Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993 13 ný koma á morgvm. Þar fást hrís- grjón í suðupoka, 4x125 g, á 59 kr., 2 1 Sól appelsín á 99 ki\, fín og gróf frönsk smábrauð á 99 kr. pk„ 11 AB-mjólk á 95 kr., og 1 á 52 kr. Einnig fást gular melónur á 99 kr. kg, mangó á 99 kr. stk., Humals fiskibollur, 390 g, á 129 kr. og 11 Emmess skafís með pist- asíubragði á 259 kr. Tilboðin gilda frá fimmtudegj til miðvikudags. Verð miöast við staðgreiðslu. Þar fásteftirfarandi Hortex-vörur: jarðarber, 823 g, á 105 kr., sultur, 454 g, á 98 kr„ aðalbláber, 454 g, á 184 kr. og gúrkur, 850 g, á 149 kr. Einnig fást jóladúkar, 130x170 sm, á 998 kr. og dönsk aðventukerti, 10 stk. á 139 kr. KHB, Eg- ilsstöðum Tilboðin gilda til laugardags. Þar fást þriggia koma brauð á 99 kr. og hristertur á 299 kr. Á mið- vikudögum fást öll brauð frá Djúpavogi og norður til Vopna- fíarðar á 99 kr. og á sama mark- aðssvæði eru allar kökur á til- boðsverði á föstudögum. -mgo Jólapóst- urinn Það er um að gera að skrifa jóla- kortin eða jólabréfín tímanlega og koma þeim í póst. Það getur munað verulega í verði hvort bréfapóstur er sendur í A- eða B-pósti en B-póstur er svolítið lengur á leiðinni. Bréfapóstur má aldrei fara yfir 2 kg en hann getur ýmist veriö umslag eða strangi. Innanlands er hann bor- inn út á 1„ 2. eða þriðja virkum degi eftir póstlagningu. A-póstur til Evr- ópu er fluttur með flugi daglega og borinn út á 2.-6. virkum degi eftir því til hvaða lands hann er sendur. A-póstur til landa utan Evrópu er borinn út á 4.-16. virkum degi. B-póstur til Evrópu er borinn út á 5.-20. virkum degi en á 15.-30. virk- um degi til landa utan Evrópu. Gjald- skráin fyrir bréfapóstinn er í grafinu hér á síðunni en svo verður gjaldskrá bögglapósts til einstakra landa birt hérásíðunninæstudaga. -ingo Neytendur Kjötbúr Péturs í Austurstræti 17: Sendir út sex tonn af hangi- 1 • •• t • • f 1 • kjoti fynr jolin Pétur heldur hér á einum jólapakkanum sem hann á eftir að koma í póst. DV-mynd Brynjar Gauti „Það er gífurlega tnikið um að fólk sendi íslenskan mat til ættingja og vina í útlöndum og mér finnst það fara fyrr af staö núna en undanfarin ár,“ sagði Pétur Pétursson í Kjötbúri Péturs sem nú er flutt í Austm-stræti 17. Að því er neytendasíðan kemst næst er Pétur eini aðilinn sem tekur að sér að senda út matarpakka í stór- um stíl fyrir jólin. „Við sendum svona 80-120 pakka á dag eða 1.700-2.000 pakka á þessu þriggja vikna tímabili. Ætli meðal- verðið á pakka sé ekki í kringum 5-7 þúsund krónur. Þetta er aðallega hangikjöt, villtur, reyktur lax, harð- fiskur, hákarl, grænar baunir, Þing- vallamurta, malt, appelsín og Prins póló sem fólk er að senda,“ sagði Pétur og bætti við að einnig væri talsvert sent af Cheerios og Coco Puffs til Norðurlandanna. „Við hjálpum fólkinu að velja í pakkana, fáum hjá þeim heimilis- fangið, sjáum um alla pappírsvinnu og komum þessu í póst. Fyrir þetta tökum við 300 kr. þó um fleiri en einn pakka sé að ræða,“ sagði Pétur. „Alls erum við að senda um 8 tonn af matvælum út á þessu tímabili, þar af 6 tonn af hangikjöti," sagði Pétur. Vert er að taka fram að Rammagerð- in veitir svipaða þjónustu. Verslunin sér um að senda pakkana og tryggir þá sjálf. Kaupendur þurfa einungis að greiða burðargjaldið. -ingo Hvað kostar undir bréfin Innaniands 2.300 A-póstur ~| Lönd í Evrópu | Lönd utan Evrópu X? ff « 20 g £ ÍP 9 m <Q co □ 20 g 50 g 100 g 250 g 500 g 1000 g 2000 g B-póstur ] Lönd í Evrópu M Lönd utan Evrópu Í.IOO o o o o ,o A> 1______________ 6? O) <o o o ^jaaBpnrif S> g? *JL 50 g 100 g 250 g 500 g 1000 g 2000 g 20 g 50 g 100 g 250 g 500 g 1000 g 2000 g 1 n Sértilboð og afslættir: Tilboðin gilda frá flmmtudegi til laugardags. Þar fæst Golden Valley örbylgjupopp á 89 kr„ Taff- el snakk, 250 g, á 289 kr„ Lúxus Java kaffi, 500 g, á 185 kr„ Sluk þykkni á 135 kr. og Súper upp- þvottalögur á 67 kr. Einnig fást 4 hamborgarar m/brauði á 269 kr., hangiálegg frá íslandskjöti á 1.498 kr. kg, svinaskinka á 998 kr. kg, spægipylsa á 1.598 kr. kg, fylltur lambaframpartur á 898 kr. kg og nauta T-beinssteik á 999 kr. kg. Bónus Tilboðin gilda frá fimmtudegi til laugardags. Þar fæst SS svína- skinka á 849 kr., Kjarnafæöis áleggsþrenna á 717 kr„ Hob nob súkkulaðikex, 300 g, á 99 kr., 200 g Nóa hjúpur á 65 kr„ 300 g Nóa rúsínur á 139 kr. og Huraals flsk- borgarar, 4 stk„ á 149 kr. Einnig fást Bónusvörurnan lyftiduft, 250 g, á 69 kr„ 700 g sýróp á 105 kr. og 375 g kakóduft á 169 kr. Tfiboðin gílda frá miðvikudegi til föstudags. Þar fæst svínalæri í || og /j á 465 kr. kg, svfnabógur á 485 kr. kg, nauta-innralæri á 1.479 kr. kg, nautalundir á 1.995 kr. kg og djúpkryddaður lamba- hryggur á 767 kr. kg. Einnig fæst dönsk lifrarkæfa á 327 kr. kg, kiwi á 159 kr. kg, samlokubrauð á 98 kr„ Kjara smjörlíki, 500 g, á 79 kr„ brúnkaka á 225 kr. og rúllu- terta á 290 kr. Muniö grænmetis- tilboðið á fimmtudögum og aö opið verður á laugardögum til jóla. Kjötog fískur Tilboðin gilda frá fimmtudegi til sunnudags. Þar fæst svínalæri í heilu og sneiöum á 459 kr. kg, nautagúllas á 788 kr. kg, lambabuff m/lauk á 349 kr. kg, Coco Pops, 375 g, á 299 kr„ Java kaffi, 500 g, á 159 kr., 560 g ananas- sneiðar á 59 kr. og 340 g maískorn á 59 kr. Einnig fást 400 g tómatar í heilu á 37 kr„ 1 kg haframjöl á 69 kr„ 2 kg sykur á 99 kr„ 2 kg hveiti á 69 kr„ 500 g sýróp á 98 kr. og haustkjamabrauö frá Myllunni á 125 kr. -ingo kaupauki - sparaðu með kjaraseölum Lesgleraugu í mörgum gerðum, stœrðum og styrkleikum. Kjaraseðillinn gildir í versluninni sem Itilgreind er hér til hliðar. ISeðillinn gildir sem 15% afsláttur I | Þessi seðill gildir til 10. desember 1993 ^ eða meðan birgðir endast. Sendið persónur leg jóiakort með Ijósmyndum Athugið! Nú er tíminn til að fá sér lesgleraugu því að annars gæti orðið erfitt að lesa jólabækurnar. Bóka-, ritfanga- og gjafavöruverslun Miðbæ við Háaleitisbraut 58-60 • Sími 35230 Kjaraseðillinn gildir | í versluninni sem Itilgreind er hér til hliðar. I Seðillinn gildirsem 15% afsláttur I | Þessi seðill gildir til: I 1. desember 1993 Verð án kjaraseðils | kr. 70,- pr. stk. . Verð með kjaraseðli * kr. 60,-pr. stk. I ^b^FRAMKÖLLUN - LITLJÓSRITUN I j“t™TITTITWITTWvtiy | Lækjargötu 2 Sími 611530 ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.