Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993 33 T Iþróttir Svíarnir ræða við Hlyn í Eyjum í dag - verði tilboð Örebro spennandi aukast líkur á að ég spiii í Svíþjóð, segir Hlynur Tveir af forráöamönnum sænska úrvalsdeildarliðsins Örebro koma til landsins i dag og halda strax út til Vestmannaeyja til viðræðna við Hlyn Stefánsson. Eins og kunnugt er hefur Hlynur leikið meö Örebro síð- ustu tvö árin og er búinn með samn- inginn en forráðamenri félagsins hafa lagt hart að honum að end- umýja hann, enda Hlynur lykilmað- ur í hðinu og var til að mynda kosinn leikmaður ársins. Þá er hann með gott tilboð upp á vasann hjá sínu gamla félagi, IBV. „Það liggur við að ég taki upp krón- una og kasti henni upp. Eins og stað- an er í dag eru helmingslíkur á að ég verði áfram með Örebro en ef forr- áðamenn félagsins koma með eitt- hvað nýtt og spennandi tilboð þá eru meiri líkur á aö ég spili áfram með Uðinu,“ sagði Hlynur í samtaU við DV í gærkvöldi. Eyjamenn hafa einnig sett mikla pressu á Hlyn og hafa boðið honum mjög góðan langtímasamning. „Mér Ust mjög vel á þetta hjá EBV. Þjálfarinn er góður og þegar maður er kominn heim til Eyja er maður frekar hUðhoUur ÍBV og svo öfugt þegar maður er kominn út til Svi- þjóðar. Svíarnir hafa nánast hringt í mig á hveijum degi enda vilja þeir fá þetta á hreint sem aUra fyrst svo þeir geti þá leitað að leikmanni í stað- inn. Góður leikmaður innan Svíþjóð- ar er hins vegar mjög dýr og því ætti Örebro að geta gert gott fyrir mig, “ sagði Hlynur. -GH Knattspymuúrslit í gær: Blackburn í annað sætið Graham Talyor átti ekki velgengni aö fagna í starfi sínu sem landsliðseinvaldur Eng- lendinga i knattspyrnu. Snæfelláfram Snæfell sigraði KFÍ, 108-62, í 16-Uða úrsUtum í bikarkeppni KKI í Stykkishólmi í gær. Bárð- ur Eyþórsson skoraði 35 stig fyrir SnæfeU og Entwistle 22 en fyrir ísfirðinga Róbert Jónsson 20 og Unnar Hermannsson 11. -KS/Stykkishólmi vildu fá hann í burtu og varð hann við óskum þeirra. Nokkrir hafa verið nefndir til sögunnar sem Uklegir eftirmenn Taylors og má þar nefna Howard Wilkinson, framkvæmda- stjóri Leeds, Steve Coppel, fyrrum stjóri Crystal Palace, Ron Atkinson, fram- kvæmdastjóri Aston ViUa, Gerry Francic hjá QPR og Ray Wilkins sem leikur með QPR og Glen Hoddle, framkvæmdastjóri Chelsea. -GH Blackbum komst í gærkvöldi í annað sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspymu. Blackbum sigraði Coventry, 2-1, á heimaveUi og skor- aði Alan Shearer bæði mörk Uðsins. Peter Ndlovu gerði eina mark Co- ventry. Everton og Leeds skildu jöfn, 1-1, á Goodison Park. Rodney WaUace kom Leeds yfir á 53. mínútu en Tony Cottee jafnaði fyrir heimamenn á 67. mínútu. Manchester United er langefst með 40 stig, Blackbum og Aston VUla hafa 29 stig. í kvöld verða átta leikir í úrvalsdeUdinni. Graham Taylor sagði í gær af sér sem landsliðsein- valdur Englendinga í knatt- spymu. Þessi ákvörðun hans kom ekki mörgum á óvart en eins og kunnugt er mistókst enska landsUðinu að tryggja sér sæti í úrsUtakeppni HM sem fram fer í Bandaríkjunum á næsta ári. Taylor átti eftir sex mánuði af samningi sínum við enska knattspyrnusambandið en hann tók við Uðinu af Bobby Robson eftir heimsmeistarakeppnina á ítahu áriö 1990. Eftir aö ljóst varð að Englendingar ættu ekki Uð í úrsUtakeppni HM, í fyrsta skipti í mörg ár, var gerð mikU árás á Taylor í breskum fjölmiðlum þar sem þeir OFI skellt heima í UEFA-keppninni Þrír leUcir fóm fram í 8 Uða úrsUtum Evrópukeppni félagsUða í gærkvöldi. Gríska Uðið OFI frá Krít fékk skeU á heimaveUi gegn Boavista frá Portúg- al, 1-4. Segja má því að leið Boavista í undanúrslit sé nokkuð greið. Eintracht Frankurt átti í mesta basU með Deportivo La Coruna frá Spáni á heimavelU sínum í Þýska- landi. Þýska Uðið náði ekki að knýja fram sigur fyrr en á lokamínútu leiksins þegar Mirko Dickhaut skor- aði. Bordeaux sigraði Karlsruhe, 1-0, og skoraði Zinedine Zidane eina markið á 78. mínútu. -JKS Inga Fríða Tryggvadóttir fiskar hér vitakast fyrir Stjörnuna og það er Svava Sigurðardóttir sem brýtur á henni. DV-mynd GS Meistararnir steinlágu - og Stjaman trónir á toppi 1. deildar kvenna í handbolta Stjarnan vann ömggan sigur á Is- landsmeistumm Víkings, 17-14, í topp- leik 1. deUdar kvenna í handbolta í Garðabæ í gær. Sigur GarðabæjarUðs- ins, sem nú trónir eitt í efsta sæti deild- arinnar, var mjög sanngjarn og aldrei í hættu. Handknattleikurinn, sem í boöi var, var þó ekki í háum gæðaflokki. Stjarnan lék kröftuga 6:0 vöm sem virtist koma Víkingi algjörlega í opna skjöldu. Meistaramir fundu sig aldrei, lykilmenn bmgðust alveg og leikmenn Uðsins vom sem böm á velUnum. „Þetta var erfitt en sigur okkar kom mér ekki óvart. Vöm og markvarsla vom góð en þannig höfum við lagt grunninn að mörgum sigrinum í gegn- um tíðina," sagði Magnús Teitsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. Staðan í hálfleik var 9-7 og það tók Víkinga 11 mínútur að skora fyrsta markið í síðari háUleik. Stjaman komst í 16-10 en meisturunum tókst aöeins að laga stöðuna í lokin. Nina Getsko átti góðan leik í marki Stjömunnar og varði 13 skot en vömin fyrir framan hana var mjög góð. Hjá Víkingi stóð enginn upp úr í arfaslöku Uði. „Ég kann enga skýringu á þessu en sjálfstraust leikmanna er alls ekki í lagi. Þetta eru mikil vonbrigði en þegar toppUð mætast er ekki óeðlilegt að heimaUðið sigri," sagði Theodór Guð- finnsson, þjálfari Víkinga. Mörk Stjömunnar: Ragnheiður 7, Una 4, Guöný 3, Hrund 2 og Herdís 1. Mörk Víkings: Inga Lára 7, HaUa María5,Heiðal,SvanaSl. -BL Tíundi sigur Houston í röð Meistarar Chicago urðu í nótt tíunda fórnarlamb Houston Rockets í vetur í NBA-deildinni í körfuknattleik. Hous- ton sigraði, 100-93, og er með tíu sigra í jafnmörgum leikjum, hefur enn ekki fengið á sig 100 stig í leik á tímabilinu. Chicago tapaði þama hins vegar sínum sjötta leik af tíu í vetur. Hakeem Olajuwon var að vanda í aðal- hlutverki hjá Houston og skoraði 28 stig, tók 11 fráköst og varði 8 skot. Otis Thorpe gerði 23 stig. Þeir BUl Wenning- ton og B.J. Armstrong skomðu 19 stig hvor fyrir Chicago sem hefur ekki unn- ið leik í Houston í sex ár þrátt fyrir alla titlana. ÚrsUtin í nótt: Houston - Chicago............100-93 Washington - Charlotte.......118-98 Atlanta - LA Lakers..........103-94 Orlando - Golden State.......120-107 DaUas-LACUppers.............98-105 Portland - Denver...........109-94 ShaquiUe O’Neal var áfram í stuði með Orlando og geröi 28 stig gegn Golden State, Nick Anderson skoraði 24 og nýl- iðinn Anfemee Hardaway skoraði 23 stig, tók 8 fráköst og átti 5 stoðsending- ar. Chris Webber skoraði 13 stig fyrir Golden State og tók 10 fráköst. Atlanta komst að hUð Charlotte á toppi miðriðUsins með sigri á Lakers. Dom- inique Wilkins skoraði 28 stig fyrir Atl- anta en Nick Van Exel 22 fyrir Lakers. Washington vann óvæntan stórsigur á Charlotte. Kevin Duckworth skoraði 14 stig fyrir Washington. Ron Harper skoraði 32 stig fyrir CUp- pers en Jamal Mashburn 20 fyrir DaUas. Clyde Drexler skoraði 27 stig fyrir Portland en Mahmoud Abdul-Rauf gerði 24fyrirDenver. -VS í kvöld 1. deild karla í handknattleik: Stjaman - KA.........20.00 KR-ÍBV...............20.00 FH-Valur.............20.00 UMFA-ÍR..............20.00 Víkingur - Selfoss...20.00 Þór-Haukar...........20.30 1. deild kvenna í handknattleik: Ármann - Fram........18.15 Valur-KR.............20.00 Axelmunverfa Axel Comez mun vetja mark 2. deUdar Uðs VUdnga í knatt- spymu á næsta keppnistímabiU i staö Guömundar S. Hreiöarsson- ar sem er hættur. Axel lék með Þrótti í sumar en hann lék með Víkingum fyrir nokkrum árum, -GH íþróttir Körfuknattleikssniningar til íslands í tengslum við lýðveldishátíðina: Koma Jordan og Magic til íslands? - vinnum að því af fullum krafti, segir Kolbeinn Pálsson, formaður KKÍ Körfuknattleikssamaband Islands vinnur að því að fá körfuknatt- leiksmenn í fremsta gæðaflokki hingað tíl lands á næsta ári. Koma þeirra yrði í tengslum við hátíðar- höld vegna 50 ára afmæUs lýðveld- isins. KKÍ hefur verið í sambandi við umboðsskrifstofur í Bandaríkjun- um sem undirbúa keppnisferðalag stjörnuliða undir stjórn körfu- knattleikssnUUnganna Michaels Jordan og Magics Johnson. StjörnuUð þeirra verður á ferðalagi í Eyrópu á næsta ári og er ætlun KKI að fá Uðin hingað til lands í þeim pakka. Málið er á frumstigi en að sögn Kolbeins Pálssonar, formanns KKI, ætla menn að leggja sig í Uma við að fá góða körfubolta- menn sem yrði Uður í hátíöinni. Höfum sent bréf til Jordans sjálfs „Við erum að vinna að því að fá Michael Jordan, bæði sem ein- stakling og með lið hingað tíl lands og einnig Magic Johnson. Við höf- um frétt að báðir þessir einstakl- ingar verði með Uð í Evrópu á næsta ári þannig aö við erum á fuUu að fá þá báða hingað til að spUa. Það eru um þijár vikur síðan þessi áhugi kviknaði og okkur barst til eyma að umboðsskrifstof- ur í Bandaríkjunum væru að skipuleggja ferð þessara beggja Uða um Evrópu. Við óskuðum eftir því að þeir myndu feUa ísland inn í myndina. Við höfum jafnframt líka sent bréf beint til Jordans sjálfs og erum þannig að leita allra leiða til að fá þá hingað tíl lands,“ sagði Kolbeinn Pálsson við DV í gær. Kolbeinn sagöi að KKÍ hefði verið beðið um að vera með innlegg í hátíðarhöldin vegna 50 ára afmæUs lýðveldisins og þetta væri einn Uð- urinn í þvi. Annaðhvort að fá NBA Uð, Uð þeirra Jordans og Johnsons, eða að fá hingað Evrópuúrval en þá hugmynd viðraði Kolbeinn jafn- framt á fundi í Munchen fyrir skömmu. Kolbeinn nefndi einnig Alþjóða körfuknattleikssambandið (FIBA) sem væri aUt af vUja gert að hjálpa KKÍ í þessu máU. Viljum fá lið Magics og Jordans til að spila saman „Við vUjum allra helst fá Uð þeirra Jordans og Magics Johnson tíl að leika hvort gegn ööru. Ég þori ekk- ert að segja hvenær af þessu gæti orðið á næsta ári. Við erum að heyra að hinir og þessir séu að reyna þennan möguleika líka og í því sambandi sendum við skeyti í gær og vUdum fá staðfestingu á því hvort ekki væri verið að vinna af fuUum krafti að því að þessi Uö kæmu hingað. Við myndum fagna hveiju því fyrirtæki og öörum aðU- um sem vUdu koma inn í þessa mynd og aðstoða okkur. „Við leggjum áherslu á það að körfuknattleiksUð og körfubolta- snillingar sem hingað koma, komi hingað í samráði við KKÍ og um leið körfuknattleiksfélög í landinu. Eg Ut svo á, miðað við áhuga á körfuboltanum hér á landi sem og annars staðar, að KKÍ eigi sem fuU- trúi félaganna að sjá um leiki og sýningar hvað varðar körfubolt- ann. -JKS Þessir kappar hafa glatt marga með snilli sinni í gegnum árin. Þeir hafa báðir lagt keppnisskóna í NBA á hilluna en þess í stað ráðgera þeir sýníngarferð um Evrópu og nú er bara að vona að þeir sjái sér fært að koma til íslands. Myndin er úr leik Los Angeles Lakers og Chicago Bulls þar sem Magic Johnson sækir að Michael Jordan. Njáll hættur með KA-liðið Urslítaieikurínn ekkiáAkureyri Ekkert verður af því að úrsUtaleikurinn í bUíarkeppni karla í handknattleik verði leikinn á Akureyri eins og hug- myndir voru uppi um. HSÍ hélt fund með félögunum um þetta mál og kom þar fram mikil and- staða gegn hugmyndinni svo að nú hefur veriö horfið frá henni að sinni. Dómararfá verkefní erlendis Tveimur íslenskum dómara- pörum heíúr verið úthlutaö verk- : efni í 8-liða úrslitum Evrópu- keppni kvenna í handknattleik. Þeir Stefán Arnaldsson og Rögn-. vald Erlingsson raunu dæma leik norska Uðsins Gjerpen og austur- ríska Uðsins Wat Funíhaus í Evr- ópukeppni meistaraUða í Noregi 29. janúar og þeir Guöjón L. Sig- urðsson og Hákon Sigurjónsson fara til Danmerkur 22. janúar og dæma leik danska Uðsins Viborg og Lokomotiva Zagreb frá Króa- tíu í EHF keppninni. Gunnar eftiHítsmaðir tleikBarcelona Þá hefur Gunnar Gunnarsson verið skipaður eftírlitsmaöur á leik Barcelona og svissneskaUös- ins Winterthur í Evrópukeppni bikarhafa en leikurinn fer fram á Spáni 19. janúar. Njáll Eiðsson mun ekki þjálfa 2. deUdar Uð KA í knattspymu á næsta keppnistímabiU. Honum stóð til boða að halda áfram með Uðið en hann hefur ákveðið að hafna því. „Menn voru ekki tilbúnir að halda áfram þar sem frá var horfið í haust. AUar aðstæður eru gjörbreyttar. KA hefur verið að missa menn og ekki hefur verið nýttur sá meðbyr sem við höfðum seinni partinn á síðasta keppnistímabiU," sagði NjáU Eiðsson viö DV í gær. „AUt er óklárt og ég hreinlega nenni ekki að standa í þessu því ég hef aðeins meiri metnað fyrir hönd KA. Því tel ég einfaldara fyrir félagið að fá annan mann í starfið,“ sagöi NjáU ennfremur. < Forráðamenn KA sögðu við DV í gær að ekki væri ljóst hver yrði eftír- maður Njáls. -GH Golden State Nafh: Golden State Warriors. Stofnað: 1947. Kyrrahafsriðill, vesturdeild. Meistarar: 1947 og 1956 sem Phila- delphia Warriors. 1975 sem Gold- en State Warriors. Árangur í fyrra: 34-48, ekki i úrslit. Þjálfari: Don Nelson. Meiðsl settu stórt strik í reikning- inn hjá Golden State í fyrra þegar þrír lykilmenn, Tim Hardaway, Sarunas MarciuUonis og Chris MulUn, voru frá lungann af tíma- bilinu. í ár byrjar Uðið án þeirra allra. MulUn er þó væntanlegur í slaginn bráðlega en óvíst er hvort þeir MarciuUonis og Hardaway getí nokkuð leikið í vetur. Þær breytingar hafa orðið á Uð- inu frá því í fyrra að í nýUðavalinu fékk Warriors Chris Webber, fram- herja/miðherja frá Michigan há- skóla, eftír skiptí við Orlando á Anfernee Hardaway. Þá er fram- heijinn Josh Grant kominn ffá Utah. ByrjunarUðið framan af verður því líklega skipað þeim Victor Alexander sem miðheija, Webber sem stóra framherjanum, BUly Owens sem skotframheija, Latrell SpreweU sem skotbakverði og Keith Jennings sem leikstjórn- anda. Á bekknum eru meðal ann- arra framheijamir Chris Gatling og Byron Houston. Liðinu er spáð fjórða sætinu í riðUnum en meiðsl lykUmanna raska þeirri spá verulega. Liðið varð í sjötta og næstneðsta sæti riðUsins í fyrra og sú gætí raunin einnig orðið í ár. Webber á þó að hjálpa Uðinu verulega og menn bíða enn eftír því að BUly Owens springi út. Golden State á senrúlega eftir að taka upp pyngjuna í vetur og kaupa leikmenn í staö þeirra sem eru meiddir. Tim Hardaway er skærasta stjama Golden State. f t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.