Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
17
Menning
Fyrsta stálskip
smíðað á íslandi
Þegar nú er gelín út bók um merk
tímamót í íslenskri skipasmíði, þ.e.
um smíði fyrsta íslenska stálskips-
ins, er íslensk skipasmíði á tíma-
mótum.
Nú 40 árum efdr að tímamóta-
samningurinn var undirritaður
um smíöi dráttarbátsins Magna er
eitt stálskip í smíðum á íslandi,
ekki fyrir Islendinga heldur fyrir
Grænhöfðaeyjar. Og samtök skipa-
smiða telja að svo kunni aö fara
að skipasmíðar líði undir lok á ís-
landi, þessari eyju úti í miðju Atl-
antshafi sem allt á undir fiskveið-
um og flytur vörur til og frá land-
inu mestmegnis með skipum.
Ég hefi mikið lesið um kröfúr til
úrbóta fyrir íslenskan skipasmíða-
iðnað. Ég tel þó að þessi bók sé ein-
hver besta hvatning i þeim efnum
sem ég hef séð.
Bókin um fyrsta íslenska stál-
skipið er vel skrifuð og það svo að
þeir sem einhvem áhuga hafa á
verkmenningu hrífast með þegar
þeir lesa um áhuga og baráttu
frumheijanna í stálskipasmíði.
Sagan er sögð í máli og myndum.
Myndimar gera frásögnina einkar
lifandi enda höfundur kunnur fyrir
myndir sínar.
I upphafi bókarinnar er sagt ffá
fyrsta íslenska skipaverkfræðingn-
um, Bárði G. Tómassyni, sem út-
skrifaðist 1914 og segja má að hafi
verið með menntun sinni langt á
undan sinni samtíö á íslandi.
Það verður síðan hlutverk sonar
hans, Hjálmars R. Bárðarsonar, að
láta dramna foðurins rætast og
stýra smíði fyrsta íslenska stál-
skipsins.
Stálsmiðjan hf., sem smíðaði
dráttarbátinn Magna, var dóttur-
fyrirtæki vélsmiðjufyrirtækjanna
Hamars hf. og Héðins hf.
Margir vom úrtölumenn á þess-
um tíma og töldu íslendinga van-
búna til þess að fást við smíði stál-
skipa. Og auðvitað vantaði margt
og aðstaðan var erfið.
Búa þurfti fyrirtækið tækjakosti
ogþjálfa starfsmenn. Dráttarbátur-
inn Magni var um 184 brúttólestir
og aðalvél var 1000 hestöfl (Deutz).
Skipið var afhent Reykjavíkm-höfn
25. júní 1955 við hátíðlega athöfn
og þjónaði höfiiinni í 32 ár en þá
bilaði vél þess vegna mannlegra
mistaka.
Hafiiarstjóm hefúr ákveðið aö
láta varðveita skipið vegna sögu-
legs gildis þess.
Síðan 1955 hafa verið smíöuð 143
stálskip á íslandi, stærri en 10
rúml., og um 40 stálskip minni en
10 rúml.
Hámarki náði þessi iðngrein árin
1971-75 en þá „vom tekin í notkun
53 ný stálskip stærri en 10 rúmlest-
Bókmenntir
Guðmundur G.
Þórarinsson
ir frá íslenskum skipasmíðastöðv-
um“.
Að bókinni um smíði fyrsta ís-
lenska stálskipsins er mikill feng-
ur. Hún er ffóðleg heimild um
þennan þátt í verkmenningu ís-
lendinga.
Hún á eftir að verða kærkomin
eign og skemmtileg lesning fyrir
þá sem áhuga hafa á íslenskri iðn-
sögu og verkmenningu.
Þeir sem svona bækur skrifa og
vinna eiga aö gefa út og rita fleiri
bækur, þannig verður arfúrinn
best varðveittur handa þeim kyn-
slóðum sem nú vaxa upp og hfa
hvaö mesta hættu á að glata sam-
hengi sögunnar.
Höfundur og útgefandl
Hjálmar R. Báröarson
108 bls.
smuTsmna
SLÍPITROMLUR
Jólagjöf
athafnamannsins
Margar gerðir,
gott verð.
Sendum í póstkröfu
um land allt.
Skeifunni 11 d — sími 686466
PERLUFESTAR
f'
v (1»« «*»J
Dráttarbáturinn Magni.
in
Hinar þekktu japönsku
Namida perlufestar sem
búnar eru til úr skeljum sem
perlur eru ræktaðar í.
Þær fást í lengdum: 42 cm,
45 cm, 50 cm, 60 cm, 80 cm
og 90 cm bæði í 6 mm og
7 mm perlum, verðið er frá
5.200 til 10.700 kr.
Allar festarnar eru með silf-
urlás. Einnig armbönd, ein-
föld og tvöföld, á verði frá
kr. 3.600 til 9.800.
Einnig eyrnalokkar með silf-
urpinna á 1.850, 1.950 og
2.050 kr.
LAUGAVEGI 49
SÍMAR 17742 OG 617740
Bridge
Bridgefélag
Breiðfirðinga
Síðasta spilakvöld félagsins fyrir
jól var eins kvölds jólatvímenningur
og var ágætisþátttaka, 28 pör skráðu
sig tU leiks. Spilaður var Mitchell og
efstu pörin í sitt hvora áttina höfðu
heim með sér jólaglaðning. Hæsta
skori í NS náðu eftirtahn pör:
1. Hrafnhildur Skúladóttir-
Jörundur Þórðarson 330
2. Albert Þorsteinsson -
Kristófer Magnússon 328
3. Andrés Ásgeirson -
Ásgeir Sigurðsson 315
3. Bjöm Jónsson -
Þórður Jónsson 315
- hæsta skorið í AV:
1. Guðbrandur Guðjohnsen -
Magnús Þorkelsson 324
2. Jón Stefánsson-
Einar Sveinbjömsson 321
3. Þorvaldur Þórðarson-
Guðmundur Þórðarson 312
4. Ingibjörg Halldórsdóttir-
Sigvaldi Þorsteinsson 301
Fyrsta spilakvöld efdr áramót verð-
ur fimmtudaginn 13. janúar en þá
verður spilaður eins kvölds tvímenn-
ingur. -ÍS
Fjölva veitist sú únægja ab tilkynna:
Fyrir þær þúsundir
Islendinga sem keyþtu
í TOPPFORMI er nú komin
stór matreibslubók eftir
sömu höfunda.
STÓRA
TOPPFORMS
MATREIÐSLUBÓKIN
Nú er hægt ab halda
dfram d sömu braut
hollustu og heilbrigbra
lifshdtta!
Hundrub ljúffengra uppskrifta Marilyn Diamond af öllu tagi,
■ — meira ab segja hollt sælgæti.
FJOLVA^pÚTGAFA ^
Marily
Diaraond
STO
RA
TOPPFO
S
RM
MATREIÐSLU
BOKIN