Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Qupperneq 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÓMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Opnar fjárreiður
Nákvæmar upplýsingar um fjármál þýzku stjómmála-
flokkanna birtust í þarlendum blöðum fyrir hálfri ann-
arri viku. Þar birtast slíkar upplýsingar reglulega. Þær
eru taldar vera hluti af eðlilegu og lögbundnu upplýsinga-
flæði þar í landi, svo sem víðast hvar á Vesturlöndum.
Einna lengst hafa Bandaríkjamenn gengið á þessu
sviði. Þar er opið bókhald stjómmálaflokka og stofnana
á vegum þeirra, svo og takmarkanir á því fjármagni, sem
nota má í kosningabaráttu af ýmsu tagi. Pólitískt sam-
komulag er þar í landi um, að þetta þjóni lýðræðinu.
ísland er að þessu leyti ekki í hópi flestra lýðræðis-
ríkja heims. Hér hafa stjómmálaflokkamir komizt upp
með lítið og lokað bókhald, þótt oft hafi verið bent á
vandann. Framkvæmdastjóri stærsta flokksins segist
vera hissa á, að sér og slíkum skuli ekki vera treyst.
í september lögðu átta háskólakennarar til, að hér
yrðu settar um þetta hhðstæðar reglur ög gilda í ná-
grannalöndunum. Ekki var tekið mark á tillögunni. Og
að undanfómu hafa leiðtogar flokkanna verið að krunka
saman um aukið skattfrelsi á framlögum til flokkanna.
Þörfin á opnu bókhaldi stjómmálaflokka og stofnana
á vegum þeirra er meiri hér á landi en í nágrannalöndun-
um beggja vegna Atlantshafsins. Það stafar af, að hér em
stjómmálaflokkar og stjómmálamenn meira en annars
staðar í hlutverki skömmtunarstjóra lífsins gæða.
íslenzkt þjóðfélag er afar miðstýrt. Valdamiklir stjóm-
málamenn ráða miklu um gengi stofnana og fyrirtækja
úti í bæ. Einkaleyfi, einokun og fáokun blómstra, svo og
kvótar og aflamiðlanir af ýmsu tagi. Markaðsvæðing er
htil sem engin, en einkavinavæðing þeim mun meiri.
í óvenjulega miðstýrðu þjóðfélagi er mikh hætta á
óeðhlegum hagsmumatengslum milh stjómmálaflokka
og stjómmálamanna annars vegar og hins vegar stofnana
og fyrirtækja og þrýstihópa úti í bæ. Birtingarskylda á
fjárreiðum flokka dregur úr þessu vandamáh.
Það er blettur á íslenzku lýðræði, að ekki skuh vera
hægt að komast að raun um, hvaða fyrirtæki og hvaða
þrýstihópar leggja hversu mikið af mörkum til hvaða
sfjómmálaflokka í formi peninga, auglýsinga, happ-
drættismiðakaupa og afsláttarkjara af ýmsu tagi.
Eðlilegt er, að framlög til sijórnmálaflokka séu skatt-
frjáls að vissu marki, svo að þeir hafi bolmagn th að sinna
mikhvægu hlutverki sínu í lýðræðinu. En slíkt skatt-
frelsi er ótækt nema því fylgi birtingarskylda á beinum
og óbeinum framlögum hagsmunaaðha th flokkanna.
Mestu máh skiptir, að almenningur geti áttað sig á
meginlínum hárstreymisins th flokkanna annars vegar
og hins vegar á upphæðum þeirra aðha, sem fyrirferðar-
mestir em. Minni ástæða er th að tíunda opinberlega
félagsgjöld og önnur minni háttar framlög einstaklinga.
Birta þarf heildarupphæð hvers flokks og skiptingu
hennar í bein framlög og óbein, svo og skiptingu hennar
í félagsgjöld, opinberan stuðning og gjafmhda stórvhdar-
vini. Ennfremur þarf að birta skrá yfir stærstu vhdar-
vini, þá sem fara yfir einhverja viðmiðunartölu.
Úr því að þetta er hægt að gera og er gert í nágranna-
löndunum, er engin ástæða th að fara undan í flæmingi
hér á landi. Opnar flárreiður stjómmálaflokkanna hljóta
að vera ágæt aðferð th að efla mikhvægt traust almenn-
ings á einum helzta burðarási lýðræðisins í landinu.
Ráðamenn flokkanna vhja ekki hlusta á þetta, af því
að þeir telja, að kjósendur muni leyfa sér að komast upp
með að hlusta ekki. Og það er því miður rétt ályktað.
Jónas Krisýánsson
Þvi miður hafa erlendar skuldir okkar einnig farið í að halda uppi fölsku neyslustigi," segir m.a. í grein Einars.
rtriji
i i - > ! f
,Æ j í Æmí
Erlendu skuld-
irnar lækka enn
Sívaxandi erlendar skuldir hafa
verið áhyggiuefni. Sú þróun hefur
verið látlaus undanfarin ár, án til-
hts tii ytri aðstæðna, að erlendar
skuldi íslensku þjóðarinnar hafa
vaxið ár frá ári. Vissulega hafa
þessar lántökur gengið til margra
góðra verkefna og nytsamlegra. En
þvi miður hafa erlendar skuldir
okkar einnig farið í að halda uppi
folsku neyslustigi, sem ekki mun
leiða til bættra lífskjara á næstu
árum.
Hinar miklu erlendu skuldir hafa
gert svigrúm okkar til efnahagsað-
gerða miklu minna nú, þegar svo
rækilega hefur slegið í baksegl
þjóðarskútunnar. Skuldlítil þjóð
þar sem sæmilegur viðskiptajöfn-
uður gagnvart útlöndum hefði ríkt,
hefði auðveldlega getað fleytt sér
yfir stundarerfiðleika. Því var ekki
til að dreifa hér. Við höfum mátt
ghma við aht'í senn; of miklar er-
lendar skuldir, hullandi viöskipta-
halla og minnkandi tekjur.
Frá viðskiptahalla
til viðskiptajöfnuðar
Einmitt þess vegna er það gríðar-
lega mikilvægur árangur að við-
skiptahahinn hefur minnkað ár-
lega frá árinu 1991. Þá nam við-
skiptahahinn um 18 mihjörðum
króna og var nær 5% af landsfram-
leiðslu. Síðan hefur tekist með
markvissum aðhaldsaðgerðum og
eðhlegri skráningu gengis íslensku
krónunnar að draga árlega úr við-
skiptaháhanum.
Fyrir þremur mánuðum var talið
að viðskiptahalhnn yrði um 5,5
mihjarðar. Nú blasir við að við-
skiptahaUinn verði ekki nema 0,8%
eða um 3 mihjarðar króna. Með
öðrum orðum: viðskiptahalhnn
verður núna í krónum tahð 1/6 af
því sem hann var þegar Alþýðu-
KjaHaxinn
Einar K. Guðfinnsson
annar þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins á Vestfjörðum
bandalagið og FramsóknarUokkur-
inn kvöddu Stjórnarráðið.
Lækkun erlendra skulda
Vegna þessa hefur sá einstæði
árangur náðst að þrátt fyrir ytri
erfiðleika dragast erlendar skuldir
saman að raungildi. Á þessu ári
mun skuldastaðan batna um 3 til 4
mihjarða króna. Á næsta ári munu
erlendar skuldir enn lækka. Á
þessum tveimur árum, 1993 og 1994,
lækka því erlendar skuldir að
raungUdi um 5 tU 6 mihjarða króna,
þrátt fyrir ytri áföh og erfiðleika í
þjóðarbúskapnum.
Þetta er í raun og veru alveg ein-
stæður árangur. Á síðustu rúmum
tveimur áratugum sem upplýs-
ingar eru tiltækar um, eða allt frá
árinu 1970 hefur raunlækkun er-
lendra skulda aldrei átt sér staö.
Við höfum meö öðrum orðum, á
þessu tímabih, aldrei fyrr getað
státað af því að lækka erlendar
skuldir að raungildi.
Áhrifin á landsbyggðina
Hér hjálpast einkum tvennt að.
Annars vegar það aö gengisbreyt-
ingar erlendra gjaldmiðla hafa að
þessu leytinu verið okkur hagstæð-
ar. En mikilvægast er þó það að
við erum að laga útgjöld íslensku
þjóðarinnar að tekjunum. Raunar
er það svo að verulegur afgangur
er af vöruskiptum okkar við út-
lönd.
Erlend skuldasöfnun fyrri ára
ýtti undir ójafnvægi landsbyggðar
og höfuöborgarsvæðisins. Hún
skapaði falska þenslu og rýrði sam-
keppnisstöðu útflutningsgrein-
anna m.a. á landsbyggðinni, eins
og menn muna. Það er því ekki síst
ástæða fyrir okkur landsbyggðar-
fólk að fagna þeim þýðingarmikla
árangri að unnt hefur reynst að
eyða viðskiptahahanum og taka til
við að lækka erlenda skuldasöfnun
fyrri ára.
Einar K. Guðfmnsson
Á þessum tveimur árum, 1993 og 1994,
lækka því erlendar skuldir að raungildi
um 5 til 6 milljarða króna, þrátt fyrir
ytri áföll og erfiðleika í þjóðarbúskapn-
Skoðanir annarra
Brýnt að enginn skorist undan
„Spáð er samdrætti í landsframleiðslu eftir örht-
inn vöxt í ár. Samdrættinum fylgir því miður nokk-
ur aukning atvinnuleysis. Spáð er að viðskiptahalh
verði ívið meiri en í ár en þó það lítill að erlendar
skuldir þjóðarinnar halda áfram að lækka að raun-
ghdi... Við þessar fyrirsjáanlegu aðstæður lágrar
verðbólgu og stöðugleika á vinnumarkaði er brýnt
að enginn skorist imdan í því þjóðþrifamáli sem
áframhaidandi lækkun vaxta er.“
Sighvatur Björgvinsson iðnaðar- og
viðskiptaráðherra í Mbl. 18. des.
Hrópandi andstaða
við náttúruvernd
„Margir eygja vaxtarbrodd afkomumöguleika í
þjónustu við ferðamenn og ættu þeir að geta orðið
dijúg tekjulind þegar fram í sækir. Túrismi er þegar
orðinri talsverður atvinnuvegur og mikhvægur. En
það má gera enn betur og fátt er að verða eftirsóknar-
verðara en strjálbýl og ómenguð landssveeði...
Óþverri eins og geislavirkur úrgangur úr kjamorku-
verum ógnar öhu lífi og er í hrópandi andstöðu við
þá náttúrvemd og það umhverfi sem flestir kjósa
að lifa við.“ Úr forystugrein Tímans 18. des.
Þykir okkur ekki
lengur væntíum börnin?
„Það er okkar foreldranna að bera ábyrgð á börn-
unum okkar og byggja þau upp sem sjálfstæða ein-
stakhnga. Við hikum ekki við að taka af þeim skæri
og hnífa þegar þau em hth og vörum þau við ahs
kyns hættum í umhverfinu. Hvers vegna hættum
við þessu þegar þau verða eldri? Þykir okkur ekki
vænt um þau lengur? Finnst okkur aht í lagi að þau
séu að nota vímuefni sem getur valdið þeim ómæld-
um skaða?“ Unnur Halldórsdóttir i Mbl. 19. des.