Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Side 2
86GI H3ffW3f!3(T JS HlTDACIUl-CTIH'l ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 Fréttir Fjárlög með 10 milljarða halla samþykkt í nótt: Hætt við að tekju- tengja ekkjulífeyri Atkvæðagreiðslu um fjárlaga- frumvarp ársins 1994 lauk á Alþingi klukkan að ganga fjögur í nótt. Nið- urstöðutölur frumvarpsins eru halli upp á rétt tæpa 10 milljarða króna. Atkvæðagreiðslan eftir 3. umræðu gekk hratt fyrir sig. Aldrei var beðið um nafnakall og fáir gerðu grein fyr- ir atkvæði sínu. Aðalátökin milli Fjölmiðlakönnun: DV heldur DV heldur sínum hlut miðaö við síðustu könnun þegar tölur yfir lestur dagblaðanna vikuna 21.-27. nóvember eru skoðaöar í nýútkominni fjölmiðlakönnun Félagsvisindastoöiunar. Lestur- inn er óbreyttur laugardag, mánudag, þriðjudag og miðviku- dag en minnkar lítiö eitt fóstudag sé miðað við könnunina frá í apríl. Lestur Morgunblaðsins minnkar einnig þann dag. Könnun Félagsvísindastofnun- ar er unnin fyrir DV, Morgun- blaðið, Pressuna, íslenska út- varpsfélagið, Ríkisútvarpið, Sam- tök auglýsenda og Samband ís- lenskra auglýsingastofa. Hún nær til notkunar sjónvarps, út- varps og lesturs dagblaöa og vikublaða vikuna 21.-27. nóv- ember. -hlh Stuttar fréttir SúpafráSamhjálp Alls 316 einstaklingar hafa þeg- ið 3.500 súpur i\já Samhjálp í ár. Skv. Tímanum munu gestir Sam- hiálpar fá 100 þúsund kaffibolla og 5 þúsund súpur á árinu öllu. Húsaleiga hækkar Húsaleiga hækkar um 0,2 pró- sent um áramótin í samræmi við breytingu á launavísitölu. Hækk- unin reiknast á þá leigu sem var í desember 1993 en helst óbreytt í febrúar og mars. Borgarsfjómheilar Gunnar Jóhann Birgisson hér- aðsdómslögmaöur hefur ákveðið að taka þátt í prófkjörsslag Sjálfs- stæðisflokksins vegna borgar- stjórnarkosninganna í vor. Nýr ferðamálamálasfjóri Samgönguráöherra hefúr ráðið Magnús Oddsson í starf feröa- málastjóra frá næstu áramótum til þriggja ára. Magnús var eini umsækjandinn um stöðuna. Byggingarvisitalan nidur Byggingarvíaitala fyrir janúar lækkar um 0,1% milli mánaða og veröur 195,5 stig. Síðasfliðið ár hefur vísitalan hækkaö um 3,1%. Að meðaitali var hyggingarvisi- talan í ár 2,2% hærri en áriö 1992. Tombólumar drjúgar Tombólur harna hafa skilaö Rauða krossi íslands samtals 200 þúsund krónum f ár. Upphæðin nægir til að brauðfæða 200 böm í mánuð í Tansaníu. -kaa stjórnar og stjómarandstöðu fóm fram við 2. umræðu frumvarpsins. Þá var einnig samþykkt frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þar gerðist þaö að ákveðið var að hætta við að tekjutengja ekkjulífeyri. Þá var þessari merkilegu setningu breytt: „Ríkissjóður tekur ekki þátt í kostnaði við leit að áður óþekktum tófugrenjum nema veiðimálastjóri samþykki leitina fyrirfram." Orðalaginu var breytt í „leit að tófugrenjum... Loks var svo frumvarpið um breyt- ingar á búvörulögunum samþykkt. Með því er leyfður innflutningur á nokkrum landbúnaðarafurðum und- ir eftirliti landbúnaðarráðherra. Hann ræður því einnig hvert jöfnun- argjald veröur lagt á innfluttar land- búnaðarafurðir. Það kom fram í umræðunum að enn frekari breytingar þurfi að-gera á næsta ári á búvörulögunum áður en GATT-samningurinn tekur gfldi 1995. -S.dór „Það flugu margar hugsanir um huga minn þegar vandræðin voru hvað mest og um tíma hélt ég að þetta væri mitt síðasta," sagði Christopher Lavelle ferjuflugmaður en hér er hann fyrir framan flugvélina i gærmorgun. Chri- stoper lenti í miklum hrakningum á leið til landsins i fyrrakvöld þegar ísing komst í eldsneyti flugvélar hans og miðstöö flugvélarinnar bilaði. Þess má geta að 50 grðða frost var í þeirri hæð sem Christopher flaug. Þetta var 37. ferjuflug hans og var hugmyndin aö halda förinni áfram til iowa i Bandarikjunum um leið og búið væri að yfirfara vélina sem er tveggja hreyfla af gerðinni Beachcraft. pp/DV-mynd GVA flokkafrá- Þingraenn ailra flokka nema Kvennaiista, samþykktu í gær- kveldi þá breytingu á skattalögg- jöfinni að framlag tfl stjórnmála- flokka, kirkjufélaga, líknarstarf- semi, menningarmála og vísinda- legra rannsóknastarfa skuli vera frádráttarbært til skatts. Þó ekki yfir 0,5 prósent af tekjum. Það var Vilhjálmur Egflsson sem mælti fyrir þessari tillögu meirihluta efnahags- og við- skiptanefhdar. Hann var spurður hvort þetta opnaði ekki fyrir spillingu meöan bókhald flokk- anna væri ekki opið og þeir ekki framtalsskyldir: „Ég tel að í þessu efni gildi ekk- ert annað um stjórnmálaflokk- ana en félög alraennt. í öllum flokksfélögum eru reikningar þeirra afgreiddir á aöalfundi og aö þvi leyti er bókhaldið opið. Þá eru stjómmálaflokkar framtals- skyldir fýrir allt sem þeir eru skattlagöir fyrir eða þeir ra starfs- fólk. Þeir eru að visu hvorki tekju- eöa eignaskattsskyldir,“ sagði Vilhjálmur. Forsætisráðherra lýst því yfir að skipuð yrði nefnd sem færi yfir alla starfsemi stjómmála- flokkanna og gerði tillögur í þeim efnum. -S.dór FramlagtiB stórhækkað Alþingi samþykkti í gær að hækka framlag til þingflokkanna úr 25 milljónum króna í 36 millj- ónir á næsta ári. Þetta er kaliað séríræðileg aðstoö fyrir þing- flokkana. Þá var einnig samþykkt að kaupa 100 eintök af dagblöðum eða málgögnum þingflokka. Hér er fyrst og fremst um að ræða blaö AJþýðubandalagsins, Viku- blaðið, og rit Kvennalistans, Veru. s Tillagan um þetta var sam- þykkt samhljóöa viö afgreiðslu íjárlaga. -S.dór Spor í myrkri enn í fyrsta sæti bóksölulista D V: Framar björtustu vonum - segir Matthías Bjamason, „Jámkarlu, sem er 1 öðm sæti „Eg get ekki verið annaö en mjög ánægður meö viðtökurnar. Þær eru framar mínum björtustu vonum,“ sagði Matthías Bjama- son en viötalsbók Ömólfs Áma- sonar viö hann, Jámkarlinn, er í öðm sæti á lista DV yfir sölu- hæstu bækumar undangengna viku. Unglingabókin Spor í myrkri, eftír Þorgrím Þráinsson, er þó enn efst á lista DV yfir söluhæstu bækumar fyrir þessi jól, þriðju vikuna í röð. Jámkarlinn skipti á sæti viö Perlur og steina eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur sem nú er í þriðja sæti. Bjöm Th. Bjömsson sækir í sig veðriö, er í fjóröa sæti með heim- fldaskáldsögu sína, Falsarann. Þar á eftir kemur bókin um körfuknattleikssnfllinginn Mic- hael Jordan, þá þýdd unglinga- bók, Fleiri athuganir Berts. I 9. og 10. sæti em tvær bamabækur, Stafrófskver, eftír Þórarin og Sig- únu Eldjám, og Litlu greyin, eftir Listi yfir söluhæstu bækur - síöustu viku - 1. Spor í myrkri - Þorgrímur Þráinsson 2. Járnkarllnn - Örnólfur Árnason 3. Perlur og steinar - Jóhanna Kristjónsdóttir 4. Falsarinn - Björn Th. Björnsson 5. Michael Jordan - Jack Clary 6. Athuganlr Berts - A. Jacobsen og S. Olsson 7. Eldhress i hella öld - Gylfi Gröndal 8. Guðrúnu Helgadóttur. Næstar tíu söluhæstu bókunum undangengna viku em Vínin í ríkinu eftír Einar Thoroddsen, Manga meö svartan vanga eftir Ómar Ragnarsson og NBA, þeir bestu, eftír Eggert Þór Aðal- steinsson. Bókaverslanir sem þátt taka í sölukönnun DV, em: Allar versl- anir Eymundssonar í Reykjavík, Penninn í Hallarmúla, Hagkaup í Skeifumú, Kringlunni, Njarðvík og á Akureyri, Bókaverslun Sig- urðar Jónssonar í Stykkishólmi, Bókhlaðan á ísaflrði, Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki, Bóka- búö Jónasar á Akureryri, Bóka- búð Sigbjörns Brynjarsonar á Egilsstöðum, Kaupfélag Ámes- inga á Selfossi og Bókabúð Kefla- víkur. Fengnar em sölutölur liðinnar viku og geröur listi yfir 10 sölu- hæstu bækumar í hverri versl- un. Eru gefm stig, 1-10, eftir röð- inni á listanum. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.