Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 13 Neytendur Hvemig á að halda sér í formi? Stanslaus hreyfing og gott kynlíf - segir Sigmundur Emir varafréttastjóri Sigmundur Ernir í eldhúsinu. DV-mynd BG „Eg nota eitt trix, ég drekk mjög mikið af vatni. Fæ mér a.m.k. tvö glös á morgnana því ég hef trú á því að vatnið hreinsi líkamann og komi meltingunni af stað, vinni á því sem situr eftir frá gærdeginum. Eins drekk ég mikið vatn með mat,“ sagði Sigmundur Emir Rúnarsson, vara- fréttastjóri Stöðvar 2, aðspurður um ráðleggingar varðandi mataræði. Hann segist ekki fá sér morgun- mat, allur tíminn fari í að gefa böm- unum íjórum að borða. „Ég legg meiri áherslu á að bömin nærist heldur en ég. Fyrsta máltíð dagsins hjá mér eru yfirleitt tveir kaffibollar með mjólk og sykri en ég drekk óheyrilega mikið kaffi. Svo fæ ég mér staðgóðan hádegisverð í vinnunni. Ég hef hreinlega ekki tíma fyrir aukabita. Þó fæ ég mér stundum góða samloku um fimmleytið þegar ég er orðinn svangur," sagði Sigmundur. Þegar hann vill láta eitthvað vem- lega gott eftir sér fær hann sér rauð- vín og osta eða ijóma. Hann viöur- kenndi aö hann væri rjómafíkill. „Á kvöldin leggjum við áherslu á hin gömlu gildi annars vegar, borð- um mikið af nýjum íslenskum fiski og allskyns súpum, brauði og áleggi, og erum mikið fyrir ítalskan og mexí- kóskan mat hins vegar. Ég er sér- fræðingur í hinum eþnísku réttum en konan er meira í íslensku réttun- um.“ Hann sagðist sjálfur annast meirihluta máltíðanna en bæöi hjón- in vinna vaktavinnu og það þeirra eldar sem fyrr er komið heim. Oft borða þau á milli klukkan átta og níu á kvöldin. „Matreiðslan einkennist mikið af því að nýta það sem til fellur. Það er t.d. sniðugt að eiga til súpuupp- skriftir sem maður getur notað af- ganga í. Við borðum ákaflega lítið kjöt, nánast aldrei stórar steikur. Það kemur þó fyrir að við borðum hakk eða kjúklingakjöt." Hann sagðist þó gera undantekningu á jólunum því þá er alltaf svínabógur í matinn. Aðspurður hvort hann stundaði einhveija likamsrækt sagðist hann vera á stanslausri hreyfmgu allan daginn í vinnunni og stunda gott kynlíf. Holl skammdegissúpa Hversdagsuppskriftin hans Sig- mundar Emis er súpa fyrir 12 manns og segist hann oft borða hana þrjá daga í röð. Aðferð: bræðið 2 msk. af smjöri saman við 2 msk. hveiti og bakið upp sósu með 1 Utra af vatni. Látið suðuna koma upp og setjið 2-3 grænmetisten- inga útí. Skerið niður blómkál, hráar kartöflur og gulrætur sem nemur 1 'Á Utra máU (niðurskorið). Sjóðið í 15 mínútur og bætið þá 1 Utra af vatni útí og 1 Utra af mjólk. Látið suðuna koma upp, kryddið með pipar og ta- basco-sósu, skerið niður 5 hvítlauks- rif og steinselju og bætið útí. Sjóðið í 10 mínútur. Berið fram með ristuðu eða ofnbökuðu brauði. -ingo Kaupmenn og veiðimenn deila um verð á rjúpu: Ólöglegt verðsamráð kaupmanna „Það Uggur nokkuð ljóst fyrir að kaupmenn hafa með sér ólöglegt verðsamráð um rjúpuna og aldrei eins og nú. Þeir virðast hafa rottað sig saman um að greiða ekki meira en 600 kr. fyrir stykkið á þeirri for- sendu að nóg sé til af ijúpu. Ég er sannfærður um að svo er ekki og held að það sem til er sé aUt komið í verslanir nú þegar,“ sagði Snorri Jóhannesson ijúpnaveiðimaður á Augastöðum í Hálsahreppi. Sjálfur hefur Snorri selt aUar sínar ijúpur, 500 stykki, og fengið fyrir þær sæmflegt verð. Hann segir að ef veiðimenn bíði of lengi með að selja sitji þeir uppi með fuglana. Kaupmenn hafa aðra sögu að segja og telja veiðimenn sitja á bráðinni og bíða eftir að kaupmenn lendi í vandræðum með að uppfyUa pantan- ir. Þá krefjist þeir hærra verðs, aUt að 850 krónum fyrir ijúpuna. Dæmi eru um að kaupmenn greiði með rjúpunni tfl þess eins að tryggja við- skiptavinum sínum þessa þjónustu; kaupi jafnvel ijúpuna á rúmar 800 krónur en selji hana á 750 krónur. Einnig eru dæmi um að kaupmenn fari í aörar verslanir til að hafa upp í sínar pantanir. „Þeir heimta aUtof hátt verð. Við erum líka að hugsa um viðskiptavini okkar, að þeir þurfi ekki að greiða hátt í þúsund krónur fyrir ijúpuna. Viö erum því ekki að stuðla að verð- hækkunum nema síður sé,“ sagði kaupmaður sem ekki vUdi láta nafns síns getið. Hann viðurkenndi að kaupmenn hefðu eitthvert verösam- ráð en spurði í staðinn hvort það væri ekki samráð hjá veiðimönnum að heimta þetta verð fyrir rjúpuna. -ingo Hamborgarhryggimir frá Meist- aranum hf. Nýttfrá Meistar- anumhf. Meistarinn hefur sent frá sér tvær nýjar tegundir af hamborg- arhrygg, appelsfnu og hunangs. Hryggjunum fylgja nákvæmar leiðbeiningar um matreiðslu og uppskriftablað jiar sem m.a. er gefin uppskrift að rauðvínssósu. Hamborgarhryggina þarf ekki að sjóða heldur eru þeir settir beint inn í ofn og penslaðir reglu- lega með sérstakri appelsínu- eða karameUubráð sem fylgir. Ef keyptur er einnota álbakki fylgja matreiðslunni engin óþrif og hún tekur ekki nema 1'/% klukku- stund. Að sögn Þórarins Guð- laugssonar matreiðslumeistara eru hryggirnir minna saltaðir, marineraðir og aðeins reyktir. Hann sagði þessa vöru vera í stööugri þróun svo nýjar aöferðir væru nú aö líta dagsins ljós sem væru engu síðri en þær gömlu. lamba- Eins og fyrir jólin í fyrra er hægt að kaupa ferskt lambakjöt fyrir þessi jól. Kjötið er bæði selt í neytendapakkningum og í heil- um skrokkum. Hér er um tílraun aö ræða þar sem þetta er óhefðbundin fram- leiðsla og óljóst hvort nægUegur markaður er fyrir hendi. Magnið verður því takmarkað, einungis 50 skrokkar, og kjötið eingöngu selt hjá Kaupfélagi Borgfiröinga, Borgarnesi, og í verslun Hag- kaups i Kringlunni. Ferska lambakjötiö verður selt á sama verði og i fyrra og stefnt er aö því að setja þaö á markað tvisvar tíl þrisvar í vetur þar sem æ fleiri taka ferskt kjöt fram yfir frosið. -ittgo kaupauki - sparaðu með kjaraseðlum Kjaraseðillinn gildir í versluninni sem tilgreind er hér til hliðar. Einn seðill gildir fyrir eitt eintak af vörunni. Gildirtil: 31. desember 1993 eða á meðan birgðir endast Afsláttur kr. 15.4001 COMET HÆGINDASTOLL Svartur - dökkbrúnn - ljósbrúnn - rauðbrúnn Verð kr. 35.300 + kjaraseðill 15.400 Samtals; 19.900 TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 — sími 68-68-22 Kjaraseðillinn gildir í versluninni sem tilgreind er hér til hliðar. Gildir til: 31. desember 1993

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.