Ralv in, forsætísráð- herra ísraels, og Araíát, leið- togi PLO, hitt- ast fljótlega til að ganga frá brotthvarfi ísraelskra her- sveita frá herteknu svæðunum. UkitRraunum Lik barna og fullorðinna voru notuð i áreksturstiiraunum bíla- sérfræðinga í Þýskalandi. Reuter, ETA, NTB Norrænir hvalavinir 1 öngum sínum vegna fimm innilokaðra háhyminga: Hvalirnir geta orðið geðveikir af æsingi - segir sænskur dýravinur sem gert hefur út misheppnaðan björgunarleiðangur „Ég óttast mest um andlega heilsu háhyrninganna. Þeir gætu orðið geð- veikir af æsingi ef ekki verður farið að með gát við björgun þeirra,“ segir sænski náttúrufræðingurinn og hvalasérfræðingurinn Mats Amund- in sem undanfama daga hefur reynt allt til að bjarga fimm háhyrningum úr prísund sinni í ís á Verrasundi í Þrændalögum. Amundin fer fyrir Svíþjóðardeild Alþjóðanáttúruvemdarsjóðsins. Þegar er búið að verja töluverðum fiármunum í að sprengja um 50 metra breiða rennu í ísinn en það kom fyrir lítið því hvalirnir vildu ekki synda út. í gær stóð til að senda ísbijót á staðinn og ætluðu Amundin og hans menn að lokka hvalina út með því að leika upptökur af „sam- tölum“ hvalanna. Nú er hætt við þann leiðangur því Norðmenn eru ekki sáttir við allt umstangið sem fylgir háhyrningun- um fimm. í Þrændalögum hafa menn á orði að öldum saman hafi háhym- ingar lokast inni í ís á þessum slóðum og dáið þar drottni sínum án þess að nokkur hefði af því áhyggjur. Meira en nóg væri af háhymingum í höfun- um og því væri ekki ástæða til að leggja í mikinn kostnað við björgun. Norskir dýravinir hafa þó lagst á sveif með Svíunum og einn þeirra, Sigmund Haldaas, segir að veruleg ástæða sé til að óttast um geðheilsu háhyminganna eftir þriggja vikna innilokun. Sigmund heitir því á alla rétt hugsandi menn að gera eitthvað til að bjarga hvölunum. Hvalavinirnir benda og á að í hópn- um sé móðir með kálf. Þau mæðgin hljóti að vera illa haldin af sulti því litla sem enga fæðu sé að hafa í Verrasundi. ntb Ætla að endurbyggja brúna Leiðtogar Króata hafa lofað því að endurbyggja brúna fornfrægu sem um aldir tengdi borgarhluta múslima í Mostar í Bosniu. Brúin féli á dögunum eftir endurteknar sprengjuárásir Króata. Múslimar eru í meirihluta á austurbakka árinnar en á vesturbakkanum hefst hópur þeirra enn við þótt sambandið við aðra trúbræður í borginni háfi nú rofnað. Brúin var 400 ára gömul og ein helsta þjóðargersemin í Bosniu. Símamynd Reuter Tilræðismenn Nygaardstaldir verafráSvíþjóð Norska lögreglan rannsakar nú hvort einhver tengsl séu milli til- ræðisins við bókaútgefandann William Nygaard og íranskra stjórnarerindreka sem voru ný- lega reknir frá Svíþjóð fyrir njósnir. Norska blaðið VG hefur það eft- ir heimildarmönnum sínum að íranskir útsendarar í Svíþjóð hafi hugsanlega gert tilræðismennina út. Fjölmiðlar hafa veriö met get- sakir um að írönsk stjórnvöld standi á bak við tilræðið þar sem Nygaard gaf út bók Salmans Rushdies, Söngva satans. Samkeppniráð- herrannaerbara heilbrigð Viktor Tsjernomýrd- in, forsætisráð- herra Rúss- lands, segir að baráttan fyrir kosningarnar í næsta mánuði þar sem ráð- herrar keppa hver gegn öðrum hafi ekki haft truflandi áhrif á störf stjórnarinnar. „Starfið gengur alla jafna vel. Það er gott þegar ráðherrar láta skoðun sína í ljós. Það yrði fyrst erfitt að vinna ef allir syngju með sama nefi,“ sagði Tsjernomýrdin í viðtali við dagblaðið Trud. Ráðherrar eru í framboði fyrir þrjá af þrettán flokkum sem bjóða fram í kosningunum. ntb, Reuter í 5 ára fangelsi fyrir nauðganir: „Það er fint að fá fimm ára fang- elsisdóm fyrir þessar sakir. Fyrst heimtuðu stúlkurnar að fá að sofa hjá mér og svo kæra þær mig fyrir nauðgun. Eg held að þær trúi því nú að ég hafi nauögað þeim. Þessi dómur sýnir hvað málið er fáránlegt og eins gott að refsingin var þyngd,“ segir sænski plötuút- gefandinn Billy Butt, sem hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi í hæstarétti fyrir aö nauðga níu ungum stúlkum.>. Málaferlin gegn Billy Butt hafa staðið á þriðja ár vakið mikla af- hygli í Svíþjóð þvx hann var og er frægur mað- ur. Stúlkumar sem itifiiuu Diny oun. w og frama sem söngkonum gegn því að fá að sofa hjó þeim. Fræðgin hafi síðan látið á sér standa og aldrei komu út plötur með söng þeirra. Dómarar í undirrétti komust að niðurstöðu að Billy hefði gerst sekur um nauðgun raeð því að nýta sér ungan aldur og sak- leysi stúlknanna. Fyrir nauðgan- imar níu fékk hann tveggja ára fangelsi. Nú hefur hæstiréttur staö- fest nauðgunardómana og bætt þremur árum við refsinguna. Umræddar stúlkur hafa lýst ánægju meö dóminn og sagðist ein þeirra nú fyrst fá þrek til að lifa áfram. Þær eru nú allar um tvítugt og hafa eki gert fleiri tilraunir til að öðlast trama sem söngkonur. Billy Butt hefur alla tíð haldið íram sakleysi sínu en viðurkeimir að hafa sofið hjá stúlkunum. Þær hafi leitað til hans og ólmar viljað í bólið. Um leið hafi þær ímyndað sér að hann gæti gert þær frægar og ríkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.