Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993 Spumingin Ætlar þú að fá þér fjölvarp? Hörður Viktorsson: Nei. Eybjörg Hansdóttir: Ég er ekki búin að ákveða það. Elva Björk Sverrisdóttir: Nei, alveg örugglega ekki. Kristján Eggertsson: Nei, því ég bý á Akureyri. Jóna Jónsdóttir: Nei. Björn Gunnlaugsson: Ég veit það ekki. Lesendur Merki um alvarlega stöðu ríkissjóðs: Ovænt hækkun bensíngjalds Guðmundur Kristjánsson skrifar: Þær fréttir sem okkur berast nú um að grípa eigi til þess ráðs að hækka bensíngjald kemur flestum landsmönnum á óvart. Nýbúið er að hækka svokölluð bifreiöagjöld og fannst þó flestum nóg komið af álög- um á bifreiðaeigendur. En þegar skyndilega er gripið til þess örþrifa- ráðs að hækka bensíngjald sem renn- ur beint til ríkisins er það merki um að mjög alvarleg staða sé komin upp hjá ríkissjóði. - Staðreyndin er nefni- lega sú að bensíngjöld og aðrar álög- ur á bifreiðaeigendur skila sér fljótt og örugglega til hins opinbera. Það kemur sér því einkar vel að höggva sífellt í þennan sama knérunn sem er bílaeign landsmanna. Hitt er svo annað mál að mælirinn er þegar fullur í þessum efnum og ekkert sjálfgefið að fólk láti sér þetta lynda. Og þótt ríkissjóður sé að kom- ast í þrot þá eru aðrar og sjálfsagðari leiðir opnari til að ná inn fjármunum en sú að hækka bensíngjöldin. Ein er sú að herða eftirlit með svörtum launatekjum á vinnumarkaðinum og sækja skattskylt fé úr höndum þeirra sem árum saman hafa stundað skatt- svik. Þar má nefna verktaka í iðnað- arstörfum, aðila í veitingarekstri og verslunarþjónustu sem ekki stimpla inn á kassa sína nema eftir eigin geð- þótta. Eitt má vera ljóst að hin nýja hug- mynd um hækkun bensíngjalds er alvarleg ábending ríkissjóðs um að hinn sameiginlegi sjóður lands- manna er að þrotum kominn. Fáir munu draga í efa að leita þurfi miklu skattheimta. - En gagnast hún núna?‘ fleiri leiða ef ríkið á að geta sinnt þeim kröfum sem óvitar í röðum for- svarsmanna launþegasamtaka og þrýstihópa gera til þess. - En rétt eins og umhyggjusamra en fávísra foreldra er háttur gagnvart börnum mun ríkið áfram rétta fram höndina með nokkrum krónum. Það er hins vegar skammgóður vermir. Ríkið hefur tekið þessar krónur að láni og því tekur það ávallt fleiri krónur af landsmönnum til baka. Bensínskatt- ur, bifreiðagjöld- og tollar hafa hing- að til reynst ríkinu notadrjúg skatt- heimta. En gagnast hún í þetta sinn? Bakhjarlinn í vestri Ingvar Sigurðsson skrifar: Eg tek undir með Gunnari Eyþórs- syni í kjallagragrein hans sl. föstu- dag þar sem hann fjallaði um sam- starf Bandaríkjanna og íslands í varnarmálum. Ég er þó ekki alveg sammála Gunnari þegar hann í lok greinar sinnar hvetur til að einbeita okkur að Evrópu á meðan við enn séum yfirleitt teknir alvarlega. Ég tel að við eigum ekki margra kosta völ í samskiptum okkar við Evrópuríkin ef Bandaríkjamenn álíta aö hemaðarlegt mikilvægi ís- lands hafi breyst fyrir þá sjálfa. Margt hefur breyst að undanförnu þannig að við eigum í raun enga kosti lengur sem auðvelda okkur að knýja fram eina eða aöra stöðu okkur til handa, hvorki varðandi markaðs- setningu afurða okkar né aðdráttar- afl fyrir erlend fyrirtæki austanhafs. Öll tilvera okkar byggist auðvitað á því að aðrar þjóðir sjái sér hag í því að skipta við okkur eins og fram kemur í áðurnefndri grein Gunnars. Fiskur er nú einu sinni ekki eftir- sóttasta matartegundin í heiminum, og hann er víðar að finna en hér við land. Á því sviði getum við því ekki búist við neinum sérstökum viðtök- um í Evrópuríkjunum. Og þótt svo væri er Evrópa ekki þessleg nú um stundir að þar verði tryggður mark- aður fyrir okkur sem útflutnings- þjóð. Með fríverslunarsamningi við Bandaríkin og raunar allar NAFTA- þjóðimar vestanhafs yrði væntan- lega hægt koma málum svo fyrir að varnarmál okkar tengdust með þeim hætti að þjóðunum vestanhafs yrði hagur af. - Ég tel aö héðan í frá eigum við íslendingar að stefna ákveðnar að því að fá Bandaríkin sem bakhjarl í þessum efnrnn. í miðbænum að næturlagi Anna Dóra skrifar: Vinur minn, sem ekki gerir mikið að því að fara út á lífið um helgar, brá sér í miðbæinn að næturlagi um næstsíðustu helgi. Hann gekk fram á fjóra hópa manna þar sem snörp slagsmál stóðu yfir. Honum kom það ekki mjög á óvart en það sem vakti furðu hans var afskiptaleysi lögregl- unnar. - Lögreglumönnum á gangi um bæinn var greinilega kunnugt um slagsmálin. En hvað gerðu þeir? Ekkert! Þeir htu i áttina að slags- málahundunum og héldu svo ótrauð- ir áfram með hendur fyrir aftan bak. Það er alkunna að unglingsstúlka hggur nú á spítala eftir harkalega árást tveggja annarra stúlkna. Ef til milli kl. liog 16-cðaskrinð Nafno* sítnanr. vtjrður aft fylgja brffum „Dugandi og kjarkaða iögreglu- menn virðist þurfa til starfa á þess- um hættulega stað,“ segir m.a. i bréflnu. vill hafa færri tekið eftir því að stúlka nokkur haföi samband við DV og skýrði frá því að hafa, ásamt tveimur vinkonum sínum, orðið vitni að at- burðinum. Vinkonumar sáu lög- reglubíl skammt frá og hlupu þangað eftir hjálp. Fyrst spurðu lögreglu- þjónamir þær hvort stelpan gæti ekki hlaupið burt. Síðan, hvaö hún væri eiginlega að þvælast á þessum stað. - Annað gerðu þeir ekki í mál- inu (samkvæmt framburði stúlkunn- ar í lesendabréfinu). Mikið vildi ég að þessi frásögn stúlkunnar um framferði laganna varða væri á misskilningi byggð. En sé hún rétt, (og því skyldi hún ekki vera það?), til hvers er þá verið að halda úti löggæslu á þessum stað yfirleitt? Hvort þeir era svona fáhð- aðir í lögreglunni eða þora einfald- lega ekki að láta til sín taka þegar harka færist í næturlífið um helgar get ég ekki dæmt um. En dugandi og kjarkaða lögreglumenn virðist þurfa til starfa á þessum hættulega stað. Það er að sönnu slæmt að við ís- lendingar skulum vera svona grófir og harðsnúnir og að sjálfsöögu er það ekki lögreglunni að kenna. En lög- regla sem bregst varla við eða að- hefst helst ekkert veitir ekki það að- hald sem hún annars ætti að gera. Færri kjörstaðir Reynir hringdi: Það sýndi sig í kosningunum um sameiningu sveitarfélaganna hér í Reykjavík a.m.k. aö fækka má kjörstöðum í borgarstjórnar- kosningum og alþingiskosning- um. Til þessa hefur fjöldi skóla verið notaður sem kíörstaðir. Þetta sýnir sig vera hið mesta bmðl á kjördag. Jafnvel þótt þátt- taka sé mun meiri í kosningum til borgarstjórnar og Alþingis er ekkert sem segir að ekki megi fækka kjörstöðum til samræmis við það sem gert var um sl. helgi. Þarna má spara verulega. Það gerir ekkert til þótt einhver ör- tröð myndist viö kjörstaðina á vissuntálagstímum. Enumstatig- iö myndi minnka verulega. Jóhannakom bestút K.G. skrifar: Ég hlustaði á þjóðarsáiarþátt 1 fyrri viku þar sem Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálai'áöherra sat fyrir svörum. Svo bar við að í þáttinn hringdu aðeins þeir sem eitthvað höföu að segja og spurðu skynsamlega og án allra vífi- lengja. Of oft hafa menn hringt í þennan þátt og tuðað um eitt og annaö, aðeins til leiðinda. - Hinu má heldur ekki gleyma að Jó- hanna kom mjög vel út úr þessum þætti og allra best af þeim sem ég hef heyrt sitja fyrir svörum. Kannski þess vegna hringdi að- eins fólk sem var málefnalegt (jafnvel sem var á móti samein- íngu), að það vissi að Jóhanna er líka málefhaleg í svömm. Sameining þótt síðarverði Aðalsteinn skrifar: Lokiö er kosningum um sam- einingu sveitarfélaga. Illa tókst til nú, sameining mun þó verða að raunveruleika þótt síðar veröi, Það er ailra manna skhningur aö spara þurfi í rikisútgjöldum, og varla verðiu1 hægt að kjósa sér hepphegri leið og auðveldari th sparnaðar úr hinum sameigin- lega sjóði en að sameina sveitar- félögin eíns og kostur er. Vonandiverður Sólvcig hringdi: Varðandi orðið „skjáta", sem Þ.K. ræöir i bréfi í DV 19. nóv. sl. og eignar Steinunni Siguröar- dóttur rithöfundi sem nýyrði af hennar hálfu verður að koma fram aö þetta orð er engan veginn nýtt af náhnni eins og Þ.K. heldur frara. En orðið er í meira lagi niörandi og getur engan vegirtn átt við starfsstúlkur Sjónvarps- ins. - Vonandi gengur Sjónvarpiö ekki á undan með því fordæmi að festa þessa nafhgift á sjón- varpsþulunum. Óbelnarreyk- ingaríkvik- myndahúsum Þorri skrifar: V ■ Þaö er garaan að fara í kvik- myndahús á íslandi. - Mikiö er um góðar myndir og hraðar skiptingar. Sumir viija gera hlé á sýningum, aðrir ekki. En sé hlé gert, þá þurfum viö þessir sem ekki reykja að þola angan af reykjarlykt í góða stund eftir sýn- ingu, anda að okkur reykjarlofti af brennandi vindlingum og stunda óbeinar reýkihgar i aflt að 15 minútur. Þeir sem reykja œttu að sýna tillitssenh og reykja úti eða sleppa vindlingnum i hléi og hvíla lungun um stund. Ég skora á kvikmyndahúseigendur að gera eitthvað i málinu og fá með því fleira reyklaust fólk í sín

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.